Beneventum 1. tölublað 2018-19

Page 1

BENEVENTUM

MENNTAS

RAHLÍÐ AM

AG

D MEN AFÉL E N

1. TÖLUBLAÐ

HAUST 2018

LANS VIÐ H KÓ



01

BENEVENTUM

BENEVENTUM 1. TÖLUBLAÐ


BENEVENTUM

Ritstjórn 18-19: Þórhallur Runólfsson Elín Ylfa Viðarsdóttir Skúli Hólm Hauksson Sunna Tryggvadóttir Valdís Jóna Mýrdal Halla Sigríður Ragnarsdóttir Helga Finnborg Oddsdóttir Hekla Martinsdóttir Kollmar Ljósmyndir: Arngrímur Gíslason Skúli Hólm Hauksson Þórhallur Runólfsson Finnur Kaldi Jökulsson Helga FInnborg Oddsdóttir Sunna Tryggvadóttir Hönnun og umbrot: Þórhallur Runólfsson Teikningar: Hekla Martinsdóttir Kollmar Finnur Kaldi Jökulsson Prentun: GuðjónÓ

BENEVENTUM

02


BENEVENTUM 04-05 06-07 08-09 10-11 12-21 22-27 28-29 30-31 32-33 34-36 38-39 40-41 42-51 52-59 60-65 68-71 72-73 74-80 82-83 84-93 94-95

ÁVARP RITSTJÓRNAR FORSETAÁVARP BUSAGREIN ÞÚ FINNUR HANA ALDREI LONDON TEIKNINGAR BRÉF TIL FYRRUM STJÓRNARMEÐLIMS MY NAME IS _______ ÁTRÖSKUN ÞAÐ VAR EKKI FOKKING MÉR AÐ KENNA ANDA. MM JÁ ÚTSKRIFTARGREIN POSTSUMAR MYNDIR ERU SUMARMYNDIR PORTRAIT MYNDIR STJÖRNUSPÁ AÐ TAKA AF SKARIÐ O.FL. STELDU STÍLNUM HVERNIG ÞÚ ÆTTIR AÐ HLUSTA Á DEATH GRIPS DÝRAGREININ “ÉG ÆTLA EKKI AÐ DREKKA OF MIKIÐ Í KVÖLD”

03

BENEVENTUM


ÁVARP RITSTJÓRNAR

ÁVARP RITSTJÓRNAR Nú þegar önninni er að ljúka og lokaprófin fara að byrja er gott að líta aðeins tilbaka og pæla í liðnum atburðum. Busarnir komu litlir og sætir og heimskir. Lalli góði steig niður og Steinn “áminningakóngurinn” tók við. Nýju sófarnir vanvirtir eins og þeir gömlu, eins og aðeins MH-ingum sæmir. Kvennó tók frekjukast. Björn Bergs er ennþá að kenna. Fréttapési er ennþá til. Dollurnar voru endurhannaðar. Nemendafélagið fór á hausinn og við gátum ekki einu sinni fengið Birgi Hákon á skólafund. Djöfull er ömurlegt að vera til. En 1. tölublað Beneventum er komið. Njótið tíkur.

BENEVENTUM

04


RITSTJÓRN 18-19

BENEVENTUM

Þórhallur Runólfsson

Elín Ylfa Viðarsdóttir

Skúli Hólm Hauksson

Sunna Tryggvadóttir

Valdís Jóna Mýrdal

Halla Sigríður Ragnarsdóttir

Helga Finnborg Oddsdóttir

Hekla Martinsdóttir Kollmar

05

BENEVENTUM


FORSETAÁVARP

FORSETAÁVARP Jólafrí er handan við hornið og loftið ber keim af grenitrjám og piparkökum. Eftir alltof langan skóladag, alltof háværa tónlist í hádegishléinu og allt of mikið af hlátrasköllum og samtölum, stígurðu út úr (já ég ætla að segja það, enda er ég að skrifa ávarp fyrir BENEVENTUM) grámyglulega steypuklumpnum sem er þitt annað heimili. Himininn er undursamlega bleikur og ljósastaurar kasta appelsínugulri birtu á snjófallna jörðina. Algör þögn. Snjórinn dempar hávaða frá umferðargötum, samtölum og fótataki. Þessi önn er búin að vera æðisleg og atburðarík en nú fer þetta að verða komið gott. Ég held að við getum öll sammælst um það að maður færi nú ekki að grenja yfir smá jólafríi svona hvað og hverju. Nei, samt- að öllu gríni slepptu þá

BENEVENTUM

er þessi önn búin að vera æðisleg. ERFIÐ…..en á sama tíma svo ótrúlega skemmtileg. Hvernig er bara besta fólk landsins og mestu kóngar sem ég veit um samankomin í einn framhaldsskóla? Þetta er náttúrulega bara rugl. Þótt að Beneventum geti verið smá tilgerðarlegt þá á það sérstakan stað í hjarta okkar allra. Beneventum er samansafn hugsana, ímyndunarafls, frásagna og hæfileika nemenda í yndislega skólanum okkar og það er fátt betra en að leggjast undir þægilegt teppi og sökkva sér inn í huga samnemenda sinna. Beneventum hvetur fólk til að kafa aðeins dýpra inn í sjálf/t/a/an sig og að opna sig fyrir samnemendum með orðum og list. Ég vona að þið munið njóta blaðsins eins mikið og ég mun gera og að þið gefið ykkur góðan tíma í

06


HRAFNHILDUR ANNA að lesa yfir það allt, að skoða myndirnar og að rýna í textana. Ég hlakka til að sjá ykkur öll að jólafríinu loknu, nýtið nú tímann sem þið hafið í að njóta og líða vel með manneskjunni sem þið eruð. Njótið, helvítis meistararnir ykkar. GLEÐILEGT BENEVENTUM!!

07

BENEVENTUM


BUSAGREIN

BENEVENTUM

08


HELGA FINNBORG OG SUNNA TRYGGVADÓTTIR

BUSAGREIN

Hæ ég heiti Sunna, er ekki busi, en man eftir því eins og það hafi gerst í gær. Mætti fyrsta daginn í skólann, kom samferða öðrum busum í strætó. Enginn að spjalla saman samt allir á leiðinni á sama stað. Frekar óþægilegt, fullt af nýju fólki sem ég þekkti ekki. Allir tanaðir eftir sumarið, ekki ég. Frekar lítil í mér. Fyrsti dagurinn var fínn, þekkti voða fáa en allir næs. Nokkrum strætóferðum seinna var maður farinn að setjast í fjögurra manna sætið og spjalla við aðra krakka í skólanum. Eitt ár liðið... fokk hvað ég elska mh. Það er bara einn skóli á landinu, mh, þetta er ekki til umræðu. Óska öllum busum góðs gengis og skemmtið ykkur við að kynnast nýja uppáhalds skólanum ykkar.

Hæ ég heiti Helga, ég er busi. Pabbi skutlaði mér í skólann fyrsta daginn og mig langaði eiginlega ekki að fara út úr bílnum, var svo sjúklega stressuð, þekkti engan, langaði ekkert að vera þarna og var ekki einu sinni með símann minn (missti hann í kamar á menningarnótt lol). Eyddi fyrsta matnum mínum inni á klósetti útaf því ég þorði ekki að setjast niður og festa mig á borð. Komst ekki í Verzló og ekki að reyna að vera neitt allt of dramatísk eða neitt þannig en versti dagur lífs míns þegar ég frétti það, nei ég segi svona, kannski ekki alveg en það var allavega mjög svekkjandi en ég endaði á að kynnast fullt af nýju fólki sem eru orðin mjög góðir vinir mínir núna og líður svo vel í mh. Þótt mig hafi ekki endilega langað í mh í fyrsta lagi þá er ég mjög fegin að ég fór hingað. Næs fólk, chilluð stemming og kosy vibes.

09

BENEVENTUM


ÞÚ FINNUR HANA ALDREI

ÞÚ FINNUR HANA ALDREI 1.

Ég finn það oftast á mér ef hún er á leiðinni finn sæta lyktina og kvíðahnútur sem fær mig til að kúgast myndast í maganum. Þegar ég loksins sé hana, finn ég tárin spretta fram í augnkrókana og lungun þrýstast að rifbeinunum. Oftast þegar ég finn hana finn ég mig ekki.

