Íllgresi 2009

Page 1

málgagn ungra vinstri grænna · 1. tölublað, apríl 2oo9 · 2. árgangur

BÓLAN SPRUNGIN !


málgagn ungra vinstri grænna 1. tölublað, apríl 2oo9 · 2. árgangur

Ný heimasíða Ungra vinstri grænna

Útgefandi

vinstri.is

Ung vinstri græn

Ritstjóri

Elías Jón Guðjónsson

Ritnefnd Erlendur Jónsson Jan Erik Jessen Snærós Sindradóttir Steinunn Rögnvaldsdóttir Tómas Gabríel Benjamín

Hönnun, umbrot og forsíðumynd Kári Emil Helgason

Prentun Heimasíða Ungra vinstri grænna, vinstri.is, var endurnýjuð nýlega. Þar er að finna allar upplýsingar um starfsemi og stefnu hreyfingarinnar, en að auki birtast þar reglulega pistlar eftir félaga í hreyfingunni.

Kosningamiðstöð Ungra vinstri grænna Suðurgötu 3 Kosningamiðstöð Ungra vinstri grænna er staðsett að Suðurgötu 3 í miðborg Reykjavíkur. Hún er opin alla virka daga frá 16 til 22 á kvöldin fram yfir kosningarnar 25. apríl. Í kosningamiðstöðinni eru þægilegir sófar, góð nettenging, nóg af kaffi og skemmtilegur félagsskapur! Allir félagar UVG eða þeir sem forvitnir eru um starfsemi UVG og vilja taka þátt, eru hjartanlega velkomnir í heimsókn í kosningamiðstöðina.


VINST VINSTRA-VOR

sé svangt. Það skiptir máli að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf í stað þess að setja öll egg í sömu körfu. Það skiptir máli að koma í veg fyrir fjöldaatvinnuleysi háskólastúdenta með því að koma á sumarönnum og svona væri lengi hægt að telja. Þetta eru hlutir sem raunverulega skipta máli og þetta er það sem Ung vinstri græn standa fyrir. Ung vinstri græn eru ekki í framboði til Alþingiskosninga, heldur móðurflokkurinn Vinstri græn. Samt sem áður ætla Ung vinstri græn að gefa almenningi kosningaloforð. Það kosningaloforð er að hætta aldrei að berjast fyrir jöfnuði, velferð og félagslegu réttlæti. Að hætta aldrei að standa vörð um náttúruna, hætta aldrei að vinna að jöfnum rétti karla og kvenna, og taka alltaf afstöðu gegn hernaði, gegn ofbeldi, gegn spillingu, svikum og óréttlæti. Ung vinstri græn gera þetta sem þrýstiafl í samfélaginu, og saman erum við sterk. Það er núna sem við öll þurfum að taka höndum saman, kjósa okkur vinstristjórn, velferðar- og félagshyggjustjórn, og veita henni aðhald. En það verður ekkert vinstri, án Vinstri grænna. Mætum á kjörstað, nýtum atkvæðisréttinn, tökum þátt í baráttunni og hættum aldrei að berjast. Markmiðið er enn skýrt: við viljum breyta – og við skulum breyta. Við breytum með alvöru vinstristjórn í vor.

Það er á síðustu dögum fyrir kosningar í vor sem Íllgresið brýtur sér leið uppúr moldinni, og blómstrar í sólargeislunum. Vinstra-vor er nærri, en ekki í hendi enn. Á næstu dögum gengur íslensk þjóð til kosninga á sögulegum tímamótum. Kosninga sem var barist fyrir með pottum og pönnum á Austurvelli og víðar vikum saman og aldrei hopað. Markmiðið var skýrt: nú skyldi breyta. Það þurfti að breyta um stefnu, því að sú frjálshyggjustefna sem hér var keyrð á fullri fart á 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins, stýrði íslensku efnahagslífi í þrot og hefur leitt til fjöldaatvinnuleysis, hruns fyrirvegna þess að einstaklingshyggja síðustu ára gerði alla að tækja og skertra lífskjara eylandi. Það að vilja að fólk stæði þéttar saman og reyndi venjulegs fólks sem gerði að styðja við bakið hvert á öðru þegar harðnaði í dalnum þau einu mistök að treysta var álitið ógn við einstaklinginn og tækifæri hans. En nú þeim sem sögðu að erlend er erfitt árferði og margir finna fyrir því hversu mikilvægt (myntkörfu)lán væru málið. það er að hafa öflugt öryggisnet til að treysta á. Um það Það þurfti nýja stefnu sem öryggisnet, velferðarkerfið, hafa Vinstri græn staðið setti velferð fólks í forgang, vörð í 1o ár í stjórnarandstöðu. Nú standa þau vörð um ekki auðsöfnun fyrirtækja velferðina í ríkisstjórn. En velferðin hefur aldrei áður sem þrifust á að lána sjálfum verið í jafn mikilli hættu og við þurfum alla þá aðstoð sér peninga. sem hægt er að fá, til að verja hana. Það þurfti að skipta um fólk, Það eru erfiðir tímar og nauðsynlegt að forgangsraða því að fólkið sem stýrði í íslensku samfélagi. Kosningarnar í vor snúast um landinu á þessum tíma hefur þetta: forgangsröðun. Við verðum að forgangsraða og enn í dag ekki viðurkennt að setja öryggi og velferð fólks í fyrsta sæti. Við verðum stefna þeirra hafi brugðist. að staldra við og spyrja okkur, hvað er það sem skiptir Fólkið brást, af því að það máli á krepputímum? Er það að selja náttúruauðlindir fylgdi vondri stefnu og ver fyrir mengandi stóriðju og taka þátt í stríðsleikjum hana fram í rauðan dauðann. herdvergabandalaga útí heimi? Er það að einkavæða Þetta fólk brást þegar að ríkisfyrirtæki og selja vinum sínum þau á spottprís? Er það neitaði almenningi um það að koma áfengi í kjörbúðir? upplýsingar, um lýðræðislega Nei. Það sem skiptir máli er að halda fæðingardeildum aðkomu og um að axla á landsbyggðinni opnum og koma í veg fyrir að fólk ábyrgð. Enn í dag má telja þurfi að borga fyrir að leggjast veikt inná spítala. Það þau sem hafa axlað ábyrgð á skiptir máli að þyrlur landhelgisgæslunnar séu í góðu fingrum annarrar handar. ásigkomulagi. Það skiptir máli að öll börn fái a.m.k. Steinunn Rögnvaldsdóttir, Það þurfti að skipta um gildi, eina heita máltíð á dag í skólanum svo að ekkert barn formaður Ungra vinstri grænna


tRÚfReLSI Ung vinstri græn vilja...

féLAGSLeGt RéttLÆtI Ung vinstri græn vilja...

Ung vinstri græn vilja...


KATRIN JAKOBSDÓTTIR

Ungt fólk getur haft áhrif og Katrín Jakobsdóttir er lifandi sönnun þess. Katrín var fyrir nokkrum árum formaður Ungra vinstri grænna, síðan varð hún varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, svo alþingiskona. Nú er hún orðin menntamálaráðherra sem er líklega það embætti á Íslandi þar sem hægt er að hafa mest áhrif á hag ungs fólks. Snærós Sindradóttir tók Katrínu tali og komst að ýmsu merkilegu.


