Víkurfréttir 9. tbl. 40. árg.

Page 20

20

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. febrúar 2019 // 9. tbl. // 40. árg.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Vogarnir falin perla

– segir Daníel Arason sem nýlega var ráðinn menningarfulltrúi í Vogum

Heiðarskóli – skólastjóri Hjómahöll – hljóðmaður/verkefnisstjóri Holt – leikskólastjóri Öspin – þroskaþjálfi, sérkennari og skólaliðar Vinnuskólinn – yfirflokkstjóri, sumarstarf Vinnuskólinn – flokkstjóri, sumarstarf Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Daníel Arason var nýlega ráðinn menningarfulltrúi í Vogum, hann mun einnig hafa umsjón með félagsstarfi eldri borgara ásamt því að sinna málefnum ferðaþjónustunnar. Daníel er fæddur og uppalinn í Neskaupsstað en hefur víða komið við á Austurlandi. Hann er menntaður tónlistarmaður og viðskiptafræðingur, auk þess er hann með meistaragráðu í mennta og menningastjórnun.

Viðburðir í Reykjanesbæ Duus Safnahús - nýjar sýningar Þrjár nýjar sýningar hafa verið opnaðar í Duus Safnahúsum: Teikn, einkasýning Guðjóns Ketilssonar Ljós og tími, listrænar ljósmyndir úr safneign Fólk í kaupstað, ljósmyndir af fólki úr Keflavík og Njarðvík 1944-1994 Verið velkomin. Opið alla daga kl. 12-17. Umhverfissvið - lóðarumsóknir á rafrænu formi Frá og með 1. mars nk. verða lóðarumsóknir einungis á rafrænu formi gegnum Mitt Reykjanes. Umsækjendur þurfa að nota Íslykil eða rafræn skilríki við innskráningu. Þá breytast fastir viðtalstímar byggingafulltrúa þann 1. mars og verða mánudaga til fimmtudaga kl. 10-12.

Daníel var skólastjóri Tónlistaskólans á Egilsstöðum undanfarin ár en elti svo konuna sína suður. „Við ætluðum að vera eitt ár í fjarbúð sem urðu að fjórum. Við fengum svo nóg af því og ég ákvað að taka slaginn og flytja suður. Ég sé sannarlega ekki eftir því.“ Daníel hefur verið organisti lengi vel en hann lærði á píanó. Hann segist þó vera spilfær á mörg hljóðfæri. „Það fylgir því að vera tónlistarkennari úti á landi. Frá fermingaraldri hefur hann verið að gutla í ýmsum hljómsveitum. „Við Einar Ágúst vorum saman í hljómsveitinni Óson sem guttar. Bandið var einmitt að koma saman aftur eftir hlé frá 1995. Við segjum alltaf að við höfum kennt

honum allt sem hann kann,“ segir Daníel léttur í bragði.

Grundvöllur fyrir safni í Vogana

Daníel viðurkennir að hann hafði aldrei komið í Vogana áður en hann réð sig til starfa. „Ég var þannig í hópi með ansi mörgum landsmönnum þar sem Vogarnir eru ennþá falin perla fyrir þeim. Ég hélt að þetta væri mun minna samfélag ef ég á að segja eins og er. Það hefur því komið mér á óvart hvað þetta er flott bæjarfélag og margt hér í gangi. Umhverfið er aðlaðandi og nálægðin við sjóinn. Það er sérstaklega vel búið að eldri borgurum hérna, ég veit ekki til þess að sveitafélög leggi félagsstarfi eldri borgara til starfsmann. Það finnst

SMÁAUGLÝSINGAR Óskast

UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Uppboð verður á eftirfarandi ökutækjum fimmtudaginn 7. mars nk. kl. 13:00, að Vatnsnesvegi 33, Keflavík:

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Stakksbraut 9 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti skipulags- og matslýsingu á deiliskipulagsbreytingu fyrir Stakksbraut 9 og heimild til skipulagsgerðar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi Helguvíkur tekur aðeins til lóðarinnar Stakksbraut 9. Breytingin felst í því að endurskilgreina byggingarreiti til samræmis við áform um endurbætta og fullbúna kísilverksmiðju. Jafnframt er gert ráð fyrir að setja fram skýra og auðlæsa skilmála hvað varðar hæðir og umfang bygginga, útlit þeirra og eðli starfseminnar. Gert er ráð fyrir að byggingarreitir verði til samræmis við skipulag á svæðinu almennt, þannig að þeir gefi svigrúm fyrir endurskoðun á hönnun og endurbætur mannvirkja með það að leiðarljósi að lágmarka umhverfisáhrif og uppfylla kröfur Umhverfisstofnunar um úrbætur. Tillagan er háð umhverfismati skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Lýsingin er á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir 21. mars 2019, á Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is. Fullt nafn, kennitala og heimilisfang sendanda þarf að koma fram. Reykjanesbæ, 28. febrúar 2019. Skipulagsfulltrúi

