Víkurfréttir 9. tbl. 39. árg.

Page 6

6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg.

Poppaðir afmælistónleikar KVENNAKÓRS SUÐURNESJA Í HLJÓMAHÖLL

Kvennakór Suðurnesja fagnaði 50 ára starfsafmæli kórsins með glæsilegri tónlistarveislu í Hljómahöll sl. fimmtudag þar sem fram komu auk kórsins söngvararnir Valdimar Guðmundsson og Fríða Dís Guðmundsdóttir. Kórinn er elsti starfandi kvennakór landsins og eiga stofnendur kórsins mikinn þátt í því að vel var staðið að uppbyggingu fyrstu árin þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Fjölmargar konur af Suðurnesjum hafa átt þátt í að syngja með kórnum og halda honum gangandi. Áhersla var lögð á söngperlur af Suðurnesjum sem er einkar ánægjulegt enda Suðurnesjamenn ríkir af tónlist og mætti gera meira af því að halda henni á lofti. Mikið var lagt í dagskrá og umgjörð tónleikanna sem voru hinir glæsilegustu. Á dagskrá voru m.a. lög eftir söngvaskáldin Sigvalda Kaldalóns, Rúnna Júll, Gunna Þórðar, Jóhann G., Magnús Kjartansson, Of Monsters And Men, Þorstein Eggertsson og fleiri mætti telja. Kórnum til halds og traust var hljóm-

sveit enda tónleikarnir nokkuð poppaðir í takt við lögin sem flutt voru. Að auki lék undir á píanó Geirþrúður Fanney Bogadóttir og þá lék á trompet

Harpa Jóhannesdóttur sem hefur m.a. leikið með Björk. Stjórnandi kórsins er Dagný Jónsdóttir og hefur hún starfað með honum frá árinu 2004.

SUMARSTÖRF Í VOGUM 2018 Eftirtalin sumarstörf eru laus til umsóknar hjá sveitarfélaginu sumarið 2018: Stöður flokkstjóra í vinnuskóla Vélamaður í vinnuskóla Umsjónarmaður leikjanámskeiðs Matráður/heimþjónusta Sumarafleysingar í íþróttamiðstöð Nánari upplýsingar um störfin veita frístunda- og menningarfulltrúi í síma 440-6225 og 8678854 og forstöðumaður umhverfis og eigna í síma 8936983. Umsókn sendist rafrænt á stefan@vogar.is eða skilist á pappír á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsmiðstöðvar, í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar eða á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur fyrir umrædd störf er til 12. mars 2018. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja. Námsmenn jafnt sem atvinnuleitendur, karlar og konur eru hvött til að sækja um ofangreind störf.

Fékk hún til liðs við sig valinkunna menn til þess að útsetja lögin sem flutt voru og má þar nefna Arnór B. Vilbergsson, Heiðar Sigurðsson og

Gróu Hreinsdóttur. Það var því mikið í lagt og ánægjulegt að heyra þessi þekktu popplög okkar Suðurnesjamanna í nýjum búningi. Það er án efa vandasamt að útsetja popplög sem henta vel kvennakór og voru þær misgóðar. Útsetningar Arnórs báru af til að mynda í lögunum Gamli grafreiturinn, Keflavíkurnætur og Yfirgefinn en einnig var lag Of Monsters and Men vel heppnað í útsetningu Heiðars Sigurðssonar. Kórnum til halds og trausts voru kynnarnir Kristín og Margrét Pálsdætur sem stóðu sig vel en hugsanlega hefði mátt skera þann þátt eitthvað niður þar sem kynningar lengdu tónleikana nokkuð og tóku að mínu mati að nokkru athyglina frá afmælisbarninu sjálfu. Afmælisgestir voru hins vegar vel með á nótunum í troðfullum Stapa enda uppselt á tónleikana og óska ég kvennakórskonum til hamingju með vel heppnaða tónleika og afmælið. Dagný Maggýjar

Stórtónleikar Forskóladeildar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Þriðjudaginn 6. mars stendur Forskóladeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fyrir tvennum stórtónleikum í Stapa, Hljómahöll. Á tónleikunum koma fram nemendur í Forskóla 2, sem eru allir nemendur 2. bekkjar grunnskólanna (7 ára börn) ásamt Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. og einni af rokkhljómsveitum skólans. Fyrri tónleikarnir eru kl. 17 og á þeim koma fram forskólanemendur úr Akurskóla, Akurskóla – stofum við Dalsbraut, Háaleitisskóla og Holtaskóla. Seinni tónleikarnir eru kl.18 og á þeim koma fram forskólanemendur úr Heiðarskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla. Hvorir tónleikarnir um sig taka um 30 mínútur. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Forskóladeildin hefur um árabil staðið fyrir tónleikahaldi einu

sinni á vetri, ásamt lúðrasveitinni. Á fyrstu tónleikunum voru það einungis um 40 forskólanemendur sem léku sem gestir með lúðrasveitinni á tónleikum í Kirkjulundi, en strax árið eftir var ákveðið að fara með tónleikana á milli allra grunnskólanna þar sem forskólinn væri í fyrirrúmi og hafa aðra hljómsveit með auk lúðrasveitarinnar, sem hafa ýmist verið rokkhljómsveit, trommusveit eða strengjasveit. Þessu fyrirkomulagi var haldið þar til fyrir þremur árum, að ákveðið var að fara ekki í grunnskólana með tónleikahaldið, heldur halda tvenna tónleika í Stapa. Almenn ánægja hefur verið með það fyrirkomulag og forskólatónleikarnir verða því með sama sniði nú. Á tónleikunum koma fram alls um 290 börn og unglingar, þar af um 260 forskólanemendur. Allir eru velkomnir.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.