Byrjaði að skrifa 11 ára Kvikmyndin Skjálfti er byggð á bók Auðar Jónsdóttur Stóra skjálfta. Myndin er um flogaveika konu og sjálf fékk Auður flogaköst um árabil. Í viðtali við Reyni Traustason í Mannlífinu talar hún meðal annars um þennan tíma í lífi sínu, ömmu og afa á Gljúfrasteini og hún talar um tímann á Flateyri þar sem hún bjó um tíma meðal annars í verbúð og giftist svo beitningarformanninum sem var um 20 árum eldri og hvarf jafnvel í tvo daga þegar hann datt í það. Svo fór hún til Svíþjóðar og hún segir að þar í sólinni hafi hún gleymt að hún væri gift. Auður skildi og giftist svo aftur. Hún býr í dag í Vesturbænum með syni sínum og er ný bók á leiðinni.
föstudagur 22. apríl 2022
21