2.

,,mér þykir svo vænt um þig, í alvöru‘‘ sullaði ég yfir hana á kaldri aðfaranótt mánudags ,,þú veist að mér þykir líka vænt um þig‘‘ sullaði hún til baka á hlýju eftirmiðdegi þessa sama mánudags ,,já,sorrí…‘‘ svaraði ég rúmri klukkustund seinna kannski var það ekki nógu langur tími til að virðast eftirsóknarverð.

BENEVENTUM

10


NAFNLAUST

3.

Ég mætti henni á Klapparstígnum og þó að ég vissi ekki að það myndi gerast vissi ég það samt því að fyrr um daginn hafði ég fundið sæta lyktina og kvíðahnúturinn sem þrýstir sér að rifbeinunum hafði myndast. nærvera hennar kýldi mig í magann á meðan ég kúgaði upp nafnið hennar og stuttaralegt ,,hæ‘‘ hún brosti og svaraði kjánalegu ,,hæ‘‘inu mínu með öðru stuttu ,,hæ‘‘ síðan, eins og vanalega fórum við í sitthvoru lagi í sitthvora áttina. Nema í þessi fáu skipti þegar við fórum saman í sömu átt. ,,Ég er smá stressuð, hún verður þarna‘‘ ,,Við verðum bara allar sjúklega sætar, þetta verður gaman, ég lofa‘‘ Ég vissi af henni, að hún myndi koma, en lyktin kom ekki og ekki kvíðinn heldur. Við mættum tímanlega auðvitað ekki hún. En hún kom samt. Tárin komu ekki og ég kúgaðist ekki þetta var allt að fara í rétta átt. Ég spjallaði aðeins við hana á reyksvæðinu og það var allt í lagi, hún er bara stelpa sem ég þekki, ótrúlega vel. Ég keppti í sjómann við næstum allan kjallarann og ennþá var hún ekkert fyrir mér í huganum. Þangað til að hljómsveitin steig á svið og spilaði ég hugsaði til hennar og skimaði eftir henni, þarna stóð hún í miðri þvögu eins og alltaf að raula með og glotta lúmskt. Samt var ég ekkert kvíðin hún bara var þarna.

4.

11

BENEVENTUM


LONDON

N O D N LO

ON

ÍM GÍSLAS

R FTIR ARNG MYNDIR E

BENEVENTUM

12


ARNGRÍMUR GÍSLASON

13

BENEVENTUM


LONDON

BENEVENTUM

14


ARNGRÍMUR GÍSLASON

15

BENEVENTUM


BENEVENTUM

16


ARNGRÍMUR GÍSLASON

17

BENEVENTUM


LONDON

BENEVENTUM

18


ARNGRÍMUR GÍSLASON

19

BENEVENTUM


LONDON

BENEVENTUM

20


ARNGRÍMUR GÍSLASON

21

BENEVENTUM


TEIKNINGAR

TEIKNINGAR

BENEVENTUM

22


HEKLA MARTINSDÓTTIR KOLLMAR

23

BENEVENTUM


TEIKNINGAR

BENEVENTUM

24


HEKLA MARTINSDÓTTIR KOLLMAR

25

BENEVENTUM


TEIKNINGAR

BENEVENTUM

26


HEKLA MARTINSDÓTTIR KOLLMAR

27

BENEVENTUM


BRÉF TIL FYRRUM STJÓRNARMEÐLIMS

BRÉF TIL FYRRUM STJÓRNARMEÐL (TRIGGER WARNING)

Hættu að afsaka þig, hættu að segja hæ við mig, hættu. Það eru þrjú ár síðan að þú labbaðir inn á mig á baðherbergi og nauðganir mér. Og ég man allt, öll smáatriði og ég ætla ekki að fegra þau. Þú pissaðir í vaskinn, klæddir mig úr fötunum og kyrktir mig svo að ég hélt að ég væri að deyja. Mér leið eins og ég væri partur af einhverri athöfn þar sem þú kastaðir yfir mig heitu og köldu vatni úr ryðguðum krana á meðan þú sagðir mér að ég væri ógeðslega heit. Ég sagði ekkert en mig langaði út og reyndi oft en þú meinaðir mér það. Ég var bjargarlaus. Þegar mér loks tókst að komast út varð ég tíkin þín og elti þig inn

BENEVENTUM

28


HEKLA SVEITÓ KRISTÍNARDÓTTIR

ÐLIMS

í annað herbergi þar sem þú runkaðir þér með höfðinu á mér og brundaðir upp í mig svo ég ældi í vaskinn. Mig langaði bara að kúra, ég hélt að svona ætti kynlíf að vera. Þú sannfærðir mig um að þetta væri eðlilegt. Þú segist samt ekki muna eftir þessu, þú varst of “fokkaður á því”. Síðan reyndirðu að biðjast fyrirgefningar en ruglaðist á mér og nöfnu minni. Þér tókst samt einu sinni að hreyta út úr þér einhverskonar fyrirgefningu á dimmision, blindfullur í sandkassanum. En fyrirgefning í hvaða formi sem er almennileg eða ekki, afsakar þig aldrei. Ég mun aldrei geta horft á þig án þess að kúgast. Ég er ekki að leitast eftir vorkunn ég vil bara að þú gerir þér grein fyrir því sem þú gerðir, skaðanum sem þú ollir. Þú varst í stjórn, ég var busi. Þú varst gerandi en ég er þreytt á því að vera fórnarlamb. Kringumstæðurnar leyfðu ekki ákæru. Ég vildi ekki eyðileggja skemmtun annara. Ég vildi ekki ógna nemendafélaginu. Ég vildi ekki segja frá. Sérðu ekki hvað þetta er brenglað? Þú varst trúnaðaraðili. Ég treysti þér sem busi og þú brást mér. Ég vildi óska að ég hefði sagt fyrr frá en í staðinn bældi ég þetta niður. Ég vil ekki nafngreina þig í þessari grein vegna þess að ég vorkenni þér fyrir að vera svona pínulítill. En ég er hætt að vera lítil, ég segi sögu mína fyrir hvern þann sem er tilbúinn að heyra hana. Ég vil ekki vera partur af menningu þar sem mín upplifun er tabú, ekki til þess að tala um, of gróf og of ógeðsleg. En sagan mín er gróf og ógeðsleg og mér er alveg sama um hvort þér blöskri við að heyra hana vegna þess að þetta gerðist. Ég er nokkuð viss um að sagan sem ég segi er ekki einsdæmi, þetta hefur pottþétt gerst áður. Ég get lítið sem ekkert gert í þessu núna en ég veit að skömmin er ekki á mér. Undirritað, Hekla Sveitó Kristínardóttir

29

BENEVENTUM


MY NAME IS _____________

I´m not really sure how to start this.… Writing this is kind of like the feeling when you kind of have a crush on someone, and your sitting in the car, with your friend and he´s telling you to do something about the feelings that you have, but you´re not sure even what those feelings are, or what you would do about all the self hatred you have in you…Sorry I didn´t mean that, um… Ok let´s start over. Hi my name is_____ and I have no idea what I am doing. Hmm funny, kind of feels like I´m at an AA meeting ,, Hi my name is ____ and I have no idea what I am doing”. The other day I was with my friends and we were all sharing childhood stories. You know just cute little moments I guess, and I felt bad that I had nothing to say. I remember very little from my childhood… Sorry I was going to tell an endearing story about my past that would would hopefully shed some light on something or explain something about me, but there isn´t one, sorry. I have no idea what I am doing. Huh, you know it´s funny when I tell people that I don´t now what I am doing, they usually say some like ,, No one really knows what they are doing, some people just think they do” and so on, mimimi. I never understood that. I know It´s supposed to make me feel ,, less alone” or ,,more forgiving”, but it doesn´t. It makes us small and mean and confused. Sorry, here I am opening myself to people who don´t even know my name. Sorry about that. You what the worst thing is. That there is still some part of me, the dumbest, stupidest god damn part of me still believes in some sort of chance of a real, true connection, or whatever that means. We all have to take responsibility for

our actions and decisions and it is hard sometimes, too do that, you know. I know I asked for this, but now that I got it I feel, kind of, stranded I guess. Maybe I thought I´d find something meaning or significance or some other bullshit by being alone with myself, or maybe not I don´t know. Maybe it´s dumb to pin significance onto every little thing, who knows? I know I don´t.

