Agripabok Þjóðarspegilsins 2013

Page 142

Þjóðarspegillinn 2013

Málstofan: Velferð og heilsa: Úrræði og vinnubrögð

Máttur hugans: Læknar, hjúkrunarfræðingar og heildræn heilsa Í erindinu verður farið í stef úr rannsókn meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á Íslandi sem eru að taka heildrænar áherslur inn í sýn sína á heilsu og starf sitt. Eins og annað heilbrigðisstarfsfólk leggja þátttakendur rannsóknarinnar áherslu á það að fólk hreyfi sig reglulega, borði hollan mat og reyki ekki til að viðhalda góðri heilsu en einnig á mátt hugans. Hér verður kafað í hugmyndir þeirra um lyfleysuáhrifin, sköpun nýrra taugabrauta, líkamsminni, The Secret, fyrirgefninguna, orkustíflur, mannlegar ruslatunnur, andlegar vorhreingerningar og smitandi fýlupúka. Tekin voru viðtöl við lækna og hjúkrunarfræðinga sem tileinka sér ýmsar heildrænar áherslur og eru að reyna að koma þeim inn í starf sitt. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að heildræn sýn á heilsu er að hafa mikil áhrif á hugmyndafræði þátttakandanna og hvernig þeir vilja meðhöndla skjólstæðinga sína í framtíðinni. Sveinn Guðmundsson

142


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.