Veiðiflugublaðið 2012

Page 1

ÞETTA SNÝST ALLT UM UPPLIFUNINA

12 20 1


Við erum fólkið á bak við Veiðiflugur. Hilmar Hansson og Oddný Elín Magnadóttir stofnuðu Veiðiflugur vorið 2009 sem vefverslun með flugur. Viðtökurnar voru frábærar og strax í byrjun var augljóst að við þyrftum að stækka verslunina okkar með því að innrétta bílskúrinn og flytja flugusöluna þangað. Við bættum við veiðivörunum frá Guideline og þá fór boltinn að rúlla fyrir alvöru. Bílskúrinn sprakk utan af okkur á einu sumri og þá var tekin ákvörðun um að fara alla leið og opna stóra og glæsilega verslun á Langholtsvegi 111. Þar bættum við Patagonia veiði- og útivistarmerkinu við ásamt fleiri merkjum eins og Korkers vöðluskónum og stórri hnýtingardeild. Oddný hefur veitt í 23 ár og Hilmar verið fluguveiðimaður og flugu hnýtari í 30 ár, þannig að reynslan er til staðar. Okkar markmið er að veita viðskiptavinum okkar bestu þjónustu og ráðgjöf svo veiðin verði ánægjuleg og árangursrík.

2


3


EFNISYFIRLIT Fatnaður 07 Jakkar 08 Vöðlur 14 Skór 17 Lífstílsfatnaður 18 Miðlag 19 Haze V2 24 Quadra 25 Reelmaster LA 26 Reaction 32 LeCie 34 Fario 35 RS V2 37 LPXe 38 LPXe Switch 39 Exceed 40 EXP4 42 Kispiox Fly kits 43

Korkers skór

45

Línur

52

Flugubox

62

Smáhlutir

63

Flugur 64 Patagonia 70 Einarsson fluguhjól

72

Skotveiði 76 Copyright © Guideline 2012. Hönnun Christer Andersson, Guideline og Óskar Páll Sveinsson Cover Photo: Klaus Frimor Product Photo: Morgan Evans, Rune André Stokkebekk, Frank&Earnest Advertising Agency. Photo: Matt Hayes, Espen Myhre, Morgan Evans, Rune André Stokkebekk, Espen Schive, Mikael Frödin, Jaap Kalkman, Christer Andersson, Klaus Frimor, Leif Stävmo, Bjørnar Skjevdal, Martin Berglund Jensen, Óskar Páll Sveinsson Artwork & Design: Christer Andersson, Óskar Páll Sveinsson Verð geta breyst án fyrirvara. Tökum ekki ábyrgð á villum í verðum við myndir í bæklingnum

4

Guideline believes that you could make small steps for a better environment, so when you have read this catalogue please recycle it.

Gleraugu 44


NOKKUR ORÐ FRÁ FORSTJÓRA GUIDELINE Upphaf nýs veiðitímabils táknar tækifæri og eftirvæntingu hjá hverjum veiðimanni, draumurinn um þann stóra gæti ræst þetta árið. Það er okkur ánægja að sjá aukningu í viðskiptum í Evrópu, það sýnir að fluguveiðifólk (menn og konur) heldur sig við áhugamál sitt, einnig á þeim tímum þegar þrengir að í efnahagsmálum. Þetta eflir okkur og sýnir okkur að við erum að gera góða hluti. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst það kannski um það að við einblínum á þá hluti sem mestu máli skipta. Við setjum okkur það markmið að gera örlítið betur hvern dag og nýta þannig þá þekkingu sem við búum yfir til fulls.

A new year and one more fishing season full of opportunities to catch the big one. We are happy to register increased business in most of our European markets, something that indicates that fly fishermen and women stick to their hobby also during more difficult economical times. This makes us more enthusiastic and energetic and it gives us important feedback that we do many things right. Maybe it boils down to the fact that we try and stay focused on the things that matter most and that we try to challenge ourselves to become that little bit better day by day, using the knowledge within our company to the max.

Allt sem við gerum snýst um upplifun þína á bakkanum. Vöruþróun, rétt val á efnum og verksmiðjum til að framleiða vörur okkar. Það er einnig mikilvægt að hægt sé að treysta á að vörur okkar séu tilbúnar til afhendingar tímanlega, þannig að viðskiptavinir okkar hafi aðgang að þeim í verslunum á réttum tíma fyrir veiðitímabilið.

It’s all about Experience in what we are doing; focus on product development, choice of fabrics and materials or picking the right factory for a given task. It is also vital to ensure products arrive in time for the season and preferably they are shipped as environmentally friendly as possible.

Það er okkur gríðarlega mikilvægt að halda þjónustustigi okkar í fyrsta flokki, og það er einmitt eitt af því sem viðskiptavinir okkar kunna svo vel að meta. Jákvæð umfjöllun um fyrirtæki okkar og vörurnar hvetur okkur áfram og gerir vinnu okkar ánægjulega. Ástríða okkar til að bjóða upp á vandaða og góða vöru sem við og aðrir veiðimenn kunna að meta hefur skilað GUIDELINE á þann stað að vera leiðandi í Skandinavíu í fluguveiðibúnaði.

We strive to maintain the highest possible level of service, both before, during and after sales, as this is something that our customers value highly. Receiving good comments about products and our company really is the fuel that drives our passion and makes us love every minute of our job. This passion for developing functional and innovative fly fishing products that we and fellow anglers like has resulted in GUIDELINE being the leading fly fishing company in Scandinavia today.

Umhverfismeðvitund er í dag mjög ofarlega í huga fólks og við hjá Guideline erum virkir þátttakendur í umhverfisvernd. Við styrkjum samtök sem berjast fyrir náttúrulegum fiskistofnum, svo sem Norwegian Salmon Rivers og Swedish River Savers. Verndun á náttúrulegum auðlindum okkar verður enn mikilvægari eftir því sem tíminn líður, og við hvetjum alla til að hafa það í huga, hvort sem sótt er á veiðislóð í heimalandi eða annars staðar í heiminum.

Today, environmental awareness has become increasingly stronger and more present. Guideline is proud sponsor of hard working people and organizations such as Norwegian Salmon Rivers (Norske Lakselver) and the Swedish River Savers Group (Älvräddarna) in their important work. Helping to preserve our natural resources and limiting the pressure on natural fish populations will be ever more important in the future, no matter if your trip takes you to far away destinations or to a local lake or river.

Að lokum vil ég þakka ykkur öllum kærlega, fluguveiðifólk sem hafið treyst á okkur og vörur okkar í gegnum tíðina. Við lofum ykkur því að halda áfram að láta ykkur skipta máli og halda áfram að þróa góðar vörur fyrir fluguveiðifólk um mörg komandi ár.

Finally I’d like to express my sincere thanks to all you fly fishermen who have trusted in us and our products over the years. Our promise is to keep on caring about you and to continue developing good products for flyfishing many more years to come.

Njótið komandi veiðitímabils til hins ýtrasta og munið að þetta snýst allt um upplifunina.

Have a great season and Tight Lines to all of you and remember, It’s all about the experience.

Stein Thorvaldsen Forstjóri GUIDELINE

Stein Thorvaldsen CEO GUIDELINE

Guideline AS I Trondheimsveien 36 I 2013 Skjetten Norge www.guideline.no I E-post: post@guideline.no I Tlf +47 63 84 94 00 I Fax 63 84 28 20 Guideline Sweden AB I Flöjelbergsgatan 7 B I S-431 37 MÖLNDAL SWEDEN www.guidelineflyfish.com I E-mail: info@guidelineflyfish.com I Tel +46-31 92 36 50 I Fax +46-31 92 46 87

5


FATALÍNAN Við erum afar stolt af fatnaðinum í vörulínu okkar, enda vöndum við val á efni auk þess sem það skiptir ekki síður máli (þrátt fyrir að sumir vilji ekki viðurkenna það), að sniðið sé flott. Við pössum upp á að öll litlu smáatriðin sem skipta okkur máli séu til staðar, á sama tíma er það samt efst í huga okkar að mestu máli skiptir að fatnaðurinn haldi vatni og vindum og sé hlýr og þægilegur. Við erum í stöðugri þróun með það að leiðarljósi að alltaf má gott bæta. Við höfum bætt nýjum jökkum og vöðlum við vörulínuna okkar fyrir veiðitímabilið 2012. Sumar af okkar sígildu vörum eins og Alta jakkinn og Alta vöðlurnar eru óbreyttar, en á sama tíma kynnum við nýjar og spennandi vörur eins og Core og Experience jakkana ásamt tveim nýjum vöðlum sem heita Kispiox og Trek. We take great pride in our clothing, paying attention to our choice of fabrics, to the small details in the cut, to those little features that make a difference, knowing the importance of staying dry, warm, and comfortable on your fishing trip. Continuously on the search for better solutions, we have added new waders and new jackets to the range for the 2012 season. Some classics like the Alta jacket and waders remain and new exciting introductions are the Core and Experience jackets together with Kispiox and Trek waders.

6


Kispiox Jakkinn bls 8

Alta Jakkinn bls 9

Blue Ray Skyrta bls 18

Alta v2 vöðlur bls 14

core jakkinn bls 10

Shield síðerma bolur bls 18

Trek Jakkinn bls 12

GL Fly Vesti bls 20 Shield smekkbuxur bls 19

peysa bls 19

Alta hettupeysa bls 18

trek vöðlur bls 15

EXPERIENCE jakkinn bls 13

kispiox vöðlur bls 16

Enduro Sokkar bls 20 Midweight buxur bls 19 7

Thermal smekkbuxur bls 18


Jakki 39.900

KISPIOX jakkinn

2-layer With DWR Treat 10 000 WPR/3000MVP YKK Zippers

KISPIOX jakkinn er sérstaklega stílhreinn og flottur á frábæru verði án þess að þægindum sé fórnað. KISPIOX jakkinn er einn af okkar allra vinsælustu jökkum til margra ára. Snið jakkans og hönnun hefur notið mikilla vinsælda og hefur því haldist óbreytt á milli ára. Þess í stað höfum við breytt lit jakkans til að fylgja tískustraumum. Jakkinn er 100% vatnsheldur, 2 laga og er meðhöndlaður með Teflon4 vatnsvörn. Jakkinn er fóðraður að innan og er með fimm rúmgóðum vösum.

A functional and comfortable jacket offering incredible value for money. One of our most popular and bestselling jackets for many years. It is manufactured in 2-layer 150D Polyester fabric, coated with a Teflon4 treatment for added water repellency. It is fitted with a mesh liner, improving the climate control on the inside. The jacket has two roomy exterior chest pockets in addition to a further two vertical, large inner pockets with water repellent zippers. The arms have adjustable Velcro closures and the hood has our functional design, which adjusts easily in the back. Item no. 65290-65295 | Color: Bison | Size: XS-XXL

8


DERMIZAK-EV öndunarefnið hefur alla þá eiginleika sem þarf til að veita hámarks þægindi. Fyrst má telja að efnið hefur einstaklega hátt þol gegn utanaðkomandi þrýstingi vatns sem ver þig gegn verstu stormum og vatnsveðrum. Öndun efnisins er eins og best verður á kosið því það hefur þá eiginleika að rakauppgufun stjórnast af því hvaða hitastig er undir flíkinni. Þægindin sem fylgja því að vera þurr við allar aðstæður með Entrant Dermizak-EV hámarka ánægjulega upplifun þína í veiðinni. Hin endingargóða yfirborðsmeðhöndlun heldur vatnsfráhrindingu í hámarki jafnvel eftir allt að 100 þvotta á flíkinni.

Jakki 64.900

alta jaKKINN

DERMIZAX EV 3-layer 20 000g/m2/24hrs 20 000 mm/psi YKK Zippers

Þriggja laga ALTA jakkinn sameinar alla bestu eiginleika sem völ er á og er sérlega vel hannaður að öllu leyti. Japanska Toray Dermizak-EV er eitt vinsælasta öndunarefnið í hágæða útivistarfatnaði í Skandinavíu í dag. Ástæða vinsældanna er einföld; hámarks öndun og vatnsvörn, auk þess sem ysta lag fatnaðarins er meðhöndlað með einstaklega vatnsfráhrindandi efni þannig að vatnsdropar og óhreinindi renna beint af jakkanum og hindra þess vegna ekki útöndun. Alta jakkinn heldur þér þurrum í allra verstu veðrum. Jakkinn er rúmgóður í sniði án þess þó að vera of víður. Jakkinn er með tveimur stórum brjóstvösum, tveimur “napóleon” vösum, einum vasa að innan og mjög stórum vasa á baki. Tveir gormar fyrir klippur og tangir eru vel staðsettir framan á jakkanum. Fremst á ermunum er þægilegt efni, algjörlega vatsnhelt og hægt er að stilla þéttleikann eftir þínum óskum. Hettuna er að sjalfsögðu líka hægt að aðlaga eftir óskum hvers og eins. Rennilásinn er mjög vel lokaður af með 100% vatnsog vindheldu efni.

Our ALTA 3-layer wading jacket is where it all comes together. The Japanese Toray Dermizax EV fabric is one of Scandinavia’s most popular in high-end outdoor clothing as it offers outstanding breathability as well as unique water and dirt resistance. In short, this is a jacket that will keep you dry both on the inside and outside in the worst of conditions. This jacket features a roomy fit without being bulky. It offers plenty of storage through two large chest pockets, two napoleon pockets, a handy inside mesh pocket, and a large back pocket. Two well-placed retractors. Elastic adjustable cuffs seal against water and theadvanced hood is easy to adjust through draw cords on the rear and base. The zipper is well covered by a double storm flap that makes it 100% resistant to leakage. The jacket is medium length in cut, making it usable with waist waders. Item no. 65250-65255 | Color: Dark Olive | Size: XS-XXL

9


PRIMALOFT™ SPORT Primaloft er allra öflugasta hitaeinangrun sem völ er á. Primaloft fyllingin er ofurlétt en samt alveg hreint ótrúlega hlý og heldur hitanum vel innilokuðum. Þessi fullkomna einangrun er gerð úr örsmáum trefjum sem drekka ekki í sig bleytu og halda hita eiginleikum sinum í bleytu. Ólíkt dúnfylltum fatnaði þornar blautur Primaloft fatnaður á skammri stundu. Primaloft hentar alveg einstaklega vel sem einangrunarfatnaður í veiðina og aðra útivist.

Jakki 33.900 Light Weight YKK Zippers Elastic cuffs

CORE jaKKINN CORE JAKKI Allir þeir sem stunda útivist ættu að eiga þessa flík. Framúrskarandi eiginleikar Primaloft fyllingarinnar hafa sannað sig um allan heim. Jakkinn er mjög léttur, sérstaklega hitaeinangrandi og er fljótur að þorna ef hann blotnar. Nauðsynleg flík fyrir alla veiðimenn og útivistarfólk. Þetta er mest notaði jakkinn hjá okkur strákunum og stelpunum í Guideline. Core jakkinn okkar mun halda á þér hita á köldum dögum og er ofsalega þægilegur. Í jakkanum er 80gr PrimaLoft SPORT fylling sem er fullkomin í almenna útivist. Hægt er að nota jakkan einan og sér eða sem lag undir öndunarjakka á köldum og blautum dögum.

Every person who is seriously addicted to the outdoors should own one of these garments! The outstanding properties of Primaloft prove themselves all over the world and it has become synonymous with the highest quality, best performing garments for tough use. The low weight, extreme insulation properties, the water resistance and the ability to compress to low volume makes it the ideal companion on any fishing trip or day spent outside. It is the most used jacket among the guys and girls in the Guideline family. Our Core jacket will keep you dry, warm and extremely comfortable during chilly days on the river or on the coast. It is filled with 80 gram PrimaLoft® SPORT which is perfect for extended outdoor use. Wear it as a mid layer garment under your wading jacket on cold, rainy (or snowy) days or as an ultra-light top layer under a vest or pack when the forecast says no rain.

Jakkinn er aðsniðinn svo þægilegt er að nota hann undir öndunarjakka. Bakið á jakkanum er örlitið síðara svo það blæs síður á milli þegar þú beygir þig niður. Hettan er með 40gr. Primaloft fyllingu svo hún er hlý og þægileg, en er samt það nett að hún fellur vel undir hettu á öndunarjakka. Á Core jakkanum eru þrír renndir vasar, tveir hliðarvasar og einn innan á.

Core is cut on the ”slim fit” side to be comfortable under a shell jacket. If you want it to be loose fit, buy it one size larger than normal. It is cut with a longer back to make sure it doesn’t expose the lower back when bending over. The comfortable, low profile hood is filled with 40 grams Primaloft, just right to make it nice and warm, yet keeping it small enough to fit nicely inside your wading jacket. Core has a full length front zipper, two zippered side pockets, one zippered inside pocket, elastic cuffs and an adjustable hem.

Ytra byrði jakkans er gert úr “20D Ultra Light” næloni sem er meðhöndlað með sílíkon vatnsfráhrindandi efni að utan. Jakkinn er alveg vindheldur og mjög vatnsfráhrindandi og er alveg sérstaklega léttur. Stærð L vegur aðeins 460gr.

The 20D Ultra Light Nylon Outshell is backed with a breathable, water resistant PU coating and it is treated with a silicon based water repellency layer on the outside, making it both wind proof and lightly rain proof, although it is not a rain garment. It’s a super light weight jacket. Weight in Size “L” is only 460 grams (16 oz). Item no. 65310-65316 | Color: Steelie Blue | Size: XS-XXXL

10


VEITT MEÐ GÁRUHNÚT (HITCH) Veiði með gáruhnút uppgötvaðist fyrir tilviljun af veiðimönnum sem voru að veiða í ánni Portland Creek á Nýfundnalandi. Þeir voru að veiða með splæsta tauma og það gáraði frá samsetningunum, það var ekki mikil veiði hjá þeim, en þeir tóku eftir því að fiskurinn kom í gáruna sem myndaðist þar sem taumarnir voru splæstir saman. Þá datt einum þeirra það snjallræði í hug að binda hnút við haus flugunnar og viti menn þá fóru þeir að veiða. Hitsið brýtur öll lögmál varðandi veiði með flotlínu í köldu vatni. Það virðist ergja fiskinn mikið þó að vatnið sé aðeins nokkrar gráður. Þegar menn hnýta gárubragðið þá er mikilvægt að taumurinn vísi að þeim bakka sem veitt er af, eða að veiðimanninum. Þegar við veiðum í litlu vatni getur gáran af venjulegri gárutúpu verið of gróf, þá grípum við til míkrótúpunnar eða lítillar einkrækju eða tvíkrækju og bregðum Portlandsbragðinu um haus flugunnar eða míkrótúpunnar og þá fáum við ennþá nettari gáru sem hentar vel þegar árnar eru komnar ofaní grjót eins og stundum gerist. Eitt verðum við þó að passa og það er að vera með grennri taum, það er jafn mikið lykilatriði þegar við veiðum með míkrótúpu eða lítilli flugu eins og gáran sjálf. Tökurnar á portlandsbragðið eru öðruvísi en venjulega, þær virðast hægari en þegar veitt er hefðbundið og manni finnst fiskurinn vera heila eilífð að festa sig, en mikilvægt er að bregða alls ekki við fiskinum. Það getur verið mjög erfitt að aðhafast ekkert. Það var þýskur tannlæknir sem fullkomnaði þessa aðferð og bjó til gárutúpuna sem er einstaklega hentug við íslenskar aðstæður þar sem er mikið vatn og hraður straumur. Hann boraði gat í plaströr með tannlækna bornum svo hægt væri að þræða tauminn í gegn. Þannig getum við notað sterkari tauma sem henta vel í rokinu á Íslandi. Að einu verðum við að gæta. Það má ekki freyða af túpunni þegar hún gárar. Það gefur betri raun að hafa fluguna á hreyfingu. Að draga hana létt yfir hylinn í stað þess að halda henni á sama stað. Það hefur hent mig að vera að veiða með köstum beint niður af mér og þá hef ég ekki fengið töku fyrr en ég hef farið að kasta þvert á hylinn. Hilmar Hansson Dæmigerðir gárustaðir eru harðir strengir og hyljir með jafnt rennsli.