BENEVENTUM

30


NAFNLAUST

31

BENEVENTUM


ÁTRÖSKUN

ÁTRÖSKUN (TRIGGER WARNING)

Átröskun er alvarlegt heilbrigðisvandamál í samfélaginu. Þrátt fyrir alvarleika þess finnst mér ennþá vera svo mikil skömm sem fylgir því að vera með átröskun. Þetta er ekki nógu umtalað. Fólk þorir að tjá sig meira opinberlega um þunglyndi og/eða kvíða sinn, en nánast hvergi sé ég eitthvað tengt átröskunum. Maður er stanslaust fastur í vítahring og aðstandendur gera sér ekki grein fyrir því hvað sé að. Maður er fastur í búri og það er erfitt að komast út úr því. Ég er búin að glíma við átröskun í fimm ár. Ég horfi á mig í spegli og sé mig sem þyngri og feitari en kannski aðrir sjá mig. Ég er hálf víetnömsk og heima ríkir víetnömsk menning en ég er á sama tíma einnig hálf íslensk og það sést á líkama mínum. Ég er stærri og sterkbyggðari en fjölskyldan min og aðrir víetnamar. Frá æsku hef ég verið vigtuð af fjölskyldumeðlimum og vinum. Ég var stærri en víetnamskir æskuvinir mínir og það þótti vera mikið grínefni fyrir suma. Ég var niðurlægð hvert sem ég fór og var kölluð feit. Þetta er eitthvað sem enginn átta ára krakki á að upplifa og þetta hefur haft áhrif á mig síðan. Ég tók átköst alveg ómeðvitað sem krakki. Í þessum átköstum var mikið magn matar innbyrt á stuttum tíma. Ég fann alltaf fyrir einhverskonar stjórnleysi. Í áttunda bekk var ég greind með bulimíu. Ég reyndi alltaf að bæta upp fyrir áhrif þeirra hitaeininga sem ég innbyrti í átkastinu. Ég hreyfði mig mikið og kastaði upp viljandi. Þetta var mikil hömlun í daglegu lífi hjá mér og einnig fyrir aðstandendur. Ég þyngdist verulega mikið á fyrsta árinu mínu í menntaskóla og endaði á því að þurfa að fara til læknis. Það var erfitt að hreyfa mig án þess að missa andann. Ég fór í allskonar skoðanir, sérstaklega hjá hjartalækni. Að lokum fékk ég þau skilaboð að ég væri hreinlega bara orðin of feit á stuttum tíma.

BENEVENTUM

32


DIANA RÓS BRECKMANN

Á öðru ári í menntaskóla byrjaði ég að lyfta og það hjálpaði mér verulega mikið. Ég gerði mér ekki grein fyrir að átröskunin væri ennþá undir yfirborðinu. Það byrjaði svo hægt og rólega að leka aftur inni í líf mitt. Átröskunin stökkbreyttist og tók á sig annað form. Eitthvað sem kallast orthorexia. Það er tegund af átröskun sem felst í því að ofhugsa það að borða hollt þar til það er orðið óhollt í sjálfu sér. Á þriðja ári byrjaði ég að svelta mig. Það eina sem ég borðaði yfir daginn voru gúrkur, maiskökur og hleðsla. Ég ofæfði nokkrum sinnum í viku og það leið frekar oft yfir mig. Sumarið 2018 missti ég stjórnina aftur. Orthorexian leiddi mig í gegnum mánuðina. Ég keypti vog til að vigta matinn minn og ef hún var ekki til staðar fékk ég mér ekkert að borða yfir daginn. Ég var að “spara” kaloríunnar mínar og fór einungis í ræktina til að brenna kaloríur. Ég lagði lyftingar til hliðar og horfði framhjá því sem leiddi mig í hollan lífstíl til að byrja með. Það var ekki fyrr en vinkonurnar mínar drógu mig til hliðar að augu mín opnuðust fyrir því sem ég var að gera. Þær björguðu mér. Ég var á þriggja mánaða biðlista hjá Hvíta bandinu, stofnun sem hjálpar fórnarlömbum átröskunar og aðstandendum þeirra. Þetta var tiltölulega stuttur biðtími og mér leið eins og ég fengi skilaboð “nú er komið að þínum bata”. Átröskun er eitthvað sem fer ekki, eins og tyggjó undir skónum þínum, það fylgir þér allstaðar en það er hægt að læra að lifa með þessu og láta það ekki hafa áhrif á líf sitt. En stofnanir eins og Hvíta bandið og aðgengi að sálfræðingum er ekki nóg. Við sem samfélag þurfum að opna upp samtalið um átraskanir. Hvert og eitt einasta fórnarlamb á að geta talað um þetta við vini og vandamenn án þess að finna

33

fyrir skömm. Það er kominn tími til. Hér að lokum vil ég þakka þeim sem hafa staðið við hlið mína í gegnum þetta. Þá vil ég nefna kærastann minn, vinkonur mínar, Hvíta bandið og þjálfarann minn.

BENEVENTUM


ÞAÐ VAR EKKI FOKKING MÉR AÐ KENNA.

ÞAÐ VAR EKKI FOKKING MÉR AÐ KENNA

BENEVENTUM

34


HRAFNHILDUR ANNA (TRIGGER WARNING) Fæstir gera sér grein fyrir óttanum og ógeðinu sem við þurfum að lifa í á hverjum einasta degi. Við erum hættar að svara ógeðslegum mönnum sem áreita okkur af því við vitum að það fær þá ekki til þess að hætta. Við erum orðnar vanar því að fullorðnir karlmenn sem gætu verið feður okkar láti eins og líkaminn okkar sé eign þeirra og snerti okkur þegar við viljum það ekki. Við erum orðnar vanar því að það breytir engu að segja nei- það er ekki tekið mark á því. Það er ekki tekið mark á okkur. Þetta safnast allt saman upp og fyrir sumar stelpur gerist það að lokum að við getum ekki meira; eitt lítið sandkorn getur gjörsamlega fyllt mælinn og það fær okkur til að hætta að halda kjafti við hræðslu um að enginn hlusti. Það fyllti ekki mælinn þegar mér var nauðgað í fyrsta skiptið. Ekki heldur annað skiptið, þriðja skiptið, fjórða skiptið, fimmta skiptið o.sv.frv. En það fyllti ekki mælinn. Það einfaldlega braut mig niður. Það hjálpaði auðvitað ekki til að ég er með þunglyndi og kvíða. Ég eyddi næstum því heilu ári í að drekka hverja einustu helgi og meira til. Með áfenginu reyndi ég að gleyma ofbeldinu sem ég varð fyrir og þannig átti ég líka auðveldara með að stunda kynlíf. Ég byrjaði nefnilega að geta ómögulega stundað kynlíf edrú eftir endurteknar nauðganir og því gerði ég það aldrei án þess að vera full. Mjög full. Mér finnst virkilega erfitt að viðurkenna þetta og hvað þá að opinbera það fyrir heilum skóla en þetta fer svo miklu lengra en það. Ég skammaðist mín svo ótrúlega mikið fyrir þetta. Mér leið ömurlega þegar ég áttaði mig á þessu þar til ég heyrði að þetta væri eðlileg orsök kynferðislegs ofbeldis. Þ.e. “eðlileg” þar sem engin hegðun er óeðlileg eftir svona áfall. Það breytir svo miklu að vita að þú ert ekki eina manneskjan í