Helmingur starfsmanna Bláa lónsins kemur frá Suðurnesjum

Slökkvibílar fortí ðarinnar á einstöku safni í Reykjanesbæ

magasín SUÐURNESJA

ARJ14 AT313 AX888 DAM47 DP201 EMZ59 ETJ81 FKR22 GMZ13 GZD68 HAS02 HHK56 HKY25 HYS82 IED66 IFF66 ITG34 JDK92 JN260 KK835 KUY25 LRY47 ME839 MG658 NAM87 NDM32 NK248 PE432 PHB14 PL309 PVP51 RH011 RPR82 RRL72 SZD52 TG452 TY043 TY232 TZ986 UBK32 UPM82 US625 UZ304

mér metnaðarfullt,“ segir Daníel og bætir við að í bænum séu mörg virk félagasamtök. Daníel segist tengja við hugsunarhátt fólksins hérna á svæðinu enda séu heimahagar hans ekki svo ólíkir. Á báðum stöðum snerist allt um sjósókn og vertíðir sem mótar að vissu leyti samfélagið. „Ég get þó ekki vanist því þegar ég er að keyra hérna að hér eru engin fjöll eins og fyrir austan,“ segir hann og hlær. Framundan er Safnahelgi í Vogum og hefur Daníel í nógu að snúast við undirbúning hennar. „Ég ákvað að forvitnast um það hvort ekki lægju söfn hérna hjá heimafólki. Það reyndist vera og verða þau gestum til sýnis á Safnahelgi. Kannski vantar okkur safn hérna í Vogana. Það getur vel verið að grundvöllur sé fyrir því svona þegar ég fer að skoða þörfina. Hér er t.d. safn af fornbílum. Svo hefur alltaf verið mjög mikil útgerð á Vatnsleysuströnd sem gæti verið vert að halda á lofti.“

Óska eftir húsnæði fyrir hobbýverkefni „Bílskúr“. Júlíus 663-7065.

VIE73 VMB63 VTE58 YZT65 ZHL07 ZOP18 ZYM55 ZZ922 ZAA32 Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, 25. febrúar 2019, Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Þróun og viðhald hátækni vinnuþjarka og fiskvinnsluvéla, framtíðarstarf í Sandgerði Samherji fiskeldi auglýsir eftir rafvirkja, vélfræðingi eða einstaklingi með sambærilega menntun og/eða reynslu til starfa í nýrri vinnslu félagsins í Sandgerði. Okkur vantar einstakling í liðið til að framleiða vörur af bestu gæðum í fullkomnustu tækjum sem völ er á. Viðkomandi þarf að hafa: • Metnað fyrir framleiðslu hágæða matvæla • Getu til að starfa sjálfstætt og frumkvæði til að vinna að fyrirbyggandi viðhaldi • Þekking á iðnstýringum • Vera jákvæður og tilbúin að takast á við nýjungar í tækni

• Starfið felst í eftirliti, þróun, umhirðu og viðhaldi véla og tækja í nýrri og fullkominni fiskvinnslu félagsins sem var opnuð í febrúar 2018 • Menntun á sviði rafvirkjunar, rafeindavirkjunar eða vélvirkjunar er kostur • Góð tölvukunnátta er skilyrði • Enskukunnátta er skilyrði

Nánari upplýsingar veitir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri í síma 560 9000. Vinsamlega skilið skriflegum umsóknum til Önnu Maríu Kristinsdóttur, Starfsmannastjóra Samherja hf Glerárgötu 30, 600 Akureyri eða með tölvupósti á netfangið anna@samherji.is

Samherji er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu, með fjölbreytta starfsemi víðsvegar um heim. Samherji hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum og fullkomnum fiskvinnslum í landi.

Samherji fiskeldi er dótturfyrirtæki Samherja og er fiskeldisfyrirtæki sem rekur sex eldisstöðvar, tvær á Suðurnesjum, tvær í Ölfusi og tvær í Öxarfirði. Samherji fiskeldi er sérhæft í landeldi á laxi og bleikju og rekur eina fullkomnustu fiskvinnslu landsins sem er sérhæfð til vinnslu á bleikju. Vinnslan var opnuð í febrúar 2018 og er í Sandgerði. Félagið er stærsti bleikjuframleiðandi í heimi og selur afurðir sínar ferskar og frosnar til kröfuhörðustu stórmarkaða og veitingahúsa víða um heim. Gæði og áreiðanleiki eldisferils Samherja fiskeldis er vottaður af óháðum aðila.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.