Víkurfréttir 26. tbl. 39. árg.

Page 2

2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. júní 2018 // 26. tbl. // 39. árg.

Sátu fyrsta fundinn í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis Sameinað sveitarfélag með þrjá bæjarstjóra á launum

Bæjarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis kom saman til fyrsta fundar á miðvikudag í síðustu viku en fundurinn fór fram í Ráðhúsinu í Garði. Unnið er að því að standsetja fundaraðstöðu fyrir bæjarstjórn í Ráðhúsinu í Sandgerði en þar til mun bæjarstjórnin funda í Garði. Gert er ráð fyrir að til framtíðar verði fundir bæjarstjórnar í Sandgerði en bæjarráð mun funda í Garði. Fundinn sátu þau Einar Jón Pálsson D-lista, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir D-lista, Haraldur Helgason D-lista, Ólafur Þór Ólafsson J-lista, Laufey Erlendsdóttir J-lista, Fríða Stefánsdóttir J-lista, Magnús Sigfús Magnússon H-lista, Pálmi Steinar Guðmundsson H-lista og Daði Berg-

þórsson B-lista. Fundargerð fyrsta fundar bæjarstjórnar ritaði Guðjón Þ. Kristjánsson en hann hafði áður ritað fundargerðir Sandgerðisbæjar og verður ritari bæjarstjórnar þar til annað hefur verið ákveðið. Til fundarins þann 20. júní sl. var boðað af þeim bæjafulltrúa sem setið

hefur lengst í bæjarstjórn og þar sem tveir hafa setið jafnlengi var boðað til fundarins af þeim er eldri er en það er Einar Jón Pálsson. Í upphafi fundar voru nýir bæjarfulltrúar boðnir velkomnir með ósk um gott og farsælt samstarf á kjörtímabilinu sem framundan er sem er það fyrsta í sögu hins nýja sveitarfélags. Í bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags eru níu bæjarfulltrúar. Þeir hafa allir setið áður annað hvort í bæjarstjórn Garðs eða Sandgerðis að undarskildum Haraldi Helgasyni, sem er nýr í sveitarstjórnarmálum.

Nýtt sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis verður með þrjá bæjarstjóra á launum í sumar. Samþykkt hefur verið að ráða Róbert Ragnarsson sem bráðabirgðabæjarstjóra, þar til gengið hefur verið frá ráðningu bæjarstjóra í hið sameinaða sveitarfélag. Talsverðar umræður urðu á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í Garði og Sandgerði í gær um málefni bæjarstjóra og skiptar skoðanir á þeirri ákvörðun að auglýsa starf bæjarstjóra. Bent var á það á fundinum að sveitarfélagið yrði því með þrjá bæjarstjóra á launum í sumar. Þau Sigrún Árnadóttir, fv. bæjarstjóri í Sandgerði og Magnús Stefánsson, fv. bæjarstjóri í Garði eru bæði á biðlaunum og svo bætist Róbert við í sumar. Það er að tillögu D- og J-lista að samið verði við Róbert Ragnarsson um að verða starfandi bæjarstjóri þar til nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn. „Róbert hefur unnið með undirbúningsstjórninni að sameiningunni og þekki því vel til allra mála og getur

haldið ferlinu gangandi. Hann þekkir vel til starfa bæjarstjóra og hefur gefið það út að hann muni ekki sækja um bæjarstjórastöðuna og því er þessi tímabundna ráðning talin góður kostur,“ segir í tillögu meirihlutaflokkanna. Forseta bæjarstjórnar er falið að ganga frá samkomulagi við Róbert. Komið hefur fram að Sigrún Árnadóttir ætlar sér ekki að sækja um starf bæjarstjóra í sameinuðu sveitarfélagi en Magnús Stefánsson, sem var bæjarstjóri í Garði, mun hins vegar verða á meðal umsækjenda um starfið.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Árni Þór Guðjónsson, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@ vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Á myndinni eru bæjarfulltrúarnir sem sátu fyrsta fundinn. F.v.: Pálmi Steinar Guðmundsson, Einar Jón Pálsson, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Daði Bergþórsson, Laufey Erlendsdóttir, Fríða Stefánsdóttir, Haraldur Helgason, Magnús Sigfús Magnússon og Ólafur Þór Ólafsson. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