35

heiminum sem hefur brugðist svona við ofbeldinu. Þess vegna er ég að segja frá þessu. Þú ert ekki ein. Ég varð kvíðin fyrir því að fara hvert sem er þar sem hann gæti veriðstrákurinn sem nauðgaði mér. Þótt að hann hafi lagalega séð verið orðinn maður þegar hann gerði það hugsa ég alltaf um hann sem strák. Strák sem ég var ástfangin af, strák sem ég leitaði til þegar mér leið illa og það gerði ég. Ég hélt áfram að leita til hans eftir að hann hafði nauðgaði mér í fyrsta skiptið og annað skiptið, þriðja, fjórða, fimmta… Hann hafði beitt mig andlegu ofbeldi hluta sambands okkar, og ég með kvíða og þunglyndi, leitaði mikið til hans fyrir huggun enda var hann kærasti minn sem ég treysti og elskaði. Ég skammast mín rosalega mikið fyrir það en ég hélt að ég elskaði hann. Hvað útskýrir annars hegðun mína eftir að hann nauðgaði mér síendurtekið? Hvað útskýrir það að ég talaði við hann blindfull þegar mér leið illa og langaði að deyja? Hvað útskýrir það að ég þorði ekki að segja vinkonum mínum að ég væri að fara að hitta hann eftir allt sem hann gerði mér? Ég skammaðist mín fyrir að elska hann ennþá þrátt fyrir það sem hann gerði mér. Ég var hrædd við það sem hann hafði gert við mig, það sem hann gæti gert við mig og það sem hann gæti gert sjálfum sér. Hann hafði hótað því að drepa sig áður. Þessi eina hótun hefur svo ógeðslega mikil áhrif. Ég var algjörlega föst. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en löngu eftir þetta að ég hafði verið að stunda sjálfskaðandi hegðun. Ég fattaði það af því að í staðinn fyrir að skaða sjálfa mig líkamlega þá skaðaði ég mig andlega með því að tala við hann. Ég var vön því að leita til hans þegar ég datt í mikið þunglyndi og hann notfærði sér það. Ég get ekki ímyndað mér að birta grein

BENEVENTUM


ÞAÐ VAR EKKI FOKKING MÉR AÐ KENNA. um ofbeldið sem ég varð fyrir af því mér finnst það ennþá hafa verið mér að kenna. Mér finnst eins og það hafi verið mér að kenna í öll þessi fokking skipti þar sem ég (blindfull) talaði við hann, hann (edrú) sótti mig og ég bað hann um að skutla mér heim. Hann keyrði fyrir utan húsið sitt. Hann lofaði mér að “reyna ekki neitt”. Hann vissi hundrað prósent um hvað hann var að tala og ég vissi það líka. Ég gafst upp og við fórum inn til hans. Hann byrjar. Ég segi nei. Ég segi nei svo ógeðslega fokking oft og ég vil bara komast heim. Ég vil bara að hann hætti. Ég segi nei aftur og aftur og aftur en það breytir engu. Hann heldur bara áfram. Svo ég gefst upp. Og ég segi ekki neitt. Málið er að ég veit í kollinum að þetta var að sjálfsögðu ekki mér að kenna. En þegar kona er þolandi kynferðisofbeldis og sérstaklega ef kona hefur einnig orðið fyrir andlegu ofbeldi þá fær kona ógeðslega tilfinningu sem sannfærir heilann um að þetta sé konu sjálfri að kenna. Nýlega lenti ég í tveimur öðrum kynferðisbrotum. Þá fékk ég nóg. Það var kornið sem fyllti mælinn. Mér leið ógeðslega. Ég hef aldrei fundið fyrir jafnmikilli skömm. Ég vildi ekki drekka af því mér fannst þetta hafa verið mér að kenna fyrir að hafa verið svona fokking full, fyrir að hafa verið með þeim og fyrir að hafa sofið hjá þeim áður. Mér fannst þetta vera mér að kenna þótt að ég hafi notað allan þann styrk sem ég hafði í líkamanum til að reyna að ýta einum gerandanum af mér á meðan hann spurði mig hvort ég “héldi að ég væri of góð fyrir hann”. Ég var ekki nógu sterk. En ég sannfærði hann um að hætta með því að segja að ég myndi sofa hjá honum daginn eftir. En eftir þetta brást ég ekki við á sama hátt og ég hafði gert áður. Ég ákvað að ég ætlaði ekki að leyfa þessu að brjóta mig aftur niður. Sama hversu mikið mér leið eins og þetta væri mér að kenna þá hætti ég aldrei

BENEVENTUM

að segja sjálfri mér að þetta var það ekki. Skólinn byrjaði aftur, ég var mjög upptekin og ég hélt áfram að fara í viðtöl á Stígamótum. Það hefur hjálpað mér rosalega mikið og ég er endalaust þakklát fyrir stuðninginn og aðstoðina sem ég hef fengið. Ég er ógeðslega sterk og ég má segja það. Ég er sterk, ég er dugleg og ég er stolt af sjálfri mér. Ég ætla ekki að halda kjafti. Ég ætla ekki að láta þetta brjóta mig niður aftur heldur ætla ég að verða sterkari fyrir vikið. Ofbeldið sem ég hef orðið fyrir myndaði stelpuna sem ég er í dag og ég hef styrkinn og viljann til að standa mig vel í því sem ég tek að mér og að berjast fyrir kynsystrum mínum og öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Lausnin á ofbeldi er meiri fræðsla. Það sem þessir menn gerðu mér var ofbeldi, það var rangt og það var ekki fokking mér að kenna.

36


Nærandi millimál … er létt mál

Gríptu með þér kotasælu, gríska jógúrt eða grjónagraut Léttmál frá MS eru bragðgóð millimál með hreinum grunni og hollum og stökkum toppi. Kotasæla með berjum og möndlum, grísk jógúrt með döðlum, möndlum og fræjum eða grjónagrautur með möndlum, rúsínum og kanil.


ANDAH, MM JÁ

ANDA, MM JÁ

Hann hrökklast niður Lækjargötuna. Án þess að vita hvert förinni er heitið. Án þess að vita hvaðan hann kom. Hann mætir illkvittnum augngotum í desemberdýrðinni. Frá því að hann var pjakkur, dró hafið hann til sín. Smátt og smátt fer kuldinn að hafa áhrif á hann. Hann hættir að finna fyrir eyrnasneplunum, hugsar svo með sér að líklega finnur maður aldrei fyrir þeim. Hljóðlaust dregur hann upp símann, stingur heyrnartólunum í eyrun og kveikir á einhverju píkupoppi sem hann getur ekki hætt að hlusta á. Hann lítur aftur fyrir sig. Snjórinn hefur nú þegar hulið fótspor hans. Hann svíður í allar æðar líkamans. Morguninn hafði liðið eins og áður, vekjaraklukkan hringdi korter í átta ég snúsaði til hálf níu. Bara tuttugu mínútur í tíma. Ég skreið undan hlýrri sænginni, varnarlaus og ekki tilbúin að

BENEVENTUM

38


VALGERÐUR BIRNA JÓNSDÓTTIR glíma við skammdegisþunglyndið sem beið mín í kuldanum og myrkrinu úti. Hellti í mig illa lyktandi og súru instantkaffinu. Bætti enn einu brunasárinu við á tunguna. Mamma hafði hætt að þvo af mér þegar ég varð tvítugur. Fyrir tveimur vikum sem sagt, svo að hreinum nærbuxum fór ört fækkandi. Ég fann ósamstæða sokka, óvenju hreinar gallabuxur og gamlan hljómsveitarbol.

Hvalaskoðunarskip í bland við togara og smábáta. Hann sest á bryggjuna og lætur fæturnar dingla yfir hafinu.

Tíu mínútur í að bjallan hringdi.

Hann stendur upp sýgur upp í nefið, gengur burt.

Fyrstu mánuðirnir í listaháskólanum höfðu verið krefjandi. Ég var orðinn langþreyttur á verkefnaskilum og kennurum sem eru alltof strangir á mætingu. Þetta var ekki svona þegar ég var í MH. Það var ekki nema kannski nýi félagsfræðikennarinn og enskukennararnir sem voru ósanngjarnir á mætingu. Ég klæddi mig í úlpu og strigaskó og hljóp út. Skellti hurðinni. „Shit hvað það er kalt” hugsaði ég með mér og hjúfraði mig saman inn í úlpunni sem var u.þ.b. þremur númerum of stór. Ég var orðinn of seinn en var eiginlega alveg sama. Ég ákvað að koma við á Roasters á leiðinni í skólann og eyða síðustu aurunum í gott kaffi, fannst ég alveg eiga það skilið. „Flat white með haframjólk,” hreytti ég út úr mér en sá svo eftir illkvittninni. Baristan átti hana ekki skilið. Svo ég kvaddi blíðlega, bætti meira að segja við „... og hafðu það gott í dag.”