Hvað kemur til að þú ert á þeim stað í lífinu sem þú ert í dag? Það er blanda tilviljana og markmiða. Upphaflega ætlaði ég aldrei út í stjórnmál en mér fannst margt í þjóðfélaginu kalla á breytingar, ekki síst stóriðjustefna fyrrverandi stjórnvalda og það félagslega ranglæti sem hér hefur fengið að viðgangast undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna fór ég út í stjórnmál og hef unnið af kappi í þeim síðan 2002. Hversu lengi gegndir þú embætti formanns Ungra vinstri grænna og hvað kom til að þú sagðir því starfi lausu? Ég varð formaður UVG haustið 2002. Ári síðar, eða haustið 2003 var ég kosin varaformaður flokksins, og í framhaldinu hætti ég sem formaður UVG, eða í janúar 2004 líklega. Það var vegna þess að mér fannst betra að dreifa ábyrgðinni og valdinu og mikilvægt að breikka senuna fyrir ungt fólk í flokknum. Voru einhver ljón í veginum? Það eru alltaf ljón á veginum í stjórnmálum en sem betur fer hef ég verið svo ljónheppin að eiga góða samstarfsmenn og stuðningsmenn sem hafa talið í mig kjark. Enginn stendur einn.

Mættir þú mótlæti sökum aldurs í Vinstri grænum eða frá öðrum stöðum? Nei, það get ég ekki sagt. Örugglega hefur einhverjum fundist aldur minn vera til trafala en fyrst og fremst hefur hann verið styrkleiki. Er ekki sjálfsagt að ungt fólk eignist sinn málsvara á Alþingi? Vissulega. Alþingi á helst að endurspegla þverskurð af þjóðinni, konum og körlum, ungum og gömlum. Þar þurfa að vera málsvarar ólíkra stétta og kynslóða. Þarf að skera kerfið upp svo það markmið náist? Það er talsvert af ungu fólki inni á Alþingi núna, hins vegar skiptir máli að börn og ungmenni alist upp við það að vera lýðræðislegir þátttakendur í sínu samfélagi því að lýðræðið er hugsjón og hugsunarháttur en ekki bara spurning um kerfi eða stofnanir. Þykir þér Alþingi takast að endurspegla þverskurð af því samfélagi sem við lifum í í dag? Nei, í raun ekki. Nægir þar að nefna að konur eru þriðjungur þingmanna og flestir þingmenn eru líklega á aldrinum 40 til 60 ára. Að sama skapi eru fleiri úr sumum geirum en öðrum, þannig að það er ekki hægt að segja að það sé hreinn þverskurður. Það hefur hins vegar farið batnandi.


Telur þú eldra fólk eiga meira erindi á Alþingi en það yngra? Ólík reynsla fólks hefur oft verið vanmetin á sama hátt og ferskleiki yngri kynslóðarinnar er líka vanmetinn. Þannig er miðaldra hópurinn fjölmennastur á þinginu, en vantar málsvara bæði eldra og yngra fólks. Hvaða eiginleika þarf ungt fólk að hafa til að ná frama í stjórnmálum? Fyrst og fremst trú á sjálfu sér og þeim málstað sem það berst fyrir, óttast ekki að gera mistök heldur læra af þeim. Það skiptir máli að vera sjálfsgagnrýninn en ekki ganga of langt. Hvaða ráð getur þú gefið ungu fólki sem vill ná langt? Stökkva en ekki hrökkva! Þetta snýst um að þora og vera reiðubúinn að leggja allt undir. Hvernig er að vera ung fjölskyldukona samhliða þingstörfum? Samrýmist þetta tvennt? Þarf að gera breytingar á þingstörfum til að auðvelda ungu fjölskyldufólki að sitja á Alþingi? Það er ljóst að Alþingi er ekki fjölskylduvænn vinnustaður þótt eldri og reyndari þingmenn segi mér að það hafi breyst mjög til batnaðar frá fyrri tíð. En þar má gera betur og laga starfstímann betur að hefðbundnu fjölskyldulífi. En sem betur fer á ég góðan mann sem styður við bakið á mér. Það er hins vegar staðreynd að ég sinni fjölskyldunni minna en margar vinkonur mínar en ég reyni mitt besta. Nú er það vitað að stjórnmál eru ansi harður „bransi“, hafðir þú alltaf traust bakland í leið þinni upp á við? Ég hef alltaf átt góða að í mínu einkalífi – góða vini sem eru ekki endilega sammála mér og góða fjölskyldu. Svo hef ég líka alltaf átt nokkra trausta stuðningsmenn í flokknum sem hafa hughreyst mig. Það mikilvægasta er samt að eiga vini og stuðningsmenn sem segja manni satt og hjálpa manni að læra af þeirri gagnrýni sem maður fær.

Krafan um endurnýjun er skýr, þykir þér hún ná til þín eða er frekar átt við eldri fulltrúa? Ég hef setið á þingi síðan árið 2007 eða í tvö ár sem er ekki langur tími og flokksmenn VG í Reykjavík veittu mér góða kosningu í prófkjöri á dögunum. Hins vegar held ég að allir stjórnmálamenn verði að vera tilbúnir til að takast á við eigin gildi og skoðanir og vera tilbúnir til að vera „kosnir burt“ því að valdið liggur hjá kjósendum. Lítur þú á starfið sem ævistarf eða hyggstu færa þig um set þegar aðstæður gefa tilefni til? Ég held að sá tími sé liðinn að fólk geti litið á stjórnmál sem ævistarf. Hver og einn þarf að gera það upp við sig hvenær hugsjónaeldurinn er kulnaður og það á ekki lengur erindi. Þó að ég verði ekki atvinnustjórnmálamaður alla ævi verð ég vafalaust pólitísk vera alla ævi enda skiptir það máli að fólk verði aldrei sinnulaust um samfélag sitt. Hvað viltu segja við þær háværu raddir ungs fólks sem bera ekki lengur traust til Alþingis? Takið þátt og vinnið að því að breyta því sem þið eruð ósátt við, hvort sem þið gerið það innan eða utan hefðbundinna stjórnmálaflokka. Hvaða persóna í Stjörnustríði viltu helst vera? Han Solo.


®

Heim   Síðan mín   Vinir   Pósthólf

Hvert er stærsta kosningamálið í vor?

