Þjóðleikhúsblaðið

Page 1

2020-2021

1


Nú getur allt gerst!

Þjóðleikhúsblaðið, leikárið 2020-2021. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Þorgeir Kristjánsson. Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Hrafnhildur Hagalín, Sváfnir Sigurðarson. Hönnun og útlit: ENNEMM. Ljósmyndir: Ari Magg, Atli Þór, Börkur Sigþórsson, Hörður Sveinsson, Jón Guðmundsson og fleiri. Prentun: Prentmet-Oddi. Þjóðleikhúsið, Hverfisgötu 19. Miðasala: 551 1200, midasala@leikhusid.is. www.leikhusid.is.

2


Nýtt upphaf Við í Þjóðleikhúsinu höfum beðið þess með mikilli eftirvæntingu að mega leiða ykkur inn í nýtt leikár, fullt af nýjungum og spennandi upplifunum! Við erum afar þakklát fyrir að nú geti landsmenn aftur farið að koma saman, njóta og upplifa í sameiningu. Við höfum nýtt tímann vel á undanförnum mánuðum til að endurmeta, breyta og bæta. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa gengið til liðs við leikhúsið og nýtt leikár er kynnt undir nýrri, listrænni forystu. Við erum staðráðin í að hreyfa við ykkur, áhorfendur góðir, á nýju og metnaðarfullu leikári. Við ætlum að segja kraftmiklar sögur sem skipta máli, hlæja, gráta og kynnast ótal hliðum mannlegrar tilveru. Óvenju mörg íslensk verk eru á boðstólum en einnig frábær erlend verk sem við teljum að eigi erindi við okkur öll. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval barnaleikrita, og galopnum leikhúsið fyrir ungu fólki með einstökum kjörum. Leikhúskjallarinn gengur í endurnýjun lífdaga með fjölbreyttri dagskrá og við hleypum þar líka af stokkunum Hádegisleikhúsi Þjóðleikhússins. Loftið, endurnýjað leikrými á efstu hæð leikhússins, verður ný og spennandi tilraunastofa. Til að gera sem best við leikhúsgesti höfum við ráðist í gagngerar endurbætur á forsal með enn betri veitingaaðstöðu. Nú geta gestir gert meira úr kvöldinu með því að mæta fyrr og njóta ljúffengra veitinga fyrir sýningu og í hléi og jafnvel gluggað í úrvalið í nýju leikhúsbókabúðinni okkar. En það sem hefur ekki breyst er að leikhúskortið er enn besta leiðin til að tryggja sér öruggt sæti á besta verðinu. Ég vona að þið, kæru gestir, tryggið ykkur leikhúskort til að upplifa sem flestar ógleymanlegar stundir með okkur á þessu nýja og spennandi leikári. Verið hjartanlega velkomin í Þjóðleikhúsið. Nú getur allt gerst! Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri

3


NÝTT

25 ára og yngri fá fjórar sýningar á aðeins 8.900 kr.

Við galopnum Þjóðleikhúsið fyrir ungu fólki með leikhúskorti á ótrúlegu verði.

Hádegisleikhúsið Matarmiklar sýningar um miðjan dag Þjóðleikhúsið kynnir skemmtilega nýjung í Leikhúskjallaranum: Hálftímalöng leiksýning og léttur hádegisverður á aðeins 3.900 kr. Ný og bitastæð leið til að brjóta upp vinnudaginn eða bara til að hittast og njóta í hádeginu. Sjá nánar á bls. 22. 4

NÝTT


Kortið veitir þér 30% afslátt af fjórum eða fleiri sýningum og ýmis fríðindi Þú velur 4 sýningar eða fleiri, færð 30% afslátt og verð kortsins fer eftir miðaverði á þær sýningar sem þú velur. Þú færð áminningu með SMS nokkrum dögum fyrir sýningarnar þínar.

Leikhúskortið veitir þér alls konar fríðindi - Þitt sæti á sýningarnar sem þig langar mest að sjá

- Sérstök tilboð send út reglulega

- Gjafakort á sérkjörum þegar þú vilt gleðja aðra

- Ef sýningardagsetning hentar ekki þá aðstoðum við þig við að finna nýja dagsetningu

- Afsláttur af bókum í leikhúsbókabúðinni okkar

- SMS áminningar um sýningardaga

Miði á sýningu í Hádegisleikhúsinu, ásamt veitingum, fylgir í kaupbæti með öllum kortum sem keypt eru fyrir 15. október 5


Frumsýnt í október 2020 / Stóra sviðið

Ítölsk leikhúsveisla!

Ítalskar veitingar fyrir sýningu og í hléi

Þær elska og styðja hvor aðra, en áfellast líka hvor aðra. Í því liggur fegurðin og nándin í vináttu kvenna. Yaël Farber

(

Framúrskarandi vinkona Leikverk byggt á bókum Elenu Ferrante Leikgerð: April de Angelis Leikstjórn: Yaël Farber

Hrífandi saga um stormasama vináttu

L

ila og Elena eru skarpgreindar stúlkur sem alast upp í fátækrahverfi í Napólí á sjötta áratugnum. Við fylgjumst með vegferð þeirra frá æsku til fullorðinsára á tímum mikilla umbreytinga. Þær þurfa að beita öllum brögðum til að komast af, brjótast til mennta og öðlast betra líf í harkalegu umhverfi þar sem ofbeldi stjórnar lífi fólks og réttur kvenna er lítils virtur. Áhrifarík saga um djúpa en flókna vináttu, heitar ástir, afbrýðisemi, sárar fórnir, æðruleysi, örvæntingu og baráttu fyrir tilverurétti. Öllu verður tjaldað til við uppsetninguna á þessari mögnuðu sögu. Hér er sannkölluð stórsýning í vændum! Napólí-sögur Elenu Ferrante hafa farið sigurför um heiminn, selst í yfir tíu milljónum eintaka og verið þýddar á fjölmörg tungumál. Sjónvarpsþættir byggðir á sögunum eru þegar orðnir þeir vinsælustu í sögu Ítalíu og hafa slegið í gegn víða um heim.

