16 tbl 2014

Page 19

LIST ÁN LANDAMÆRA Á SUÐURNESJUM 2014

HÁTÍÐ FJÖLBREYTILEIKANS 24. APRÍL – 4. MAÍ SUMARDAGURINN FYRSTI 24. APRÍL Kl. 13:00

Setningarathöfn í Bíósal Duushúsa

Ávarp bæjarstjóra, opnun myndlistarsýningar Línu Rutar og Nóa Gunnarssonar, Már Gunnarsson og Vilhelm Anton Jónsson frumflytja nýtt lag, frumsýning á gamansömum myndbandsbrotum frá félögum úr Hæfingarstöðinni. Kl. 13:00 - 17:00

Lína Rut og Nói; mæðgin og myndlist, Bíósalur Duushúsa

Myndlistarmaðurinn Lína Rut hafði lengi látið sig dreyma um að vinna með verk sonar síns Nóa, sem er afkastamikill listamaður. Þegar tækifærið bauðst á List án landamæra var hún ekki lengi að grípa það. Afraksturinn má sjá á samsýningu þeirra í Bíósal. Sýningin stendur til 4. maí. Kl. 13:00 - 17:00

Grínmyndbönd, Bátasal Duushúsa

Gamansöm myndbönd frá félögum úr Hæfingarstöðinni sem þeir hafa unnið með Davíð Erni Óskarssyni sýnd á skjá í Bátasal. Sýnd til 4. maí. Kl. 13:00 - 16:00

Geðveikt kaffihús í Svarta pakkhúsinu

Félagar úr Björginni geðræktarmiðstöð standa fyrir Geðveiku kaffihúsi að fyrirmynd Hugarafls. Ljúfar veitingar gegn vægu gjaldi, lifandi tónlist, söngur, ljóðalestur, hljóðfæraleikur, myndlist, airbrush tattoo. Kl. 14:00 Bestu vinir í bænum sýna atriði úr Fangelsislífinu Kl. 14:00

Enginn eins - Knús Kaffi, Hafnargötu 90

Formleg opnun myndlistarsýningarinnar „Enginn eins.“ Á Knús Kaffi hanga 23 tómir myndarammar. Nú hafa félagar á Hæfingarstöðinni fyllt upp í tómarúmið með listaverkum sem minna okkur á að enginn er eins og að fjölbreytileikinn gefur lífinu lit. Stutt dagskrá. Allir velkomnir.

FÖSTUDAGUR 25. APRÍL Kl. 14:00

„Við erum líka“ Ráðhúsi Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12.

Formleg opnun ljósmyndasýningar sem Guðmundur R Lúðvíksson myndlistarmaður vann með yfir 20 einstaklingum úr Hæfingarstöðinni og Björginni –geðræktarmiðstöð. Ert þú í starfinu sem þig dreymdi um? Öll eigum við okkur drauma en geta þeir allir ræst? Allir velkomnir.

LAUGARDAGUR 26. APRÍL OG SUNNUDAGUR 27. APRÍL Kl. 15:00

Bestu vinir í bænum frumsýna Fangelsislífið, Frumleikhúsinu Vesturbraut 17.

Síðustu tvær sýningar Bestu vina í bænum slógu rækilega í gegn. Hér eru þau aftur komin, fjölmennari sem aldrei fyrr, og nú er fléttað saman tónlist úr sígildum söngleikjum með spuna og persónusköpun. Ókeypis aðgangur.

List án landamæra á Suðurnesjum er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum í samvinnu við MSS, Hæfingarstöðina og Björgina-geðræktarmiðstöð. Verkefnið nýtur stuðnings frá Menningarsjóði Suðurnesja.

MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM

vinalegur bær


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.