Ung vinstri græn eiga marga vini á Facebook eiga í góðum samskiptum við þá. Það lá því beinast við að spyrja þá hvert væri stærsta kosningamálið í vor. Daði Þ. Sveinbjörnsson - Aðildarviðræður við Evrópusambandið Stærsta kosningamálið er auðvitað hvort ganga eigi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið... VG verður bráðum að fara að átta sig á því að fátt annað skynsamlegt er í stöðunni, og þessu máli þýðir ekki lengur að skjóta á frest! Hrafndís Bára - Stöðvum stóriðjuframkvæmdir Þessu er auðvelt að svara. Kreppa kemur og fer, þannig hefur það alltaf verið. Það sem skiptir máli er hvernig fólkið í landinu kemur út úr henni. Það sem þarf að gera er að létta undir bagga með því fólki sem stendur illa með þeim ráðum sem til þarf. Annað er LÍN. Þessi stofnun er brandari í mínum augum og samnemenda minna. Þar þarf að taka allrækilega til og mikið væri ég til í að vera með í þeim ráðum. Síðast en ekki síst er að stoppa af stóriðjuframkvæmdir. Það sem margir trúðu að væri gjöf og góðra verka gefandi hefur reynst vera ekki neitt nema tálsýnin ein á kostnað okkar allra. Stoppum þessa vitleysu, sýnum hugmyndaauðgi og sköpum í stað þess að vera mötuð af þessu rugli. Skapandi hugsun er stærsti óvinur Sjálfstæðisflokksins. Gerist frekari þörf á útskýringu á því þá er ég meira en til í það. Harpa Rún Kristjánsdóttir - Ekki ganga í Evrópusambandið Það er lang mikilvægast að VG og UVG haldi áfram að vera afgerandi á móti ESB aðild. VG er nú orðinn eini raunhæfi möguleiki landsbyggðarfólks!! Ekki bregðast okkur!! Kristín Tómasdóttir - Menntamálin eru stóra málið Stóru kosningamálin snúast um hvað flokkarnir ætla að FRAMKVÆMA í efnahagsmálunum og fyrir fólkið í landinu. Mér finnst að stóra kosngamál Ungra vinstri grænna ætti að snúa að ungum fjölskyldum og háskólanemum. Það á að krefjast þess að sumarnámskeið verði tekin upp hjá HÍ í sumar og að þau verði námslánahæf sem og að hækka grunnframfærslu námslána. Þar eru 11.000 UNGIR kjósendur á ferð!


Ung vinstri græn   Stillingar   Útskrá Sigurður Kári Árnason - Menntamálin Menntamál - Basic!

Sigríður Kristín Kristþórsdóttir - Ekki fleiri álver Það sem skiptir mig mestu er: 1. EKKI fleiri álver. 2. EKKI í ESB. 3. Úr hernaðarbandalögum. Við græðum ekkert á því að vera í slíku. Heldur eigum við að gefa það út að við séum á móti þessari vitleysu og neitum að taka þátt. Ég held að enginn með viti vilji ráðast á 100% friðsama þjóð. 4. Kvótann aftur til fólksins. 5. Leiðréttingu á því að mönnum sem áttu fé á bók skuli hafa verið gefið loforð um tryggingu umfram það sem lög gera ráð fyrir en við sem erum með húsnæðislán borgum það m.a. með verðtryggingunni sem er að sliga okkur. Að mínu mati ætti að rúna af helming þess sem hefur bæst ofan á lánin okkar - áhættunni væri skipt á milli lántaka og lánadrotna. 6. Garðyrkjubændur ættu að fá sama orkuverð og álverin. Við ættum að stórauka slíka framleiðslu og flytja út. 7. Gagnaver, sem flest og sem fyrst. 8. Auðvelda internetfyrirtækjum, með einhverjum hætti, veru sína hér á landi. Hekla Rán - Heimilin og menntamálin Ég tel mikilvægt að eitthvað verði gert fyrir yngra fólkið í landinu sem hefur stofnað fjölskyldu síðustu árin og keypt sér húsnæði. Eitthvað verður að gera varðandi húsnæðislánin þeirra. Elín Sigurðardóttir - Öflugt velferðarkerfi Velferð! Tryggja öflugt velferðakerfi með jafnan aðgang allra óháð efnahag, aðstæðum og búsetu! Það er stóra málið!

Stefán Gauti - Forgangsröðun við niðurskurð Tvímælalaust hvaða aðferðum við niðurskurð og hversu miklu máli það skiptir að gera það rétt.

Um vefinn  Auglýsingar  Hönnuðir  Starfssvið  Skilmálar   Finna vini  Friðhelgi  Aðgangur  Hjálp


Jafnrétti og valfrelsi í námi Ung vinstri græn vilja... ...auka fræðslu um sjálfbærni, jafnrétti og lýðræði í skólastarfi ...jafnan rétt til náms óháð efnahag eða félagslegri stöðu. Við höfnum því einkavæðingu í menntakerfinu ...eina gjaldfrjálsa skólamáltíð á dag í grunnskólum landsins ...styrkja nemendur í framhalds og iðnskólum til bóka- og efniskaupa ...mánaðarlega greiðslur námslána frá LÍN ...setja þak á innheimtu skólagjalda ...sumarannir í háskólum

Gegn kynbundnu ofbeldi

Ung vinstri græn vilja... ...að hægt verði að flytja ofbeldismenn af heimili sínu vegna rökstudds gruns um heimilisofbeldi ...bæta réttarstöðu fórnarlamba kynbundins ofbeldis og veita þeim aukinn stuðning og aðstoð ...bæta úrræði á landsbyggðinni fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi ...berjast skipulega gegn mansali ...gera kaup á vændi refsiverð


´ 18 ARA HRUNADANS eftir Elías Jón Guðjónsson Eftir 18 ára hægristjórn Sjálfstæðisflokksins var íslenska velferðarsamfélagið komið að fótum fram. Ef ekki hefði verið fyrir fólkið sem reis upp, gerði byltingu og steypti Sjálfstæðisflokknum af stóli þá hefði það liðið undir lok. Öll þessi 18 ár dreifði flokkurinn illkynja frjálshyggju, kapítalisma og gróðahyggju um samfélagið. Þetta gat hann þó ekki einn og óstuddur – aðrir flokkar bera einnig ábyrgð. Fyrst sneri Alþýðuflokkur Jóns Baldvins Hannibalssonar baki við velferðarstjórn til þess að leiða Sjálfstæðisflokk Davíðs Oddssonar til valda. Seinna fann Davíð traustari Sjálfstæðismenn segjast hvergi hafa hækju í Framsóknarflokki Halldórs komið nærri hruninu – tönglast Ásgrímssonar. Á endanum varð sú á frösum um að það hafi verið hækja svo aum að hægristjórnin virtist „ófyrirsjáanlegt“ og það hafi orðið vera að falla, en Samfylking Ingibjargar vegna „efnahagslegs fárviðris á Sólrúnar Gísladóttur kom þá alþjóðlegum mörkuðum“. Þegar og bjargaði Sjáfstæðisflokknum, hlutirnir eru skoðaðir þá kemur í ljós sem þá var undir forystu Geirs H. að síðastliðin 18 ár voru ekki góðæri Haarde, frá falli. heldur hrunadans Sjálfstæðisflokksins.