11


HVERNIG Á AÐ SLEPPA FISKI Þegar veiðimenn sleppa aftur veiddum fiski er gott að hafa í huga að særa ekki hreistur fisksins vegna hættu á ígerð. Hnútalausir háfar með vigt eru tilvalinn búnaður til að nota við að veiða og sleppa. Netið særir ekki fiskinn og veiðimaðurinn getur vigtað hann án þess að handfjatla hann. Einnig er gott að finna sandfjöru við bakkann til að draga fiskinn upp í til að hlífa hreistrinu. Ef veiðimaðurinn notar ekki háf með áfastri vog er mælt með að lengdarmæla fiskinn og ákvarða þyngd hans útfrá kvarðanum hér til hliðar. Rétt lengdarmæling er frá trjónu að miðjum sporði. Þegar fiskinum hefur verið landað á hvorn veginn sem er og lengdarmældur, er mikilvægt að taka fiskinn upp með báðum höndum, annari við sporð fisksins og hinni undir maga hans. Varast skal að setja spennu á hrygg fisksins með því að taka hann beint upp á sporðinum. Þegar veiðimaðurinn sleppir fiskinum aftur í vatnið skal halda honum upp í strauminn þar til hann tekur við sér og syndir út í frelsið á ný.

LENGD OG ÞYNGD Lengd (cm)

Þyngd (kg)

Lengd (cm)

Þyngd (kg)

Lengd (cm)

Þyngd (kg)

40

0,7

65

3,0

90

7,4

41

0,8

66

3,1

91

7,7

42

0,9

67

3,2

92

7,9

43

0,9

68

3,4

93

8,1

44

1,0

69

3,5

94

8,4

45

1,0

70

3,6

95

8,7

46

1,1

71

3,8

96

8,9

47

1,2

72

4,0

97

9,2

48

1,3

73

4,1

98

9,4

49

1,3

74

4,3

99

9,7

50

1,4

75

4,4

100

10,0

51

1,5

76

4,6

101

10,3

52

1,6

77

4,8

102

10,6

53

1,7

78

5,0

103

10,9

54

1,8

79

5,1

104

11,2

55

1,8

80

5,3

105

11,5

56

1,9

81

5,5

106

11,8

57

2,0

82

5,7

107

12,1

58

2,1

83

5,9

108

12,4

59

2,2

84

6,1

109

12,8

60

2,4

85

6,3

110

13,1

61

2,5

86

6,5

111

13,4

62

2,6

87

6,7

112

13,8

63

2,7

88

7,0

113

14,1

64

2,8

89

7,2

114

14,5

12


Jakki 49.900

50D Polyester Outshell 3-layer construction 10 000 mm waterproof 5 000 gr/m2 breathability

Experience jaKKINN Nýji Experience jakkinn okkar er mjög góður kostur á hagstæðu verði. Hann er þriggja laga og með vatnsheldni 10.000mm og öndun upp á 5000 gr/m2. Jakkinn er vel hannaður og með mörgum hentugum eiginleikum sem auka enn á ánægjuna við að klæðast honum. Á jakkanum eru rúmgóðir vasar, faldir klippugormar og stillanleg hetta með stillanlegu stífu skyggni. Hægt er að þétta ermarnar að úlnliðnum með frönskum rennilás. Faldir gormar fyrir klippur og tangir og D hringir sjá til þess að þú ert með alla nauðsynlega aukahluti á visum stað.

Our new, light, strong and comfortable 3-layer jacket offers great performance at a very affordable price. The 50D light weight Polyester outshell is laminated to a membrane with 10 000mm water-proof and 5000gm/m2 breathability specification. The advanced design and the many practical features are all adding to the great feel when wearing this jacket. It has roomy and well designed pockets, hidden retractors, 4-way adjustable hood with stiffened and adjustable brim. Arms have Velcro closures over water resistant, flexible cuffs. Hidden retractors and D-rings help keeping tools in the right place and accessible at the same time. There is also a mesh inside pocket and much more packed into it. Item No: 65300-65305 Color: Steel Blue Size: XS-XXL

13


Vöðlur 79.900

ECLIPSE™TWIN SENSOR II 8 000G/M2/24hrs 30 000mm/psi STORM Zippers ASF Bi-Component 4-Layer

ALTA V2 VÖÐLUR ALTA vöðlurnar okkar eru með allra besta efni sem völ er á hjá japanska fyrirtækinu ASF sem er leiðandi í þróun á öndunarefnum í útivistarfatnaði. Alta vöðlurnar færa gæða vöðlur upp á næsta stig. Vöðlurnar eru gerðar úr mjög sterku Taffeta efni, eru 4 laga og með góðum sokkum úr mjög þéttu neopreni ásamt innbyggðum sandhlífum úr neopreni. Flott belti fylgir með vöðlunum sem bætir enn á gott útlit þeirra. Vöðlurnar eru sérstaklega lagaðar í kringum hné og klof svo þær eru liprar og hefta ekki hreyfigetu. Á vöðlunum er vatnsheldur STORM rennilás frá Riri svo þægilegt er að klæða sig í og úr vöðlunum. Á góðviðrisdögum er líka hægt að hafa rennilásinn renndan niður til að lofta um (en við mælum þá ekki með því að vaða upp fyrir rennilás). Beltishankar og létt axlabönd eru á vöðlunum. Álímdur vasi úr neti er á hægra læri, hann er upplagður til að geyma taumaefni á vissum stað, auk þess að vasinn gefur vöðlunum mjög flott útlit. Að auki eru tveir renndir vasar framan á vöðlunum. Vöðlurnar eru líka fáanlegar með áföstum stígvélum sem eru fóðruð með neopreni sem gera þessar stígvélavöðlur þær þægilegustu, hlýjustu og léttustu á markaðnum.

Our ALTA waders have the best Bi-Component fabric that the Japanese ASF Corporation has to offer. The ALTA V2 takes quality wader design to the next level. These waders have a tough, heavy-denier, four-layer Brushed Taffeta fabric and highdensity neoprene socks and gravel guards. A re-designed belt, further improve the look and performance of these state of the art waders. Smart solutions over the knees and crotch area bring a freedom of movement yet to be seen in the wader business. The STORM waterproof zipper by Riri gives easy ventilation and comfort while getting in and out of the waders. An integrated belt and lightweight suspenders ensure a perfect fit. A laminated mesh-pocket on the right thigh keeps an extra spool of tippet or a spare leader close to hand, and a further two, smaller chest pockets hold accessories. Boots are made from a special high-density neoprene and rubber, making this one of the most comfortable, warmest and lightest boot-foot waders on the market. Item no. 50550-50556 Sizes: S-XXL, MK, ML, LL, LK With different size boots to choose from. The stocking-foot model features gravel guards in lightweight, hi-stretch neoprene that fits snugly around the upper boot. Item no. 50531-50543. Sizes: S-XXL, MS, MK, ML, LS, LL, LK, XLK.

14


20 000mm/psi 5 000g/m2/24hrs GL proprietary 5-layer fabric over legs 4-layer in upper part of wader

Vöðlur 59.900

trek VÖÐLUR Ný nálgun í hönnun á vöðlum. Trek vöðlurnar eru með framúrskarandi sniði og saumlausar á innanverðum fætinum . Vöðlurnar eru úr fimm laga efni sem heitir Suplex og er mjög sterkt og lipurt. Efri parturinn er fjögurra laga en fæturnir eru fimm laga. Mjög sterkar neopren sandhlífar eru hannaðar þannig að þær sitja mjög þétt utan um skóna sem hindrar enn betur að sandur safnist í vöðluskóna. Sokkarnir eru rúmgóðir og þægilegir, lagaðir sérstaklega að vinstri og hægri fæti og eru gerðir úr mjög þéttu neopren efni. Stór vasi er framan á vöðlunum sem nýtist einnig sem handvermir. Annar vasi er efst í vöðlunum og það er einnig hægt að snúa honum þannig að hann liggi framan á.

A new approach in wader design, the TREK waders are designed with an advanced cut, eliminating the long seam on the inside of the leg, but still maintaining great articulation through the preshaped legs. The strong, flexible and highly breathable 5-layer Nylon Supplex fabric in the leg area provides great durability and excellent comfort. Strong, elastic neoprene gravelguards form a tight seal against the wading boots and the high density neoprene socks have a comfortable and roomy left/right design. The upper part of the waders is made up of the same strong Nylon Supplex fabric, but use a thinner 4-layer construction for increased breathability and comfort. Removable suspenders and an adjustable chest hem give the upper part a great fit. The large outside mesh pocket doubles as a hand warmer as well. A flip-out pocket on the inside of the waders serves well when the waders are used folded over on a warm day. Other good features include, non-stretch strong wading belt, drying loops and a D-Loop in the front. Item No. 50580-50590 Sizes: XS-XXL, ML, MK, LL, LK, XLK

15


20 000mm/psi 5000 g/m2/24hrs 4-Layer Nylon fabric “Sidewinder” design

orkla vöðlur Glænýjar vöðlur sem eru algjörlega frábærar í sínum verðflokki. Þær eru úr fjögurra laga sterku efni. Auka fjögurra laga styrkingar eru á neðri hlutanum til að gera neðsta hluta skálmanna enn slitsterkari. Þessar styrkingar eru þrykktar innan á vöðlurnar svo það eru engir auka saumar. Á þessum vöðlum eru engir saumar innan á skálmum. Vöðlurnar eru vel sniðnar og með fáum saumum. Neopren sokkarnir eru sérstaklega lagaðir að vinstri og hægri fæti og innbyggðar sandhlífarnar eru mjög þéttar. Stór netavasi er utan á vöðlunum framanverðum og einnig renndur vasi með mjög vatnsþolnum rennilás. Vöðlubelti fylgir vöðlunum.

Brand new waders featuring several unique features for this price point. Constructed from Korean 4-layer Nylon fabric with DWR treatment. WPR/ 20 000mm. MVP/ 5000g/m2/24hr. The Nylon fibers are more durable than Polyester and add more strength to the waders. Extra 4-layer patches laminated to inside of wader improve puncture resistance on lower leg. No extra stitching on outside! New, extreme “Sidewinder”™ design eliminates inseam totally. The advanced cut gives good articulation with a minimum of seams. Custom fit high density neoprene socks have great fit and left/right articulation. Heavy fabric gravel guards with rubber reinforced stretch in bottom make sure no gravel or sand enters into the wading boot. A large mesh pocket on the outside offers plenty of room for storage. A high placed water resistant zipper allows entry to large inside pocket as well. The thick non-stretch wading belt holds tools and wading staffs without sagging. Adjustable top hem and suspenders ensure best comfort. D-ring, multiple belt loops and drying loops are other good features of these high class waders. Item No. 50591-50598. Size: XS-XXL, MK and LL

Vöðlur 39.900

16


vöðluskór

Verð 29.900 Verð 26.900

Verð 25.900

ALTA V2 SKÓR Traction or Felt sole, Size 7-14. 1400gr/pair (Traction, Size 11) Nýju ALTA skórnir eru orðnir enn þægilegri og áreiðanlegri. Nubuk leðrinu hefur verið skipt út fyrir mjög sterkt gerviefni sem gerir skóna enn sterkari og fljótari að þorna. Skórnir eru fóðraðir með neopreni sem gerir þá mjög mjúka og þægilega. Að auki hafa skórnir verið styrktir að innanverðu sem bætir endinguna. Við það verða skórnir verða aðeins stífari og halda betur lögun sinni þegar vaðið er djúpt. Svona kreppa skórnir minna að tánum á þér sem er mun þægilegra auk þess sem þér verður síður kalt á tánum. Skórnir veita góðan stuðning við ökkla. Saumar á álagspunktum eru allir tvöfaldir og lykkjurnar fyrir reimarnar eru sterkar. Gúmmíkanturinn sem er á utanverðun skónum er límdur með sterku lími svo ekki er þörf á að sauma hann. Skórnir sem eru með gúmmísóla koma með tungsten nöglum til að auka á grip og öryggi. Alta skórnir eru einnig fáanlegir með filtsóla fyrir þá sem kjósa það heldur. Our new improved version of the Alta boot, the V2, sees some important changes that will make this boot even more comfortable and reliable. The Nubuck leather now has been exchanged for a synthetic, very strong material that will make these boots even more rigid and fast drying. The inside of the boot is lined with neoprene and jersey in the shaft area, making it even more comfortable to wear. Extra reinforcement layers have been added inside the entire boot. This makes it more rigid and strong, holding its shape better when deep wading. This in turn means less pressure on toes, resulting in better comfort and warmth. The boots also feature a gusseted tongue, padded ankle support, strong hooks and loops for the shoe lace and double stitching on all critical areas. The rubber reinforcement areas on the outside have been attached with very strong glue that eliminates the need for stitching them. The rubber soles have been fitted with tungsten spikes for added grip and safety when wading on slippery bottom structures. Alta V2 boots are also offered with a choice of felt soles for those who like that better. Felt: Item No: 55320-55327 Traction: Item No: 55330-55337

CROSSWATER V2 SKÓR

TREK SKÓR Felt sole, Size 7-14. 1100gr/pair (Size 11) TREK vöðluskórnir eru nýir í vörulínu okkar. Þeir eru gerðir úr gerviefni, eru sterkir og þorna fljótt. Lykkjurnar fyrir reimarnar eru sterkar og þannig hannaðar að þær fara vel með reimarnar sjálfar. Þar sem skórnir eru gerðir úr gerviefni drekka þeir mjög lítið vatn í sig og þyngjast því lítið þegar þeir eru blautir. Skórnir eru styrktir og stífaðir svo þeir halda vel lögun sinni. Skórnir eru mjúkir og þægilegir. Neðan til á skónum er gúmmíkantur sem eykur endingartímann til muna. Trek skórnir eru þannig í laginu að auðvelt er að vera í þykkum sokkum í þeim á köldum dögum. Trek skórnir koma með svörtum filtsólum. A new boot with all synthetic materials, making it fast drying and very durable. Strong, comfortable webbing loops mean a minimum of wear on shoe laces, reduce the weight and add to the performance when used in salt water (no corrosion).The synthetic build up also means that these boots will remain very light weight when wet, as they do not soak up much water. The inside of the boots has been thoroughly built up with multiple layers of stiffening reinforcement sheets that help maintaining shape and stability during wading. The shaft area has neoprene liner for added comfort. The lower areas of the boots are protected by a high cut, non-stitch rubber panel for added durability. The TREK Boots are built around a wide, very comfortable Scandinavian last with plenty of room for thicker socks on cold fishing trips. They are fitted with a black felt sole. Item No: 55232-55239

17

Traction or Felt sole, Size 8 -14. 1056gr/pair Við sækjum innblástur í hönnun Crosswater skóna í nýjustu léttu útivistarskóna. Þetta eru léttustu vöðluskór sem völ er á. Léttleikinn fæst með því að nota sérstakan millisóla úr mjög léttu efni í stað hefðbundinna gúmmí millisóla. Crosswater skórnir eru jafn þægilegir og Alta og Trek skórnir og eru fóðraðir með neopreni sem gerir þá þægilega mjúka. Crosswater skórnir halda vel við ökklann og eru sterkbyggðir þrátt fyrir að vera sérstaklega léttir. Á skónum utanverðum er gúmmíkantur sem ver þá fyrir hvössum steinum. The Cross Water V2 boots are inspired and based on modern lightweight shoes used in the hiking market. The low weight and streamlined design is a result of using an EVA midsole in favor of traditional rubber that by comparison feels bulky and heavy. We have based Crosswater V2 on the same comfortable design brief as both Alta and Trek: the boot features the same neoprene liner on the inside and has the added bonuses of being easy to lace and lightweight (for travelling). The shaft and the upper part of the shoe are made from strong 950 denier heavy nylon mesh with leather reinforcements to increase abrasion resistance while the lower part of the boot is reinforced with a wide flexible rubber material that provides protection against sharp stones and rocks. High comfort, very lightweight, quick drying, and stain resistant are just some of the features of the Cross Water V2. Felt: Item no. 55291-55297 Traction: Item no. 55301-55307


LÍFSTÍLSFATNAÐUR Bolur 11.900

SHIELD L/S SÍÐERMA BOLUR 100% Cotton

Flott viðbót í lífstílsklæðnað fyrir veiðimanninn. Þessi síðerma bolur er flottur dags daglega eða í veiðinni. Bolurinn er úr 100% bómull og búið er að þvo efnið sem gefur bolnum flott “notað” útlit. Lítið Guideline merki er prentað vinstra megin á brjóst. Þessi stálblái bolur fer vel við gallabuxur. A new approach in lifestyle clothing for fishing. This long sleeve is sewn in an advanced diamond pattern, giving it attitude and a style to take it into the streets as well as on the water. Soft, pre-washed 100% cotton gives it a slightly faded and worn look. A small faded Guideline ‘shield’ printed logo on left chest tells something about your preferences in life. The steel-blue colour matches your favorite jeans perfectly. Item no. 68981-68985 Size: S-XXL

Skyrta 14.900

BLUeRAY LW SKYRTA

Hettupeysa 19.900

ALTA HETTUPEYSA

100% nylon, 95 gr/yard, Anti-Odor, UV 30 Protection

Micro Fleece YKK Zippers

Þessi skyrta er mjúk, létt og jafn notadrjúg hvort sem þú ert í karíba hafinu eða klæðist henni undir miðlags síðerma bol við íslenska veiðiá í júní. Skyrtan er úr nyloni og hlaðin af smáatriðum sem skipta okkur svo miklu máli. Tveir vasar eru framan á skyrtunni og á ermunum eru tölur til að festa þær uppi þegar þeim er rúllað upp. Skyrtan er ljósblá með ljósu mynstri.

Alta hettupeysan er gerð úr fyrsta flokks flísefni sem hleypir raka vel frá þér. Peysan er mjög þægileg og flott. Hún er aðsniðin og yfirborð hennar er sleipt svo það er gott að klæðast henni undir jakkanum.

A soft, lightweight shirt that’s equally useful on a Caribbean flat as it is when worn over a midweight top on a Norwegian salmon river in June. The 95g/ yard 100% nylon fabric is loaded with features. It has two hidden chest pockets and long arms with attachments to secure the sleeves when rolled up. The light blue color is checked in a stylish pattern. Item no. 69620-69624 Size: S-XXL

18

Hooded sweater made of first class fleece that is breathable and very comfortable to wear. Alta hoody is made from a technically advanced 95% Polyester/5% elastane 400 gr/yds. Korean fabric with a brushed, wicking treated inside for best possible transportation of excess heat away from the body. The fabric has a nice tight fit and a low friction surface, making it suit-able to wear under the jacket. Item no. 63091- 63095 Size: S-XXL


MIðLag Bolur 11.900 Smekkbuxur 19.900

Buxur 11.900

MIDWEIGHT FLÍS UNDIRFÖT

Thermal Shield smekkbuxur

Micro Fleece

High Warmth Ratio

Toppur og buxur úr þunnri Micro flís með sléttu og þjálu yfirborði. Sniðið á bæði bolnum og buxunum er þannig að flíkurnar falla vel að líkamanum og krumpast ekki undir vöðlum og jakka. Buxurnar henta mjög vel sem undirlag undir vöðlur í ágætum hita. Ef mjög kalt er í veðri er gott að nota þær sem innsta lag undir td. Thermal flísgallann. Bæði buxurnar og toppurinn eru með renndum vösum.