DV, Kolbrún Bergþórsdóttir

)

Geysivinsælar Napólí-sögur Elenu Ferrante nú loks á íslensku leiksviði

Slegið verður upp ítalskri leikhúsveislu á Stóra sviðinu þar sem leikhúsgestir geta notið þess að sjá allar sögurnar öðlast líf í uppfærslu með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Leikstjórinn Yaël Farber er leikskáld og leikstjóri frá Suður-Afríku sem hefur öðlast mikla alþjóðlega viðurkenningu og leikstýrt víða um heim á undanförnum árum. Hún hefur meðal annars sett á svið rómaðar sýningar í helstu leikhúsum Bretlands og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Leikverkið er byggt á sögunum Framúrskarandi vinkona, Saga af nýju ættarnafni, Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi og Sagan af barninu sem hvarf.

Þýðing: Salka Guðmundsdóttir. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Sviðshreyfingar: Conor Doyle. Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín. Tónlist: Valgeir Sigurðsson.

6

„Bókin er kraftmikil, viðburðarík, afar vel sögð og áhrifamikil”.

Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ í tengslum við sýninguna í september og október


Elena Ferrante

Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Birgitta Birgisdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Edda Arnljótsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Eldey Erla Hauksdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Eva Jáuregui, Guðrún S. Gísladóttir, Harpa Arnardóttir, Hákon Jóhannesson, Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Hilmir Jensson, Hjalti Rúnar Jónsson, Hulda Gissurardóttir, Jörundur Ragnarsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Ronja Pétursdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Sigurður Sigurjónsson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.


Frumsýnt í september 2020 / Stóra sviðið

Egner er snillingur í að skemmta áhorfendum og vekja um leið samúð með öllum á sviðinu – líka skúrkunum. Við finnum til með ræningjunum og þannig miðlar verkið umburðarlyndi. Örn Árnason - sem leikur nú í leikriti eftir Egner í sjöunda sinn!

„Hvar er Kasper, hvar er Jesper, hvar er Jónatan?“

Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir

Eftirlætis barnaleikrit þjóðarinnar gleður og sameinar kynslóðir

K

ardemommubær er yndislegur bær, fullur af skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þrennt ógnar þó friðsældinni í bænum, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga Soffía frænka! Þegar ræningjarnir fá þá hugdettu að ræna sjálfri Soffíu frænku til að sjá um húsverkin fyrir sig færist heldur betur fjör í leikinn. Fjöldi leikara, barna og tónlistarmanna tekur þátt í þessari bráðskemmtilegu og kraftmiklu sýningu á ástsælasta barnaleikriti íslenskrar leikhússögu, þar sem yndislegu sönglögin hans Egners gleðja jafnt unga sem aldna!

Kardemommubærinn var fyrst sýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1960 og er nú settur á svið í sjötta sinn. Hver kynslóð verður að fá að kynnast töfraheimi Thorbjörns Egner!

Tónlistin úr sýningunni og annar varningur fæst í forsal leikhússins. Þú finnur bókina í nýju leikhúsbókabúðinni í anddyri.

Handrit, tónlist og söngtextar: Thorbjörn Egner. Þýðing leiktexta: Hulda Valtýsdóttir. Þýðing söngtexta: Kristján frá Djúpalæk. Tónlistarstjórn og útsetningar: Karl Olgeir Olgeirsson. Danshöfundur: Chantelle Carey. Leikmynd: Högni Sigurþórsson. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson.

8


EFTIR

Thorbjörn Egner

Leikarar: Arnaldur Halldórsson, Auður Finnbogadóttir, Bergþóra Hildur Andradóttir, Bjarni Gabríel Bjarnason, Bjarni Snæbjörnsson, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Gunnar Smári Jóhannesson, Hallgrímur Ólafsson, Hákon Jóhannesson, Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmar Máni Magnússon, Jón Arnór Pétursson, Nicholas Arthur Candy, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Rebecca Hidalgo, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Vala Frostadóttir, Þórhallur Sigurðsson, Örn Árnason og fjöldi barna.


Frumsýnt í september 2020 / Kassinn

Stundum óttast fólk ást jafn mikið og það þráir hana. María Reyndal

Upphaf eftir David Eldridge Leikstjórn: María Reyndal

Hvort þeirra á að stíga fyrsta skrefið?

Þ

Fyndið, hlýtt og áleitið verk sem hittir þig beint í hjartastað

að er miðnætti. Síðustu gestirnir úr innflutningspartíinu hjá Guðrúnu eru nýfarnir með leigubíl. Allir nema einn, Daníel, sem flæktist inn í partíið af hálfgerðri tilviljun. Hann hikar. Á hann að láta sig hverfa líka, eða þiggja eitt glas enn?

Einstaklega vel skrifað nýtt leikrit, fyndið og ljúfsárt, um þrána eftir nánd og löngun til að eignast fjölskyldu. Verkið fjallar jafnframt um óttann við skuldbindingar og það að tengjast öðrum of sterkum böndum.

Við fylgjumst með tveimur manneskjum reyna að nálgast hvor aðra. Þau þreifa sig áfram, kanna hvað þau gætu átt sameiginlegt. Straumarnir á milli þeirra … gæti þetta orðið upphafið að einhverju? Einnar nætur ævintýri? Eða er eitthvað miklu meira í vændum?

Leikritið var frumsýnt í Breska þjóðleikhúsinu í London fyrir þremur árum, hlaut einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda og hefur síðan verið sýnt við mikla hrifningu víða um heim.

Þýðing: Auður Jónsdóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Margrét Einarsdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Titillag: Valdimar Guðmundsson og Úlfur Eldjárn.

10


DAV I D E L D R I D G E

UPPHAF

Leikarar: Hilmar Guðjónsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir.


Nýtt Þjóðleikhús Fjölmargar nýjungar og stórbætt aðstaða leikhúsgesta Á undanförnum mánuðum höfum við endurskoðað stefnu Þjóðleikhússins og undirbúið margskonar nýbreytni í starfseminni. Meðal þeirra nýjunga sem við bjóðum gestum upp á á leikárinu eru Hádegisleikhús, klassabúlla í Kjallaranum með fjölbreyttri dagskrá og tilraunasmiðjur á Loftinu, auk þess sem höfundastarf er stóraukið.

