Mannlíf 9.tbl. 39.árg.

Page 14

Baksýnisspegillinn

Kolbeinn Þorsteinsson

Kampavíns-Kalli

Paul Adalsteinsson lifði ekki tilbreytingarsnauðu lífi Reyndi að kúga fé út úr meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar Var sagður vera Kampavíns-Kalli Gekk undir fjölmörgum nöfnum Maður er nefndur Paul Adalsteinsson. Paul var af íslenskum ættum, en afi hans hét Páll Aðalsteinsson. Páll fluttist búferlum frá Íslandi til Grimsby á Englandi á fyrri hluta 20. aldar og var þar meðal annars skipstjóri. Paul fæddist árið 1976 í Aberdeen í Skotlandi. Foreldrar hans skildu árið 1985, þegar Paul var níu ára, en hann ákvað þá að taka upp ættarnafn breskrar móður sinnar, Elizabeth Strachan, og gekk þaðan í frá undir nafninu Ian Strachan. En allt um það. Barst mikið á Af ævi Ians segir fátt fyrr en hann komst í fréttir árið 2005. Um þær mundir gekk hann undir nafninu Charles Goldstein og gaf sig út fyrir að vera umsvifamikill fasteignasali og skreytti sig að auki með lögmannstitli. Þetta gerði honum kleift að dandalast eitthvað með elítunni þar og þá. Allt í fari hans bar þess merki að honum vegnaði vel; fötin voru klæðskerasaumuð og hann virtist lifa lífi þar sem kampavín og kavíar komu mikið við sögu. Vinum sínum sagði hann að hann hefði erft fúlgur fjár eftir ömmu sína og ekki voru bestu vinir hans neitt slor. Þeirra á meðal voru, að hans sögn, prinsarnir og bræðurnir William og Harry. Bjó heima hjá mömmu Ian var háður lyfseðilsskyldum lyfjum og var sagður bryðja þau eins og sælgæti. Til að verða sér úti um þau notaði hann ýmis nöfn; Ian Strachan, Paul Adalsteinsson, Charlie Goldstein og Paul Stein. Sögur af velgengni Ians voru verulega ýktar, svo ekki sé tekið dýpra í árinni, og reyndin allt önnur. Ian hafði fátt til

14

að guma sig af; hann hafði gefist upp á háskólanámi og bjó heima hjá mömmu sinni. Í Daily Record sagði að fjölskylda Ians, sem hann hafði þá fjarlægst, hefði gert gys að fullyrðingum um elítulífsstíl Ians; hann væri svo sannarlega enginn „Kampavíns-Kalli (e. champagne Charlie)“, eins og lögfræðingur hans síðar meir kallaði hann. Frændi Ians, hóteleigandi í Aberdeen, sagði: „Mér er til efs að hann eigi skyrtuna sem hann klæðist.“ Þannig var nú það. Svæsið myndband Árið 2005 fékk Ian frábæra hugmynd til að hagnast verulega, eða svo hélt hann. Ian og maður að nafni Sean Mc-

Guigan hugðust verða sér úti um 50.000 sterlingspund með fjárkúgun. Þeir réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, því fórnarlambið tilheyrði bresku konungsfjölskyldunni. Félagarnir sögðust hafa í fórum sínum myndskeið sem sýndi helsta aðstoðarmann, „right hand man“, þess konungborna sniffa kókaín af miklum móð og nota við athöfnina kreditkort frá Harrods. Harrods-kort ku víst vera afar fáséð og ekki á hvers manns færi að komast yfir slíkt. Það var þó ekki allt, því einnig átti myndbandið að sýna aðstoðarmanninn og þann konungborna stunda kynlíf saman á meðan nektardansmey frá Stringfellowklúbbnum horfði á, sú hét Cindy. Einhver annar konungborinn er einnig nefndur til

9. tölublað - 39. árgaNGUR


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Mannlíf 9.tbl. 39.árg. by valdissam - Issuu