Smekkbuxur úr háþróuðu flís efni sem heldur mjög góðum hita en sér jafnframt til þess að þér verði ekki of heitt. Þunnur og þægilegur og hentar mjög vel undir vöðlur eða göngubuxur. Buxurnar ná upp að brjósti og eru með einn lokaðan vasa og teygjur undir iljar koma í veg fyrir að skálmarnar renni upp Rennilás sem hægt er að renna bæði ofan frá og að neðan er á buxunum.

Top and pants made from 280 grams Micro fleece Polyester fabric with a knitted, stretchable outside. A tight cut prevents uncomfortable creases under your waders and jacket. The pants are ideal for use alone when water temperatures are above 13-14 degrees centigrade. When fishing in extremely cold water, they make the perfect first layer under the THERMAL BIB. There are zipped pockets for valuables on both the top and the pants.

These midweight stretchable bibs are made from a technically-advanced 95% Polyester / 5% elastane 400g Korean fabric. The fabric has a brushed, wicking treated inside for best possible transportation of excess heat away from the body. The dark grey, micro-checked fabric has a nice tight fit and a low friction surface, making it suitable to wear under waders or hiking pants. A small, low-profile, zipped thigh pocket ensures that keys or other valuables are kept safe. Sizes: XS-XXL. Item no. 69610-69615

Size: XS-XXL. Item no. Pant: 63076-63081 Item no. Top: 63070-63075

19


DERHÚFUR OILSKIN HÚFA Nútímaleg en samt klassísk húfa sem batnar með aldrinum. Gott snið og vatnsheldni þökk sé vaxmeðhöndlun. Stillanleg að aftan.

GUIDE húfa Þægilegar derhúfur úr snjáðri bómull. Flottir litir og snið.

FARIO húfa

Cool and comfortable caps in washed cotton twill. Available in specially selected outdoor colors. Manufactured by the world’s largest maker of high quality caps.

Fario derhúfan er með ísaumuðu fario merki og maíflugu. Franskur rennilás að aftan. Framleidd úr snjáðri bómull.

Litur: Svört og sægræn. Black Item no. 78107 Mermaid Item no. 78108

Fario Cap with embroidered logo and Fario mayfly motive. One size fits all. Velcro closure behind, made ​​of washed cotton.

Sokkar 2 pör 4.950

Litur: Svört ólífa. Art. nr. 73016

GL FLY VESTI

A modern classic that only gets better with age. A low profile cap with a great fit and a water resistant outside due to the waxed finish. Adjustable buckle in the back. Item no: 78118

SOKKAR ENDURO SOKKAR Hannaðir fyrir allar árstíðir og útiveru hvort sem það er veiði eða gönguferðir. Sokkarnir eru úr 78% ull, 18% akryl og 4% elastine. Þessir halda þér heitum og þurrum allan daginn.

Vasi á baki 320 D/100% Nylon Efni Bólstraðar axlir 13 Vasar

Designed for all seasons and all activities whether fly fishing, hiking or trekking. All purpose, terry-knitted socks for the dedicated outdoor enthusiast. Item no. 50160-50163. Stærðir: M (40-42), L (43-45), XL (45-47), XXL (47-49)

GL FLY VESTI GL FLY er hágæða vesti á góðu verði, fjölmargir vasar og festingar fyrir öll þau tæki og tól sem þú þarft að hafa með þér á bakkanum. Tveir stórir vasar fyrir túbuboxin og bólstraðar axlir til að dreifa þyngdinni. Framleitt úr hraðþornandi úrvals nyloni. Our high-performance vest at the right price! It has all the pockets and features you will ever need: double retractors, a Velcro patch, rod holder and much more... Two large horizontal lower pockets hold the largest Salar boxes without problems. The vest is made in a synthetic, fast-drying 320-Denier 100% nylon fabric that just shouts quality. WW Item no. 62180-62184. Stærðir: S-XXL

Veiðivesti 12.900

20


ANDSTREYMISVEIÐI MEÐ TÖKUVARA Andstreymisveiði er líklega ein sterkasta silungsveiðiaðferð sem til er, og þeir sem ná góðum tökum á henni ná oft gríðarlega góðum árangri. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta veiðiaðferð sem notuð er í straumvatni og er flugunni kastað upp í strauminn. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að þessi veiðiaðferð er sérstaklega veiðin. Í fyrsta lagi er það hvernig flugan berst að fiskinum. Fæðan sem silungurinn lifir á er að hluta til lirfur og púpur sem berast til hans með straumnum, á hraða straumsins. Þegar við köstum flugunni upp í strauminn og látum hana reka er hún að berast til fisksins á þennan sama hátt, á dauðareki með hraða straumsins og berst því oft að silungi sem hreinlega bíður eftir svona girnilegum bita. Önnur ástæða er sú að með þessari aðferð getur veiðimaður stjórnað nokkuð vel á hvaða dýpi hann veiðir, og getur jafnvel veitt bæði alveg niður við botn og ofar á sama tíma með tveim flugum. Þetta er sú aðferð sem veiðimaðurinn er í hvað mestu sambandi við það hvort hann sé að fá grannar tökur og getur þá brugðist við þeim ef svo er. Að lokum má svo telja að með þessari veiðiaðferð nærðu betri nálgun að veiðistaðnum og fælir síður fiskinn þar sem þú kemur aftan að honum. Hvernig er svo best að bera sig að við andstreymisveiðina? Bestu aðstæður til að stunda andstreymisveiði er þar sem straumurinn er nokkuð jafn en alls ekki of hraður því þá nær maður síður að fylgjast með því hvort fiskur sé í flugunni. Þú þarft að stilla lengd taumsins eftir dýpi, ekki hafa tauminn lengri en þú áætlar að dýpið sé því þá festist flugan leiðinlega oft í botni. Tökuvarann setur þú á enda taumsins, upp við lykkjuna á flugulínunni. Mikilvægt er að vera með tökuvara sem flýtur vel, því það er tökuvarinn sem segir þér hvort fiskur sé í flugunni eða ekki. Í andstreymisveiði er ekki verið að keppast við að reyna að kasta sem lengst, við veiðum frekar stutt frá okkur, einungis örfáa metra til að hafa betri stjórn á því hvað er að gerast. Best er að vera með frekar þunga púpu á endanum sem fer frekar fljótt og vel niður, þetta er ástæða þess að taumurinn má ekki vera of langur. Fluguval er algjörlega eftir höfði veiðimannsins en nokkrar klassískar flugur sem hafa reynst mjög vel eru t.d. Pheasant tail, héraeyra og ýmsar vinyl rib púpur með tungsten hausum. Þegar þú ert búinn að kasta upp fyrir þig þarftu svo að passa að draga jafn óðum inn alla slaka línu sem rekur til þín, vera í sem beinustu sambandi við tökuvarann án þess að draga hraðar inn en straumurinn ber línuna til þín. Það þarf líka að passa að straumurinn nái ekki að mynda bug á línuna og draga hana hraðar niður vegna þess. Reglan er einföld: vertu alltaf í eins beinu sambandi við tökuvarann (fluguna) og mögulegt er án þess að hafa áhrif á rek flugunnar. Mjög algengt er að silungur taki án þess að veiðimaðurinn geri sér grein fyrir því og þess vegna þarf að fylgjast vel með tökuvaranum. Silungurinn gripur oft púpuna örsnöggt og sleppir henni svo nánast strax aftur. Þegar þú sérð tökuvaran stoppa rétt aðeins andartak eða fara snöggt undir yfirborðið þarftu að bregða strax við, samt að bregða nokkuð nett við því ef þú festir ekki í fiskinum viltu að púpan haldi áfram að reka á svipuðu dýpi þar til hún er komin alveg að þér og þú þarft að kasta aftur. Ég hef nokkrum sinnum verið með mönnum í veiði og þeir fullyrða að það sé engin taka þegar ég sé samt sem áður að þeir eru að fá grannar tökur en eru ekki að bregða við þeim. Þetta hef ég sannað fyrir einum félaga mínum með því að taka við stönginni hans og veiða nokkrar bleikjur á nákvæmlega sama stað og hann stóð á örfáum mínútum. Þetta er það atriði sem skiptir öllu máli ef þú vilt ná góðum tökum á andstreymisveiði með tökuvara, að fylgjast með tökuvaranum, læra inn á það hvenær þú ert að fá fisk í fluguna og bregða rétt við honum. Til að auka líkur þínar enn á veiði með þessari aðferð mæli ég með að veiða með “dropper”. Þá ertu með tvær flugur á taumnum á sitthvoru dýpinu. Á enda taumsins er eins og áður sagði frekar þung púpa, en svo hnýtum við saman auka taum á tauminn c.a. 40 – 100sm ofar (eftir aðstæðum) þennan taum höfum við frekar stuttan, 25sm er alveg nóg til að efri flugan sé á frjálsu reki. Efri fluguna höfum við frekar létta, hefðbundnar púpur án kúluhausa eru klassískar í þetta, óþyngdar “tékknymfur” og jafnvel má líka prufa að nota klassískar votflugur eins og Peter Ross, Teal and Black eða Black Zulu. Svo þegar þú setur í fisk eru góðar líkur á því að þú getir landað honum án þess að fæla aðra fiska sem þú átt eftir að kasta á því nánast undantekningarlaust tekur fiskurinn strikið niður strauminn til þín þegar þú festir í honum. Gangi ykkur vel!

21


22


>> ÞEIR SEM HALDA AÐ HJÓLIÐ SÉ BARA LÍNUGEYMSLA, HAFA ALDREI UPLLIFAÐ ÞÁ ÁNÆGJU AÐ REYNA AÐ STOPPA SKAPSTYGGAN 40 punda LAX Mikael Frödin Meðlimur í Guideline Power Team

23


HAZE V2 Verð frá 39.900-63.900

T-6061 Aluminum Teflon Cork & Stainless Drag Discs 6 Sizes

24

124g 81x52x28,5mm WF 4 80 yds/20lbs backing Item no. 21310

46

135g 87x56x30mm WF 5 100 yds/20lbs backing Item no. 21312

68

169g 93x58x32,5 mm WF 8 100 yds/20lbs backing Item no. 21314

79 HD

191g 102x58x32,5 mm WF 9 130m 30lbs or PT 8/9 30m Shooting Line 150yds 30lbs backing. Item no. 21316

810

255g 106x56x35 mm PT 9/10 106x56x35 mm 200 yds/ 30lbs backing Item no. 21318

1012

303g 115x66x38 PT 10/12 300 yds/30lbs backing Item no. 21320

haze v2 FLUGUVEIÐIHJÓL HAZE hjólið er stílhreint og fágað á mjög samkeppnishæfu verði. Það er rennt úr T6061 áli (flugvélaál) sem er sá málmur sem er notaður í öll hágæða fluguhjól í dag. HAZE vekur eftirtekt hvar sem það sést, það er svart með fallegri háglans áferð sem lítur vel út á öllum stöngum og fer aldrei úr tísku. Kjarni hjólsins er rauðlitaður og bætir enn á flott útlit hjólsins.

The HAZE V2 reel offers style, form and function at a competitive price. Manufactured from bar stock T6061 aluminum - the modern standard for quality fly reels - HAZE V2 reels ooze attitude and class in every single detail. A black, hard-anodized, high-gloss finish will ensure a great match with your fly rod and a look that will never go out of fashion. The burgundy red drag cylinder adds a nice, contrasting dash of color to the look.

Hjólið er framleitt í mjög fullkominni verksmiðju sem gerir miklar kröfur og hefur háan gæðastaðal á efnum og vinnslu. Þetta skilar sér í vöru sem þú getur treyst á. Bremsubúnaður hjólsins er mjög vandaður, átakið er alltaf jafnt og mjúkt. Bremsan er kyrfilega innsigluð sem ver hana algjörlega gegn óhreinindum. Hjólið kemur í bæði vinstri og hægri útgáfu, en það er líka hægt að snúa bremsunni í hjólinu með einfaldri aðgerð. Haze hjólið er með heilum ramma sem skilar sér í sterkara hjóli og kemur í veg fyrir að grannar línur fari á milli rammans og spólunnar í kastinu.

Manufactured in a state of the art machining plant, the standard of materials and workmanship are incredibly high, giving you a product to rely on. The smooth drag system is developed around a stacked disc design, with alternating Teflon/Cork/Stainless discs varying in size and numbers depending on the size of reel. The sealed drag cylinder protects the components from dirt and grit and will give a smooth, dependable action over a full and extended range of settings. The reels are available as right or left-hand retrieve, but can also be turned to desired direction with a simple operation. Haze V2 reels come with a full frame for added strength against torsion and to protect thin running lines from finding their way in between the spool and frame during the cast.

24


24

108g 83x56x30 mm WF 4 80yds/20lbs backing Item no. 21300

46

QUADRA T-6061 Aluminum Cork & Carbontex Drag Discs 6 Sizes

Verð frá 55.900-76.900

140g 89x60x30 mm WF 5 100yds/20lbs backing Item no. 21302

68

163g 93x60x32,5 mm WF 7 100yds/20lbs backing Item no. 21304

HD 79 Switch

251g 102x64x34 mm WF 9 150yds/30lbs backing. PT 8/9 30m Shooting Item no. 21304HD

810

269g 106x65x36 mm WF 9/10 200yds/30lbs backing Item no. 21306

1012

283g 115x72x40 mm WF 10/11 200yds/30lbs backing Item no. 21308

quadra FLUGUVEIÐIHJÓL QUADRA sameinar tímalaust, fallegt útlit og nútíma “large arbor” tækni í frábærri vöru. Þetta hjól er framleitt úr T-6061 títaníum blönduðu áli. Vinna og frágangur á þessu hjóli er í hæsta gæðaflokki. Þetta sést á fallegri áferð hjólsins, mjúkri virkni og hjóli sem virkar alltaf af mikilli nákvæmni. Í hjólið eru notaðir kork og “carbontex” bremsudiskar, og er bremsubúnaðurinn vel varinn fyrir utanaðkomandi óhreinindum. Bremsudiskarnir eru breiðir og það skilar mjög jöfnu átaki sem skiptir sérstaklega miklu máli þegar þú berst við stóra fiska. Hjólið er hljóðlaust þegar þú dregur inn, en það heyrist fallegt “klikk” hljóð þegar dregið er út. Hjólið er með heilum ramma sem skilar sér í sterkara hjóli og kemur í veg fyrir að grannar línur fari á milli rammans og spólunnar í kastinu.

Quadra combines timeless, aesthetic looks with modern large arbor technology in a great product. These reels are manufactured in T-6061 titanium anodized aluminum. The finish and workmanship are as good as it gets; this shows in the beautiful finish, smooth retrieve and a drag system that works precisely over its full range. We have used cork and Carbontex brake discs, safely protected from grit and grime in a cylinder in the central shaft. The large-diameter discs, coupled with the wide spool design, help the reel run perfectly smooth and ensure that the drag pressure remains consistent throughout long runs from powerful fish. The drag clicks as line is pulled off the spool, but the reel is silent as you retrieve line. QUADRA reels can quickly be adjusted from right to left hand retrieve. All of the reels have a full frame for extra strength against torsion as well as to stop thin running lines finding their way in between the spool and the housing.

25


Verð frá 25.900-37.900

REELMASTER LA Die Cast Aluminum Double Carbon Disc Drag 3 Sizes

46

146g WF 5 89x56x30 mm 110 yds/ 20 lbs backing Item no. 21080

68

178g WF 7 97x60x32,5 mm 130 yds/ 20 lbs backing Item no. 21082

911

285g PT 9/10 111x70x38 mm 240 yds/ 30 lbs backing Item no. 21084

reelmaster la FLUGUVEIÐI HJÓL REELMASTER hjólið er byggt á hönnun QUADRA hjólsins. REELMASTER hjólið er án nokkurs vafa ein allra bestu kaup á markaðnum í sínum verðflokki. Þetta er hjól sem grípur augað og þegar þú meðhöndlar það tekur þú fyrst eftir því hversu létt það er. Hjólið er framleitt úr áli og það stenst algjörlega erfiðustu aðstæður.

Based on the dimensions and the drag system of our QUADRA fly reels, REELMASTER LA takes high-quality, die-cast fly reel design and raises the bar. The eye-catching looks combined with low weight are the first things you’ll notice. Look closer and you’ll find a fool-proof disc drag, a high-quality finish, machined components and a pressure-cast aluminium alloy spool and frame that will handle the most challenging fishing situations.

Tvöfaldir karbon diskar eru í hjólinu sem skilar sér í jöfnu átaki bremsunnar. Bremsan er með mörgum mismunandi stillingum svo hægt er að stilla hana nákvæmlega. REELMASTER hjólið er mjög sterkbyggt og vel hannað hjól á frábæru verði.

Double carbon discs provide a large surface area for an even distribution of drag pressure. This ensures a smooth-running brake with plenty of settings for precise adjustment. The tempered main shaft along with a full frame and rim on the two larger sizes provides the strength needed when battling it out with that fish of a lifetime. The rim will also prevent thin running lines from becoming trapped between the spool and the housing, which can cause problems when you least want them.

26


KLAUS FRIMOR

Í byrjun mars 2011 gekk Guideline frá samningi við hinn reynslumikla og vinsæla danska atvinnuveiðimann Klaus Frimor . Þessi samningur tryggir enn frekar stöðu Guideline sem eins fremsta fluguveiðimerkis í Evrópu. Klaus kemur með gríðarlega reynslu í þetta samstarf við Guideline. En frá fimm ára aldri hefur líf hans helgast af veiði. Hann er uppalinn á vesturströnd Jótlands í Danmörku þar sem ár og vötn voru alls staðar fyrir ungan áhugasaman veiðimann. Og þegar hann byrjaði síðan að vinna fyrir stærstu veiðiverslun Danmerkur í byrjun níunda áratugarins lá það beinast við að hann myndi helga líf sitt fluguveiði. Sú reynsla sem hann öðlaðist í versluninni leiddi síðan til mikils kastáhuga og einnig til áhuga á vöruþróun á stöngum og línum. Undanfarin tíu ár hefur Klaus m.a starfað á sumrin á Íslandi sem leiðsögumaður og sem kastkennari fyrir fólk alls staðar að úr heiminum. Yfir vetrarmánuðina hefur Klaus dvalið í Argentínu í Tierra Del Fuego sem leiðsögumaður fyrir sjóbirtingsveiðimenn og sem veiðistjóri og gestgjafi í veiðihúsum þar. Hann hefur einnig gegnt lykilhlutverki í vöruþróun hjá Loop Tackle og hefur haft með hönnun að gera á sumum af vinsælustu vörum Loop í gegnum tíðina. Vinnan og ástríðan fyrir veiði hafa sent Klaus um allan heim. Hann hefur haldið fyrirlestra, kennt fólki að kasta flugu og sýnt listir sínar á Íslandi, Kúbu, Chile, Argentínu, Bandaríkjunum og Kanada ásamt því að birtast í hinum ýmsu veiðimyndum í gegnum árin.

27


HNÝTINGANÁMSKEIÐ Byrja í janúar Byrjendanámskeið Farið verður yfir öll helstu grunnatriðin í fluguhnýtingum. Byrjað verður á einföldum silungapúpum síðan verður farið í straumflugur og endað á laxaflugum.

Framhaldsnámskeið Kennt verður að hnýta flóknari laxa og silungaflugur. Einnig verða hnýttar túbur. Farið verður bæði í hefðbundnar sökkvandi túbur og gárutúbur.

Kennari Óskar Páll Sveinsson Landsþekktur hnýtari og veiðimaður Námskeiðin fara fram í verslun okkar Langholtsvegi 111. Öll tæki og tól á staðnum. Hvort námskeið er tvö kvöld.