12

Um leið höfum við unnið að því að bæta verulega gestaaðstöðu og veitingaþjónustu, sem bíður leikhúsgesta þegar þeir koma í leikhúsið nú í haust. Við hömpum í senn glæsilegu höfundarverki Guðjóns Samúelssonar arkitekts og bætum þjónustu og allan aðbúnað gesta. Nú geta gestir mætt fyrr og notið veitinga í glæsilegu umhverfi. Verið hjartanlega velkomin!


(

Veitingar fyrir hópa Hópurinn þinn getur borið fram sérstakar óskir um veitingar. Sendu okkur línu á midasala@leikhusid.is.

)

Gerðu meira úr kvöldinu

Nú getur þú pantað mat og aðrar veitingar fyrirfram þegar þú kaupir leikhúsmiðann eða í miðasölu með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara Ljúffengar veitingar fyrir sýningu og í hléi:

Napólí-platti í íslenskri útgáfu - kjörið að deila

Heimagerðar kartöfluflögur með unaðslegri kryddblöndu

Tómatar, mozzarella, basilíka, ólívur, hráskinka, salami, pestó, brauð, íslenskir ostar.

Melanzane, ítalskt lasagna – grænmetisréttur Eggaldin, mozzarella, parmesanostur, tómatar, basilíka.

Kartöfluflögur, salt, dill og fleira óvænt.

Sígildur snittubakki Rækjur, reyktur lax og roast beef.

Heimaunnar hnetur Hnetur, kryddblanda og síróp.

Jólaplatti Boðið verður upp á jólaplatta í aðdraganda jólanna.

Heimabakaðar Sörur Einstakt hnossgæti.

13


Frumsýnt í september 2020 / Kassinn

Það var þessi frelsandi og afslappaði heiðarleiki sem hún sýnir dóttur sinni sem kveikti í okkur. Ilmur Kristjánsdóttir og Silja Hauksdóttir Kópavogskrónika. Leikverk byggt á bók eftir Kamillu Einarsdóttur Leikgerð: Silja Hauksdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir Leikstjórn: Silja Hauksdóttir

Hispurslaus, ögrandi og hrífandi saga úr samtímanum

Í

Kópavogskróniku gerir ung, einstæð móðir upp fortíð sína. Óvenjulega opinskátt verk um samband móður og dóttur, þar sem móðir segir dóttur sögu sína og lýsir hispurslaust samskiptum við karlmenn og sukksömu og hömlulausu líferni. Frásögnin er kjaftfor, kaldhæðin, átakanleg og hjartaskerandi, en um leið fyndin og frelsandi. Hvers vegna finnst þessari ungu konu Kópavogur hafa ómótstæðilegt aðdráttarafl? Er það vegna þess að þar eru falleg útivistarsvæði umkringd dekkjaverkstæðum, það eru engar vídeóspólur í sjoppunni Video grill og það er ekki til neins að láta sig dreyma um að hitta einhvern skjaldsvein á barnum Riddaranum?

Móðir talar til dóttur sinnar og dregur ekkert undan

Skáldsaga Kamillu Einarsdóttur bar með sér hressandi andblæ þegar hún kom út árið 2018, og náði að fanga brot úr samtíma okkar með persónulegum, blátt áfram og kankvísum stíl. Tónlistarmaðurinn Auður skapar sýningunni magnaðan hljóðheim.

„Fæst börn eru stolt af ríðiafrekum mæðra sinna. En þú verður að viðurkenna að listinn yfir bólfélaga mína er frekar tilkomumikill.“

Tónlist: Auður. Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Hönnun myndefnis: Víðir Sigurðsson. Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson.

14


Leikarar: Arnmundur Ernst Backman, Ilmur Kristjรกnsdรณttir, ร รณrey Birgisdรณttir.


Frumsýnt 26. desember 2020 / Stóra sviðið

Hvenær verðum við VIÐ? Og hvenær verða hinir HINIR? Hugmyndir eru vírusar sem umbreyta okkur. Benedikt Erlingsson

Nashyrningarnir eftir Eugène Ionesco Leikstjórn: Benedikt Erlingsson

Þeir eru komnir! Eða hafa þeir alltaf verið hérna?

H

versdagslegt lífið í litlum bæ umturnast þegar íbúarnir taka að breytast í nashyrninga, hver af öðrum. Allir nema hlédrægur skrifstofumaður sem er gagnrýndur af vinnufélögunum fyrir óstundvísi, óreglu og frjálslegt líferni. Hvers vegna er það einmitt bara hann sem reynir að spyrna við fótum og halda í mennskuna?

Seiðmagn nýrra hugmynda, hjarðhegðun og eilíf barátta mennskunnar við að lifa af

Nashyrningarnir fóru eins og eldur í sinu um leikhús í Evrópu strax eftir að leikritið var frumflutt árið 1959, og var verkið leikið í Þjóðleikhúsinu þegar árið 1961. Leikritið er sett upp reglulega víða um heim enda spyr það enn áleitinna og ögrandi spurninga.

Nashyrningarnir eru eitt frægasta verk hins heimsþekkta fransk-rúmenska leikskálds Ionescos og verður áhorfendum nú boðið upp á nýja, ferska og fjöruga útfærslu Benedikts Erlingssonar og leikhópsins á þessu skemmtilega leikriti.

Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Davíð Þór Jónsson.

16


Benedikt erlingsson

NASHYRN INGARNIR EUGÈNE IONESCO

Leikarar: Arnmundur Ernst Backman, Björn Thors, Edda Arnljótsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Hildur Vala Baldursdóttir, Pálmi Gestsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Örn Árnason og fleiri.