SÆKIR UM STARF BÆJARSTJÓRA SAMEINAÐS SVEITARFÉLAGS Magnús Stefánsson lét í síðustu viku af starfi bæjarstjóra í Garði. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis var haldinn sama dag, þriðjudaginn 20. júní sl. Magnús ritaði pistil á fésbókina þar sem hann greinir frá starfslokum sínum. Hann greinir einnig frá því að hann muni sækja um starf bæjarstjóra sameinaðs sveitarfélags þegar það verður auglýst. „Í dag læt ég af störfum, eftir að hafa verið bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs frá því í júlí 2012. Því fylgja blendnar tilfinningar, en um leið þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna með frábæru samstarfsfólki. Ánægjuleg og góð samskipti hafa verið við íbúana og ýmsa samstarfsaðila og fyrir það er þakkað. Okkur hefur gengið vel með starfsemi og rekstur sveitarfélagsins, íbúum hefur fjölgað á þessum tíma og margs konar uppbygging átt sér stað. Nú hafa Garður og Sandgerðisbær sameinast í eitt sveitarfélag, því fylgja ýmsar áskoranir

og tækifæri til framtíðar. Ég óska nýju sveitarfélagi, starfsfólki þess og kjörnum fulltrúum alls góðs í þeirra störfum, til heilla fyrir íbúana og atvinnulífið“. Þá segir Magnús: „Bæjarstjórn hins nýja sameinaða sveitarfélags hefur auglýst stöðu bæjarstjóra. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí lýsti ég því að ég væri tilbúinn til starfa sem bæjarstjóri. Ég mun standa við það og leggja inn umsókn um stöðuna. Framhaldið ræðst af ákvörðunum bæjarstjórnar,“ segir Magnús Stefánsson, fráfarandi bæjarstjóri í Garði.

Starf blaðamanns laust hjá Víkurfréttum Víkurfréttir óska eftir að ráða blaðamann til starfa sem fyrst. Við leitum eftir einstaklingi í fréttadeildina okkar til að vinna við fréttamennsku fyrir blað, vef og sjónvarp. Þetta er líflegt starf og skemmtilegt. Hér er nauðsynlegt að vera pennafær og hafa gott vald á íslensku. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Þá skemmir ekki að vera með nett fréttanef og þekkingu á samfélaginu á Suðurnesjum. Ekki skemmir heldur fyrir að hafa grunnþekkingu í ljósmyndun. Vinnudagurinn er frá kl. 9 til 17 virka daga. Stundum förum við einnig í útköll á kvöldin og um helgar.

Víkurfréttir ehf. er fjölmiðlafyrirtæki á Suðurnesjum sem hefur verið starfandi frá árinu 1983. Fyrirtækið rekur vikulegt fréttablað, fréttavefinn vf.is og golfvefinn Kylfingur.is. Þá halda Víkurfréttir úti vikulegum sjónvarpsþætti á Hringbraut. Umsóknir um starf blaðamanns berist með tölvupósti til Páls Ketilssonar, pket@vf.is. Hann veitir nánari upplýsingar um starfið.

Sigurður Steinar hlaut fálkaorðuna Forseti Íslands sæmdi Sigurð Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til landhelgisgæslu og björgunarstarfa. „Sigurður Steinar er ákaflega vel að viðurkenningunni kominn enda átti hann farsælan hálfrar aldar starfsferil hjá Landhelgisgæslu Íslands en hann lét af störfum í apríl. Landhelgisgæslan óskar Sigurði Steinari til hamingju með viðurkenninguna,“ segir á fésbók Landhelgisgæslunnar.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.