Skráning hjá

veiðiflugur.is - hilmar@veidiflugur.is - sími 5271060

28


ÓSKAR PÁLL

LeCie

10 fet Lína 7

Óskar Páll Sveinsson hefur séð um fluguhýtingakennsluna hjá Veiðiflugum, hann er einnig menntaður kastkennari frá AAPGAI í Bretlandi. Óskar hefur starfað sem leiðsögumaður í fullu starfi á sumrin og veitt víða um heim. Hans uppáhalds stöng er LeCie 10” fyrir línu 7

29


LEIF STÄVMO Leif Stavmo er aðalhönnuður Guideline og hefur verið frá upphafi. Leif byrjaði að veiða 14 ára gamall og gekk í kastklúbbinn í heimabæ sínum og æfði köst nokkra tíma á viku undir leiðsögn. Þessi góði grunnur og það að vera valinn í kastlandslið Svía skilaði honum níu heimsmeistaratitlum í fluguköstum. Eftir 10 ár í landsliðinu hætti hann og eyddi mest af sínum tíma í veiði. „Ég er ábyrgur fyrir Guideline veiðivörunum, en ég gæti aldrei gert þessar vörur svona góðar ef ég hefði ekki aðgang að þeim frábæru starfsmönnum og veiðimönnum sem eru hjá okkar fyrirtæki“ Þessir starfsmenn Guideline sem hann talar um eru fluguhönnuðir, ótrúlega góðir kastarar, tæknimenn og svo bestu veiðimenn norðurlandana. Það eru forréttindi að fá að vinna með svona mönnum og gerir það að verkum að við getum fullkomnað vörur okkar með hverju árinu. Leif er aðalhönnuður Guideline og hann hefur hannað frábærar stangir og línur. Allir sem nota Guideline vörurnar eru sammála um að stangirnar og línurnar eru sérgrein Leif Stavmo. Þar má nefna Lpxe stangirnar, LeCie sem er hrein snilld og svo nýja Reaction stöngin sem á eftir að slá allt annað út. Ráðlegging Leif til fluguveiðimanna er að fá leiðsögn strax frá góðum kastkennara og æfa sig mikið, því það er æfingin sem skapar meistarann.

30


>> EF AÐ VIÐ MYNDUM HÆTTA AÐ ÞRÓA STANGIRNAR, FÆRI SÁLIN ÚR FYRIRTÆKINU. SÁ DAGUR MUN ALDREI KOMA. << Leif Stävmo Yfirhönnuður og þróunarstjóri Guideline

31


Einhendur Verð 134.900

Tvíhendur Verð frá 169.900

reaction STANGALÍNAN

Með því að njóta þeirra forréttinda að vinna með einum af fremstu og þróuðustu veiðistangarverksmiðjum heims höfum við sameinað alvöru bandaríska stangarsmíði og skandinavískt hugvit, skandinavískar stangir hafa mun dýpri vinnslu en hefðbundnar bandarískar stangir.

Custom Made in the USA Recoil Snake Rings 12 Models

By being given the privilege of using one of the world’s premier and most advanced rod building facilities, we have merged true American rod building tradition with engineering excellence and Guideline rod action philosophy in the development and creation of these state of the art rods. Reaction is a modern, yet timeless rod that is “Stealthy” in the looks.

Reaction stangirnar koma með besta sérvalda korki sem finnst, vönduðustu lykkjum sem völ er á, hjólsæti frá einum virtasta framleiðanda hjólsæta og grafítið í stönginni er í hæsta gæðaflokki. Við nýtum okkur nýja tækni, yfir grafítið er settur mjög þunnur karbon dúkur sem styrkir stöngina margfalt, án þess að bæta á hana þyngd. Samsetningarnar eru einnig sérstaklega styrktar. Við notum samsetningu af bestu fáanlega grafíti frá Japan og Bandaríkjunum frá þekktustu og virtustu framleiðendunum.

These rods are equipped with the best cork we could find, the most High-Tec guides, reel seat components from REC and a blank that has the very best graphite materials available. We take advantage of a unique, advanced reinforcement technology utilizing a very thin, special carbon cloth, that ads 10x the strength to a rod blank and also helps in creating a slim-profile ferrule and increased hoop strength. The ferrule areas also integrate a technology that makes the transition points between reinforced areas and the rest of the blank much smoother and without any significant differences in wall thickness. We use a combination of the very best Japanese and US made graphite cloths from the most well known and respected manufacturers. There are 4 different materials used in the rods, ranging from 35 up to a very high 60 MSI in modulus.

32


NÝ REACTION MÓDEL FYRIR 2012 TÍMABILIÐ Reaction 9´#5

Fyrir 2012 tímabilið kynnum við fjórar nýjar Reaction stangir. Við höfum bætt við tveimur níu feta stöngum. Þetta eru kraftmiklar stangir sem vinna alveg niður í handfang og mjög auðvelt er að stjórna því hversu þröngar lykkjurnar eru í kastinu. Lengdarköst eru ekkert mál og þessar stangir eru frábærlega skemmtilegar í notkun. Það eru líka nýjar tvíhendur að koma út í Reaction línunni. 12,9” stöngin er skemmtilegt verkfæri fyrir þá sem vilja nettar tvíhendur.

Reaction 9´#7

For the 2012 season, we present 4 new rods in the Reaction range. We have added another two 9 foot rods, covering the medium heavy single handed fishing for large rainbows and trout, smaller tropical game fish and also the very popular Bomber style Dry Fly fishing in the rivers of eastern Canada. These are powerful, yet deep loading rods that can throw varying sized loops on demand and are capable of giving you great distances when you need it. Tip light, crisp and great fun to use. There are also some additions to our double hand range. Remember the old Salar 12’6 rod?? Well here’s a rod with a very similar curve but produced with the very latest in graphite and rod building technology. The slightly longer length makes it a little bit more versatile and it is an interesting and well-anticipated newcomer in the range. Finally, later this year, we will have a new 16’1 rod ready for those who love long casts, long lines and who prefer big rivers and big challenging fish. It is a great rod for sinking line fishing as well. Read more about these new models and the others at our web page.

Reaction 12´9´ #8-9

33


Einhendur Verð frá 94.000-98.900

lecie STANGALÍNAN

Tvíhendur Verð frá 129.900-149.900

LeCie stöngin er klassísk stöng frá Guideline og er nú fáanleg áttunda árið í röð. Að sjálfsögðu hefur verið stöðug þróun á henni þennan tíma, en hún hefur alltaf haldið sál sinni.

Recoil Snake Guides Low diameter & Light weight TiCh anodized reel seats 16 Models

A true GUIDELINE classic, the Le Cie range of salmon rods now move into their 8th year. Of course there has been continuous development going on, both in materials, as well as in actions and components, but the soul of the rods still remains the same.

Sérstaða þessarar stangar og ástæðan fyrir því að hún er ein mest selda stöng í sínum verðflokki í mörg ár er sú að hún býr yfir óvéfengjanlegri frammistöðu, ótrúlegu jafnvægi í mjög léttu grafíti, fallegu útliti og þetta er stöng sem hentar í alla lax- og sjóbirtingsveiði. Í LeCie seríunni eru þrjár mismunandi einhendur og þrettán tvíhendur í boði. Þrátt fyrir margar nýjar stangir á markaðnum á ári hverju, bæði frá okkur og öðrum halda LeCie stangirnar alltaf sínu sæti hjá þúsundum veiðimanna. LeCie heldur sínu striki sem ein af bestu stöngum allra tíma.

Uncompromising performance, incredible balance in an already light weight blank, great looks and a range covering virtually all kinds of Sea trout, Salmon and Steelhead fishing, sets these rods apart and make them one of the most sold rod ranges for their price range in recent years. In the Le Cie Series, you will find 3 single hand and 13 double hand models. Despite the many new rods that are brought to the market, both by us and others every year, the Le Cie rods have their given place in the line-up of thousands of serious anglers and continues to be one of the best performing rods of all time.

34


Einhendur Verð 79.900

fario STANGALÍNAN

Deep MF Action Hard Chrome Guides Wooden Reel Seats 10 Models

Vissir þú að “Fario” þýðir silungur. Salmo Trutta Fario er latína og er orðalag sem er notað fyrir silung sem lifir í straumvatni. Fario stangarserían okkar er gerð fyrir ástríðu silungsveiðimenn og vinnslan í þeim er mjög djúp og nákvæm.

Are you aware that “Fario” means trout? Fario is the Latin word for trout that live in rivers and streams, Salmo Trutta Fario, if we are to be precise. Our Fario Trout Series is produced with deep, rigid and strong actions, aimed at the serious trout angler. These are rods that will handle big fish without sacrificing feeling and delicacy, features, ever so important when fishing with thin tippets for selective trophy trout. The deep, yet very precise action in these rods will appeal to both intermediate and expert fly casters and anglers. They will handle long lifts, Spey casts, delicate presentations or distance casts with equal ease. These rods have become many an angler’s “best friend” in the past two years and Fario has already become one of our most popular rods ever. Fario expresses classic elegance and style with tasteful, subtle coloring and finish, with attention to the small details to lift it just that little bit above the rest.

Fario stangirnar ráða vel við stóran fisk án þess að fórna nákvæmni og fínleika sem eru mikilvægir eiginleikar í stöng þegar veitt er með grönnum taum við krefjandi aðstæður. Djúp og nákvæm vinnslan í stönginni höfðar vel til bæði þeirra sem hafa einhverja reynslu og einnig til þeirra sem eru mjög vanir flugukastarar og veiðimenn. Með Fario stöngunum hefur þú mikla stjórn á línunni, speyköst, veltiköst og nákvæm framsetning flugunnar er ekkert mál. Fario stangirnar hafa orðið “besti vinur” margra veiðimanna síðustu tvö árin og eru meðal vinsælustu stanga okkar frá upphafi. Fario stangirnar eru fágaðar í útliti, fallegur hlutlaus liturinn á stönginni og sérhvert smáatriði í korkinum og hjólsætinu grípa augað.

35


STANGA UPPLÝSINGAR MODEL LENGTH AFTM

PCS WEIGTH ACTION

Reaction SINGLE HANDED 9’ 9’ 9’ 9’ 9’ 10’ 10’ 10’ 10’

4 5 6 7 8 6 7 8 9

4 89g 4 98g 4 105g 4 125g 4 127g 4 129g 4 132g 4 139g 4 144g

Med.fast Fast Fast Fast Fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast

Reaction Reaction Reaction Reaction Reaction Reaction Reaction

12’ 9” 8/9 13’7” 7/8 13’7” 8/9 13’7” 9/10 14’8” 9/10 14’8” 10/11 16’1” 10/11

4 232g 4 224g 4 242g 4 267g 4 302g 4 309g 4 349g

Fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Fast Fast

7 8 7 8

4 4 4 4

119g 121g 121g 125g

Fast Fast Fast Fast

6/7 7/8 8/9 9/10 9/10 7/8 8/9 9/10 10/11 8/9 9/10 10/11 10/11

4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

197g 204g 208g 223g 230g 223g 235g 250g 276g 252g 278g 293g 312g

Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Fast Med.fast Med.fast Fast Med.fast

2 3 3 3 4 4 4 5 5 5 6 6 6

4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

62g 60g 68g 82g 70g 82g 82g 75g 82g 85g 77g 91g 95g

Med.fast Med.fast Med.fast Medium Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast

Reaction DOUBLE HANDED

LeCie SINGLE HANDED 9’6” 9’6” 10’ 10’

LeCie DOUBLE HANDED LeCie MF LeCie MF LeCie MF LeCie MF LeCie MF LeCie MF LeCie MF LeCie MF LeCie F LeCie MF LeCie MF LeCie F LeCie MF

12’6” 12’6” 12’6” 12’6” 13’2” 13’7” 13’7” 13’7” 13’7” 14’8” 14’8” 14’8” 15’9”

FariO SINGLE HANDED Fario 802 Fario 763 Fario 863 Fario 1003 Fario 804 Fario 904 Fario 1004 Fario 865 Fario 905 Fario 905 w/FB Fario 866 Fario 906 Fario 906 w/FB

* FB - Fighting Butt

8’ 7’6” 8’6” 10’ 8’ 9’ 10’ 8’6” 9’ 9’ 8’6” 9’ 9’

PCS WEIGTH ACTION

LPXe SINGLE HANDED

Reaction Reaction Reaction Reaction Reaction Reaction Reaction Reaction Reaction

LeCie F LeCie F LeCie F LeCie F

MODEL LENGTH AFTM LPXe 762 7’6” LPXe 763 7’6” LPXe 864 8’6” LPXe 904 9’ LPXe 905 9’ LPXe 906 9’ LPXe 967 9’6” LPXe 968 9’6” LPXe 1006 10’ LPXe 1007 10’ LPXe 1008 10’

2 3 4 4 5 6 7 8 6 7 8

3 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

77g 77g 77g 80g 81g 97g 116g 116g 118g 119g 121g

Med.fast Med.fast Med.fast Fast Fast Fast Fast Fast Med.fast Fast Fast

LPXe 12678 LPXe 12689 LPXe 1389 LPXe 14910 LPXe 151011 LPXe 161011

12’6” 12’6” 13’ 14’ 15’ 16’

7/8 8/9 8/9 9/10 10/11 10/11

4 4 4 4 4 4

215g 218g 243g 279g 298g 359g

Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Fast Fast

LPXe 1156 LPXe 1167 LPXe 1178 LPXe 1189

11’ 11’ 11’ 11’

5/6 6/7 7/8 8/9

4 160g 4 163g 4 166g 4 169g

Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast

LPXe 905 LPXe 906 LPXe 907 LPXe 908 LPXe 909 LPXe 910 LPXe 910 Hucho LPXe 911 LPXe 912

9’ 9’ 9’ 9’ 9’ 9’ 9’ 9’ 9’

5 6 7 8 9 10 10 11 12

4 4 4 4 4 4 3 4 4

102g 107g 112g 117g 123g 134g 134g 145g 156g

Fast Fast Fast Fast Fast Fast Fast Fast Fast

8’6” 9’ 10’ 9’ 9’ 9’ 9´ 9’6” 9’6” 9’6” 10’ 10’

3 4 3/4 5 6 7 8 6 7 8 7 8

4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

76g 87g 88g 92g 99g 120g 126g 95g 130g 140g 130g 135g

Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast

10’8” 11’ 11’

6 7 8

4 4 4

141g 145g 162g

Med.fast Med.fast Med.fast

7/8 8/9 9/10 10/11

4 4 4 4

215g 235g 246g 293g

Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast

3 4 5 6 7 8 6 7 8 7

4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

73g 82g 88g 98g 128g 129g 98g 132g 137g 137g

Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast Med.fast

LPXe DOUBLE HANDED

LPXE SWITCH

LPXe RS V2 SINGLE HANDED

EXCEED SINGLE HANDED Exceed 863 Exceed 904 Exceed 10034 Exceed 905 Exceed 906 Exceed 907 Exceed 908 Exceed 966 Exceed 967 Exceed 968 Exceed 1007 Exceed 1008

EXCEED SWITCH Exceed 1086 Exceed 1107 Exceed 1108

EXCEED DOUBLE HANDED

Exceed 1278 12’ Exceed 12989 12’9” Exceed 137910 13’7” Exceed 1481011 14’8”

EXP4 EXP4 763 EXP4 864 EXP4 905 EXP4 906 EXP4 907 EXP4 908 EXP4 966 EXP4 967 EXP4 968 EXP4 1007

36

7’6” 8’6” 9’ 9’ 9’ 9’ 9’6” 9’6” 9’6” 10’


Einhendur Verð 86.900

lpxe rs v2 serÍAN

Hard Chrome Guides Aluminum Reel Seat Fast Action 9 Models

LPXe RS V2 rods are made for that fast and furious action on flats, coasts or off boats in both tropical and cold water environments. They’re primarily designed to excel in windy open waters, with high line-speeds, larger flies and even bigger fish. The introduction of the new cool looking design last year was a success and we continue to offer the rods in pearlescent white during 2012 as well.

LPXe RS V2 stöngin er hönnuð til að nota fyrir opnu hafi, í vindi sem krefst mikils hraða á línunni og ræður vel við stórar flugur og enn stærri fiska. Við kynntum þessa flottu perluhvítu stöng á síðasta ári við frábærar undirtektir og við höldum áfram að bjóða hana þetta árið. Hjólsæti og lykkjur eru úr hágæða hráefni svo þessar stangir þola saltvatn og erfiðar aðstæður. Hjólsætið er fallega silfurgrátt á lit og passar sérlega vel við perluhvíta stöngina. Sérhannaður “bardagahnúður” á handfanginu bætir þægindi og stíl stangarinnar. Í hverja týpu af þessari stöng notum við sérvalið grafít og náum fram því besta úr efninu. Stangirnar fyrir línu 10- 12 eru gerðar með stífara botnstykki til að ráða betur við stóra fiska, sérstaklega þegar veitt er frá bát.

Reel seats and guides are of high quality materials, to last in tough saltwater conditions and stripper guides are in chrome finish with Hardloy inserts that matches the blank color nicely. The same goes for the reel seats that feature our Guideline cut-away design. A custom designed, hard EVA fighting butt adds comfort and style to the rod. We continue to use the same complex mix of different graphite modulus and weave in different parts of the blank and also use various mixes and curves for each rod model. Strain rates vary from a standard 24msi up to a high 48msi, to take advantage of the best properties from each material. The #10,11 and #12 models are built with stronger and stiffer but sections to handle fights with big fish especially when in a boat.

37


Einhendur Verð frá 69.900-79.900

Tvíhendur Verð frá 93.900-109.900

lpxe STANGALÍNAN

Test Winners Buffed Blanks Fast Action 17 Models

LPXe er ein af okkar klassísku stöngum, það eru komin níu ár síðan hún var fyrst kynnt til sögunnar og hún er enn ein af okkar allra vinsælustu stöngum. Stöng sem hefur staðið sig frábærlega í gegnum ári og á þeim tíma hefur þróunin verið stöðug í efnisvali, auk þess að fyrir nokkrum árum var henni breytt úr þriggja hluta í fjögurra hluta stöng.

This is the true Classic in the Guideline rod range, dating back 9 years since the introduction of the first LPXe rods and still going as strong as ever. Truly a thoroughbred that has stood the test of time, and LPXE rods have seen many updates in materials, actions and components, as well as a change from 3-piece to 4-piece some years back.

Í LPXe er notað sérvalið grafít. Í hvert módel af þessari stöng er notað einstakt grafít, sem gerir hana ekki aðeins létta heldur líka einstaklega sterka. Stöngin er með svartri mattri áferð svo það glampar síður á hana, þetta er hið eina sanna verkfæri fyrir ástríðu veiðimenn. Stangir fyrir línu 3 – 5 eru með snákalykkjum og léttu hjólsæti með fallegum við. Stangir fyrir línu 6 og upp úr koma með “single leg” lykkjum og sterkum Guideline hjólsætum í “gun-smoke” lit. Fyrsta flokks korkur er í handföngum. Allar stangir koma í taupoka og sterkum hólk.

LPXe blanks are produced in high-modulus graphite. The unique graphite blends used for each model make these rods not only lightweight but extremely strong. Featuring a matt-black blank to avoid glare, they are the ultimate tools for hardcore fly fishers. Rods rated 3 to 5- weights are equipped with snake guides and lightweight reel-seats with beautiful wooden inserts. Rods rated for 6-weight lines and above feature single leg,hard-chrome guides and our tough Guideline aluminum reel-seats in a gun-smoke finish. Premium quality cork is selected for the handles. All stripping guides used on LPXe rods have Hardloy inserts for ultimate durability. All rods come in a tough Cordura tube and cloth bag.

38


Switch Verð 86.900

lpxe switch STANGIR

Extended Butt Custom Handles Fast Action 4 Models

maximum extension 70 mm

LPXe Switch stangirnar eru orðnar þekktar um allan heim, nú þegar switch stangir og línur hafa náð mikilli fótfestu og njóta aukins fylgis. LPXe switch stangirnar búa yfir einstökum eiginleikum sem gera þær skemmtilegar í notkun, bæði sem einhendur og tvíhendur.