Frumsýnt í nóvember 2020 / Kassinn

Efniviðurinn sem við vinnum upp úr er jafn litríkur og jólin sjálf. Þetta eru sannar sögur – skemmtilegar, átakanlegar, ótrúlegar … um okkur sjálf og aðrar íslenskar fjölskyldur. Gísli Örn Garðarsson

Jólaboðið Handrit og leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson Innblásið af verki Thorntons Wilder, The Long Christmas Dinner og sýningu Þjóðleikhússins í Noregi, unninni af Tyru Tønnessen

Á þessu heimili eru ekki rjúpur á jólunum, við erum ekki fátæk

Á jólunum verður allt að ganga upp, alltaf Viðburðarík saga íslenskrar fjölskyldu í 100 ár

Í

jól og upplifum með henni umrót heillar aldar; seinni heimsstyrjöldina, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og um leið vandræði fjölskyldunnar við að aðlaga sig breyttum háttum og innbyrðis venjum.

Sagan hefst árið 1914, Íslendingar eru byrjaðir að stunda togaraútgerð. Fyrri heimsstyrjöldin geisar, rafmagnið er að finna sér leið til landsmanna og spænska veikin er handan við hornið. Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman hver

Fjölskyldan reynir að halda í hefðirnar en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök!

verkinu fylgjumst við með sögu íslenskrar fjölskyldu með stórskemmtilegum hætti. Við gægjumst inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega á einnar aldar tímabili!

(

Jólaseðill Í tengslum við sýninguna verður boðið upp á ljúffengar jólaveitingar, fyrir sýningu og í hléi. Einnig ilmandi jólaglögg og piparkökur!

Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Tónlist: Salka Sól Eyfeld og Tómas Jónsson. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson.

18

)


Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Eggert Þorleifsson, Guðjón Davíð Karlsson, Gunnar Smári Jóhannesson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir.


Fjölbreytt og litrík dagskrá Landsins færustu skemmtikraftar, grínistar og draglistafólk.

Improv-Ísland Hinn geysivinsæli spunaleikhópur Improv Ísland bregður á leik á hverju miðvikudagskvöldi. Hópurinn býr til sprenghlægilega grínsýningu á staðnum út frá tillögum áhorfenda. Ekkert er fyrirfram ákveðið, allt getur gerst!

Sjitt, ég er sextugur Örn Árnason fagnaði sextugsafmæli sínu fyrr á árinu. Af því tilefni efnir hann til stórveislu í Þjóðleikhúskjallaranum og sýnir allar sínar skástu hliðar ... í smá stund.

Uppistand Bráðskemmtilegar uppistandssýningar í allan vetur.

Kanarí Sketsasýning eftir leikhópinn Kanarí. Sjá nánar bls. 44. 20


Gógó Starr Glæsilegir dragviðburðir með Gógó Starr og fleiri mögnuðum dragdrottningum – og kóngum.

Ný klassabúlla! Þ

jóðleikhúskjallarinn á sér langa og litríka sögu í íslensku leikhús- og skemmtanalífi. Hann var opnaður árið 1951 og hefur gegnt margvíslegu hlutverki í gegnum árin, verið veitingastaður, skemmtistaður og leiksvið margra eftirminnilegra sýninga. Nú hefur staðurinn verið tekinn í gegn og honum gefið nýtt yfirbragð. Gamall sjarmi og ögrandi ferskleiki mætast og til verður nýr og spennandi vettvangur fyrir list augnabliksins. Í Kjallaranum getur þú notið veitinga meðan á sýningu stendur. Listrænn stjórnandi Kjallarans: Gréta Kristín Ómarsdóttir, kjallarinn@leikhusid.is

Viggó & Víóletta Stórskemmtilegir söngleikjatónleikar með hinum síglöðu Viggó & Víólettu.

Margrét Erla Maack Þokkafullir kabarettviðburðir með Margréti Erlu Maack. 21


Skelltu þér í leikhús í hádeginu! N

ýtt Hádegisleikhús tekur til starfa í endurnýjuðum Leikhúskjallara í haust. Þar sjá gestir sýningu á nýju íslensku leikriti um leið og þeir snæða léttan og ljúffengan hádegisverð. Í Hádegisleikhúsinu verða frumsýnd fjögur ný íslensk verk sem valin voru úr innsendu efni í handritasamkeppni sem Þjóðleikhúsið hélt í samstarfi við RÚV. 247 leikrit eftir fjölda framúrskarandi höfunda bárust í samkeppnina og voru fjögur þeirra valin til sýninga á þessu leikári. Verkin verða sýnd á virkum dögum og svo verða þau tekin upp og sýnd í Sunnudagsleikhúsi RÚV á árinu 2021.

25 mín. leiksýning og léttur hádegisverður 3.900 kr. Matarmikil súpa og nýbakað brauð innifalið. Aðrar veitingar einnig í boði.

Húsið opnar kl. 11.30 og matur er borinn fram á bilinu 11.45-12.10. Leiksýningin hefst kl. 12.20 og tekur tæpan hálftíma. Gestum er sannarlega velkomið að sitja áfram eftir sýningu!

Út að borða með Ester

eftir Bjarna Jónsson Drepfyndið nýtt verk eftir eitt af okkar reyndustu leikskáldum. Haukur og Ester hafa verið búsett á Kanarí en eru nú strand á Íslandi. Þau fara saman út að borða í hádeginu en Ester er orðin vegan og á afar erfitt með að losa sig við „eitt og annað“ úr fortíðinni. Hádegisverðurinn fer úr böndunum. Leikarar: Guðrún S. Gísladóttir, Sigurður Sigurjónsson. Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir. Frumsýning í nóvember.

Rauða kápan

eftir Sólveigu Eir Stewart Hjartnæmt, skondið verk eftir spunkunýtt leikskáld. Tvær gjörólíkar konur mæla sér mót á veitingahúsi eftir að hafa tekið kápu hvor annarrar í misgripum nokkrum dögum áður. Þær komast að því að þær eiga kannski meira sameiginlegt en þær hafði grunað. Leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir. Leikstjórn: Hilmar Guðjónsson. Frumsýning í maí 2021.

22

Verkið

eftir Jón Gnarr Jón Gnarr fer á kostum í nýjum einþáttungi. Tveir menn standa frammi fyrir verki sem þeir eru að hefja. Þeir velta vöngum. Þeir tala saman. Munu þeir einhvern tímann ná að byrja á verkinu? Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Pálmi Gestsson. Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir. Frumsýning í janúar 2021.