Góðærið var ekkert góðæri Það er í raun óskiljanlegt að Sjálfstæðismenn hafi ekki nýtt valdatíma sinn til þess að taka upp nýtt tímatal á Íslandi - tímatal þar sem árið 1991, þegar Davíð Oddsson varð forsætisráðherra, yrði 0 í stað fæðingarárs frelsarans Jesús Krists. Það er ekki bara vegna þess að í augum þeirra er Davíð, og reyndar sínum eigin, frelsarinn endurfæddur. Það er vegna þess að Sjálfstæðismenn hafa talað eins að hér hafi verið samfellt hnignunarskeið frá landnámi þar til Davíð tók við. Slíkt stenst auðvitað ekki skoðun því árin frá stofnun lýðveldisins, 1944 til 1991 eru líklega mesta framfaraskeið íslensks samfélags. Þetta er tímabilið þar sem fólkið í landinu braust úr fátækt til velsældar - þar sem íslenska velferðarsamfélagið varð til. Á þessum tíma bötnuðu öll lífsskilyrði til muna, meðalaldur hækkaði um 9 ár, menntunarstig landsmanna hækkaði gríðarlega og svo mætti lengi

þetta nefnt kvótabrask og það á vel við. Frjálsa framsalið hefur líka leitt af sér óeðlilega háa verðmyndun á aflaheimildum sem aftur hefur leitt til óheyrilegrar skuldsetningar íslensks sjávarútvegs og eru í raun flest sjávarútvegsfyrirtæki í dag tæknilega gjaldþrota. Veðsetning aflaheimilda á yfirverði olli því að menn fóru að braska með fjármuni sem aldrei voru til. Frjálst framsal er því skýrt dæmi um hvernig þröngir hagsmunir auðmagnsins ráða för á kostnað alls annars.

Einka(vina)væðingin Einkavæðing felur ekki bara í sér að eigur séu færðar frá ríkinu til einkaaðila. Sjálfstæðismenn segja stoltir að með einkavæðingu hafi þeir dregið úr valdi stjórnmálamannanna. Þessi nálgun þeira opinberar auðvitað að þeir hafa talið völdin sprottin úr eigin brjósti. Staðreyndin er hins vegar sú að stjórnmálamenn starfa í umboði fólksins og fara

„Í fallinu tóku bankarnir engu að síður íslenskan almenning með sér og hengdu skuldaklafa sína á hann.“ telja. Meðal árlegur haxvöxtur á þessu skeiði var, öfugt við það sem margir hefðu haldið, einnig hærri en á 18 árum Sjálfstæðisflokksins, 4 prósent á móti 1,7 prósent. Þessi hagvöxtur var heldur ekki byggður á lofti eins og hagvöxtur Sjálfstæðisflokksins. Það má því segja að þær framfarir sem áttu sér stað framan af valdatíð Sjálfstæðisflokksins hafi verið eðlilegt framhald af þessum tíma. Þrátt fyrir þessa miklu meðgjöf tókst Sjálfstæðisflokknum á aðeins 18 árum að koma velferðarsamfélaginu, sem hér hafði verið byggt upp í áratugi, að fótum fram.

Kvótabraskið Sjálfstæðisflokkurinn ber ásamt Framsóknarflokknum ábyrgð á því að frjálsu framsali á aflaheimildum var komið á. Það er eitt mesta óréttlætismál þjóðarinnar, tengt íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta kerfi hefur flokkurinn varið með kjafti og klóm. Óréttlætið birtist fyrst og fremst í því að aflaheimildir ganga kaupum og sölum án neinnar aðkomu þeirra sem byggja lífsviðurværi sitt af sjávarútvegi, hvort sem það eru heilu sveitarfélögin eða einstaklingar. Margoft hefur það gerst að nánast á einni nóttu hafa miklar aflaheimildir verið seldar út úr byggðarlagi og þannig grundvellinum verið kippt undan lífsafkomu íbúanna. Skipstjórar, sjómenn, fiskverkafólk eða netagerðarmenn ráða hér engu, heldur einungis útgerðarmenn sem jafnframt hirða allan virðisaukann af sölu kvótans þrátt fyrir að samkvæmt stjórnarskrá sé kvótinn þjóðareign. Í daglegu máli er

því með völd þess. Með einkavæðingu er því verið að færa völd frá fólkinu til fjármagnseigenda. Einkavæðing dregur því úr lýðræði en eykur auðvald. Strax og Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda lagði hann höfuðáherslu á einkavæðingu. Á 18 árum gekk flokknum vel að færa sameiginlegar eignir fólksins í hendur einkaaðila sem greiddu fyrir það málamyndaverð. Alvarlegasta og jafnframt afdrifaríkasta dæmið um þetta er þegar Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru einkavæddir. Framan af stóð til að tryggja dreift eignarhald á bönkunum, það er að segja að það átti að selja þá til nokkurra aðila. Sú áætlun breyttist síðan á einni nóttu og orðið „kjölfestufjárfestir“ var fundið upp. Bankarnir voru síðan seldir hvor til síns kjölfestufjárfestis. Landsbankinn var seldur til hóps sem hafði mikil tengsl við Sjálfstæðisflokkinn og Búnaðarbankinn til hóps með mikil tengsl við Framsóknarflokkinn, í honum var meðal annars fyrrverandi viðskiptaráðherra flokksins. Eftir þetta var byrjað að tala um „einkavinavæðingu“. Svo fór að bankarnir uxu um of og án afskipta frá stjórnvöldum. Þeir urðu svo stórir að íslensk stjórnvöld gátu ekki bjargað þeim frá falli. Í fallinu tóku bankarnir engu að síður íslenskan almenning með sér og hengdu skuldaklafa sína á hann. Það er erfitt að horfa fram hjá miklum tengslum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við eigendur bankanna þegar menn spyrja sig hvers vegna stjórnvöld gerðu ekkert til þess að sporna


við þessu. Ofan á það hafa síðan bæst fréttir af risavöxnum „fjárstyrkjum“ frá bönkum og fjárfestingafyrirtækjum til þessara flokka. Sem betur fer tókst Sjálfstæðisflokknum ekki að einkavæða allt sem hann langaði til. Menntakerfið og heilbrigðiskerfið eru enn að mestu í eigu fólksins og starfa í þágu þess. Ríkisútvarpið er ennþá til. Orkufyrirtækin og auðlindirnar eru enn í eigu fólksins. En það mátti ekki tæpara standa því Sjálfstæðisflokkurinn hafði áform um að koma þessu öllu í hendur einkaaðila fyrir „sanngjarnt“ verð.

Þetta, ásamt vanhugsuðum skattalækkunum, leiddi af sér gríðarlega aukningu í einkaneyslu sem öll var fjármögnuð með erlendum lánum. Ríkisstjórnin og bankarnir létu eins og hér væri eilíft góðæri og hvatti fólk þannig til þess að taka lán fyrir nýjum bílum, hjólhýsum, húsbílum, sumarhúsi á Spáni eða bara því sem hugurinn girntist. Úr varð óðaverðbólga sem kallaði á gríðarlega háa vexti sem síðan hafa lagst ofan á öll lánin sem tekin voru fyrir húsnæði þegar verðið var allt of hátt. Fyrir þetta blæða heimilin í landinu.