The LPXe Switch Series has gained recognition all over the world, as the concept of Switch rods and lines has got a foothold and increased dramatically in popularity. The LPXe Switch rods have some unique features that make them more fun to use both as single- and double handed rods.

Við höfum boðið 11 feta stangir í bæði LeCie og LPXe í mörg ár og hafa þær verið með lengri handföngum svo auðvelt var að nota þær stangir sem tvíhendur. Switch stöngin er byggð á sama grunni og eldri 11 feta LPXe stöngin með nokkrum fínstillingum. Hröð, létt og með handfangi sem skilar þér því besta úr stönginni hvort sem hún er notuð sem einhenda eða tvíhenda. Aftara handfangið er stutt, en útdraganlegt þannig að það er nægilega langt til að nota sem tvíhenduhald. Fremra handfangið er örlítið lengra en hefðbundið einhenduhandfang sem auðveldar þér að nota stöngina sem tvíhendu. Það er virkilega skemmtilegt að kasta með þessari stöng og algjör unaður að veiða með henni. Í réttu umhverfi og með réttum línum, eins og t.d. nýju Switch multi tip línunni okkar er þessi stöng eins nálægt fullkomnun og þú kemst.

We have offered 11’ rods in both LeCie and LPXe ranges for years now and they have had the extended butt and longer front handle, to make them suitable to cast with two hands. The Switch rods are based on the same type actions as our LPXe 11 footers with a few added tweaks to them. Fast, light weight and with a handle that will give you the best of both worlds without killing the action of the rod! A short butt for single hand and when extended, it will give you enough length needed for double handed casting. The front handle also is designed and slightly extended to fit both styles. These rods are great fun to cast and awesome to fish. When they are used in the right environment and with the right lines, such as our Switch Multi Tip WF line, they simply make fishing and casting great fun.

39


Tvíhendur Verð frá 64.900-69.900

Exceed 12’ 9’’ #8/9

EXCEED STANGALÍNAN Klaus Frimor og Leif Stavmo hönnuðu þessa frábæru stöng saman. Með því að kafa í okkar eigin þekkingarbrunn mátum við hvaða stangir hafa verið vinsælastar hjá Guideline síðasta áratuginn og hönnuðum úr því nýja stöng á milliverði Þetta er ein allra besta stöng í þessum verðflokki sem við höfum gert. Mikið úrval af mismunandi lengdum stanga fyrir margar mismunandi línuþyngdir eru í boði, ellefu einhendur, þrjár “switch” stangir og fjórar tvíhendur. Í hverja stöng notum við einstaka blöndu af japönsku grafíti sem skilar sér í alveg frábærri vinnslu. Hin geysimikla reynsla sem Leif Stavmo og Klaus Frimor hafa sem stangarhönnuðir, ásamt samstarfi við frábæra verksmiðju skilar okkur stöng sem á eftir að færa bros yfir andlit veiðimanna um allan heim. Eftir mikla þróunarvinnu og margar prufustangir var stöngin að lokum orðin þannig að hún kom starfsfólki Guideline skemmtilega á óvart og fór langt fram úr væntingum. Þannig hlaut hún nafnið Exceed - ”exceeding all expectations”

LPXe stöngunum með smá breytingum hér og þar. Það sem gerir Exceed switch stangirnar frábærar er hversu léttar þær eru. Exceed switch er með örlítið minni handföngum en LPXe stangirnar. Svona náum við fram því allra besta úr stönginni, hvort heldur hún er notuð sem einhenda eða tvíhenda. Þetta gerir þessar stangir svo einstakar og skemmtilegar í notkum, í þeim er svo mikið líf og persónuleiki, annað en í svo mörgum öðrum switch stöngum á markaðnum sem eru þyngri og annað hvort allt of mjúkar (regressed action) eða allt of stífar. Fjórar Exceed tvíhendur sækja innblástur sinn frá hinum geysivinsælu LeCie stöngum. 12’ og 12’9 eru kærkomin nýjung í viðbót við lengdirnar á stöngum sem í boði eru frá Guideline og henta mjög vel í mörgum ám í Evrópu og á Íslandi. Tvær lengri útfærslurnar af Exceed tvihendunum henta vel til veiða í stærri ám á Íslandi, Noregi, Skotlandi og víðar. Þessar tvíhendur hafa mjög svipaðan hraða og kraftmikla vinnslu og “stóru bræðurnir”, LPXe og LeCie og eru besti kosturinn fyrir þá sem vilja spara aðeins við sig en fá það allra besta sem völ er á fyrir peninginn. Exceed stangirnar eru sérstaklega styrktar á álagspunktum, en styrkingin kemur á engan hátt niður á vinnslu stanganna. Stangirnar eru dökkgrænar að lit með dökkgráum vafningum við lykkjur og samsetningar. Allar stangirnar eru með PB dökkgráum “stripper” lykkjum og léttum snákalykkjum. Exceed stangirnar eru gerðar með það í huga að minna er meira - “less is more”. Hjólsætin eru mjög sterk, einhendur upp í línu 6 eru með fallegum við í hjólsæti en einhendur fyrir línu 7 og upp úr eru með málmi í stað viðarsæta. Öll handföng eru með hágæða portúgölskum korki.

Léttari útgáfurnar af einhendunni eru gerðar eftir innblæstri frá vinnslunni í okkar vinsælu Fario stöngum, mjúk en kraftmikil vinnsla sem býður upp á mjög margar mismunandi aðferðir og útfærslur á köstum. 9´6 og 10´ stangirnar hafa þróast frá allnokkrum prufuútgáfum. Niðurstaðan eru stangir sem hafa sinn eigin persónuleika, hraðar stangir sem hafa þessa eftirsóttu teygjubyssuvirkni. Af þeim sökum eru þetta stangir sem henta alveg sérlega vel í öll speyköst. Exceed switch stangirnar fást fyrir þrjár mismunandi línuþyngdir og eru frábær kostur í switch stöngum. Vinnslan í Exceed switch stöngunum er í grunninn byggð á

Einhendur Verð frá 43.900-48.900 Exceed 10’ #8

40


action curves to these rods and then we started making small changes here and there. Unique to these rods is the lightness and the slightly shorter butt and full wells handles. This brings out the very best performance from the blank during both single- and double handed casting and ensures a very effective and exact stroke, when needed. Building the rods in this way make them so much more alive and fun to fish than the typical, slightly heavy and either extremely soft (regressed action) or stiff Switch rods, so common on the market today.

Tapping into our own resources, we evaluated and picked the best and most popular Guideline rod models from the last decade, then remastered and grouped them into the best performing Mid Price range rods we have ever produced. Eleven single handed, three Switch and four double hand rods offer a great choice of lengths and line weights. Taking advantage of our well proven multi-modulus concept, each rod has its own unique mix of Japanese carbon sheets, making it possible to generate the tiny, subtle tweaks needed to bring out the most from both materials and tapers. The long time Experience of Guideline chief rod designer Leif Stävmo, together with superb manufacturing skills from the factory engineers has resulted in a Series of rods that are sure to put a big smile on the lips of many Fly Anglers around the world. As rod after rod finally evolved, the rods even surprised the Guideline crew with their performance, exceeding all expectations. Hence, the name of these rods was born – Exceed…

Four double handed rods inspired by our bestselling Le Cie Rods make up the range for the Salmon, Sea Trout and Steelhead angler. The 12’ and the 12’9 rods are newcomers to the Guideline length range and have immediately shown themselves to have a temper that is very well suited to many European and Icelandic Rivers. The two longer models will feel equally at home in British Columbia’s Steelhead Rivers as in Norwegian and Scottish Salmon waters. These two rods almost carry the same fast, overdrive kick as their better known “Big Brothers”, LeCie and LPXe and will be a superb rod for the more budget minded angler. Exceed Rods are manufactured exclusively with Japanese High Modulus Carbon cloths. GL multi- modulus manufacturing produces strong, lightweight blanks with small diameters and great balance. A new non-linear taper cut has enhanced the strength of the critical spots and at the same time maintained a lively, continuous action throughout the blank. The rods are finished in a discreet deep green color with dark green wrappings. All rods have PB gun smoke stripper guides and light weight hard chrome snake guides. Individual rod identification markings on each part double as rod alignment marks when rod is put together. Exceed rods are finished with the philosophy that less is more. We have reversed the clock and fitted them with no-nonsense, extra hard anodized metal parts in the reel seats. Single handed rods up to line weight 6 have beautiful wooden inserts while line weight 7 and higher rods have all metal reel seats. Fighting butts are “GL Hard EVA Style” (same as on Reaction and RS V2 rods) and make for a cool, practical and comfortable butt. All handles are made from high grade Portuguese cork. Rod tube and rod bag are included in the price.

The lighter single handed rods have collected inspiration and action curves from the popular Fario Flyrods, a smooth, yet powerful action that accepts a wide variety of casting strokes and styles. The 9’6 and 10’ rods have evolved from several sample generations and revisions. The final result is rods that have a character of their own; fast, but yet offering a surprising and very positive “Slingshot” feeling during the cast. This will be highly noticeable also during any kind of Speycast. Exceed Switch Rods come in three line weights and are great tools for the angler that wants the best of both worlds. LPXe Switch rods have borrowed part of their

Exceed 9’ #5

stangirnar Japanese Carbon Light Weight Custom Components 19 models

Exceed 863 Exceed 905 Exceed 907 Exceed 966 Exceed 968 Length: 8’6” Line: 3 Pieces: 4

Length: 9’ Line: 5 Pieces: 4

Length: 9’ Line: 7 Pieces: 4

Length: 9’6” Line: 6 Pieces: 4

Length: 9’6” Line: 8 Pieces: 4

Exceed 1007 Exceed 1086 Exceed 1108 Length: 10’ Line: 7 Pieces: 4

Length: 10’8” Line: 6 Pieces: 4

Length: 11’ Line: 8 Pieces: 4

Exceed 12989 Exceed 1481011 Length: 12’9” Line: 8/9 Pieces: 4

Exceed 904 Exceed 906 Exceed 908 Exceed 967 Exceed 10034 Exceed 1008 Exceed 1107 Exceed 12078 Exceed 137910 Length: 9’ Line: 4 Pieces: 4

Length: 9’ Line: 6 Pieces: 4

Length: 9’ Line: 8 Pieces: 4

Length: 9’6” Line: 7 Pieces: 4

Length: 10’ Line: 3/4 Pieces: 4

41

Length: 10’ Line: 8 Pieces: 4

Length: 11’ Line: 7 Pieces: 4

Length: 12’ Line: 7/8 Pieces: 4

Length: 13’7” Line: 9/10 Pieces: 4

Length: 14’8” Line: 10/11 Pieces: 4


EXP4 STANGALÍNAN

Einhendur Verð frá 23.900-27.900

High performance graphite 10 Models GL designed components Light weight

EXP4 stangirnar eru glænýjar og mjög afkastamiklar. EPX4 eru frábær kaup fyrir byrjendur og lengra komna fluguveiðimenn og konur sem vilja hraða og létta stöng sem hjálpar þeim að gera veiðina enn skemmtilegri. Það eru tíu mismunandi týpur af EXP4 stöngum í boði fyrir línur 3 – 8 og ættu allir að finna stöng sem hentar þeirra veiðiskap.

This brand new EXP4 Series is packed with high performance and is a great buy for any beginner or intermediate fly fisher looking for fastaction; lightweight rods that will help make fishing fun. There are ten different models of rods in the EXP4 series, ranging from 3 to 8-weights, covering the most common fishing scenarios. These rods load easily and, if your timing slips, they’ll forgive you. EXP4s are manu-factured from different blends of carbon cloth in different parts of the blank. Totally new and revised tapers and graphite cloths make these rods a full generation more modern and sharp than the previous EXP3 version. And all that at a better price…

Þetta er stöng sem hleður sig vel og jafnvel þótt tímasetningin í kastinu sé ekki alltaf fullkomin virkar stöngin mjög vel. Algjörlega nýtt grafít og breytt framleiðsla gerir þessa stöng miklu nútimalegri og skarpari en eldri týpuna af EXP3. Og allt þetta á alveg frábæru verði...

EXP4 rods are finished in a metallic ‘rust’ Color with matching wrappings and trim. Each rod section is individually marked with the rod length and weight to avoid any mix-up of parts. The cork handles are of good quality and have user friendly designs that fit a wide range of hand shapes and sizes. Rods up to 5-weight are fitted with dark maroon colored reel seats with aluminium parts. All other rods have our super-solid custom reel seats with a hard-anodized, saltwater-resistant finish and great looks. All EXP4 rods are equipped with single-leg, hard-chrome guides. The stripper guides are finished in dark gunsmoke anodizing with Hardloy inserts. For protection when not in use, the rods come with red rod tubes and high quality, soft cloth bags.

EXP4 stöngin er brún að lit og vafningar við lykkjur og samsetningar dökkbrúnir. Hver partur er merktur með stangarlengd og línuþyngd. Korkurinn í haldföngum er góður og er vel lagaður. Allar stangir upp í línuþyngd 5 koma með léttu en sterku ál hjólsæti en allar aðrar stangir koma með okkar sérlega sterku hjólsæti með áferð sem þolir saltvatn.

42


Einhendur Verð 39.900

Tvíhenda Verð 69.900

kispiox SETT

Switch Verð 55.900

Ready to use High Quality Kits All Guideline Components Six different choices

KISPIOX og EPIK settin koma þér vel af stað í fluguveiðinni. Þau koma alveg tilbúin til notkunar, hjólið uppsett með undirlínu, línu og taum. Þetta er frábær kostur fyrir þá sem vilja topp gæði á lágu verði. KISPIOX settin hafa hlotið góðar viðtökur og hafa verið vinsæl sett í síðustu ár.

Our KISPIOX and EPIK kits will give you the perfect start. They are carefully put together, assembled with backing, line and leaders and a good choice for those of you who want a top-quality outfit at a great price. The KISPIOX kits have received great feedback and have been popular outfits for all styles of trout fishing for several years.

Kispiox 13´7 8/9 tvíhendusettið kemur með “Connect Spey Multi tip” línu með útskiftanlegum taumum. Nýjung í Kispipx settunum hjá okkur er 11´ switch sett með Multi tip WF línu.

For the 2012 season, we now introduce three new Kits. The Matt Hayes endorsed “EPIK 9’ #9 PIKE Kit, complete with pike flies and pike leader, the Kispiox 13’7 #8/9 Spey Kit with a CONNECT Spey Multi Tip WF line with interchangeable tips and also a KISPIOX 11’ #7 SWITCH Kit with a Multi Tip WF line. All three kits are assembled and ready to fish out of the box. KISPIOX Trout #5. Item no. 19240 Kispiox 9´ #5 rod, Reelmaster Lt. Trout, Enter WF5F line, leader, backing. Cordura tube.

KISPIOX Trout #5. Item no. 19240 Kispiox 9´ #5 rod, Reelmaster Lt. Trout, Enter WF5F line, leader, backing. Cordura tube.

KISPIOX Trout #6. Item no. 19241 Kispiox 9´ #6 rod, Reelmaster Trout, Enter WF6F line, leader, backing. Cordura tube.

KISPIOX Trout #6. Item no. 19241 Kispiox 9´ #6 rod, Reelmaster Trout, Enter WF6F line, leader, backing. Cordura tube.

KISPIOX Seatrout #7. Item no. 19242 Kispiox 9´3” #7 rod, Reelmaster Seatrout, Enter WF7F line, leader, backing. Cordura tube.

KISPIOX Seatrout #7. Item no. 19242 Kispiox 9´3” #7 rod, Reelmaster Seatrout, Enter WF7F line, leader, backing. Cordura tube.

2012 NEW

2012 NÝ SETT KISPIOX Switch #7. Item no. 19245 Kispiox 11´ #7, GL 79 Switch Reel , Switch Multi Tip WF7 Cordura tube.

KISPIOX Switch #7. Item no. 19245 Kispiox 11´ #7, GL 79 Switch Reel , Switch Multi Tip WF7 Cordura tube.

line, leader, backing.

line, leader, backing.

KISPIOX Spey # 8/9. Item no. 19246 Kispiox 13’7´ #8/9 rod, GL9/10 Spey Reel, Connect Spey WF8/9 Multi Tip line, Extra S3 Tip, leader, backing. Cordura tube.

KISPIOX Spey # 8/9. Item no. 19246 Kispiox 13’7´ #8/9 rod, GL9/10 Spey Reel, Connect Spey WF8/9 Multi Tip line, Extra S3 Tip, leader, backing. Cordura tube.

EPIK PIKE #9. Item no. 19249 EPIK 9´#9 rod, GL 79 Pike Reel, Pike WF 9F flyline, 3 Pike Flies in box, Pike leader, backing. Cordura tube.

43


KISPIOX

BOCA GRANDE

Flott gleraugu, matt svört með gulum glerjum. Featuring frames that give a practical and stylish look. KISPIOX glasses have matt-black frames and 1.1mm nylon lenses in a choice of two colors. Item no. 71145. Lens color: Sportsmans Yellow Item no. 71146. Lens color: BB Copper

Fislétt gleraugu með glampavörn og skiftanlegum glerjum. Feather light glasses with anti-reflex treated interchangeable lenses. Boca Grande come with two with 2 sets of lenses. Lens color: BB Copper & Sportsmans Yellow. Item no. 71150

G.L VEIÐIGLERAUGU Gleraugu Verð frá 9.900-12.900

OBSERVER Frábær gleraugu og þá sérstaklega í lítilli birtu. Built on the same well-designed frames as the TROUT SEEKER glasses. The Sportsman’s Yellow lenses give maximum contrast in low light conditions – perfect for the evening rise. Item no. 71149

DEER CREEK PHOTO CHROMATIC/POLARIZED

ALTA PHOTO CHROMATIC/POLARIZED

Brún alhliða gler sem dekkjast í mikilli birtu.

Brún gler sem auka ”contrast” sem kemur sér vel þegar rýnt er í vatnið.

Well-styled, great-fitting shades for around town as well as for the river or coast. Matt, demi-brown TR90 frames. Photo-cromic lenses darken or lighten, depending on ambient light. Item no. 71142

ALTA glasses feature brown lenses that produce great contrast, especially useful when looking for underwater features. Photochromic lenses darken or lighten, depending on ambient light. Item no. 71141

VIEWFINDER

TROUT SEEKER

Vinsæl og þægileg gleraugu sem koma í tveimur litum.

Kopar litaðar linsur, koma með hörðu veski.

One of our top-selling models. They feature a comfortable, rounded frame that fits a wide variety of faces. VIEWFINDER glasses include triangular side lenses for improved vision and come with demi-brown frames. Available in two different lens colors. Item no: 71191. BB Copper. Item no: 71192. Sportsmans Yellow

Demi-brown, classic frames ooze style and match the brown lenses perfectly. The glasses are supplied in an exclusive hard case and include a neoprene neck strap and cleaning cloth. Item no. 71148

44


korkers byltingarkenndir vöðluskór Metalhead er mjög hagkvæmur kostur fyrir þá sem vilja það besta. Hægt er að skipta út botnunum með einu handtaki. Með skónum fylgja gúmmísólar og negldir gúmmísólar. Hægt er að kaupa aukalega neglt filt. Hefðbundnar reimar eru úr sögunni með þessum skóm sem nota sömu tækni og notuð er í snjóbrettaskóm, vírar sem hert er upp á með því að snúa hjóli. Þetta er bæði mjög öruggt og fljótlegt.

Verð 33.900

SKIFTANLEGIR SÓLAR

Verð 36.900

Korkers Chrome vöðluskórnir setja nýjan staðal í vöðluskóm. Hægt er að skipta út botninum með einu handtaki. Með skónum fylgja gúmmísólar og negldir gúmmísólar. Hægt er að kaupa aukalega neglt filt. Hefðbundnar reimar eru úr sögunni með þessum skóm sem nota sömu tækni og notuð er í snjóbrettaskóm, vírar sem hert er upp á með því að snúa hjóli. Þetta er bæði mjög öruggt og fljótlegt. Yfir tánni er gúmmíkantur sem styrkir skóna til muna.