“Sometimes it’s hard to find, find my way up into the clouds Tune it out, they can be so loud You remind me of a time when things weren’t so complicated All I need is to see your face”

“Feel my blood runnin’, swear the sky’s fallin’ I keep on breathin’ Time goes by and I can’t control my mind I keep on breathin’, mmm, yeah”

Það voru ekki nema þrír svona morgnar eftir í jólafrí. „Djöfull hlakka ég til að sofa út,” hugsaði ég, „og teikna eða mála eða skrifa svo fram á nótt. Ég ætla ekki að snerta tölvu í fríinu, kominn með nóg af tölvuvinnu.” Ég mætti þremur mínútum of seint. Árni, strákurinn sem ég hef ekki hætt að hugsa um í allan vetur sat ekki fremst. Í fyrsta skipti. Hann er kominn út á höfn. Bátarnir voru að sigla í land eftir daginn.

39

BENEVENTUM


???

ÚTSKRIFTARGREIN Hvað, hvað hefur breyst síðan þú byrjaðir, og varðst svona vinsæl? Hvað, hvernig hefur lífið breyst? [Verse: Króli] Fyrir nokkrum tunglum var þetta dæmi ekki neitt Enginn þekktist, ekkert þekktir, það vissi enginn neitt En, eitt leiddi að öðru, margar tilviljanir gerðust Samt jafnvel þá sögðum við, við vitum ekkert hvað við verðum En hlutirnir þeir tóku sirka U-beygju og með því Lífið snerist núna um hvað maður sjálfur gerði Ég pæli stundum í því, hvað ef ég hefði bara hætt? Ekki kynnst mínu besta fólki í dag og séð lífið smá glært? En, allt sem að við segjum, gerum, hugsum eða tístum Þá erum við samt ótrúlega þakklátir í fyrstu Þó við séum ekki reyndir menn og við gerum stundum feila Að þá, höldum við alveg stundum að okkur sé hreinlega að dreyma Því að fá þennan stuðning frá óþekktu fólki er flothollt okkar allra Þegar það slær bringu í okkar ótti Jafnvel þó að brestir okkar og mistök eru nokkur Langar okkur að segja svolítið bara Takk kærlega fyrir okkur

BENEVENTUM

40


STEINUNN SIGÞRÚÐARDÓTTIR JÓNSDÓTTIR

41

BENEVENTUM


POST-

POSTLJÓSMYNDIR OG STÍLISERING: SKÚLI HÓLM HAUKSSON MODEL: BENEDIKT JÖKULL HELGASON OG ÞÓRHALLUR RUNÓLFSSON

BENEVENTUM

42


SKÚLI HÓLM HAUKSSON

43

BENEVENTUM


POST-

BENEVENTUM

44


SKÚLI HÓLM HAUKSSON

45

BENEVENTUM


POST-

BENEVENTUM

46


SKÚLI HÓLM HAUKSSON

47

BENEVENTUM


POST-

BENEVENTUM

48


SKÚLI HÓLM HAUKSSON

49

BENEVENTUM


POST-

BENEVENTUM

50


SKÚLI HÓLM HAUKSSON

51

BENEVENTUM


SUMAR MYNDIR ERU SUMARMYNDIR

SUMAR MYNDIR SUMARMYNDIR MYNDIR EFTIR FINN KALDA JÖKULSSON

BENEVENTUM

52


FINNUR KALDI JÖKULSSON

ERU

53

BENEVENTUM


SUMAR MYNDIR ERU SUMARMYNDIR

BENEVENTUM

54


FINNUR KALDI JÖKULSSON

55

BENEVENTUM


SUMAR MYNDIR ERU SUMARMYNDIR

BENEVENTUM

56


FINNUR KALDI JÖKULSSON

57

BENEVENTUM


SUMAR MYNDIR ERU SUMARMYNDIR

BENEVENTUM

58


FINNUR KALDI JÖKULSSON

59

BENEVENTUM


MYNDIR EFTIR ÞÓRHALL RUNÓLFSSON

BENEVENTUM

60


ÞÓRHALLUR RUNÓLFSSON

PORTRAIT MYNDIR EFTIR ÞÓRHALL RUNÓLFSSON

61

BENEVENTUM


BENEVENTUM

62


ÞÓRHALLUR RUNÓLFSSON

63

BENEVENTUM


BENEVENTUM

64


ÞÓRHALLUR RUNÓLFSSON

65

BENEVENTUM


Hafðu fjármálin á hreinu í appinu Með Landsbankaappinu hefur þú bankann alltaf við höndina í símanum; stöðuna, færslur, sparnaðinn og Aukakrónurnar.



STJÖRNUSPÁ

HRÚTUR Kæri hjartans hrútur þú ert búin/nn að vers óþolinmóð/ur uppá síðkastið en ástin er handan við hornið, bíddu eftir þriðja þriðjudegi desembermánaðar kl 22:57 og vertu hugrakkur því þá labbar manneskjan sem þú hefur verið að leita að beint í fangið à þér.

NAUT

Elsku naut hættu þessari endalausu þrjósku og opnaðu hugann aðeins. Þrjóskan er ekkert það slæm en hún er ekki að hjálpa þér mikið í verkefnunum sem eru framundan. Það er auðvelt að treysta á þig og þú bregst aldrei þínum allra nánustu en ég sé óvænta manneskju í náinni framtíð hjá þér sem þú getur hjálpað og á sama tíma mun hún hjálpa þér.

TVÍBURI Jæja elsku tvíburi, þú ert búinn að vera eitthvað óákveðinn undanfarið en nú er kominn tími á að gera upp hugann. Þú verður að henda þessum pælingum í framkvæmd áður en það verður of seint. Það sama á við um ástarlífið, segðu bara manneskjunni sem þú kemur ekki út úr hausnum á þér hvað þú ert að pæla. Farðu samt blíðlega að því, eins og þér einum sæmir.

BENEVENTUM

68


HALLA SIGRÍÐUR OG ELÍN YLFA

KRABBI Elsku besti krabbi, ástin er alveg ekki það sem þú átt að vera að pæla í núna því það er ekki að hjálpa þér að ofhugsa svona mikið :) Fókusaðu frekar á það sem þig langar að gera vel í þessum mánuði t.d. ná prófunum eða kaupa jólagjafir eða bara það sem þér dettur í hug og reyndu að gleymdu hinu (ástinni) :/

LJÓN

Kæra Ljón þú ert svo fyndin og flott og yndisþokkinn geislar út frá þér en manneskjan sem þú ert skotin í er ekki skotin í þér tilbaka?? Hvað er að frétta með það? Þó að það sé erfitt þá verðurðu bara hreinlega að hætta að hugsa um manneskjuna og verða skotin í næstu. En hún verður líklega sú sem fellur gjörsamlega fyrir þér og þínum persónutöfrum þannig vonum að hún sé worth it :)

MEYJA Það er heldur betur kominn tími til að segja þér elsku meyja að þú ert algjör dramadrottning en ekki fara að halda að það sé einhver móðgun. Það þarf alltaf eina dramadrottningu til þess að halda hlutunum smá spicyyy og það er þitt heiðurshlutverk. Haltu áfram með dramað baby en passaðu þig bara að fara ekki alltof langt með það :**

69

BENEVENTUM


STJÖRNUSPÁ

VOG

Elsku fallega Vog. Þú ert að fara að lenda í smá klemmu. Þú þarft að taka ákvörðun sem er ekki þín sterka hlið en reyndu að vera ákveðin/n. Ástarmálin eru frekar róleg hjá þér núna en líklegt er að einhver nálægt þér sé með smá crush á þér;) sem kemur ekki á óvart þar sem þú ert með geislandi persónuleika og ert king þegar kemur að félagslífinu.

