Valsblaðið 2019

Page 49

Starfið er margt

Meistaraflokkur karla í körfuknattleik 2019. Fremsta röð frá vinstri: Austin Magnus Bracey, Ástþór Atli Svalason, Benedikt Blöndal fyrirliði, Snjólfur Björnsson og Frank Aron Booker. Miðröð frá vinstri: Szymon Nabakowski, Bergur Ástráðsson, Pavel Ermolinskij, Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Illugi Auðunsson, PJ Alawoya, Ágúst Sigurður Björgvinsson þjálfari og Sævaldur Bjarnason aðstoðaþjálfari. Aftasta röð frá vinstri: Sigurður Páll Stefánsson, Illugi Steingrímsson, Arnaldur Grímsson, Pálmi Þórsson og Egill Jón Agnarsson. Ljósm: Ruth Ásgeirsdóttir. bikarmeistari og meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu Íslandsmeistari. Árið 2019 var því sannkallað kvennaár hjá Val. Valskonur áttu frábært ár undir stjórn Darra Freys Atlasonar. Í Geysisbikarnum lögðu Valskonur lið Hamars, Keflavíkur og Snæfells á leið sinni í úrslitaleikinn í Laugardalshöllinni. Í bikarúrslitum mættu þær Stjörnunni og höfðu betur 90-74 og höfðu þar með unnið fyrsta titilinn í sögu kvennakörfunnar hjá Val. Valsliðið var á mikilli siglingu í Domino‘s deildinni og vann alla leiki sína frá miðjum nóvember og fram að úrslitakeppni. Í undanúrslitum mættu þær KR og þurfti fjóra leiki til að skera úr um hvort liðið færi í úrslit (3-1). Í úrslitum mættu stelpurnar stöllum sínum úr Keflavík og unnu þá rimmu 3-0 og þar með fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni hjá Val. Það ríkir mikil gleði með þennan einstaka árangur og hófst þessi vegferð fyrir 12 árum, eða árið 2007, þá var meistaraflokkur kvenna endurvakinn hjá félaginu þegar leikmenn Íþróttafélags Stúdenta (ÍS) skiptu yfir í Val og Valur tók sæti í efstu deild en ÍS var samhliða lagt niður. Það hafa margir komið við sögu á þessari vegferð, leikmenn, þjálfarar og sjálfboðaliðar og kann Valur þeim öllum þakkir fyrir framlag þeirra.

Valsblaðið 2019

Ekki urðu miklar breytingar á liði Vals fyrir yfirstandandi tímabil en Bergþóra Holton og Ásta Júlía Grímsdóttir yfirgáfu liðið og þökkum við þeim fyrir þeirra framlag og vonumst til að sjá þær báðar aftur í Valsbúningi. Nýir leikmenn sem bættust við eru Sylvía Rún Hálfdánardóttir, Lea Gunnarsdóttir og Kiana Johnson. Fimm leikmenn voru valdir í A-landslið Íslands, þær systur Guðbjörg og Helena Sverrisdætur, Dagbjört Dögg

Karlsdóttir, Hallveig Jónsdóttir og Sylvía Rún Hálfdanardóttir.

Meistaraflokkur karla Liðið er nú að leika sitt þriðja tímabil í röð í efstu deild, Domino‘s deild karla. Það hefur verið stígandi hjá liðinu undanfarin ár og enduðu strákarnir í 9. sæti deildarinnar á síðasta tímabili, einu sæti frá úrslitakeppninni. Nokkrar breyt-

Systurnar Guðbjörg og Helena Sverris með körfuboltabikara ársins 2019. Ljósmynd: Ruth Ásgeirsdóttir.

49


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.