Aðildarviðræður Íslands og ESB - framvinda og staða

Page 57

VIII. Samráð við Alþingi

Náið samráð hefur verið haft við Alþingi um alla þætti aðildarferlisins. Það byggist á áliti meirihluta utanríkismálanefndar og hefur því verklagi og skipulagi sem þar er mælt fyrir um verið fylgt í þaula. Sömuleiðis hefur því leiðarljósi verið fylgt að tryggja sem víðtækasta aðkomu og samráð við ólíka aðila sem eiga hagsmuna að gæta í málinu.

Umgjörð aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins er sett fram í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis. Sá vegvísir tryggir virkt samráð við Alþingi og víðtæka aðkomu hagsmunaaðila. Með nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar setti Alþingi fram ramma viðræðnanna sem stjórnvöld hafa unnið eftir. Þar er m.a. kveðið á um með skýrum hætti hvert hlutverk Alþingis og aðkoma þess skuli vera, auk þess hvernig haga skuli samráði við þingið á meðan samningaviðræðum stendur, sem og meginatriði hvað varðar skipulag viðræðna og hlutverk framkvæmdarvaldsins og Alþingis í viðræðuferlinu. Þá kom fram að ljóst væri að Alþingi þyrfti í ferlinu öllu að geta uppfyllt stjórnskipulegar skyldur sínar, axlað þá ábyrgð sem meðferð málsins krefðist og haft virka aðkomu og eftirlit. Meirihlutinn lagði til að ráðherrar, auk samningamanna, kæmu reglulega á fund utanríkismálanefndar og öll gögn sem lögð væru fram í aðildarviðræðunum kæmu á borð nefndarinnar. Þá taldi meirihlutinn eðlilegt að utanríkisráðherra gerði Alþingi grein fyrir stöðu viðræðnanna með reglulegu millibili og að efnt væri til umræðna á þinginu í framhaldi af því. Lögð var rík áhersla á að Alþingi kæmi með sem beinustum hætti að ferlinu á öllum stigum þess. Tryggja þyrfti að þingið stæði ekki frammi fyrir orðnum hlut heldur væri virkur þátttakandi og eftirlitsaðili frá upphafi og í ferlinu öllu. Í samræmi við þennan vegvísi Alþingis hafa stjórnvöld átt virkt samráð við Alþingi á öllum stigum viðræðna:

Samningsafstaða Íslands er mótuð út frá þeim samningsmarkmiðum sem greinir í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis í einstökum málaflokkum. Álitið liggur þannig til grundvallar allri vinnu samningarnefndar Íslands. Svör íslenskra stjórnvalda við spurningum framkvæmdastjórnar ESB þegar hún vann að áliti sínu á Íslandi sem umsóknarríki voru jafnskjótt send utanríkismálanefnd. Í rýnivinnunni voru greinargerðir fyrir einstaka kafla kynntar utanríkismálanefnd og ræddar þar áður en rýnifundir með framkvæmdastjórninni fóru fram. Utanríkismálanefnd gegnir mikilvægu hlutverki í því ferli sem á sér stað innanlands áður en samningsafstaða íslenskra stjórnvalda er send til Evrópusambandsins. Á undanförnum löggjafarþingum hafa verið haldnir fjölmargir fundir um aðildarviðræðurnar á vettvangi utanríkismálanefndar, þar af nokkrir með þátttöku utanríkisráðherra. Á þessum fundum hefur verið fjallað um samningsafstöðu Íslands í einstökum köflum áður en samningsafstaðan er síðan staðfest af ríkisstjórn. Aðalsamningamaður Íslands, formenn hlutaðeigandi samningahópa og aðrir sérfræðingar hafa verið gestir nefndarinnar. Fjallað hefur verið um samningsafstöðu Íslands í öllum köflum sem kynntir hafa verið Evrópusambandinu, 29 að tölu. Þá hefur einnig staðan í viðræðunum hverju sinni verið reglulega til umfjöllunar. Á 138. löggjafarþingi (2009-2010) mættu starfsmenn/embættismenn úr utanríkisráðuneytinu 15 sinnum á fund utanríkismálanefndar í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB, þar af mætti utanríkisráðherra 5 sinnum á fund nefndarinnar á því þingi. Á 139. löggjafarþingi (2010-2011) mættu embættismenn ráðuneytisins 19 sinnum á fund nefndarinnar vegna umsóknarinnar, þar af utanríkisráðherra tvisvar sinnum. Á 140. löggjafarþingi (2011-2012) mættu embættismenn ráðuneytisins 25 sinnum á fund nefndarinnar vegna umsóknarinnar, þar af utanríkisráðherra þrisvar sinnum, og á 141. löggjafarþingi (2012-2013)

Viðræður.is

I

57


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.