Open for business? Uppbygging alþjóðageirans á Íslandi

Page 76

Til framtíðar getur falist tækifæri í jákvæðri samfélagslegri ímynd Íslands fyrir alþjóðleg fyrirtæki með uppruna hérlendis Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning á meðal fyrirtækja um allan heim um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja (e. Corporate Social Responsibility). Sífellt stærri hópur neytenda býst við því að fyrirtæki hafi markað sér stefnu í samfélagsmálum og gripið til aðgerða í samræmi við það. Þar spila umhverfismál og réttindi starfsfólks oftast stórt hlutverk. Ísland hefur með réttu skapað sér gott orðspor á þeim sviðum. Til lengri tíma gæti þetta orðið mikill styrkleiki fyrir innlend fyrirtæki, enda mögulegt að auka sérstöðu þeirra í gegnum þessa jákvæðu ímynd. „Ég sé fram á að í framtíðinni munum við horfa til þess að flytja orkufreka hluta starfsemi Magna í auknum mæli til Íslands. Ástæða þess er ekki sú að við fáum sérstaklega ódýra orku heldur frekar sú að nær öll raforkuframleiðsla á Íslandi er úr „grænum“ orkugjöfum. Vaxandi umhverfismeðvitund í heiminum og mögulegir umhverfisskattar getu skipt sköpum í framtíðinni.“

Ísland kemur vel út í alþjóðlegum samanburði á fjölda samfélagsmælikvarða Sæti Íslands

Fjöldi samanburðarþjóða

Gender equality (WEF)

1

135

Global Peace Index

1

Media Freedom (FH)

3

Corruption (Transparency Int.)

9

Human Development (UN)

11

Doing Business (WB)

13

186

Prosperity Index (Legatum)

14

185

Country Brand Index

15

142

Economic freedom (HF)

18

141

158 189 179 174

Nær öll orka á Íslandi kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum Íslensk raforkuframleiðsla GWh (2011) 12.507

4.702

Vatnsafl

Jarðhiti

2

Jarðefnaeldsneyti

17.211

Heild

75


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.