SPORÐDREKI Ó elsku sporðdreki, þú ert svo klár og svo beautiful. Ástríða þín geislar frá þér sem á það til að laða að alls konar fólk en passaðu þig að hleypa ekki öllum inn! Nú er kominn tími til að rækta vinasambönd með fólki sem skiptir þig miklu máli. Þinn helsti galli er að þú átt það til að verða dálítið afbrýðissamur/ söm/samt. Þú skalt muna að setja þig í spor annarra og ekki jump to conclusions;*

BOGMAÐUR Wowsa! Bogmaður, þú fallega vera! Þú ert svo dugleg/ur/t! Núna er kominn tími á að taka smá leikhlé og anda! Þú leggur svo mikið á þig og verður að passa að taka ekki of mikið á þig. Nú er tilvalið að hugsa um self care. Farðu heim í búbblubað, helltu rauðvíni í fínt glas, settu rólega tónlist á og taktu þér pásu frá öllum og öllu öðru, u deserve it.

BENEVENTUM

70


HALLA SIGRÍÐUR OG ELÍN YLFA

STEINGEIT Steingeit. Hæ. Eigum við að kíkja á djammið? Þú átt það til að taka of mikla ábyrgð, passar alltaf að haga þér vel og fara eftir plani. Nú skaltu aðeins let loose og skoða hvatvísu hliðina þína! Hún er þarna þú þarft bara kannski að byrja á því að taka lítil skref. Þú munt finna hversu frelsandi það er að sleppa sér smá.

VATNSBERI Ástin mín, eitthvað brennur á þér. Þú átt erfitt með að tjá tilfinningar þínar og þú þarft að byrja að vinna í því. Finndu þín mörk og ef einhver fer yfir þau þá þarftu að tala um það, annars byrjar þú að bera kala og það getur verið ógeðslega vont:( góð samskipti er nákvæmlega það sem þú þarft fallegi vatnsberi:*

FISKUR Þú ert með eitthvað annað fallegt hjarta sko vá! En því miður eiga aðrir það til að nýta sér það og ekki alltaf á fallegan hátt. Þú treystir of mikið en þú þarft smá reality check baby. Það eru ekki allir jafn góðhjartaðir og þú. Hlustaðu betur á innsæið þitt og vertu trú sjálfri/um/u þér.

71

BENEVENTUM


AÐ TAKA AF SKARIÐ O.FL.

BENEVENTUM

72


HEKLA MARTINSDÓTTIR KOLLMAR

AÐ TAKA AF SKARIÐ O.FL. þarf að skrifa grein fyrir bene en dettur ekkert í hug get ekki fundið neitt, get ekki byrjað á neinu er allt of gagnrýnin á hugmyndirnar mínar í skrifum svo ég byrja ekki einu sinni á þeim fæ aldrei að sjá hvert hugmyndirnar gætu þróast fæ aldrei að sjá þá heima sem ég gæti skapað með því einu að skrifa stafi, orð, setningar koma hugsunum niður á blað en með teikningar er það allt öðruvísi ég bara byrja að teikna eða mála og geri það að einhverju fallegu þó það sé ljótt í byrjun ég bara læt vaða og oft verður það að einhverju flottu stundum er það ótrúlega ljótt, en það er samt allt í lagi með skrif er það annað mér líður eins og það sem ég skrifa þurfi að vera fullkomið, þurfi að standast ímyndaðar kröfur svo að nokkur megi sjá það sem ég skrifa þarf að vera ótrúlega sniðug og orðheppin þarf að vera arty en ekki klisjuleg en ég ætti að skrifa bara það sem mér dettur í hug sumt er ógeðslega lélegt en annað er kannski bara ótrúlega flott ég verð bara að halda áfram ekki gefast upp áður en ég byrja eða í miðju kafi

73

ég heyri alltaf frá fólki sem segist ekki þora þorir ekki að byrja að mála eða skrifa eða taka myndir eða feta sig áfram í einhverri list ég hvet þau áfram: byrjaðu bara! þú getur það, verður bara að byrja á einhverju þó það sé ekkert meistaraverk það þarf bara að byrja og halda áfram og þá kemst maður í flæði þótt það sem maður geri sé ógeðslega lélegt svona fyrstu skrefin sem maður stígur í heimi sköpunar það er svo óraunhæft að ætlast til að það fyrsta sem maður geri sé fullkomið mjög óheilbrigt að hugsa þannig þá tapar maður tækifærinu að skapa eitthvað sem maður er stoltur af eftir mikla æfingu kemst maður á þann stað og það er dásamleg tilfinning að vera stoltur af einhverju sem maður skapaði og vilja að fólk sjái sköpunarverkið, ekki vera hræddur um hvað fólki finnist heldur vera bara fokking ánægður með það sjálfur þetta þarf ekki að vera flókið bara byrja.

BENEVENTUM


STELDU STÍLNUM

STELDU STÍLNUM

BENEVENTUM

74


ANTHONY HOANG DUY NGUYEN 1.ÁR

HELGA FINNBORG

Peysa - Fecal Matter Buxur - Attitude clothing Skór - Luisaviaroma Taska - Heliot Emil

með því að scrolla niður instagram.

Hvernig myndiru lýsa stílnum þínum? Frumlegur, fjölbreytilegur og öðruvisi en aðrir um kringum mig

Hver er fashion icon-ið þitt? Fashion iconið mitt er taehyung, fecal matter og sc6le. Instagram: anthony.nguyen

Hvað er uppáhálds fatabúðin þín? Ég er ekki með uppáhálds fatabuð, kaupi lang flest allt á netinu, attitudeclothing, luisviaroma og second-hand búðir, spuutnik og fatamarkaðurinn. Ef ég þyrfti að velja uppáhálds fatamerkið mitt þá væri það y/project og Maison Margiela. Hvar færðu inspo? Ég fæ inspo fra tokyo style/goth/vintage, fæ lika inspo frá stílerum og bara

75

BENEVENTUM


SÓLBJÖRG MARÍA 2.ÁR

STELDU STÍLNUM

Peysa - Kvartýra Buxur - Weekday Skór - Puma

Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Kosy, Clean og Sexy. Hver er uppáhalds fatabúðin þín? Kyoto í Dk. Hvar færðu inspo? Bara á netinu. Hver er fashion Icon-ið þitt? @ceciliabdjm á instagram. Instagram: solbjorgmaria

BENEVENTUM

76


ULOMA LÍSBET RÓS OSUALA 1.ÁR

HELGA FINNBORG

Samfestingur - Hertex á Akureyri Peysa - Hertex á Akureyri Skór - Sketchers

Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Næturvirkur, Icy og Kóngalegur. Hvað er uppáhalds fatabúðin þín? Hertex á Akureyri. Hvar færðu inspo? Frá Bratz dúkkum hehe. Hver er fashion icon-ið þitt? Barbara Malewicz, Dudedoria og Fengfan_x Instagram: Ul0ma

77

BENEVENTUM


DÍANA RÓS HANH BRECKMANN 4.ÁR

STELDU STÍLNUM

Bolur - Ebay Pils - Spúútnik Skór - Dr Martens Fanny pack - Taikan hjá Húrra Rvk Skart - Spúútnik og Víetnam Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Er mjög miklu fluid með stíl, fíla eiginlega allt sem mér finnst vera flott. Myndi segja harajuk stíll, þar sem goth/ pönk og kawaii blandast saman. Er mjög veik fyrir pönkaradóti en á sama tíma yfir bleiku og blómadóti. Hver er uppáhálds fatabúðin þín? Hef enga eina uppáhálds, ég finn flíkurnar mínar allstaðar en mér finnst Kvartýra vera með mjög kúl designer föt fyrir alla. Síðan styð ég second hand/vintage búðir og ein úti í London

BENEVENTUM

heitir Serotonin. Hvar færðu inspo? Frá Asíu, er ættuð frá Víetnam og ég reyni að blanda öllu saman. Fæ mikið inspo frá Eriku Bowes, hún mixar öllu mjög vel saman, er hálf japönsk minnir mig og stílisti og ég tengi mjög mikið við hana. Hver er fashion icon-ið þitt? Stella Björt vinkona mín og svo ég sjálf bara, nei ég segi svona. Lít upp til allra sem þora að vera þau sjálf. Instagram: dianabreckmann

78


HULDA KRISTÍN 2.ÁR

HELGA FINNBORG

Bolur - Rauði krossinn Skyrta - Uniqlo Buxur - Rauði krossinn Belti - Dollskill Skór - Dollskill

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Lagskipt, litríkt og lauslátt. Hver er uppáhálds fatabúðin þín? Rauði krossinn. Hvar færðu inspo? Frá öllu og öllum. Hver er fashion icon-ið þitt? Uglyworldwide og Nadia Lee Cohen Instagram: hldakrstin

79

BENEVENTUM


HUGI ÓLAFSSON 4.ÁR

STELDU STÍLNUM

Jakki - Nytjamarkaðurinn ABC. Peysa - Hertex. Buxur - Nytjamarkaðurinn ABC. Skór - Nytjamarkaðurinn ABC. Húfa - Nytjamarkaðurinn ABC.

