Mannlíf 6. tölublað, 39. árgangur

Page 14

Kolbeinn Þorsteinsson

Baksýnisspegillinn

Villtist í Eyjafirði – Fannst aðframkominn í Búrfelli

Í sjö daga ráfaði Kristinn Jónsson, vinnumaður á Tjörnum í Eyjafirði, hrakinn, kaldur og matarlaus þvert yfir landið. Lagðist hann fyrir að kvöldi sjöunda dags og gerði ráð fyrir að kveðja jarðvistina, en tilviljun, lán, kraftaverk, eða hvað menn vilja kalla það, varð honum til lífs. Bóndi úr Gnúpverjahreppi fann Kristinn klæðlítinn og aðframkominn, en hann hafði villst á fjöllum í Eyjafirði og gengið meðan krafta naut við en heldur betur farið villur vegar. Þannig var að 4. október, 1898, var bóndinn í Minni-Mástungu í Gnúpverjahreppi, Eiríkur Ólafsson, í skógarferð í Búrfelli, við Þjórsá, um þriggja stunda gang fyrir ofan efstu bæi hreppsins. Var Eiríkur að safna við, búinn að klyfja klára sína og bjóst til heimfarar. Sá hann þá að hallaðist á einum hestinum og fór að finna lurk ofan á léttari klyfina. Á meðan Eiríkur baukaði við þetta sá hann út undan sér að hrísla hreyfðist skammt frá honum. Hann leit þangað og sá hvar maður reis upp við dogg. 22 ára vinnumaður Ekki hafði Eiríkur átt von á mannaferðum þarna og varð undrandi mjög, en undrun

14

6. tölublað - 39. árgangur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.