45


Hugsið ykkur hvað tíminn líður. Þróun og hönnun þýtur áfram á hraða þotu inn í framtíðina! Ekkert er meira spennandi en að vera viðriðinn eitthvað sem hefur mikil áhrif. Allt frá þungum stöngum úr bambus og silkilínum sem eru eins og kaðlar til nútíma léttra stanga úr grafíti og lína sem eru húðaðar og svo sleipar að þær skjótast eins og eldflaugar... Fyrir ekki svo mörgum árum siðan, þegar fyrsta “flash” efnið (glitþræðir) var kynnt til fluguhnýtinga var vinsælasta hnýtingarefnið bucktail og brasstúpur. Túpukerfi, diskar, tungsten, glitþræðir og aukið úrval af alls kyns hárum hefur ýtt fluguhönnun hratt fram. Útsjónarsemi hnýtara og nútíma tækni hefur gert flugur nútímans svo miklu veiðilegri og líflegri en flugurnar sem voru allsráðandi fyrir ekki svo löngu.

Think how fast it goes. Development rushes forward like a roaring jet straight into the future! Moreover, nothing is more exciting than being involved with something that has a profound effect. From greenheart cane rods and rope-like silk lines to modern high modulus carbon blanks and coated lines so slick that they shoot like rockets... Not many years ago, when the first flash materials were developed for fly tying, round bound buck tail and brass ruled the roost. The step to FITS - Turbo-SSS, has gathered speed, pushing fly design forward at breakneck pace. Thanks to modern technology and applied thinking, modern flies are infinitely superior to the flies of yesteryear; stiff, bristly

>> á þeim tíma var óhugsandi að hægt yrði að framleiða betri flugustangir << creations have been superseded by beautiful vibrant creations that pulse and are so lifelike that they can almost swim off! Clothing too has reached dizzy heights of performance in what seems the blink of an eye. On the coldest day I can slip into my insulated base layer and an almost feather-light Prima Loft jacket with just a thin, breathable shell jacket over and be warmer and more comfortable than I ever was in those heavy, claustrophobic garments of yesteryear.

Fatnaður hefur einnig tekið gríðarlegum framförum á því sem virðist vera augnablik. Á köldum dögum smelli ég mér í einangrandi innsta lags fatnað og fisléttan PrimaLoft jakka og í þunnan öndunarjakka þar yfir. Þessi fatnaður er miklu hlýrri og þægilegri en þung og fyrirferðarmikil efni fortíðarinnar. Stundum þegar ég tek kast eða tvö læt ég hugann reika aftur til dagsins þegar ég fékk fyrstu bandarísku tvíhenduna mína og átti ekki orð því hún bætti 10 metrum við köstin hjá mér. Á þeim tímapunkti virtist óhugsandi að hægt væri að gera betri flugustangir. Samt hefur það tekist! Síðasta sumar þurrkaði ég rykið af gömlu bandarísku stönginni sem hafði staðið í geymslunni Hún virkaði mjög þung og gamaldags í höndunum á mér.

Sometimes, while casting a loop or two, my mind drifts back to the day when I picked up my first American-made doublehand graphite rod and marvelled as it added 10m to my cast! At the time it seemed impossible to imagine that fishing rods could get any better. Yet they have...and how! Last summer I dusted off the old rod that had been standing in the basement. It felt pretty snappy but it was heavy, probably flimsy and it felt oh so old-fashioned!

Síðasta sumar kom Reaction stöngin á markað, fyrsta stöngin okkar úr því allra nýjasta í bandarísku grafíti. Reaction stangirnar hafa sett nýtt viðmið í flugustöngum. Tækni og þróun gerðu okkur mögulegt að framleiða þessar stangir með enn dýpri og mýkri vinnslu en samt svo ótrúlega kraftmiklar. Ég líki gjarnan ”teygjubyssu” áhrifunum í Reaction stöngunum við ”kikkið” sem þú færð úr því að negla niður bensíngjöfinni á svörtum glansandi Mustang. Ég skar mínar fyrstu DT línur á miðjum áttunda áratugnum.

This past season saw the first in a series of new ultra-modern American-built graphite rods - Reaction! Despite following the high-flying performance of Le Cie and LPXE, these blanks have rewritten the standards to which modern fly rods are judged by. Technology and development enabled us to produce blanks

46


47


Minningarnar um þessar línur eru ekki sérlega góðar, línurnar voru þá með þyngdarpunktum á röngum stöðum og hegðuðu sér ekki vel í kasti. Næstu árin hjá mér fóru í að þróa skothausana, þarna var upphafið af ”Power Taper” skothausunum og skilaði að lokum ”Triple-D” hausunum. Ef við berum saman hvað við höfðum þá og hvernig Triple-D hausarnir eru í dag er gríðarlegur munur frá gömlu silkilínunum yfir í húðuðu spey línurnar sem við erum með í dag. Þegar fyrsti skothausinn með þrem sökkhröðum kom í pósti til mín reif ég bókstaflega utan af honum umbúðirnar og flýtti mér að setja hann á hjól samstundis. Ég hef alltaf álitið að góð lína sé lykilatriði. Eftir allt er það línan sem flytur fluguna, veltir henni yfir og kemur henni á rétt dýpi. Þrátt fyrir þá staðreynd að ég hef alltaf vitað að skothaus með þrem sökkhröðum skili enn meiri veiði er ég alltaf jafn hissa á því hversu vel Triple D skothausarnir virka og hversu góðir þeir eru. Þeir eru ótrúlegar góðir í kasti, rétta vel úr sér og leggja fluguna fallega. Maður nær betra samband við fluguna, hefur betri stjórn á flugunni í vatninu og að lokum er alveg ofboðslega auðvelt að lyfta þessum sökklínum af vatninu til að kasta. Hljómar eins og lína send af himnum ofan.... Nú þegar ég bíð óþreyjufullur eftir þrítugasta og áttunda laxveiðitímabili mínu get ég ekki annað en hneygt mig fyrir tækninni. Betri línur og stangir, fatnaður sem er svo léttur, vatnsheldur og andar svo vel að fatnaður síðasta árs lítur út fyrir að vera gamaldags. Eftir því sem tíminn líður finnst mér svo ótrúlega erfitt að vera með ”nostalgíu” á veiðibúnað síðasta árs. Hneygjum okkur fyrir þróun og hönnun - áfram svo!

with a deeper, smoother action that translates into smoother casts and incredibly efficient power transfer. I liken the slingshot effect of Reaction’s blank to the kick you get from a shiny black mustang when you put the pedal to the metal. I cut my first DT-lines in the mid 70’s. Memories of unbalanced, tail-heavy and with a tip that climbed over the belly on the cast lines, are not something I cherish. The road to the first Power Taper shooting heads followed by years spent pushing double taper to its limits finally gave way to the Triple-D era. Comparing what we started with to where we are now bears comparison with the development of the old silk lines into coated Spey lines. When the first triple density lines arrived through my letter box, I literally tore the wrapping off and rushed to spool up a reel immediately. I have always considered good fly lines as being essential equipment. After all, it is the line that delivers the fly, turns it over and presents it at the right depth. Despite the fact that I always knew that the advent of triple density fly lines would deliver knew levels of performance, I have been constantly amazed at just how good they are. Superior balance in the air; better turnover; quieter landing; better contact with the fly; improved depth control and, with the sinking lines, the ability to pick even the denser lines off the water with barely more effort than one had to use with a floater, sounds like a recipe for a line sent from heaven... Now, as I look forward with anticipation of my 38th salmon season I can’t help but raise a glass to technology. Better lines, rods that handle like performance vehicles and clothing that is so light, breathable and weather resistant that the gear of yesteryear seems more like a suit of armour than fishing clothing...as the years go by, I find it increasingly difficult to be nostalgic about the fishing tackle of yesteryear. Let’s raise a glass to development - bring it on! 48


49


HÅkan norling

Mynd; Thomas Thore

Hakan Norling er sölustjóri Guideline í svíþjóð. Hakan er einn þekktasti fluguveiðimaður heims og hefur veitt mest alla sína ævi. Hann er einn af þeim laxveiðimönnum sem verða átrúnaðargoð vegna þekkingar sinnar og mannkosta. Sérgrein Hakans eru sökklínur og hefur hann hannað margar af bestu sökklínum Guideline í gegnum tíðina. Hann er einn af frumkvöðlunum í túpuhnýtingum og hefur hannað margar af frægustu laxaflugum sem notaðar eru í dag. Hakan heldur fyrirlestra víðsvegar á hverju ári fyrir Guideline um sökklínur og veiði með sökklínum. Hakan var fyrstur til að hnýta úr Templedog hárinu og á eina veiðnustu laxaflugu síðustu áratuga Orginal Templedog. Þetta er fluga sem margir hnýtarar hafa stælt og stílfært síðan. Hakan hefur veitt í flestum ám Noregs og Svíþjóðar og verið tíður gestur í laxveiðiánum á Kólaskaganum eins og Kharlovka, Litza og Rinda. Þeir Mikael Frödin og Hakan Norling eru sennilega þekktustu veiðifélagar norðurlanda. Þeir hafa veitt saman síðan 1978 þegar þeir byrjuðu að leiðbeina veiðimönnum í Alta ánni í Noregi. Síðan þá hafa þeir verið frumkvöðlar í fluguhönnun og fluguveiði. Eftir að Guideline var stofnað hafa þeir unnið með fyrirtækinu og komið að hönnun á Guideline veiðivörunum.

50


veiðar með þurrflugu Sumir segja að þurrfluguveiði sé það næsta sem þú kemst himnaríki. Þú sérð fluguna og takan er gríðarlega spennandi og skemmtileg upplifun. Hver þurrfluguveiddur fiskur getur skilað þér margfaldri ánægju miðað við aðra veidda fiska. Í þurrfluguveiði er mjög æskilegt að veiðimaðurinn sé fínlegur, helst með nettar græjur og vandi köstin vel þannig að línan og taumurinn rétti vel úr sér og leggist mjúklega á vatnið. Þetta er kannski helsta ástæða þess að margir eru hræddir við að prufa þurrfluguveiðina, halda að þeir séu ekki nógu fínlegir og góðir veiðimenn í svona veiðimennsku. Hinsvegar ætti enginn að vera hræddur við að prófa þessa veiðiaðferð því það er alls ekki útilokað að setja í fisk á þurrflugu þrátt fyrir að linan lendi ekki eins mjúklega og menn vilja. Það er hluti af þroskaferli allra veiðimanna að prófa sig áfram í þurrfluguveiði. Mikilvægt er að huga vel að taumnum. Veiðimenn verða að meta sjálfir eftir aðstæðum og stærð fiska hversu grannan taum þeir nota, en æskilegt er að hann sé eins grannur og aðstæður leyfa. Það þarf að passa að hnýta tauminn þannig á fluguna að hnúturinn og taumurinn vísi niður úr auganu, þannig nær taumurinn frekar að skera sig niður úr yfirborðinu. Taumurinn má ekki liggja í yfirborðinu þvi fiskurinn sér hann þá mjög vel vegna ljósbrotsins. Gott getur verið að taka smá leir af botninum og nudda honum utan í tauminn fremst til að ná taumnum niður fyrir yfirborðið. Þurrfluguveiði í straumvatni er stunduð þannnig að menn kasta annað hvort þvert á strauminn, nokkrar gráður upp á við eða upp fyrir sig “andstreymis”, yfirleitt samt aðeins skáhalt þannig að línan sé ekki búin að reka yfir fiskinn þegar flugan kemur að honum. Flugan er svo látin reka á dauðarekinu, ekki hreyfa við henni fyrr en þú endurtekur kastið. Þurrfluguveiði í stöðuvatni er hins vegar þannig að þú lætur fluguna liggja hreyfingarlausa, en inn á milli hreyfir þú hana örlítið, þessi hreyfing er mjög nett, bara rétt til að láta fiskinn sjá að það er lífsmark með þessari flugu sem flýtur þarna í yfirborðinu. Margir halda að einu skiptin sem hægt sé að veiða á þurrflugu sé þegar vatnið er spegilslétt og fiskurinn sést vaka. Vel er hægt að stunda þurrfluguveiði við aðrar aðstæður. Ef vatnið er gárótt og þú sérð ekkert líf í yfirborðinu er samt vel hægt að fá fisk til að taka þurrfluguna. Stundum sjáum við varla þegar fiskurinn er að taka flugu í yfirborðinu því hann stingur nefinu ekki alltaf upp heldur sogar stundum fluguna niður úr yfirborðinu. Varðandi fluguval, þá þarftu ekki að vera útlærður náttúrufræðingur til að geta valið réttu fluguna. Nóg er að eiga nokkrar grunnflugur fyrir flesta þurrfluguveiði sem þú ferð í. Þessar flugur færðu allar hjá Veiðiflugum og starfsmenn þar aðstoða þig við valið. Varðandi val á flugustöng og línu fyrir þurrfluguveiðina mælum við með Guidelina Fario stöng fyrir línu 4 og Guideline Presentation línunni sem er sérstaklega er hönnuð til að leggja fluguna nett og fallega á vatnsflötinn.

51


>>triple-d line LÍNURNAR

BREYTTU MINNI VEIÐI. AÐ EILÍFU.<< Mikael Andersson Guideline Power Team meðlimur.

triple-d lÍNUR Þessar þróuðu línur færa sökklínuveiði á annað plan. Þetta eru byltingarkenndar línur sem sameina þrjá sökkhraða í einum skothaus, þannig að næst þér er minnsti sökkhraði og fjærst þér er mesti sökkhraðinn. Þetta færir þér sökkvandi skothaus sem mjög auðvelt er að kasta og þú stjórnar honum vel í vatninu auk þess að vera í mjög góðu sambandi við fluguna. Það er lítil teygja í kjarnanum á línunni svo þú finnur enn betur fyrir tökum. TripleD línurnar hafa fengið mjög góða umfjöllun á þeim stutta tíma sem þær hafa verið á markaðnum og þær hafa hækkað veiðitölur svo um munar hjá mörgum veiðimönnum. Mest seldu Triple-D skothausarnir hafa verið F/I/S2, I/S2/S4 og S1/S3/S5. TripleD skothausarnir koma þannig að gert er ráð fyrir að skorið sé af þeim og settar á þá lykkjur svo hver og einn skothaus passi fullkomlega þeirri stöng sem verið er að nota hann á.

52

These technologically very advanced types of tapers and lines take sinking line fishing to another dimension. The revolutionary breakthrough lies in the combination of the different densities throughout the line, yet incorporating smooth, continuous transitions between each of the sink rates. This in turn ensures maintained balance in the loop while casting and it gives improved depth control through the difference in sink rates along the line. The low stretch DC-core (Direct Contact) further adds to the sensitivity and awesome bite detection. Triple-D lines have received great reviews during their short time on the rivers and they definitely have produced a lot of fish during the past seasons. Last year’s new F/I/S2 line and the Intermediate/S2/S4 and the Sink1/S3/S5 have been the bestsellers and the lines that have had the most “buzz” around them. Triple-D lines come in raw lengths and are supposed to be cut and looped to suit you preferences. Please use our Power Taper Calculator for accurate and easy information on the right weight/length for your rod.


Línu lengdir og þyngdir Einhenda # 7/8

Length: 11,5m/38 feet. Weight: 23 grams/355 grains.

Línur 13.900

#8/9

Length: 11,5m/38 feet. Weight: 26 grams/401 grains.

tvíhenda #8/9:

Length: 13,5m/44 feet. Weight: 35 grams/540 grains.

#9/10:

Length: 13,5m/44 feet. Weight: 39 grams/602 grains.

#10/11:

Length: 13,5m/44 feet. Weight: 44 grams/679 grains.

Float/Hover/Int

Ein&Tvíhenda

Með þessum sökkhraða staðsetur þú fluguna rétt undir yfirborðinu. Næst þér er skothausinn fljótandi sem auðveldar þér að hafa betri stjórn á hraða flugunnar auk þess að það er mjög þægilegt að ”menda” og lyfta línunni í nýtt kast. The Hover/Int density in the first two-thirds of the line will position your fly just below the surface if fished with a mono or fluorocarbon leader. The floating back portion of the line will help control fly speed as well as making mending and lift-off a lot easier than with a line that is fully submerged in the water.

Float/Int/S2

Ein&Tvíhenda

Þessi skothaus gerir þér kleift að veiða á mjög mikilvægu dýpi, aðeins dýpra en þú gerir með Float/Hover/ Int skothausnum, en þessi er samt líka með aftasta hlutanum fljótandi svo þú hefur mjög góða stjórn á línunni og kastinu. Þessi var mjög vinsæll hjá okkur sumarið 2011 The Float/Intermediate/Sink2 line covers a very important level of water, just a little deeper than the Float/ Hover/Intermediate line and this one still offers the option to work the floating back part of the line nicely, to control fly angle and speed through the water. A very popular line during the 2011 season.

S1/S3/S5

Ein&Tvíhenda

Hover/S1/S3

Ein&Tvíhenda

Með þessum sökkhraða er flugan miðsvæðis í vatninu en þú hefur samt fulla stjórn á rennsli flugu og línu, þökk sé ”Hover” sökkhraðanum næst þér. Lets you fish your flies in the mid-water range with full control of the speed throughout the swing, due to the more buoyant Hover back end. This will also ensure that you can fish your fly to the dangle without annoying snags when the current speed drops during the end of the swing.

S2/S4/S6

Ein&Tvíhenda

Fullkominn skothaus fyrir þá sem veiða í vatnsmiklum, straumhörðum ám þar sem þarf að koma flugunni vel niður. Mjög þægilegur í kasti, bæði hvað nákvæmni og lengd varðar. Þetta ætti að vera einn af aðalhausunum sem þú átt í skothausaveskinu þínu.

Þegar þú vilt veiða djúpt er þetta lausnin. Þessi sökkhraði setur fluguna beint niður, en vegna uppbyggingar sinnar hefur veiðimaðurinn samt stjórn á flugunni og er í góðu sambandi við hana. Þægilegt er að lyfta þessari línu í nýtt kast.

Fishing harder, stronger flowing rivers or trying to get the fly down that bit deeper? This line will do the job and has also proven itself to be a really easy one to cast, both for accuracy and distance. This should be one of your main lines in the shooting head wallet, it’s versatile in a multitude of situations.

Heading into the deep water range, the unique triple-density construction will take the front of this line right down to the fish, while the back end will balance the line and make it easier to handle both during the cast, during fishing and during the lift-off from the water. This one will also help avoid snags in the later part of the swing due to the steeper sinking angle of the line.

53

Int/S2/S4

Ein&Tvíhenda

Sennilega er þetta vinsælasti Triple-D skothausinn okkar. Þessi er í uppáhaldi hjá starfsfólki okkar sem vinna við að prufa búnað, bæði vegna þess hversu gott er að kasta honum og vegna þess hvernig hann veiðir. Með þessum skothaus færðu það strax á tilfinninguna að þú sért að koma fluguni beint fyrir framan tökuglaðann laxinn. Possibly the most versatile line in the range. A favourite among our testers, both for its great casting performance and for the way it fishes.