Ævintýraleg hagstjórnarmistök

Fullkomið aðgerða- og afskiptaleysi

Ákvörðun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, með stuðningi Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins, um að byggja Kárahnjúkavirkjun og leyfa uppbyggingu álvers á Reyðarfirði felur ekki bara í sér mestu náttúruspjöll Íslandssögunnar heldur líka mestu hagstjórnarmistök hennar. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagshrunið á Íslandi segir að framkvæmdirnar hafi verið þúfan sem hratt af stað þeirri þróun sem endaði með efnahagshruninu. Ofan á þetta hellti ríkisstjórnin og vinir hennar í bönkunum svo olíu á eldinn. Ákveðið var að hækka lánshlutfall húsnæðislána hjá Íbúðalánasjóði úr 80% í 90%. Hinir nýeinkavæddu bankar vildu þó fá sinn skerf af fasteignamarkaðnum og ruddust inn á markaðinn með 90% lán á undan Íbúðalánasjóði.

Sjálfstæðismenn hafa lengi talað um að það sé mikilvægt að stjórnvöld skipti sér ekki af atvinnulífinu. Það stóðu þeir svo sannarlega við hvað eftirlit varðaði en alls ekki að öðru leyti, því þeir voru alltaf með risaríkisframkvæmdir í gangi, stærstu bótaþega landsins. Þegar íslensku bankarnir opnuðu innlánsreikningana IceSave og Kaupthing Edge í fjölda landa voru engar athugsemdir gerðar þrátt fyrir að vitað væri að íslenskur almenningur þyrfti að gangast í ábyrgð fyrir innistæður tugþúsunda um alla Evrópu. Engar athugasemdir voru heldur gerðar við mjög vafasama viðskiptahætti ýmissa fyrirtækja sem stunduðu ótrúlegar æfingar til þess að blása upp hlutabréfaverð. En Sjálfstæðisflokkurinn kann eina list betur en afskiptaleysi, það er aðgerðaleysi. Þrátt fyrir

„þá var það eina sem formaður flokksins gat gert að biðja guð að blessa Ísland.“ endalausar aðvaranir allt frá árinu 2005, og jafnvel fyrr, um að allt stefndi í óefni ef ekkert yrði gert kaus Sjálfstæðisflokkurinn að gera ekki neitt. Ekkert var gert fyrr en hér var allt komið í þrot og þá var það eina sem formaður flokksins gat gert að biðja Guð að blessa Ísland.

Ekki leið á löngu þar til bankarnir voru farnir að bjóða upp á 100% lán. Þetta mikla framboð á lánsfé til íbúðakaupa blés upp fasteignabólu, þar sem eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði var langtummeiri en framboðið. Fasteignaverð rauk því upp úr öllu valdi. Verktakar hófu að öllu afli að byggja og fóru í Látum ekki villa okkur sýn miklar lántökur til þess að fjármagna sig. Ekki stóð Þó að hér sé bara stiklað á stóru yfir valdatíma heldur á sveitafélögum að útvega lóðir. Sjálfstæðisflokksins er ótrúlegt að hann skuli hafa Fasteignabólan er nú sprungin. Offramboð er á fengið umboð hjá kjósendum til þess að stjórna íbúðarhúsnæði og offramboð á lóðum. Nú standa samfleytt í 18 ár. En leiktjöld flokksins voru glæsilegt, þúsundir íbúða tómar sem ekki er hægt að selja og líklega of glæsileg til þess að geta verið raunveruleg, hvert verktakafyritækið á fætur öðru fer á hausinn. en það var eðlilegt að fólk vildi trúa því að þau væru Mörg sveitarfélög eru komin í mjög erfiða stöðu það. Velferðarsamfélagið er í rúst eftir þennan tíma, vegna þess að þau hafa þurft að eyða öllu sínu fé en er þó viðbjargandi. Til þess að því verði bjargað í að borga fyrir lóðir sem verktakar hafa skilað. Og þá verðum við að draga lærdóm af þessum 18 árum það versta er að fasteignaverð er komið langt undir Sjálfstæðisflokksins. Við verðum alltaf að efast og það sem það var. Fasteignir fólksins í landinu eru spyrja gagnrýninna spurninga. Við megum aldrei aftur því minna virði en það borgaði fyrir þær með lánum. láta glæsileg leiktjöld eða loforð villa okkur sýn.



Forgangsröðun í þágu fólksins Ung vinstri græn hafa það grundvallarsjónarmið að forgangsraða í þágu fólksins. Við viljum forgangsraða þannig að allir hafi jafnan aðgang að menntun og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Við viljum ráðast gegn stéttaskiptingu og fátækt í landinu og skapa aðstæður til þess að allir geti lifað með reisn. Ung vinstri græn leggja Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn fyrirgert áherslu á réttlæti og velferð í samfélaginu fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar og og krefjast þess að hætt verði að eyða Alþingi stendur frammi fyrir því að þurfa fjármunum ríkisins í gæluverkefni heróðra að skera verulega niður í útgjöldum hins einkavinavæðingarsinna. opinbera. Hér á næstu síðum eru tillögur Ungra vinstri grænna að hagræðingu og niðurskurði í opinberum rekstri.


Herblætið fylgi Birni úr dómsmálaráðuneytinu. Það var löngu orðið tímabært að ríkisstjórn Íslands yrði laus við dómsmálaráðherra sem eyðir almannafé í hernaðarstarfsemi og er með vígvæðingu lögreglunnar á heilanum. Björn Bjarnason hefði betur hlúð að bágri stöðu lýðræðis eða faglegri skipun embættismanna en að velta því fyrir sér að stofna leyniþjónustu og her á Íslandi. Eitt af gæluverkefnum hans var stofnun embættis ríkislögreglustjóra. Þau brýnu verkefni sem ríkislögreglustjóri sinnir ættu betur heima innan almennrar löggæslu og þeir gífurlegu fjármunir sem ríkislögreglustjóri fær í hendur á ári hverju myndu nýtast miklu betur í þágu almennrar löggæslu. Síðustu fjárlög gerðu ráð fyrir 1325,9 milljónum króna til ríkislögreglustjóra. Ung vinstri græn vilja að embættið verði lagt niður og hagrætt með því að deila verkefnum þess niður á þá sem sinna almennra löggæslu.

Burt með sendiráðabruðlið. Það er

löngu orðið tímabært að ríkið fari vandlega yfir fjárhagslegan rekstur íslenskra sendiráða. Útgjöld ríkisins til sendiráða eru um 2500 milljónir króna á ári. Ung vinstri græn vilja sjá stórfelldan sparnað í rekstri og umsvifum sendiráða, til dæmis í formi minni launakostnaðar og ódýrari húsnæða og farartækja. Þá ætti að fara yfir það hvort hægt sé á einhverjum stöðum að starfrækja sameiginleg sendráð Norðurlandaþjóða.