Heimsókn

eftir Hildi Selmu Sigbertsdóttur Spennandi leikrit eftir eitt af okkar efnilegustu ungskáldum. Móðir hefur boðað uppkomin börn sín á fund til að ræða ákveðin mál. Þau mæta hinsvegar með sinn eigin ásetning og eiga ýmislegt óuppgert við móður sína. Og hún við þau. Leikarar: Elva Ósk Ólafsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Hildur Vala Baldursdóttir. Leikstjórn: Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Frumsýning í mars 2021.


23


Frumsýnt í febrúar 2021 / Kassinn

Ásta lagði líkama og sál að veði í baráttunni við kreddur samtímans og sjálfa sig; hún var leiftrandi stjarna sem brann upp á ógnarhraða. Ólafur Egill Egilsson

Ásta. Leikverk byggt á höfundarverki Ástu Sigurðardóttur Handrit og leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson

Seiðandi og ágeng Reykjavíkursaga

H

in dulúðuga listakona Ásta Sigurðardóttir var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar. Myndlist hennar og ritverk vöktu aðdáun en líka hneykslun, og oft urðu skilin á milli lífs þessarar hæfileikaríku en breysku konu og höfundarverks hennar óljós. Ásta hikaði ekki við að ögra ríkjandi viðhorfum og fylgja kalli hjarta síns, en brenndi kertið í báða enda og féll frá langt fyrir aldur fram. Hún varð táknmynd hinnar frjálsu konu, kynfrelsis nýrra tíma og framúrstefnulistar en mætti fordómum og útskúfun og kynntist hinu dýpsta myrkri sorgar og örvæntingar. En saga Ástu er líka saga um vonir, langanir og drauma sem enn geta ræst.

Í þessu nýja verki er svipmyndum af Ástu og skáldskap hennar fléttað saman. Sigríður Thorlacius söngkona og hljómsveit Guðmundar Óskars Guðmundssonar flytja ljóð Ástu og endurskapa tíðarandann í tónum.

„Ef einhver hefði tekið eftir hvernig þær horfðu á mig, rétt áður en ég fór, hvernig þær litu hver á aðra, þegar þær gengu fram hjá mér, hefði hann ályktað – Þarna er sú seka, – skækjan!“

Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir. Tónlist og tónlistarstjórn: Guðmundur Óskar Guðmundsson. Dramatúrg: Andrea Vilhjálmsdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson.

24

Leiksýning byggð á ögrandi list og litríku lífshlaupi Ástu Sigurðardóttur

Ásta Sigurðardóttir – Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns (1951)

Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ í tengslum við sýninguna í janúar - febrúar


Leikarar: Birgitta Birgisdóttir, Hákon Jóhannesson, Ilmur Kristjánsdóttir og Oddur Júlíusson. Söngur: Sigríður Thorlacius. Hljómsveit: Guðmundur Óskar Guðmundsson og fleiri.


Frumsýnt í febrúar 2021 / Stóra sviðið

Hugmyndin er að feta einstigi milli leikrænnar flugeldasýningar og djúpstæðs harmleiks, þar sem bæði grátur og hlátur fá rými. Þorleifur Örn Arnarsson

Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare Leikstjórn og leikgerð: Þorleifur Örn Arnarsson

Þau eru að deyja úr ást

R

ómeó og Júlía er saga af sannri ást en um leið ástsýki og ungæðishætti. Í forgrunni verður mögnuð barátta ungrar konu gegn yfirþyrmandi feðraveldi. Fegurstu sögurnar geta sprottið upp úr hræðilegustu aðstæðunum. Leikritið Rómeó og Júlía er frægasta ástarsaga allra tíma, og birtist hér í nýrri þýðingu og útfærslu sem hrífur áhorfandann með inn í heillandi og hættulegan heim.

Frægasta ástarsaga allra tíma í nýrri útfærslu framsækinna listamanna

Þorleifur Örn Arnarsson er einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysivinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum. Þorleifur hefur leikinn með sýningu sem hvetur fólk til að skoða sjálft sig og aðstæður sínar í nýju samhengi.

„Í falli hverrar konu leynist karlmannshjarta smátt.“ Rómeó og Júlía

Þýðing: Jón Magnús Arnarsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar: Anna Rún Tryggvadóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Sviðshreyfingar: Kristján Ingimarsson.

26

Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ í tengslum við sýninguna í janúar og febrúar.


Leikarar: Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Eggert Þorleifsson, Hallgrímur Ólafsson, Hilmar Guðjónsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Sigurður Sigurjónsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Örn Árnason og fleiri.


Skapandi smiðjur Dominique Gyða Sigrúnardóttir, leikkona og leikstjóri, og Sigga Dögg kynfræðingur hafa umsjón með skapandi smiðjum með ungmennum á framhaldsskólaaldri, en þar verða viðfangsefnin tilvera ungs fólks og hugðarefni, og markmiðið er að miðla sögum þess og hæfileikum á þess eigin forsendum.

Konserta Leikhópinn Konserta skipa þau Jóhann Kristófer Stefánsson og Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko. Þau vinna og frumsýna nýtt, djarft sviðsverk fyrir ungt fólk sem hefur alist upp með snjallsíma í hendi. Verkið fjallar á nýstárlegan hátt um gapið á milli kynslóða, um kvíða, einmanaleika og hvað er hægt að segja þegar allt hefur þegar verið sagt. Efni verksins verður meðal annars sótt í samtöl við ungt fólk og vinnusmiðjur. Eitt af markmiðum sýningarinnar er að sýna ungu fólki að leikhúsformið sé því viðkomandi með því að nýta frásagnaraðferð og fagurfræði snjallsímans í uppbyggingu leiksýningar. Uppsetningin er sett upp af Konserta í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Leiklistarráði. 28


Tilraunir og nýsköpun Elefant: Íslandsklukkan Leikhópurinn Elefant leiðir vinnustofu fyrir Þjóðleikhúsið í ársbyrjun 2021 þar sem hópurinn rannsakar stöðu fólks af erlendum uppruna innan íslenskrar menningar, tekst á við leikbókmenntirnar og hefðirnar. Leikhópinn Elefant skipa leikararnir Aldís Amah Hamilton, Davíð Þór Katrínarson, Jónmundur Grétarsson, María Thelma Smáradóttir og Þorsteinn Bachmann leikstjóri. Með þeim starfa Auður og Gagga Jónsdætur.