S3/S5/S7

Tvíhenda

Þessi er steinsökkvandi. Með þessum skothaus kemur þú flugunni hratt og vel niður, en hefur samt stjórn á rennslinu. Þetta er hausinn til að nota á stóru fiskana sem vilja láta hafa fyrir sér. Það frábæra er að jafnvel með þessum mikla sökkhraða hefur þú samt stjórn á línunni og þægilegt er að lyfta henni og kasta. This is fast-sinking... With features like the line above, the S3/5/7 sinks at a good angle and takes your fly down deep for those fish that love to play hard to get. The beauty is that it’s still manageable to cast, due to the unique taper and balance of the S5/7 portion in the line. This is line manufacturing at its best and the slim profile combined with a high density makes this baby sink like a stone.


running og undirlínur GUIDELINE TSL - Tapered Floating Shooting Line TSL „running“ línan er fullkominn valkostur fyrir þá sem kjósa heldur að vera með línu sem er líkari hefðbundnum línum. Kjarninn er með lítilli teygju. Kápan er mjög sleip og þetta er áreiðanleg running lína sem veitir þér betri stjórn á köstunum. TSL kemur með sterkum lykkjum frá verksmiðjunni. Næst skothausnum er línan örlíðið sverari en grennist svo niður á stuttum kafla (taperuð) TSL shooting line is the perfect option for anglers who prefer the more classic, easier handling feel of a coated line. It is manufactured over a solid, low stretch monofilament core, which adds more stiffness for better tracking and handling during casting and fishing. Taking advantage of the latest technologies for slickness and durability, the TSL offers great performance and added control of your Shooting Head. This shooting line comes with a small, strong factory welded loop in the front for easy change over between different lines for various fishing conditions. The TSL has a tapered, thicker impact zone near the rod tip. This increases durability and also makes the Shooting Line more stable, thus improving line control and energy transfer. Length: The .028” and .031” lines are 30 meters / 98 feet. The .034” line is 35 meters/115 feet.

Compline

Uppáhald okkar hjá Guideline. Þessi „running“ lína er ekki húðuð og hún sekkur hægt. Hún er víða þekkt fyrir að vera áreiðanlegasta running línan. Hún teygist auðveldlega, hefur nánast ekkert viðmót í stangarlykkjunum og er mjög sterk. Fyrir þetta ár kemur hún ný í 42lbs, sérstaklega gerð fyrir stangir fyrir línu 9/10 Our own favourite. This shooting line is solid with an oval cross-section and sinks slowly. It is widely known for being the most durable and dependable of the shooting line types. It stretches easily, shows little friction through the rod rings and has a high breaking strain for its diameter. New this year is our 42lbs version especially made for 9/10 wt.

LRL +

undirlínur

LRL+ uppsett eins og hefðbundnar flugulínur, ofinn kjarni sem er húðaður. Hún flýtur, er nánast minnislaus og er auðveld í notkun við allar aðstæður. Auðvelt er að setja lykkjur á LRL+ til að tengja hana við skothausa. LRL+ has a tough coating built around a braided dacron core. It floats, has almost no memory and is easy to use under all types of conditions. LRL can be looped and connected to all kinds of shooting heads.

Micron Backing

LRL DC Looped

Þetta er grönn og sterk undirlína. Teygist lítið og þolir saltvatn. Þolir einnig vel sólarljós, olíu og önnur kemísk efni. MICRON undirlínan er fáanleg í 20, 30 og 50lb styrkleikum.

Í þessari running línu er sami kjarni og í LRL+ en kápan er mýkri. Þessi kemur með tilbúnum lykkjum.

Thin and strong backing of the highest quality. MICRON is a mixed dacron/ multifilament that is low stretch and saltwater resistant. It is also highly resilient to sunlight, oils and many different chemicals. MICRON is available in 20, 30 and 50Ib breaking strain.

This line uses the same core as the one above but has a smooth, traditional coating and factory-made loops at each end.

Micra Backing

Súper sterk undirlína og mjög grönn. Með þessari undirlínu kemur þú 50 – 60% meiri undirlínu á hjólið en með hefðbundinni undirlínu. MICRA er fáanleg í 20 og 35lb styrkleikum.

Item.nr Length Strength Dia.

Color

TSL Shooting LineGL SHOOTER 39244 30m 11,3 kg/25 lbs 39245 35m 15,8 kg/35 lbs 39246 30m 15,8 kg/35 lbs

Sky Blue Hot Red Orange

Compline Intermediate 39280 30m 25 lbs 39281 30m 35 lbs 39283 30m 42 lbs 39282 30m 50 lbs

Sunrise Fl. yellow Lime Sunrise

A super-strong backing produced from Spectra multifilament fibres. MICRA is incredibly tough and thin; it will add 50 to 60% more backing to your reel in comparison to traditional backing. MICRA is available in 20Ib and 35Ib breaking strains and in three different lengths.

LRL+LRL+ SHOOTING LINE 39253 30m 9,5 kg 0,027” Faded Tan 39160 30m 12,0 kg 0,031” Faded Chartr. 39254 30m 13,5 kg 0,034” Faded Mint LRL DC LoopedRL LOOPED SHOOTING LINE D 39258 30m 9,5kg Yellow 39259 30m 13,5kg Bright Green

54


Þetta er nýr skothaus hannaður af Klaus Frimor og er hann sérstaklega hannaður með “scandi style” köst í huga. Sökkvandi skothausarnir eru mjög þægilegir í notkun og auðvelt er að lyfta þeim til að skjóta þeim nákvæmlega á þann stað sem þú vilt. Compact skothausarnir eru sérstaklega hugsaðir fyrir litlar og millistórar ár eða í hægu rennsli þar sem erfitt væri að lyfta lengri sökkvandi skothausum í nýtt kast.

These lines have been developed by Guideline Product Team member Klaus Frimor. They are ideally suited to the ”Scandi Style” technique with a short casting stroke. They will give you the ability to lift your sinking lines out of the water with ease and to fire accurate and effective casts from tight spots. The Compact lines are specialized tools for small to medium rivers or in slow flowing waters where a longer sinking head would be hard to lift out for a new cast.

Þessi skothaus er hannaður þannig að hann er ekki með neinum bak “taper”, svipað og Triple-D skothausarnir. Allir sökkvandi skothausarnir eru með 2 feta gulum parti næst þér til að auðvelta þér að fylgjast með hvar samskeyti “running” línu og skothauss. Skothausarnir koma með lykkjum. Við mælum með að nota mono “running” línu með sökkhausunum, sérstaklega ef þú vilt að flugan veiði eins hægt og mögulegt er. Vegna þess hversu þunn mono línan er dregur straumurinn hana ekki eins hratt og hefðbundnar þykkari “running” línur.

They are designed as a real shooting head, with no back taper, in a Triple-D configuration. All sinking lines have a 2 feet fluoro-yellow back end for easier control and visibility when fishing. Pre looped for easy and fast change. We recommend using a mono runningline with the sinking lines, especially if you want to fish the fly as slow as possible. Due to the short head and the thin running line the water pressure won’t push the line around as fast as if a longer head or thicker runningline was used. The floating heads will work well with our new TSL runningline that is tapered for a smoother energy transfer when casting.

Fljótandi skothausarnir henta sérstaklega vel með nýju TSL “running” línunni okkar sem er “taperuð”.

Power taper compact rtg

Línu lengdir og þyngdir (Lengdir er mismunandi eftir þyngd flotllínan er lengst)

Einhenda # 7/8

Línur 13.900

Length: 8,3-9,5 m/27-31’ Weight: 21 grams/325 grains

#8/9

Length: 8,3-9,5 m/27-31’ Weight: 24 grams/370 grains

tvíhenda #7/8:

Length: 9,0-10,0 m/29,5-33’ Weight: 27 grams/417 grains.

#8/9:

Length: 9,2-10,3 m/30-34’. Weight: 31 grams/478 grains.

#9/10: Length: 9,4-10,5 m/31-34,5’ Weight: 34 grams/525 grains

Flot

INT/S1/S2

Þessir skothausar ná góðri hleðslu, þökk sé þvi hvernig þyngdin liggur að mestu leyti aftan til á skothausnum. Þessi skothaus réttir vel úr löngum taumum og er góður i vindi. Þessi skothaus situr örlitið neðar í vatnsyfirborðinu en aðrar flotlínur.

Þessi samsetning á sökkhröðum er ein sú vinsælasta hjá okkur frá upphafi. Þetta er frábær skothaus til að veiða ofarlega í vatninu. Hönnunin á skothausnum og intermediate sökkhraðinn næst þér auðveltar þér að hafa stjórn á línunni. Sökkhraðinn á endanum er 13 sek/meter.

This floater loads super easy due to the complex taper with weight distribution towards the back half. It turns over long leaders and tracks well also in the wind. The density of this floater is on the high side, which makes it sit a little lower in the surface, but that also improves casting performance. Color: Lichen Green.

The S1/S2 density combination is one of our most popular of all times. This is a great line for fishing in the upper part of the water. The compact Power Taper design with the short Intermediate back end makes this line easy to handle. The tip will sink at a speed of 13 seconds/meter. Color: Fluoro Yellow/Mint/Dark Grey.

INT/S3/S4

INT/S5/S6

Þetta er rétt val á línu þegar þú reynir við fisk niðri við botn eða þegar þú þarft meiri sökkhraða til að halda linunni niðri í miklum straum. Vinsæl lína í sjóbirting.

Þetta er skothausinn sem Þú þarft þegar þú vilt koma flugunni hratt niður á mikið dýpi. Mjög árángursríkur sökkhraði í köldu vatni og djúpum hyljum þar sem fiskurinn hreyfir sig ekki eftir flugunni. Mjög öflugur sökkhraði í vorveiði á sjóbirting. Sökkhraðinn er 5,5 sek/meter. Þrátt fyrir þennan mikla sökkhraða er auðvelt að lyfta þessum skothaus af vatninu til að kasta aftur vegna þess hversu stuttur hausinn er.

Your choice of line when you need to meet the fish closer to the bottom, or when you need a bit more sink speed to keep the line down in hard currents. A popular line for smaller, swift rivers and for the Danish Sea Trout and Salmon rivers of Jutland. It has a sink rate of 8 seconds/ meter in the Sink4 part. Color: Fluoro Yellow/Dark Green/Dark Grey.

Here is your tool for getting down deep and fast. A very productive line in cold water or when fish are lying deep in holding pools and won’t move very far to take a fly. This line works very well for early season Sea trout but also in the strong currents of the West Norwegian Salmon Rivers. It will sink at a whopping 5,5 seconds/meter in the tip. Yet, the short length and the Intermediate back part will make it easy to pull out of the water. Color: Fluoro Yellow/Black.

55


LÍNU LENGDIR OG ÞYNGDIR WF5

Weight: 17grams/263 grains. Head length without back taper: 9,0 m / 29,5’. Total Length: 27,5 m / 90’.

WF6

Weight: 19grams/293 grains. Head length without back taper: 9,0 m / 29,5’. Total Length: 27,5 m / 90’.

Línur 19.900

WF7

Weight: 21grams/324 grains. Head length without back taper: 9,3 m / 30,5’. Total Length: 27,5 m / 90’.

WF8

Weight: 23grams/356 grains. Head length without back taper: 9,3 m / 30,5’. Total Length: 32 m / 105’.

WF9

Weight: 25grams/386 grains. Head length without back taper: 9,3 m / 30,5’. Total Length: 32 m / 105’.

switch multi tip wf Þetta er fjölhæf lina sem hægt er að nota við mjög margar mismunandi aðstæður með switch stönginni þinni. Þessi lína er hönnuð með það í huga að færa þér multi tip línu með sömu kast eiginleikum og skothausar. Millistíf kápan er sleip og “running” línan er grönn. Línan er tvílit og það hjálpar veiðimanninum að hafa rétt magn af línu úti til að hlaða stöngina rétt, miðað er við að litaskilin séu rétt við topplykkjuna á stönginni. Örlítið lengri bak “taperinn” auðveldar að “menda” línuna og lyfta henni í nýtt kast.

Your versatile choice for fishing in a multitude of different conditions with your Switch outfit. This GUIDELINE Switch line has been developed to bring you a complete Multi Tip tool with true Shooting Head performance in a WF configuration. The medium stiff, slick coating and the thin running line ensure great energy transfer and tangle free shooting. Two-tone Pale Green/Sunrise Orange coloring help keeping control of the correct line length when casting. A slightly increased back taper length brings extra flexibility for line mends and lift off. The Switch Multi Tip is a complete set and comes with a 15’ floating tip looped to the main line. In addition you will find a wallet with two 15’ long S3 and S6 tips included as well. For your convenience, all parts are pre-looped for easy handling and fast change of fishing tactics.

Switch Multi tip línan er fullbúið linusett með fljótandi, sökk 3 og sökk 6 taumum. Auka taumarnir koma í taumaveski sem þægilegt er að hafa í vasanum. Allir taumar koma með áfastri lykkju.

The GL Switch Line is designed to load the rod easily with varying casting styles. For traditional overhead and Spey casts, it will work perfect on any Guideline Switch rod with the recommended gram/grain windows. If you prefer sustained anchor (Skagit) style casts, you may want to load your rod with a line that is one or two line weights heavier than specified. The total head lengths and weights are measured including the 15’ tips that are included. Color: Pale green/Orange.

Þessi lína er hönnuð þannig að hún hleður stöngina vel með mismunandi kast aðferðum. Fyrir hefðbundin yfirhandarköst og speyköst hentar linan fullkomlega með öllum switch stöngum þegar farið er eftir uppgefnu línunúmeri á stönginni. Ef þú kýst heldur “skagit” köst viltu liklega hlaða stöngina með meiri þyngd og þá mælum við með því að taka einu til tveim númerum hærra í linunni en stöngin er gefin upp fyrir. Heildarlengd og þyngd á linunni er mælt að meðtöldum flot/sökk taumnum.

56


Línur 13.900

Línur 13.900

Línur 14.900

Pounch Pro

Presentation

Coastal Fast Intermediate

Floating WF #5 to #9 Nymphs/Streamers/Buggers Lake/Rivers/Coast Head length: 12,2 m/13,3 yds Total length: 32 m./35 yards Color: Pale Green Head/Cool Grey

Floating, WF #2 til #6 Dry flies/Nymphs Lake/Rivers Head length: 8,5 m/9,3 yds. Total length: 27,5 m/30 yds. Color: Silver Green Head/Golden Green

Fast int, 3.8cm/sec WF #5 to #9 Streamers/Buggers/Tube Lake/Rivers/Coast Head length: 10,5 m/11,5 yds. Total length: 32 m/35 yds. Color: Blue Head/Pale Blue

Þetta er uppáhalds lína margra sem veiða bæði af ströndinni í og ám og vötnum. POUNCH PRO hentar vel í öllum veðrum og leggur fluguna varlega niður.

Presentation línan er hönnuð fyrir silungsveiði, og þá sérstaklega við aðstæður þar sem lítið pláss er fyrir kastið. Stuttur “belgur” er á línunni svo mjög auðvelt er að kasta með þessari linu með mörgum mismunandi kastaðferðum og hún leggst sérlega vel á vatnsflötinn.

A favorite with many river and coast anglers. POUNCH PRO will cast your fly during any kind of windy conditions and at the same time turn over your leader with delicate presentations. The combined features of a traditional and a triangular taper is the key to its performance.

Línur 13.900

PRESENTATION is a trout line designed to perform in tight, overgrown waters, where room for casting is limited. The short belly offers a better chance to perform various presentation casts and speed-changes, even with the lightest of rods.

Við höfum fengið margar fyrirspurnir frá veiðimönum um linu sem veiðir aðeins dýpra en hefðbundin intermediate lína. Coastal fast intermediate línan er lausnin við þeirri fyrirspurn. Aðeins meiri sökkhraði er á henni en á hefðbundnum intermediate línum og getur þessi litli munur skipt sköpum í veiðinni. Sökkhraði þessarar línu er 3,8 sm/sek. Lítil teygja er í kjarnanum á línunni svo þú finnur vel fyrir tökum. Frábær lína fyrir Veiðivötnin.

Línur 13.900

Línur 13.900

4-Cast F/S

4-Cast WF Floating

Bullet WF Floating

F/S1, F/S3 og F/S5, WF #5 to #8 Dry flies/Nymphs/Streamers Lake/Rivers/Coast Head length: 10,6-11,7 m/11,6-12,8 yds. Total length: 27,5 m/30 yds. Color: Black/Faded Green

Floating WF #3 to #8 Dry flies/Nymphs/Streamers Lake/Rivers/Coast Head length: 10,6-11,7 m/11,6-12,8 yds. Total length: 27,5 m/30 yds. Color: Ivory Head/Faded Green

Floating WF #6 til#11 Dry flies/Nymphs/Streamers Lake/Rivers/Coast Head length: 8,1 – 8,4 m/8,85 – 9,2 yds. Total length: 27,5 m/30 yds. Color: Sky Blue Head/Cool Grey

Við sameinum kostina við hönnun 4-cast línunnar og Power taper skothausanna við gerð þessara frábæru sökklína. Fremsti partur línunnar er sökkvandi en aftari parturinn fljótandi svo þú nærð betri stjórn á rennsli línunnar. Hægt er að fá línuna í sökkhröðum 1, 3 og 5 svo hægt er að finna linu sem hentar við allar aðstæður. Góður kostur þegar veiða á dýpra með stærri flugum og það er auðvelt að kasta þessum línum í roki.

Þetta er ein mest selda línan hjá okkur í Veiðiflugum enda alveg frábær alhliða lina. 4-Cast er vel hönnuð lína sem auðvelt er að kasta. Þegar þú kastar henni finnur þú að þyngdarpunkturinn í henni liggur akkúrat á réttum stað. Þessi lína hefur verið kosin besta línan hjá Trout and Salmon.

Þetta er lína sem er nánast ónæm fyrir vindi og stórum flugum og hægt er að skjóta alveg ótrúlega. Gott jafnvægi er í línunni og hún er hönnuð þannig að mjög auðvelt er að veltikasta henni. Þú þarft ekki að falskasta með þessari linu, bara lyfta henni og skjóta... þessi lína mun koma þér verulega á óvart.

4-CAST combines the best of our unique POWER TAPER and HIGH WATER designs to create a versatile fly line, suitable for a wide variety of fishing applications. When casting this line, you will notice the concentrated, yet finely-balanced weight distribution throughout the belly.

A fly line that is virtually unaffected by wind and large flies. Shoots like a bullet! BULLET features a great balance and doesn’t collapse, despite the short head. This is, of course, because of the way that the taper is designed; dampening any disturbance in the loop and sending the line flying with a minimum of false casts. Just lift and shoot… you’ll be amazed at the result.

Combining the easy-loading profile of the 4-CAST floating line with the popular POWER TAPER F/S shooting head concept adds a new dimension to fishing. Choose between Sink1, Sink3 and Sink5 tips for a perfect match to the conditions. A great choice when you want to fish larger, bulkier flies at various depths below the surface. Works excellent on windy days as well.

57


Línur 13.900

Línu þyngdir og lengdir (Including Back Taper) WF3

Head weight: 11 grams/169 grains. Head length: 12,6 m/41,5 feet. Total length: 25 m/82,5 feet.

WF4

Head weight: 13 grams/200 grains. Head length: 13,1 m/43,1 feet. Total length: 27,5 m/90 feet.

WF5

Head weight: 15 grams/231 grains. Head length: 13,6 m/44,5 feet. Total length: 30 m/98 feet.

WF6

Head weight: 17 grams/262 grains. Head length: 13,8 m/45,4 feet. Total length: 32 m/105 feet.

WF7

Head weight: 19 grams/293 grains. Head length: 14,1 m/46,4 feet. Total length: 32 m/105 feet.

Experience wf

- Þetta er línan sem hentar í ”allar gerðir af vatni”.

Experience línan er frábær alhliða lína og hentar vel við flestar aðstæður. Þetta er lina sem hentar mjög vel í bæði stutt og löng köst. Kápan á línunni er sleip, linan er frekar grönn og stífleikinn í kjarnanum er akkúrat réttur. Hönnunin á þessari línu er framúrskarandi, sérstaklega í lengdarköstum. Með þessari línu nærðu betri stjórn á línunni í lengri köstum. Lykillinn að því hversu góð lina þetta er felst í réttu jafnvægi á fram “taper”, millilöngum “belly” og réttri þykkt á “handling” línu sem kemur á eftir bak “tapernum”. “Running” línan er frekar grönn og tryggir að auðvelt er að skjóta línunni lengra þegar þörf krefur. Hlutlaus grænn litur fremst á línunni er kostur þegar þú kastar á styggan fisk við erfiðar aðstæður. Aftari partur línunnar er hvitur á litinn.