Tryggjum öllum góða heilbrigðisþjónustu. Greiður aðgangur að heilbrigðisþjónustu er einn grundvallarþáttur í því að tryggja velferð fólks. Heilbrigði á ekki að vera söluvara sem dreifist á fólk í réttu hlutfalli við fjárhagslegan styrk þess. Sjúkratryggingastofnun er verk krata og frjálshygjumanna – fyrsta skrefið í átt að einkavæðingu heilbrigiðskerfisins. Ekki er nóg með að þessi skref séu stigin í kolranga átt heldur eru þau fjárhagsleg byrði á samfélaginu. Sjúkratryggingastofnun kostar ríkið rúmar 510 milljónir á ári en fyrir þá fjármuni mætti reka Landbúnaðarháskóla Íslands á jafn löngu tímabili. Niður með sjúkratryggingastofnun! Landspítalinn við Gömlu-Hringbraut © Einar Jónsson

Samtök Iðnaðarins fjármagni sig sjálf. Ung vinstri græn leggja til að hætt verði að eyða 300 milljónum króna árlega til að styrkja Samtök Iðnaðarins. Samtökin eru pólitísk samtök sem gæta pólitískra hagsmuna ákveðinna framleiðslufyrirtækja og gefa út pólitískar ályktanir um ýmislegt. Hér er um að ræða batterí sem á að fjármagna sig sjálft. Fyrir þessa peninga væri hægt að nífalda styrk ríkisins til Stígamóta, en Stígamót er ráðgjafar- og upplýsingamiðstöð fyrir konur og börn sem hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi.

Aðkiljum ríkisvald og trúarvald. Hlutverk ríkisins er ekki að reka eitt tiltekið trúfélag. Ríkinu ber að sjá til þess að jafnræði ríki milli trúfélaga og að fólki sé ekki mismunað á grundvelli lífsskoðana. Núverandi fyrirkomulag mismunar fólki ekki einungis eftir lífsskoðunum og kynhneigð, heldur hefur einnig gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir ríkið. Kostnaður ríkisins vegna trúfélaga á síðustu fjárlögum er 5450,8 milljónir króna. Megnið af þessum fjármunum væri hægt að spara með því að skilja milli ríkis og þjóðkirkju og láta trúfélögin sjálf sjá um að innheimta sín félagsgjöld. Dómkirkjan í Reykjavík


Ráðuneyti sýni gott fordæmi. Síðustu fjárlög gera ráð fyrir tæpum 5900 milljónum króna til reksturs ráðuneytanna. Ung vinstri græn leggja til að hverju ráðuneyti verði gert að spara í rekstri og launum og kjörum ráðherra og stefna þannig að því draga úr kostnaði um 25%. Hugmyndin er þó ekki að stöðva verkefni ráðuneytanna, heldur reyna að nýta peninga almennings eins vel og mögulega hægt er.

Varnarmálastofnun til varnar heimilum. Varnarmálastofnun var komið á fót af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar og hefur afar marklausu hlutverki að gegna. Ung vinstri græn vilja að Varnarmálastofnun verði lögð niður – en það myndi spara þjóðarbúinu 1500 milljónir króna árlega. Ógnir sem steðja að íslensku þjóðinni eru ekki hernaðarlegs eðlis og væri mun betra að eyða þessu fjármagni í að verja heimilin í landinu. Til að setja þessa tölu í samhengi kostar árlega um 1100 milljónir að reka dómskerfið á Íslandi.

Rjúkandi rústir hins íslenska efnahagslífs eru afleiðingar 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnar og Alþingis Íslands bíður það erfiða verkefni að snúa um 170 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs yfir í Það skiptir gríðarlega miklu máli að þessi hagnað á næstu árum. Til þess eru tvær leiðir: Að minnka útgjöld ríkisins verkefni verði unnin undir forystu með því að skera niður í opinberum rekstri og að auka tekjur með því að félagshyggjufólks – fólks sem er virkilega hækka skatta. Ef við myndum einungis skera niður í opinberum rekstri annt um velferðarkerfið og stendur vörð myndum við leggja velferðarkerfið í rúst. Við getum heldur ekki rétt um það sem skiptir mestu máli. Nú sem hallann af einungis með hækkun skatta, því slíkt myndi ganga frá heimilum aldrei fyrr er mikilvægt að forgangsraðað sé og fyrirtækjum. Leiðin sem við förum hlýtur því að vera blönduð. í þágu fólks en ekki fjármagns.


Frumþörf mannkyns eftir Elías Jón Guðjónsson

„Það er kreppa. Við verðum að virkja náttúruna svo erlend stórfyrirtæki geti komið hingað og byggt verksmiðjur,“ segja skammsýnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við okkur og bæta við: „Við höfum ekki efni á því að hugsa um umhverfismálin, það er kreppa.“ Þeir spila á óttann við kreppuna til þess krækja í ódýr atkvæði og auka fylgi við virkjanir sem annars yrðu aldrei samþykktar. En við höfðum ekki heldur efni á umhverfisvernd fyrir kreppunna, þá gat hún ógnað góðærinu. Þetta eru lýðskrumarar sem notfæra sér hræðslu fólks - hræðslu við kreppu og atvinnuleysi. Þeir lofa þúsundum starfa ef við bara erum tilbúin að fórna náttúrunni. „Við höfum ekki efni á náttúrunni,“ segja þeir. Það er eðlilegt og mannlegt að missa sjónar á heildarmyndinni þegar við blasir kreppa og atvinnuleysi. Frumþarfir einstaklingsins eru að afla sér matar og tryggja sér húsaskjól. Þegar illa gengur að uppfylla þessar frumþarfir er erfitt að finna svigrúm til að hugsa um umhverfismál. Þetta er það sem lýðskrumararnir vilja. Þeir vilja ekki að við höfum tíma til að hugsa, vilja bara hafa okkur hrædd. Ef við gefum okkur tíma til þess að hugsa þá sjáum við að umhverfismálin eru of mikilvæg til þess að hugsa ekki um þau. Umhverfismálin eru frumþörf mannkyns því framtíð okkar veltur á náttúrunni. Þetta eru lífsspursmál fyrir komandi kynslóðir. Við megum ekki gleyma því að allt sem við gerum - bæði gott og slæmt - hefur áhrif á líf komandi kynslóða. Við getum ekki horft fram hjá þeirri vá sem

loftlagsbreytingarnar eru. Við verðum að bregðast við, við getum einfaldlega ekki tekið áhættuna. Ef við gerum það ekki þá stefnum við lífi komandi kynslóða í hættu. Við megum ekki ganga þannig á auðlindirnar að þær muni ekki nýtast neinum öðrum en okkur, við verðum að umgangast þær með hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi. Við getum heldur ekki fórnað náttúrunni endalaust, komandi kynslóðir hafa jafn mikinn rétt og við til þess að njóta hennar. Við megum ekki láta lýðskrumara hræða okkur til þess að fórna framtíðinni. Umhverfis- og náttúrvernd snýst ekki um að gefa eftir gæði heldur þvert á móti að auka þau. Með því að endurvinna erum við líka að spara, sem mun koma okkur að góðum notum við annað. Með betri almenningssamgöngum aukum við lífsgæði okkar, því það dregur úr slysum, sparar peninga, gerir borgina vistlegri og bætir heilsuna. Með því að velja frekar að hjóla eða ganga bætum við heilsuna enn frekar. Með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda erum við að tryggja betri lífsskilyrði á jörðinni. Og eru til meiri gæði en að geta notið náttúrunnar? Við erum nú þegar búin að leggja þungar skuldir á komandi kynslóðir. Skuldir sem þær munu þurfa að hafa fyrir að greiða. Við getum bætt þeim þetta upp, og sýnt að okkur er ekki sama um þær, með því að vernda umhverfið og náttúruna. Við verðum að gera okkar til þess að tryggja lífsskilyrði á jörðinni og við verðum að leyfa komandi kynslóðum að njóta náttúrunnar. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru umhverfismál stærsta kosningamálið.


„Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður?“ Jafnréttisbaráttan er meira en rauðsokkur að mótmæla og brenna brjóstahaldara, þó að það séu náttúrulega einna skemmtilegustu þættirnir í baráttunni – það og tónlistin. Hvar væri fílingurinn í baráttunni ef við hefðum ekki „Áfram stelpur“ og alla hina róttæku söngvana sem blása feminístum baráttuanda í brjóst? Femínísk tónlist er nauðsynleg í baráttunni, hún fer víða, hún vekur fólk til umhugsunar og hún hvetur okkur áfram. Svo er hún helvíti skemmtileg. Steinunn Rögnvaldsdóttir tók viðtöl við nokkra femínista um uppáhalds femínísku tónlistina þeirra og skellti saman femínískum lagalista fyrir partýið.

Auður Lilja Erlingsdóttir, fyrrverandi formaður Ungra vinstri grænna og frambjóðandi í baráttusæti VG í Reykjavík. Þegar ég hugsa um femíníska tónlist þá dettur mér tvennt í hug. Annars vegar dettur mér í hug kona eða konur sem flytjendur, helst róttækir flytjendur að því leiti að þær nái að ögra hefðbundnum klisjum um það hvernig konur í fjölmiðlum eigi að koma fram, þ.e. vera sætar og þægar. Í þessum flokki dettur mér strax í hug PJ. Harvey sem er pönkari og rokkari af lífi og sál, hegðar sér eins og hún vill og beitir röddinni að vild. Hins vegar dettur mér í hug lög sem fjalla um málefni tengd kvennapólitík, t.d. almennt um stöðu kvenna í þjóðfélaginu, heimilisofbeldi o.fl. Þar detta mér í hug tvö ótrúlega falleg en tregafull lög um heimilisofbeldi, “Luka” með Suzanne Vega og “Behind the Wall” með Tracy Chapman.

Auður Alfífa Ketilsdóttir, ritari feministafélags Íslands. Áfram stelpur platan stendur svo klárlega undir sínu að ég verð að nefna hana. Hún er uppáhalds og ég var meira að segja búin að fá hana á tölvutæku formi löngu áður en hún var endurútgefin. Öll lögin á þessari plötu eru skemmtileg og textarnir eru svo fáránlega fyndnir að þeir eiga heima í brandarablöðum. Við tiltekt, hangs og partýstand er þessi plata spiluð aftur og aftur og ótrúlegustu partýgestir eru farnir að kunna ótrúlegustu texta. En svo er ég ekki bara folkloving kona heldur lærði ég að hlusta á píkupopp fyrir svona 7-8 árum og þess vegna verð ég að nefna valin lög með Destiny’s Child og Beyoncé, Jumpin’ jumpin’ og Say my name að ógleymdu Independent woman sem eru frábær go girls lög. Svo hefur Pink átt sína spretti með ótrúlega „radical“ textum en ekki alveg jafn katsí lögum. Svo finnst mér Björt mey og hrein með Hallbjörgu Bjarnadóttur svo fallegt líka af því að þar syngur kona til konu, sem er kannski ekki femínískt en fallegt.


Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðikennari og forstöðukona Alþjóðamálastofnunar HÍ. Uppáhaldsfemínistalagið mitt er „I am Woman“ með Helen Reddy. Hún er í dag tæplega sjötug en lagið er ári yngra en ég, þ.e. á síðari hluta fertugsaldursins. Reddy er meðhöfundur lagsins og sótti innblástur til femínísku hreyfingarinnar í Ástralíu. Lagið gerir nákvæmlega það fyrir mig sem hún lýsir sem markmiði sínu, en hún var að leita að lagi sem lýsti því hversu mikil valdefling fælist í kvennahreyfingunni. Lagið var lengi að ná inn á vinsældalista en er óformlegur þjóðsöngur femínista víða um heim. Reddy fékk Grammy verðlaun fyrir lagið og lauk ræðunni með því að þakka Guði fyrir, af því „hún gerir alla hluti mögulega“. Annars hlusta ég oft og hátt á Áfram stelpur og hef brennt eintak af þeim diski með „I am Woman“ og „Ég er með leg“ eftir Höllu Gunnarsdóttur til að hafa í bílnum. Það er svona „trifecta“ í mínum huga.

Tori Amos

Tracy Chapman

Feminískur playlisti í boði Ungra vinstri grænna 1. Áfram stelpur (Í augsýn er nú frelsið) Af plötunni Áfram stelpur 2. Not a pretty girl – Ani DiFranco 3. Girls just want to have fun – Cindy Lauper 4. Klof vega menn – Ragnheiður Gröndal og hljómsveit Tómasar R. Einarssonar (ljóð eFTIR Kristínu Svövu Tómasdóttur) 5. Me and a gun – Tori Amos 6. Barracuda – Heart 7. I am Woman – Helen Reddy 8. Verkurinn – Á túr 9. Respect – Aretha Franklin

10. Behind the wall – Tracy Chapman 11. Björt mey og hrein – Hallbjörg Bjarnadóttir 12. Luka – Suzanne Vega 13. Woman is the nigger of the world – John Lennon 14. Who the fuck? – PJ Harvey 15. Samviskubit – Kamarorghestar 16. Independent woman – Destiny‘s Child 17. Stupid girls – Pink 18. TangÓ – Utangarðsmenn 19. Mother of Pearl – Nellie McKay 20. Ekkert mál – Grýlurnar