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Svart og hvítt. Hver er uppáhalds fatabúðin þín? Nytjamarkaðurinn ABC. Hvar færðu inspo? Frá góða fólkinu. Hver er fashion icon-ið þitt? John Balance. Instagram: hugiolafsson

BENEVENTUM

80


ORIGINAL

KJÚKLINGALEGGIR

SÍGILDSÆLA


HVERNIG ÞÚ ÆTTIR AÐ HLUSTA Á DEATH GRIPS

HVERNIG ÞÚ ÆTTIR AÐ HLUSTA Á DEATH GRIPS

Tilgangur Death Grips er einhliða. Þeir setja sig á móti hefðbundinni tónlist og ögra hlustandanum. MC Ride, mætir á öll lög með harða texta og ógnandi öskur. Zach Hill situr hokinn yfir trommunum og hamrar inn hörðustu taktana sem hrista beinin þín. Andy Morin leggur niður óhugnanleg og ókunnuleg rafhljóð sem láta þig hugsa hvort þetta sé viljandi eða eitthvað er bilað í græjunum. Death Grips láta þig líða illa, láta þig vilja starta hópslag, láta þig vilja öskra einhvern ókristilegan fjanda út í loftið. Þeim er drullusama um aðdáendur sína og hafa margoft hætt við tónleika eða sleppt að gefa út plötu. Bara út af því að þeir nenna ekki. Ég held að ég gæti ekki talið á mínum tíu puttum hversu oft þeir hafa hætt og byrjað aftur.

er víst er að þeir verða ávallt með texta sem láta þig skammast þín og takta sem steikja í þér heilann. Þessar lýsingar hljóma ekkert rosalega spennandi. En að hlusta á Death Grips ætti að vera skyldunám í menntaskólum á þessu landi. Death Grips þroskar tónlistasmekk manns. Death Grips þroskar mann sjálfan. Eftir að maður hefur hlustað á þá byrjar maður að sjá áhrif þeirra á tónlistina í kringum sig. Að mínu mati er bara ein ástæða af hverju fleiri hlusta á Death Grips. Varla er til erfiðari tónlist til að koma sér inni. Þess vegna hef ég gert hér lítinn lista með fyrstu fjórum plötum sem þú skalt hlusta á til að byrja þetta andlega ferðalag.

Tónlistin þeirra fylgir engum stíl. Ein platan gæti verið skilgreind sem þungarokk, önnur sem einhverskonar experimental rap og sú þriðja sem rafmagnsöskur. Þeir gera bara það sem þeir vilja. Það er fegurðin í þeirra tónlist. Þeir fylgja engum standard. Það er ekki hægt að skilgreina þá. Eina sem

BENEVENTUM

82


SKÚLI HÓLM HAUKSSON EXMILITARY

Þetta er fyrsta Death Grips platan sem ég hlustaði á og að mínu mati fyrsta platan sem allir ættu að hlusta á. Platan opnar með mónólogi frá Charles Manson, sem undirbýr mann fyrir hvernig tónlist maður er að fara hlusta á. Platan er með þungar bassalínur og harðar trommur. Fullkomin til að vekja sig á sunnudagsmorgni.

THE MONEY STORE

Án efa vinsælasta Death Grips platan, flestir ættu að hafa heyrt Get Got einu sinni eða tvisvar. Óljóst er hvernig ætti best að lýsa þessari plötu. Hún er ekki jafn gróf og aðrar plötur þeirra en samt nógu gróf til að koma manni í óljósa vímu og velta fyrir sér tilgangi lífsins. Platan er ómennsk blanda af hljóðum sem smella einhvern veginn saman.

NO LOVE DEEP WEB

Fyrri tvær plöturnar voru einungis þið að dýfa tánum í vatnið, þessi plata hendir ykkur útí. Plötukápan er það sem þú heldur að það sé með nafninu á plötunni skrifað á það. Platan ógnar öllum þínum skoðunum um hvað skilgreinist sem tónlist. 808 bassinn grefur sig inní heilann á þér og neyðir þig til þess að kýla eitthvað. 90% af tímanum er textinn óskiljanlegur en segir samt sannleikann á einhvern hátt.

GOVERNMENT PLATES

Gleymdu öllu um það sem þú hélst að væri jaðartónlist. Þetta er aðeins fyrir lengra komna. Ef þú getur hlustað á þessa plötu frá byrjun til enda ertu endanlega orðinn aðdáandi. Þessi plata grefur upp tilfinningar faldar langt undir yfirborðinu. Sum tónlist ógnar, þessi plata mætir með hníf og stingur þig.

83

BENEVENTUM


DÝRAGREININ

BENEVENTUM

84


VALDÍS, HELGA FINNBORG OG SUNNA

DÝRAGREININ

85

BENEVENTUM


DÝRAGREININ

Finnur og Charlie. “Charlie er 11 ára og hann er alltof mikill dólgur.”

BENEVENTUM

86


VALDÍS, HELGA FINNBORG OG SUNNA

Helga og Rúfus. “Rúfus er 2 ára og heitir fullu nafni Rúfus Erasmus XIII. Ég er að passa hann og við erum bestu vinir. Hann er hreinræktaður persakisi og borðar bókstaflega allt sem hann kemst í. Þegar hann var lítill elskaði hann sætan mat sem er skrítið af því kisur eru ekki með bragðlauka sem finna sætt bragð. Hann vann Besti Geldi Fress í kattarsýningu hjá kynjaköttum árið 2016 og fékk bikar fyrir það. Hann er líka mesta krúttið og vill alltaf kúra”

87

BENEVENTUM


DÝRAGREININ Dóa og Mellutussuhóra. “Fyrst hét hún Beyoncé, svo Rúsína og núna Mellutussuhóra. Hún er ca 8 ára. Hún borðar hamstramat og hey, líka eitthvað hnetusjitt, fílar líka baunaspírur. Hún er Chileanskur eyðimerkuríkorni, oftast kallað Degu. Hún hét fyrst Beyoncé afþví hún átti dóttur sem hét Blue Ivy, þær voru í pössun hjá frænda mínum og hann vaknaði við það að Beyoncé var búin að bíta hausinn af Blue Ivy… Nú bý ég með fkn morðingja í stofunni minni (hvessunæs!) Hún er fkn psychobitxh, lika svoooo heimsk.”

BENEVENTUM

88


VALDÍS, HELGA FINNBORG OG SUNNA

Elín og Sasú “Síðan þessi mynd var tekin er páfagaukurinn minn floginn burt á betri stað. Sasú var Amazon páfagaukur. Hún eða hann varð 21 árs og við vissum aldrei hvort það væri strákur eða stelpa. Hún elskaði að hlægja með þegar hún heyrði einhvern hlægja, það varð alltaf ennþá meira hláturskast úr því. RIP elsku Sasú’’

89

BENEVENTUM


DÝRAGREININ Hekla og Dimmalimm. “Dimmalimm, ein af þremur hænum sem ég á, er svona 3 ára og við fengum hana því mamma vildi fá hænur. Pabbi sér mest um hænurnar (hinar heita Gullbrá og Ronja) og við fáum egg frá þeim daglega. Þær eru mjög góðar og cool.”

Halldóra og Hallvarður. “Hallvarður er 2 mánaða gamall, hann borðar fiskamat og hann er svo ljótur að hann er sætur.”