L

oftið er nýr vettvangur fyrir formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í leikhúsinu. Það verður staður til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Loftið er jafnframt nýtt leikrými þar sem áhersla verður lögð á að laða fólk að leikhúsinu á nýjum forsendum, og líka að ná til fólks sem að öllu jöfnu sækir ekki leiksýningar. Auglýst verður eftir þátttakendum í smiðjur, opnar vinnustofur og æfingar á Loftinu. Smiðjurnar eru sérstaklega ætlaðar ungu fólki á framhaldsskólaaldri, því að kostnaðarlausu. Listrænn stjórnandi Loftsins: Gréta Kristín Ómarsdóttir, loftid@leikhusid.is

29


Frumsýnt í mars 2021 / Kassinn

Aldrei hefur verið ríkari þörf fyrir umræðu um geðheilbrigðismál en einmitt núna. Þetta er saga af baráttu, vakningu og upprisu sem við verðum öll að heyra! Unnur Ösp Stefánsdóttir

Vertu úlfur! Leikverk innblásið af bók Héðins Unnsteinssonar Leikgerð og leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir

Saga um baráttu við hugann, brjálæði og upprisu

V

ertu úlfur! hrífur okkur með í brjálæðislegt ferðalag um hættulega staði hugans inn í veröld stjórnleysis og örvæntingar og aftur til baka. Við fáum innsýn í baráttu manns sem tekst að brjótast út úr vítahringnum og nær að snúa sinni skelfilegustu reynslu upp í þann styrk sem þarf til að breyta öllu kerfinu.

Verkið er innblásið af nýlegri sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar Vertu úlfur! sem vakti verðskuldaða athygli og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Höfundur hefur látið til sín taka á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, meðal annars sem sérfræðingur á vegum stjórnvalda og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Leikmynd: Elín Hansdóttir. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson. Tónlist: Valgeir Sigurðsson. Titillag: Emilíana Torrini.

30

Nærgöngul, ögrandi og „sturluð“ sýning!

Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ í tengslum við sýninguna í febrúar og mars.


Leikari: Bjรถrn Thors.

31


Frumsýnt í apríl 2021 / Stóra sviðið

Ferðataskan sem við höldum með út í lífið reynist oft innihalda ýmislegt sem við báðum ekki um, oddhvöss vopn, jafnvel eitur. Því er mikilvægt að spyrja, eins og á flugvellinum: Pakkaðir þú sjálf/sjálfur í töskuna þína? Stefán Jónsson

Við bjóðum Tyrfing innilega velkominn á Stóra sviðið

Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson Leikstjórn: Stefán Jónsson

Ósvífinn kabarett með kanamellum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu

E

ftir að hafa verið rekin úr lögreglunni ákveður Agla að reyna að ná stjórn á lífi sínu. Hún ryðst inn á stofu geðlæknis og krefst þess að hann skrifi upp á lyf sem nái að svæfa hana í þrjá sólarhringa. Geðlæknirinn vill ekki verða við þessari ósk Öglu en segir henni hinsvegar frá kenningu sinni um að sjö ævintýri um skömm liggi að baki allri geðveiki. Agla þarf því að rekja sig gegnum þessi ævintýri sem stjórna lífi hennar til að ná bata. Ferðalag hennar um þessa leyndu veröld hefst í bílskúr í Flórída þar sem íslenskar kanamellur spila pílukast, þaðan er haldið til Akureyrar þar

sem Lúkasarmálið er leyst og eftir brúðkaup og getnað á Instagram endar þetta allt á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Og hvað? Náum við nokkurn tímann stjórn? Tyrfingur Tyrfingsson hefur slegið í gegn hér heima og vakið mikla athygli erlendis. Þetta nýja leikrit Tyrfings er sjöunda verk hans sem er sviðsett í íslensku leikhúsi, en hið fyrsta sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

(

Tyrfingur hlaut Grímuna fyrir leikrit ársins 2020.

Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson. Sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson.

32

)


T Y R F IN G U R T Y R F IN G S S O N

Leikarar: Arnmundur Ernst Backman, Edda Arnljótsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Hilmir Snær Guðnason, Ilmur Kristjánsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.


Viðtal: Salka Guðmundsdóttir

„Ég vil búa til leikhús sem vekur fólk“ Suður-afríski leikstjórinn Yaël Farber kemur til Íslands til að leikstýra Framúrskarandi vinkonu og hlakkar til ferðalagsins með Lilu, Lenú og áhorfendum Þjóðleikhússins

Þ

egar suður-afríski leikstjórinn Yaël Farber fékk fyrr á árinu símtal frá Magnúsi Geir þjóðleikhússtjóra og heyrði hvert erindið var ætlaði hún vart að trúa eigin eyrum. „Þetta var dásamleg tímasetning. Ég hafði tekið Napólí-fjórleik Elenu Ferrante með mér til Kúbu og gleypt allar bækurnar í mig á örstuttum tíma. Bókstaflega sama dag og ég lauk við fjórðu bókina hringdi Magnús, en þá höfðu nýlega orðið breytingar á mínum áætlunum. Ég treysti svona tilviljunum og þekktist boðið þegar í stað.“ F​ ramúrskarandi vinkona er fyrsta uppsetning Yaël á Íslandi en hún hefur um árabil verið í fremstu röð leikstjóra á alþjóðavísu og meðal annars leikstýrt rómuðum sýningum í mörgum helstu leikhúsum Bretlands, á Írlandi, í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Kanada þar sem hún er nú búsett. Einnig hafa margverðlaunaðar sýningar hennar farið afar víða, allt frá Edinborg til Hong Kong, og jafnan vakið athygli fyrir áhrifaríka og óvænta sviðsetningu. Gagnrýnandi The Guardian gaf uppsetningu Yaël á The Crucible eftir Arthur Miller fullt hús stjarna og sagði sýninguna þrungna af hráum lífskrafti sem hann hefði aldrei fyrr séð á sviði. ​ egar ég ræddi við Yaël í gegnum tölvu sat hún í hitasvækju Þ á heimili sínu í Montréal og sagðist hlakka til að komast í