The Experience WF floating line offers an effective solution for fishing varying water types with the same line. This flyline will perform very well for close range work, but will excel in medium to long distance fishing. The super slick coating, a low diameter belly, together with carefully selected core stiffness has resulted in a line that generates high energy and delivers long casts with maintained line control. The key to the performance is the balance between a long front taper, a medium long belly and a back taper followed by a medium thick handling line that lets you aerialize more line with better control when going for distance. A relatively thin running line delays turnover, makes the line stay in the loop longer and ensures good shootability and casting distance when needed. A subtle greenish, earth tone colored head will benefit a stealthy approach to spooky fish and the bone white running line will help you keep track of your loose coils during fishing and casting.

58


>> Reynslan er það sem drífur okkur

áfram í hönnun á línum. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta. << Rune Andre Stokkebekk Starfsmaður Guideline

Rune Andre Stokkebekk er silungsveiði maðurinn í Guideline hópnum. Rune er einn að þeim mönnum sem velur urriðaveiði fram yfir laxveiði og hefur náð að mastera þurrfluguveiðina Hann er frábær flugu hönnuður og veiðir eingöngu á sínar flugur. Rune á heiðurinn af Fario stönginni sem er eitt af flaggskipum Guideline. Þeir Leif hönnuðu hana í sameiningu en stöngin hefur slegið öll met í sölu á silungastöngum í Evrópu undanfarinn 3 ár. Fario er latneskt orð og þýðir urriði sem lifir í straum eða vatni „Salmo trutta fario“ Fario stöngin er silunga stöng frá línu #2 og upp í línu #6. Vinsældir stangarinnar eiga sér engar hliðstæður og hefur hún verið kosin besta silunga stöngin hjá Trout & Salmon tvö undanfarinn ár, sem er einsdæmi þar á bæ. Stöngin er einstaklega falleg með grafinni maí flugu á endanum og mikið lagt í hjólsæti og handfang. Stöngin er með djúpri „action“ og er jafnvíg sem yfirhandar og undirhandar stöng , sem er frábær eiginleiki þar sem við erum að veiða mikið andstreymis í silungnum. Rune er einn af þeim mönnum sem gerir Guideline að því yfirburða merki sem það er. 59


val á fyrstu stöng Það er heill frumskógur af flugustöngum í boði á markaðnum. Á stöngin að vera hæg eða hröð? Fyrir hvaða línuþyngd á hún að vera? Allt þetta getur vafist mjög fyrir þeim sem ætla að kaupa sér sína fyrstu flugustöng. Ef veiðimaðurinn er að leita sér að einni alhliða stöng, sem er heppileg bæði í lax og silung, þá er heppilegast miðað við íslenskar aðstæður að velja stöng fyrir línu 6. Vinsælustu línuþyngdirnar meðal íslenskra laxveiðimanna eru 7 og 8. Það er í þyngri kantinum fyrir silungsveiðar. Hins vegar er mjög auðvelt að stunda laxveiði með linu 6 svo það er sú línuþyngd sem er besta alhliða lausnin. Flestir sem lengra eru komnir eiga stangir í fleiri en einni línuþyngd til að nota eftir aðstæðum. Alls ekki fara í allra ódýrustu stangirnar sem eru í boði til að spara peninga. Flestar ódýrustu stangirnar á markaðnum henta ekki fyrir byrjendur því eingöngu vanir kastarar ná að kalla fram það litla afl sem leynist í þessum stöngum, það er ekki skemmtilegt að stunda áhugamálið sitt með búnaði sem virkar illa. Það eru til ágætis stangir fyrir um 25.000 krónur sem henta byrjendum mun betur. Byrjendur ættu að leitast eftir að fá sér millihraðar stangir. Lítið er um hægar stangir á markaðnum í dag, en það eru helst ódyrari stangirnar sem eru of hægar. Hraðar stangir henta byrjendum alls ekki þvi þær krefjast þess að kastið sé mjög nákvæmt og rétt tímasett. Einnig þar að hafa í huga að versla stöng sem er með góðri ábyrgð þar sem ekki þarf að bíða allt sumarið eftir nyjum parti ef stöngin brotnar. Ódýrustu stangirnar á markaðnum eru ekki með ábyrgð og eru þar af leiðandi yfirleitt ónýtar ef þær brotna. Við val á fluguhjólum þarf aðallega að hafa það í huga að kaupa hjól fyrir rétta línuþyngd, að bremsan á hjólinu sé góð, og að hjólið sé sterkbyggt. Til eru margar gerðir af flugulínum, flotlínur og sökklínur með mörgum mismunandi sökkhröðum. Algengast er að nota flotlínu, hún hentar vel fyrir flestar aðstæður. Niðurstaða: Millihröð stöng fyrir línu 6, vandað hjól og flotlína er fínn alhliða byrjendapakki. Við mælum eindregið með Guideline Kispiox settinu sem er alveg frábær kaup, góður búnaður sem hentar byrjendum sérstaklega vel, ábyrgðin er fyrsta flokks, og stöngin kemur alveg tilbúin til notkunar með hjóli, línu og taumi. Fyrir þá sem vilja leggja aðeins meira í pakkann mælum við með Exceed stönginni, 4Cast línu og Reelmaster hjóli. Þessi samsetning er virkilega vandaður kostur og Exceed er stöng sem vex með veiðimanninum. 60


KASTNÁMSKEIÐ KLAUS FRIMOR Klaus Frimor hefur verið með kastnámskeið á vegum Veiðiflugna tvö síðustu sumur og hefur aðsóknin verið með ólíkindum, enda er Klaus einn besti flugukastari og kennari í heiminum í dag. Með kastnámskeiðinu fylgir kennslumyndband sem SR photo gerði í samvinnu með Klaus. Námskeiðin hefjast 29 maí. skráning hjá

VEIÐIFLUGUR LANGHOLTSVEGI 111, SÍMI 5271060, hilmar@veidiflugur.is 61


Box 2.990

BoxBOX SALAR TÚBU 3.400

FLUGU BOX Box 2.990

pro túbu og flugu box SALAR FLUGU BOX Box 1.990

Box 1.490

GL VATNSHELT FLUGUBOX

Box 2.790

ÞURRFLUGUBOX

GLÆRT VATNSHELT FLUGUBOX

Box 1.490

Box 990

SVART TÚBUBOX

OR FLUGUBOX 62


smáhlutir Töng 4.990

Hitamælir 3.990

Töng 3.190 bein töng

töng

hitamælir

lanyard 4.890

Klippur 3.790

Vigt 3.990

MULTI klippur

LANYARD

pundari

Segull 2.990

Hjólataska 12.900

háfa segull Hjóla næla 1.590

bak stuðnings vöðlubelti

Hjóla næla 2.790

lítil stór

Belti 5.990

GL hjólataska 63

hjóla næla


flugur og túbur Allar okkar flugur eru hnýttar af jóni inga ágústssyni Sem er einn besti fluguhnýtari heims í dag, veiðiflugur bjóða eingöngu vandaðar flugur á krókum sem halda

nighthawk

cascade

green collie bitch

green butt hh version

laxá blá

randy candy

undertaker

dimmblá

ponoi red

mustad laxa krókurinn 2x strong

Mustad 560

Við kynnum með stolti Mustad tvíkrækjurnar sem er nýr krókur sem við hjá veiðiflugum verðum með í sumar. Þarna er á ferðinni krókur sem er ótrúlega sterkur og hannaður fyrir stórlaxa veiðar eins og í Aðaldal. Mustad 2x Strong krókurinn er úr japönsku stáli og er sterkasti laxa krókurinn sem er fáanlegur. Hann fæst að sjálfsögðu bara hjá Veiðiflugum sem er sérverslun fluguveiðimannsins.

64


MONKEY fly er sú sem við notum mest á vorin og haustin

Monkey 630

65


flugur hnýttar á vmc króka VMC 445

stærðir frá 6-18

green highlander

hairy marie

ally’s shrimp

frances svört

AVATAR

þetta er krókurinn fyrir suður og vesturland

green brahan hh version

66

thunder and lightning

frances rauð

munroe’s killer


Túbur Túbur 430-560

veiðiflugur eru með mikið úrval af túbum frá míkró uppí tvær tommur til að sjá allt úrvalið farið inná www.veidiflugur.is

frances rauð

frances svört

þýsk snælda

scandic sunray

frances tungsten keila

blá snælda

sunray shadow

sunray shadow ”halli” version

67


þurrflugur

Þurrflugur 190-330

Við verðum með um 70 tegundir af þurrflugum í sumar og við getum með sanni sagt að það er mesta þurrflugu úrval landsins. Við sérhæfum okkur í flugum fyrir laxá í Mývatnssveit, Laxárdalinn og hálendis vötnin á Íslandi. Sjón er sögu ríkari

adams

black gnat

púpur Við bjóðum upp á mikið úrval af silungapúpum hnýttum af meistara Jóni Inga, Allar púpr eru hnýttar á Daiichi 1120 heavy króka eða Mustad R90 heavy króka Púpur 190-285

þingvalla púpan

héra eyra

bleik og blá

zug bug

stonefly black

g force nymph 68


straumflugur Við bjóðum upp á mikið úrval af silungaflugum hnýttum af meistara Jóni Inga, Allar straumflugur eru hnýttar á Daichi 2220 eða Mustad S82NP Straumflugur

290-410

black ghost sunburst zonker

dýrbítur

hólmfríður

nobbler olive

electric leech

wolly bugger olive

69

super tinseæ

wolly bugger black


VIÐ ERUM UMBOÐSAÐILAR FYRIR PATAGONIA EINN VIRTASTA FRAMLEIÐANDA Á ÚTIVISTARFATNAÐI Í HEIMINUM Í DAG. ÞETTA ER MERKI FYRIR ÞÁ SEM GERA MIKLAR KRÖFUR UM GÆÐI, ÚTLIT OG ENDINGU.

Vöðlur 89.900

Mittisvöðlur 56.960

RIO GALLEGOS eru sennilega bestu vöðlurnar á markaðnum í dag, 5 laga H2N0 öndunarefni, hnépúðar og Merino ull í sokknum. Soðnir saumar á skálmumsem gerir vöðlurnar sterkari og endingarbetri. RIO GALLEGOS eru vöðlur fyrir veiðimenn sem gera kröfur. 70


NANOPUFF karlar

NANOPUFF karlar

NANOPUFF karlar

NANOPUFF konur

NANOPUFF konur

Jakkar 37.900 NANOPUFF konur

Primaloft jakkarnir frá Patagonia hafa heldur betur slegið í gegn hjá okkur enda vandfundin sú flík sem heldur jafn góðum hita, er jafn létt, andar og er vindheld. Vigtar nánast ekki neitt og heldur þér heitum þó að þú blotnir í gegn. Primaloft jakkann er hægt að nota sem einangrun undir td. vöðlujakka eða aðra flík eða nota eina og sér. Jakkarnir eru vinsælir í veiðina því að einstök einangrunin þornar á svipstundu þó að þeir blotni og er lítið vandamál að vera í þeim einum og sér út í á. Primaloft er með sömu hitaeinangrun og dúnn, vindheldur, andar og með meðal vatnsheldni. Jakkinn vigtar innan við 300 grömm og pakkast í lítinn böggul. Tveir vasar að utan og einn innaná vasi eru á jakkanum og hægt er að þrengja hann að neðan.

Jakki 89.960

Vesti 32.900

SST vöðlujakkinn er með mestu öndun og vatnsheldni sem þekkist í dag. SST fjárfesting til framtíðar

MESH MASTER II vestið er létt og þægilegt. Vasarnir eru standandi sem ætti að vera skilyrði á veiðivestum 71


plus serían Plús hjólin frá Einarsson eru að sjálfsögðu, íslensk hönnun og smíð eins og Invictusinn. Plus hjólin sem nú eru til sölu í búðum eru afrakstur 5 ára notkunar og endurbóta. Þau hafa verið í prófunum við mjög krefjandi aðstæður, s.s. við veiðar á Íslandi Noregi, Rússlandi og í sjávarveiði á Tarpon við Kúbustrendur.

Plús Hjólin eru léttbyggð en mjög sterkbyggð, með hefðbundna carbon fiber diskabremsu sem er einstaklega mjúk. Aðeins bestu fáanlegu efni eru notuð í öll hjól frá Einarsson. Álið er sérpantað frá USA og er það sama og aðeins örfáir bestu framleiðendur fluguveiðihjóla nota. Legur og aðrar staðlaðir íhlutir eru keyptir frá Evrópu. Plús hjólin eru í verðklassa sem allir laxveiðimenn ættu að ráða við 5 plus

Lína 4 - 6

Kr. 64.900

7 plus

Lína 6 - 6

Kr. 69.900

9 plus

Lína 8 -10

Kr. 74.900

72


invictus Hugmyndin að Invictus kviknaði fyrst við veiðar á Tarpon. Þannig háttar að mjög þétt bremsa er notuð alla jafnan þegar verið er að spila þessa fiska. Miklar rokur og loftfimleikar reyna mjög á búnaðinn, tauminn og stöngina. Það hefur lengi vantað mýkri bremsubúnað, búnað sem geymir orku frá fiskinum, rétt eins og stöngin gerir. Hugsunin bak við Invictus er einmitt þannig, að nýta það afl sem verður til þegar fiskur dregur út línuna, alveg eins og stöngin gerir þegar hún bognar.

Steingrímur Einarsson Síðustu þrjú ár hefur bremsukerfið okkar verið í þróun og afraksturinn er INVICTUS, sem inniheldur SAB (Shock Absorbance Brake) bremsukerfið. Þessi sérstaka orkugeymsla tryggir um leið að hjólið fær bremsuvirkni sem er mun mýkri en áður hefur þekkst og hefur þannig alþjóðlega sérstöðu. Niðurstaðan er miklu mýkri bremsa en áður hefur þekkst í veiðihjólum. Hjólin eru því mjög eftirsóknarverður kostur fyrir veiðimenn sem stunda veiðar á stærri fiskum eins og laxi. invictus 8

Lína 7-9

Kr. 109.900

Invictus 10

Lína 9-11

Kr. 119.900

Invictus 12

Lína 11-13

Kr. 129.900

73


ZAP lím ZAP A GAP er vatnshelt tonnatak sem er frábært í fluguhnýtingar og límingar á lúppum á skothausa

Lím 1.290 Sumo 29.900

SUMO stangahaldari SUMO stangarhaldarinn er nútímaleg hönnun í hæsta gæðaflokki. Kraftmiklar sogskálar og liðamót sem tryggja það að stangirnar haldist á bílnum. SUMO’s cutting edge design offers the ultimate in versatility and performance far exceeding anything in its category. Four independent ”lever-lock” suction mounts adhere to any smooth material. Ball and socket connections and vertical pivots provide unequaled flexibility to mount to any passenger vehicle. An additional ball and socket connection in the rod rest allows rods to be level. Item no. 70295

vac rac Vac Rac hafa verið leiðandi á markaðnum síðan 1991. Frábærir stangarhaldara með segli. Vac Racs have been on the market since 1991 and are good, secure rod racks that you can rely on. Choose between MAGNETIC, VACUUM or LOCKING VACUUM RAC which is a vacuum rac with a locking key. Our VAC RAC models can carry up to 4 rods. Item no. 70280 – Vac Rac Vacuum Item no. 70283 – Vac Rac Magnetic Item no. 70286 – Vac Rac Locking Vacuum Rac

VacRac 14.900

Stafur 12.900

Net 5.900

Vaðstafur

Flugnanet með vasa

Góður vaðstafur sem hægt er að brjóta saman. This is a practical and handy, lightweight wading staff that extends in seconds. Use for stability when wading in fast currents and on rough terrain. Item no: 70269

Flugnanet með vasa. A great bug net, unlike most you can actually see through this one! The elastic band under your arms make it 100% bug-secure. Use it when wearing a hat or cap. Comes in a nice small purse where it is stored. Item no. 70278-P

74


Háfur 6.900

GL SALMON háfur Stór Laxaháfur úr áli.

Háfur 11.900

A large net for salmon fishing. Made of aluminium with a strong steel frame. Measurements: Folded: 122cm Extracted: 188cm Opening: 58 x 62 cm Depth: 116 cm Weight: 1,2kg Item no: 71214

EASY FOLD háfur Vandaður háfur sem hægt er að brjóta saman. A very convenient and versatile net with an ingenious construction making it easy to store on your hip in the small neoprene pouch provided. No more tangles and getting stuck in branches when walking along the banks of your favorite stream or lake. Length/width open: 40 x 25 cm. Item no: 71219

háfar guideline túbukrókar G.L Túbu tvíkrækja

G.L Túbu þríkrækja

10 í pakka 1.990

Þessir firnasterku krókar eru framleiddir í japan af ken savada fyrir guideline. þetta er alvöru stál fyrir alvöru fiska

75


skotveiðivörur

Hálfsjálfvirkar, gasskipting 26“ hlaup 5 þrengingar fylgja Hægt að breyta skeptishalla, hallaplötur fylgja Þyngd: 3,1 kg Koma í harðri tösku

byssur frá bernardelli á ítalíu

Fyrsta flokks sérvalin hnota í skeptum. Olíuborin skepti Silfurgrátt láshús Flúraðar skreytingar

Sérvalin Olíuborin hnota í skeptum. Silfurgrátt láshús.

levriero

mega silver

synthetic

Svört plastskepti

MAX4 camo

camouflage

76

verð 269.700

Verð 179.700

Verð 149.700

Verð 164.700


ÓTVÍRÆTT MERKI UM GÆÐI Guideline er leiðandi veiðivöruframleiðandi í Skandinavíu. Hjá Guideline vinna bestu veiðimenn Norðurlanda við hönnun á stöngum og línum. Við hjá Veiðiflugum erum með mikla veiðireynslu og okkar sérgrein eru línur og stangir. Það er ekki sama hvaða lína fer á stöngina þína, þar þarf að gæta mikillar nákvæmni svo þú fáir sem mest út úr veiðinni og köstunum.

Í tvíhendulínum erum við með sérstöðu, við skerum og vigtum línuna fyrir stöngina

Vissir þú að línurnar frá Guideline eru hannaðar af bestu veiðimönnum Skandinavíu? Bullet skotlínan er hönnuð til að kasta langt með einu kasti og það mun koma þér verulega á óvart hvað hún flýgur mjúklega.

Ábyrgðin hjá okkur er einfaldlega 100%

þína svo þú náir því besta út úr köstunum. Það er mikilvægt að fá rétta ráðgjöf varðandi hvað hentar í línum og við fullyrðum að sú ráðgjöf er

framúrskarandi hjá okkur í veiðiflugum.

Vissir þú að ábyrgðin á stöngunum frá Guideline er fullkomin. Við hjá Veiðiflugum erum sjálf veiðimenn og vitum hvað það er slæmt að þurfa að bíða eftir stangarpörtum í marga mánuði eða ár.

sem felst í því að við eigum alltaf alla stangartoppa á lager í búðinni hjá okkur og afgreiðum þá samdægurs ef þú lendir í óhappi með Guideline stöngina þína.

4Cast er einstök samsetning af skotlínu og langri

belglínu og hefur 11 metra haus sem leggst mjúklega á vatnsflötinn. 4Cast línan var kosin besta línan hjá Trout&Salmon og er hrein bylting í hönnun á línum.

Komdu í Veiðiflugur og fáðu þjónustu og ráðleggingar frá þeim sem hafa reynsluna.

Það styttir leiðina að góðum árangri. Veiðikveðja!

111

77


LANGHOLTSVEGI 111

SÍMI 5271060 78

WWW.V EIDIFLUGUR.IS


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.