BENEVENTUM

90


VALDÍS, HELGA FINNBORG OG SUNNA Stormur og skjaldbökurnar “Skjaldbökurnar mínar heita Kleopatra, 2 ára, og Cesar, 4 ára. Þær eru hermann Tortoise og geta orðið allt að 18 cm langar og allt að 60 ára gamlar. Þær leggjast í dvala einu sinni á ári í september eða október og eru í dvala í 4-5 mánuði”

Kristín og Tumi. “Tumi er 13 eða 14 ára kisi. Hann er með 2 mismunandi afmælisdaga og ártöl á 2 mismunandi skjölum. Hann týndist í hálft ár og foreldrar mínir sögðu mér að hann væri dauður en við fengum hann svo aftur. Við fórum með hann til dýralæknis og þá kom í ljós að einhver hefur skotið hann því hann er fullur af höglum? Hann er mjög latur og grimmur en bara við mig.”

91

BENEVENTUM


DÝRAGREININ

Tumi,Vaka og Valdís Tumi og Vektor. “Vektor er pólskur og talar þess vegna ekki íslensku. Að vísu enga pólsku heldur. Hann er baby making machine og er svona 30 hvolpa pabbi. Ég á hann ekki beint, við erum bara með hann í ‘’fóðri’’. Þýðir að einhver gella sem ræktar Schnauzer hunda út í bæ á hann og tekur hann stundum til að ríða. Ekki hún að ríða honum heldur hann að ríða öðrum tíkum. Hann átti að vera sýningahundur en var víst ekki ‘’rétti liturinn’’ þannig við eigum hann næstum. Keyptum hann bara ekki. “ Tumi oddviti pésa á þennan hund allir að passa sig á þessum mönnum.

Valdís og Flóki. “Flóki er algjööööör homie og elskar gulrætur. Hann er 8 ára og er mjög hrifinn af karlskyns hundum. Það voru smá kóngastælar i manninum á setti.” Vaka og Ída. “Hún heitir Ída. Hún er átta ára. Hún er frekar lítil.”

BENEVENTUM

92


VALDÍS, HELGA FINNBORG OG SUNNA

Óðinn, Ares og Dreki. “Hundarnir mínir heita Ares og Dreki og þeir eru feðgar. Fun fact: Þeir eru sætustu hundar í heimi og bestir. Þó þeir séu feðgar eru þeir gjörólíkir í skapi og persónuleika. Annars vegar er Ares (pabbinn) mjög félagslyndur en ergir sig á hverju sem er, aðallega þegar hann er svangur. Dreki er hinsvegar mjög feiminn og friðsæll (við okkur; almennt er hann skelfingu lostinn þegar við fáum gesti). Þeir eru mjög elskaðir og ég hugsa að þeir elski hvorn annann þó þeir ergi sig oft á hvor öðrum”.

93

BENEVENTUM


“ÉG ÆTLA EKKI AÐ DREKKA OF MIKIÐ Í KVÖLD”

“ÉG ÆTLA EKKI AÐ DREKKA OF MIKIÐ Í KVÖLD”

BENEVENTUM

94


NAFNLAUST

Trigger warning ,,Ég ætla ekki að drekka of mikið í kvöld‘‘, sagði ég við vini mína í strætó á leiðinni í fyrirpartý. Ég var busi. Fyrirpartýið var hjá stelpu sem ég þekkti smá, vinir mínir þekktu hana betur. Hún hafði reynt við mig áður en ég hafði engan áhuga á henni. Við mættum í partýið og ég fékk mér einn drykk. Vinur minn blandaði annan drykk handa mér og annan og annan og annan. Ég drakk of mikið þetta kvöld. Ég var að spjalla við vini mína en allt í einu fór mig að svima og ég hallaði mér upp að vegg. Vinir mínir fóru og ég var einn. Stelpan sem hélt partýið kom að mér og ég man að hún reyndi að kyssa mig nokkrum sinnum. Ég ýtti henni frá en hún gafst ekki upp. Ég byrjaði að detta út eða fara í ,,black out” en man hinsvegar eftir nokkrum pörtum kvöldsins. Næsta sem ég veit af er að hún var að kyssa mig, hún tók í höndina á mér og leiddi mig upp stigann á efri hæðina inn í herbergið hennar. Þetta var skrítið móment. Mér leið eins og sálin hefði farið úr líkamanum mínum og ég væri að horfa á hana leiða mig upp stigann. Hún henti mér í rúmið og byrjaði að taka buxurnar mínar niður, síðan nærbuxurnar. Hún byrjaði að totta mig, ég gat ekki hreyft mig, ég varð mállaus. Hún fór úr kjólnum. Hún fór úr nærbuxunum. Hún fór ofan á mig og byrjaði að ríða mér. Ég var með standpínu en ég vildi þetta ekki. Hún kallaði mig niðrandi nöfnum. Ég veit ekki hvað þetta tók langan tíma. Ég starði bara upp í loft, og beið eftir að þetta tæki enda. Loksins fór hún af mér. Hún klæddi sig í nærbuxurnar, síðan kjólinn

og sagði: ,,Sjáumst á ballinu”. Ég gat ekki hreyft mig. Mér leið ógeðslega. Ég klæddi mig í fötin og labbaði út úr herberginu. Vinur minn kom upp að mér og gaf mér high five eins og ég hefði verið að afreka eitthvað. Var þetta eitthvað afrek? Ég vissi ekki betur, strákar eiga að sjálfsögðu alltaf að vilja kynlíf. Ég fór á ballið og hitti vini mína. Þeir hlógu að mér og sögðu bara að ég hefði nú getað valið betur, já haha ætli það ekki. Ég sá hana á ballinu og það fór hrollur um allan líkama minn. Ég fór heim. Eftir þetta kvöld drakk ég ekki í langan tíma. Ég laug að öllum og að sjálfum mér að ég væri á lyfjum sem ég mætti ekki drekka með. Ég var í afneitun. Sannleikurinn var sá að ég vildi ekki lenda í þessu aftur en ég fattaði það ekki fyrr en tveimur árum seinna þegar ég fór í partý með vini mínum. Ég var ekkert að spyrja hvert við værum að fara og þegar við mættum þá kannaðist ég ekkert við húsið. Ég labbaði inn og fyrsta manneskjan sem ég sá var hún. Þessi stelpa sem ég neitaði að væri til í tvö ár. Ég veit ekki hvað gerðist en ég hljóp inn á klósett, gubbaði og grét. Ég var búinn að fá mér einn drykk en ég fór í einhverskonar black out, vinur minn hjálpaði mér út í bíl hjá besta vini mínum sem keyrði mig heim. Alla leiðina heim grét ég svo mikið, ég skildi ekki. Vinur minn skildi. Hann sagði að strákar gætu líka orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hann sagði að þessi stelpa hefði gert þetta við nokkra stráka. Þá fattaði ég að ég var beittur kynferðislegu ofbeldi.

95

BENEVENTUM


10% afsláttur fyrir neme MH og NOVA 2f1 tilboð al virka daga eftir kl 14:00 Local í Kringlunni


endur lla รก


Þú sækir pizzu og stóran skammt af brauðstöngum og færð aðra pizzu sömu stærðar að auki.

BENEVENTUM

98

DOMINOS.IS | DOMINO’S APP | 58 12345


FÁÐU BURRITO Á

HEILANN %UR 1F3 SLÁTT A

ÞAÐ ER GOTT – OG HOLLT Serrano gefur námsfólki 13% afslátt gegn framvísun skólaskírteinis. Við sjáum til þess að þú fáir ferskan og hollan mat svo að heilinn fái næga næringu og þú komist í gegnum skóladaginn.


Sérstakar þakkir: Amma Elínar Júlía Runólfsdóttir Foreldrar okkar Kjarnastjórn NFMH Atli Finnsson Hrafnhildur Anna Arngrímur Gíslason Hekla Sveitó Kristínardóttir Díana Rós Hanh Breckman Valgerður Birna Jónsdóttir Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir Benedikt Jökull Helgason Gunnar Björn Gunnarsson Dagur Eggertsson Tómas van Oosterhout Óttar Þór Ólafsson Anthony Hoang Duy Nguyen Sólbjörg María Gunnarsdóttir Uloma Lísbet Rós Osuala Hulda Kristín Hauksdóttir Hugi Ólafsson Ísadóra Bjarkardóttir Halldóra Björg Einarsdóttir Stormur Magnússon Kristín Trang Óðinn Jökull Björnsson

BENEVENTUM

100


101

BENEVENTUM


NEMENDAFÉLAG MENNTASKÓLANS VIÐ HAMRAHLÍÐ 2018


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.