34

„Ég þekki það á eigin skinni hvernig er að búa í þjóðfélagi þar sem ofbeldi er alltaf yfirvofandi“ svalara loftslag á Íslandi og takast á við heim Elenu Ferrante ásamt leikhópi Þjóðleikhússins. Aðspurð segir hún það draga enn betur fram mikilvæga þætti í vinnu sinni sem leikstjóra að vinna með hópi sem notar tungumál á sviðinu sem hún talar ekki sjálf, en því hefur hún meðal annars kynnst í upprunalandi sínu þar sem töluð eru ellefu opinber tungumál auk fjölda annarra mála. „Þá reiði ég mig á afar nákvæm samskipti og þarf að fullvissa mig um að leikararnir hafi skilið það sem ég vil tjá þeim. Slík vinna dregur athyglina sífellt að því hvaða sögur kalla á að vera settar á svið – hvernig líkaminn skrifar sögur í rýmið, hvernig við segjum sögur. Tilfinningin fyrir þessu magnast upp í bæði mér og leikurunum því ég fylgist svo grannt með hinni líkamlegu tjáningu. Við drögum saman upp myndir sem teygja sig út fyrir mörk tungumálsins.“ Yaël bendir á að leikhúsið felli múra á milli fólks með því að setja á svið einstakar sögur sem fljótt á litið gætu bent til þess að við séum ólík, en sýna okkur í raun sammannlegar tilfinningar. „Rétt eins og við getum grátið yfir kvikmyndum frá öðrum menningarheimum því þær hreyfa við okkur. Við getum


„Bækurnar stokka upp í manni á svo lúmskan hátt, breyta hugmyndum manns um það hvaða sögur má segja“ horft á sögur á tungumálum sem við þekkjum ekki.“ ​Sögusvið Napólí-fjórleiksins er Yaël hugleikið og þær aðstæður sem vinkonurnar Lenú og Lila alast upp við. Þrátt fyrir fegurðina og fróðleiksþorstann sem í þeim býr einkennist umhverfi þeirra af fátækt, harðneskju og skuggum fortíðar. „Sú staðreynd að þetta er veröldin skömmu eftir stríð, skömmu eftir fasismann, skömmu eftir helförina … Ég þekki það á eigin skinni hvernig er að búa í þjóðfélagi þar sem ofbeldi er alltaf yfirvofandi og er notað til að ógna fólki,“ segir hún og vísar til uppvaxtaráranna í Jóhannesarborg á tímum aðskilnaðarstefnunnar. „Frelsun landsins átti sér ekki stað fyrr en ég var komin á þrítugsaldur. Það er ekki hægt að skapa svona kerfi án þess að valda gríðarlegum skaða. Ofbeldið var yfir og allt um kring.“ Ein þeirra upplifana sem höfðu hvað sterkust áhrif á Yaël var þegar hún kom út úr leikhúsi með foreldrum sínum, þá fimm ára gömul, og kom auga á reykjarbólstra við sjóndeildarhringinn. Hún spurði þau hvað væri á seyði og þau sögðu henni frá uppreisninni í Soweto sem átti sér þá stað aðeins tíu kílómetrum frá leikhúsinu þar sem fjölskyldan hafði skemmt sér yfir söngleiknum um munaðarleysingjann Annie. „Mörghundruð skólabörn voru myrt með byssukúlum lögreglunnar á meðan ég sat í leikhúsinu, þar sem aðeins hvítum

var hleypt inn, og horfði á huggulegan söngleik. Þetta skók mig illilega.“ ​ aël segir að alþekkt sé að leikstjórar og annað listafólk Y dragist sífellt að sömu sögunni og finni nýjar leiðir til að koma henni til skila. „Uppvöxtur minn í afar óréttlátu þjóðfélagi mótaði sýn mína á heiminn, þá er ég ekki að tala um vitsmunalegu afstöðuna heldur þá reynslu að verða vitni að gríðarlegum þjáningum allt í kringum mig og, það sem meira er, sjá hvernig sinnuleysið verður það afl sem hjálpar valdhöfunum. Það er nefnilega hægt að telja fólki trú um að þjáningar annarra séu eðlilegar.“ Drifkraftur leikstjórans í listsköpun hefur frá upphafi verið að vinna gegn doða og sinnuleysi.

Les Blancs hjá National Theatre í London (Danny Sapani og Sheila Atim). Ljósmynd: Johan Persson.

Margverðlaunaður leikstjóri Yaël Farber er margverðlaunaður leikstjóri og leikskáld, þekkt fyrir djarfar, ágengar og listrænt hrífandi sýningar sem hafa farið sigurför um heiminn. Nýleg uppfærsla hennar á Hamlet með stórstjörnunni Ruth Negga í titilhlutverkinu var fyrir nokkru sýnd í St. Anne’s Warehouse í Brooklyn NY og hlaut afar lofsamlega dóma í bandarískum fjölmiðlum, m.a. í The New York Times. Í fyrra leikstýrði Farber Blóðbrúðkaupi eftir Lorca í nýrri leikgerð Marinu Carr í Young Vic leikhúsinu í London og hlaut fjögurra og fimm stjörnu dóma í öllum helstu dagblöðum Bretlands. Meðal þekktustu sýninga Farber er The Crucible eftir Arthur Miller hjá Old Vic leikhúsinu í London, en sýningin er jafnframt meðal rómuðustu leiksýninga þessa sögufræga leikhúss. Sýningin hlaut fimm stjörnu dóma í

tíu dagblöðum og var tilnefnd til tvennra Olivier verðlauna, til Evening Standard verðlaunanna fyrir leikstjórn og hlaut fimm Broadway World verðlaun, meðal annars fyrir leikstjórn. Eftir fjölda sýninga fyrir fullu húsi var uppfærslan tekin upp og sýnd í 20 löndum. Aðrar nýlegar sýningar Farber eru m.a. Les Blancs í National Theatre í London og Salomé sem hún samdi og leikstýrði fyrir Shakespeareleikhúsið í Washington, en sýningin hlaut 10 tilnefningar til Helen Hayes verðlaunanna og sjö verðlaun, m.a. fyrir besta leikrit og bestu leikstjórn 2016. Nánar má lesa um Yaël Farber hér: yfarber.com