Andrés Ingi Jónsson, blaðamaður. Sú femíniska tónlistarkona sem ég hef undanfarið hlustað mest á hefur ekki gefið út nema eina plötu. Hún er samt með frægari konum heims og, að mínu mati, með vanmetnari feminískum röddum samtímans. Þessi kona náði því í ágúst á síðasta ári að verða miðdepill forsetakosningabaráttunnar í Bandaríkjunum. Hún heitir Paris Hilton, og varð fyrir barðinu á John McCain, því honum þótti ekki hægt að móðga Barack Obama meira en með því að líkja honum við einhvern stelpuvitleysing. Hilton er helst gagnrýnd fyrir að virka grunnhyggin, vera lauslát og djamma of mikið. Fyrstu tvö atriðin eru klassísk þöggunartól, og ekkert þessara atriða mynd skipta máli ef hún væri karlmaður. Sannleikurinn er sá að Hilton hefur gengið ljómandi vel að byggja upp stærðarinnar viðskiptaveldi – þvert ofan í væntingar umheimsins. Árið 2006 – þegar frumraun Hilton á tónlistarsviðinu kom út – áætlar Forbes viðskiptatímaritið að hún hafi þénað 7 milljón dali. Þetta er ekki peningur sem hún fékk fyrir að vera hótelerfingi, sem virðist vera vinsælasti starfstitillinn þegar er talað um hana í fjölmiðlum (enda nauðsynlegt að skilgreina konu út frá föður hennar). Milljónirnar hafði hún í tekjur vegna þess að hún er búin að skapa sér ímynd og byggja upp fyrirtæki. Í viðtali við slúðurblaðið Sun í byrjun árs játaði Hilton að femínistar mættu líta á sig sem átrúnaðargyðju. „Ég er sterk kona sem er ekki háð karlmanni um nokkurn hlut og ég trúi á girl power. Þar að auki biðst ég ekki afsökunar á neinu, því konur rokka.“

Gísli Hrafn Atlason, mannfræðingur. Áfram stelpur platan í heild sinni er í miklu uppáhaldi og búin að vera lengi. Var til í plötusafninu hjá mömmu og pabba og hún einhvern veginn er einstaklega barnvæn. Spáði ekkert í boðskapnum fyrr en seinna en nýt enn. Verkurinn með hljómsveitinni Á túr hefur líka lengi verið í miklu uppáhaldi og hugsa sér að þetta var fyrsta lagið sem þær sömdu. Að þora, geta og vilja semja svo gott lag um jafn hversdagslegan hlut sem ég á aldrei eftir að upplifa eða skilja er bara eitthvað svo hárbeitt. Talað um eitthvað sem helst má ekki tala um nema þá með bláum vökva í óþolandi auglýsingum. Erlent, náttúrulega Respect og svo Annie Lennox í svolitlu uppáhaldi. „Who the fuck?“ með PJ Harvey er samt eitt af þeim lögum sem ég set gjarnan á þegar ég er fúll. Harvey er svo reið og réttlát þegar hún spyr af hver í andskotanum þú þykist vera... hún á sig sjálf. Lagið „Samviskubit“ með Kamarorghestum og Lísu

Páls. í forgrunni. Flott, pönkað popp þar sem Lísa syngur um samviskubit yfir hinu og þessu m.a. að fá sér á snípinn en að lokum og í grunninn samviskubit yfir því einu að vera kona. Mig langar að nefna að lokum lagið „Tangó“ með Utangarðsmönnum. Þeir sjálfir eiga ekkert erindi á svona lista enda voru þeir óttalegar karlrembur og/eða útúrdópaðir vitleysingar og drukknir í ofanalag. Dásamleg lög samt mörg hver og textar beittir í ofanálag. Þetta lag byrjar á orðunum „hún var alin upp til þess a giftast, liggja á bakinu og fjölga sér...“. Svo bara þrusu pönkað rokk með ádeilutexta á tilgang lífsins og einhvern veginn duttu þeir niður á að fjalla um stöðu kvenna þar við hlið. Þeir sjálfir eiga ekkert erindi en fyrir einhverja slysni verður þetta lag stórkostlegt.


Með opin augu eftir Tómas Gabríel Benjamín

Segjum sem svo að þú, lesandi endurfæðist á hinu nýja Íslandi – endurskapast í nýrri mynd en þú veist ekkert um nýja sjálfið þitt. Þú veist ekki úr hvaða fjölskyldu þú kemur, ekki hvar á landinu þú fæðist, ekki hvort þú ert einkabarn eða fæðist í stóra fjölskyldu. Þú hefur heldur ekki hugmynd um það hvort þú sért með ljóst hár eða dökkt, blá augu eða brún. Þú þekkir heldur ekki hæfileika þína, hvort þú hafir hlotið náðargjöf eða ekki, hvort þú hafir heilsu eða ekki. Það eina sem þú veist er að þú hefur fæðst á Nýja Íslandi. Þú gætir orðið mikill íþróttamaður eða aumingi. Þú gætir orðið mikill hugsuður eða andlega fatlaður. Allt getur gerst. Með þessum fyrirvara um óvissa upphafsstöðu, undir þessum fávísisfeldi færðu að ákveða hvernig þú vilt forgangsraða á hinu Nýja Ísland. Við svo mikla óvissu er alltaf hægt að taka sénsinn. Það eru vissulega einhverjar líkur á því að þú hafir fæðst inn í æðri stétt samfélagsins – með silfurskeið í munni – og muni því aldrei lenda í vanda sem auðæfi þín geta ekki bjargað þér úr. Það eru þó yfirgnæfandi líkur á því að silfurskeiðin lendi í öðrum munni en þínum. Líklegast er að þú verðir hluti af almúganum, mið- eða lágstéttinni, með venjulegar langanir, metnað og hæfileika. Mannlegt eðli er að hugsa fyrst og fremst um eigin hag, en hvernig er hægt að hugsa um eigin hag í þessari stöðu? Það liggur fyrir að allir einkahagsmunir sem tekið er tillit til undir fávísisfeldinum eru almenningshagsmunir. Viltu tryggja að þú getir fengið þá menntun sem þú þarfnast burtséð frá efnahagi þínum? Viltu sjá til þess að þú þurfir ekki sér tryggingar til að fá aðstoð ef þú ert í fjárhagslegum eða heilsufarslegum vandræðum? Viltu eiga almenn réttindi burtséð frá fjárhagsstöðu þinni? Viltu að þér sé veitt hjálp þegar þú þarft á henni að halda? Ef þú vilt það, þarft þú að skapa öryggisnetið í samfélaginu, þú ert að bæta kjör þeirra sem hafa lægstu röddina í samfélaginu, þú ert að tryggja réttindi lægstu þrepa samfélagsins. Augljóslega ertu hvorki undir fávísisfeldi né lifirðu við óvissa upphafsstöðu og þú munt aldrei standa frammi fyrir því vali. En þessi hugarleikfimi fær okkur til að huga að því sem við teljum vera sjálfssagt í samfélaginu og hvað er í raun sanngjarnt.

Baráttunni fyrir mannréttindum er langt frá því að vera lokið. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá dæmi um mismunun – til dæmis í innflytjendamálum og þeim hremmingum sem flóttamenn þurfa að ganga í gegnum. Á að meta gildi lífs mismunandi eftir því hvaðan lífið kemur? Er það ekki alveg eins og að segja að við öðlumst mismunandi réttindi ef við fæðumst á Vopnafirði frekar en í höfuðborginni? Við getum ekki yppt öxlunum og sagt að kerfið sé bara svona, að við getum ekki gert neitt í óréttlætinu sem er að finna þar. Við verðum að staldra við og spyrja okkur hvað er sanngjarnt, hver réttindi manneskju eru óháð aðstæðum og við verðum að berjast fyrir því að þessi réttindi séu virt. Einstaklingur með opin augu og gagnrýna hugsun er það sem íhaldið óttast meira en nokkuð annað.


UNG VINSTRI GRÆN VILJA



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.