35


algjörlega inn í heim bókanna. „Maður verður háður þeim, vill meira og meira. Þegar ég lokaði fjórðu bókinni var ég sorgmædd yfir því að þær væru ekki fimm, en kannski var það fyrir bestu – annars hefði ég bara horfið inn í hverja bókina á fætur annarri!“ segir hún og hlær. ​ agan af þeim Lilu, Lenú og fólkinu úr hverfinu þeirra spannS ar marga áratugi og sögusviðið er víðfeðmt. Hvernig setur maður slíka sögu á svið? „Sviðsetningin er gríðarlegt ferðalag! Um leið og ég fékk símtalið frá Íslandi fóru myndir að kvikna í huga mér en þannig byrjar alltaf leikstjórnarferlið hjá mér. Bækurnar eru uppfullar af sterkum myndum. Ég sá strax fyrir mér litlu telpurnar tvær með brúðurnar sínar, sá fyrir mér Lenú litlu, telpuna úr fortíðinni sem sækir stöðugt á Lenú á efri árum.“ Leikhúsið er að sjálfsögðu allt annars konar listform en bókmenntirnar og í huga Yaël felst styrkur sviðslista einmitt í hinum sérstöku eiginleikum þeirra. „Leikhúsið er ritúal og leikhúsið er draumur. Það lýtur sömu lögmálum og draumur – þegar okkur dreymir göngum við inn í hús og húsið sést ekki í heild sinni en engu að síður skiljum við að það er þarna, við vinnum úr myndinni sjálf.“

Hamlet hjá St. Ann‘s Warehouse (Ruth Negga). Ljósmynd: Teddy Wolff.

Sem leikstjóri og leikskáld vakti Yaël upphaflega athygli fyrir verk er fjölluðu um misrétti og kerfisbundið ofbeldi gegn svörtu fólki í Suður-Afríku. Á unglingsárunum hafði hún uppgötvað og sótt sér innblástur til The Market Theatre í Jóhannesarborg þar sem hjarta hins pólitíska leikhúss sló á þeim tíma. Hún gerði sér þar grein fyrir því hvers leikhúsformið væri megnugt. „Leikhúsið var sannkallað ljós í myrkrinu og mér fannst það eini staðurinn þar sem ég fékk að heyra sannleikann.“ Hún ákvað að í framtíðinni myndi hún búa til leikhús sem segði sannleikann. „Sem fullorðin manneskja hef ég áttað mig á því hvað sannleikur er vafasamt hugtak, en það er til leikhús sem svæfir fólk og leikhús sem vekur fólk; ég vil búa til leikhús sem vekur fólk. Allar sögur eru pólitískar í eðli sínu.“ ​ aël fer á flug þegar hún ræðir um pólitíkina í bókum Elenu Y Ferrante. „Það er svo magnaður kraftur í þeim – þær smjúga inn í mann og eru femínískar og pólítískar á svo margbrotinn hátt. Róttæknin felst í því hvernig líf kvenna er gert að þungamiðju og á þennan merkilega óhetjulega hátt; með því að fjalla um vináttu kvennanna tveggja. Slík vinátta er sjaldan í brennipunkti nema þá að karlmaður komi á endanum til bjargar eða eitthvað í þeim dúr. Bækurnar stokka upp í manni á svo lúmskan hátt, breyta hugmyndum manns um það hvaða sögur má segja.“ Eins og fjölmargir lesendur hvarf Yaël

36

E​ itt af því sem heillar leikstjórann við verk Elenu Ferrante er hversu margslunginni mynd hún bregður upp af vináttu Lilu og Lenú. „Hún sýnir okkur hversu flókið er að eiga í harðri lífsbaráttu og reyna um leið að mótast sem manneskja innan feðraveldisins.“ Þær Lila og Lenú standa þétt saman en eru þó samtímis hvor um sig að berjast við að koma sér úr erfiðum aðstæðum sem hefta þær sem manneskjur. „Þær elska og styðja hvor aðra, en áfellast líka hvor aðra. Í því liggur fegurðin og nándin í vináttu kvenna, enda er auðvelt að sjá sjálfa sig í báðum aðalpersónunum. Við skömmumst okkar stundum þegar tilfinningar okkar teygja sig út fyrir þann þrönga stakk sem okkur er sniðinn út frá einfölduðum, teiknimyndalegum staðalmyndum. Margar vinkonur mínar tala til dæmis um að vera hvað eftir annað smættaðar niður í klisjuna „reiða, svarta konan“. Og jafnvel þótt við horfum til þeirra þjóðfélagshópa sem hafa mesta svigrúmið er þeim líka bannað að sýna ýmsa eiginleika á borð við mýkt.“ Yaël segir það verkefni sitt og leikhópsins að draga fram þennan margbreytileika manneskjunnar þegar þau setja hinar heillandi sögur Elenu Ferrante á svið fyrir íslenska leikhúsgesti. „Það er pólitískt að leyfa sér að vera óreiðukennd, eins og höfundurinn leyfir vinkonunum tveimur að vera, því þannig er manneskjan í raun og veru.“


Þjóðleikhús okkar allra Börn og ungt fólk

Á ferð um landið

Þjóðleikhúsið leggur sérstaka áherslu á að kynna börnum töfraheim leiklistarinnar og auka aðgengi ungs fólks að leikhúsi.

Upphaf - eftir David Eldridge

Skemmtun og fræðsla

Þetta fallega, fyndna og hlýlega verk fer á ferð um landið á leikárinu. - Hof, Akureyri - Ísafjörður - Egilsstaðir - Vestmannaeyjar Miðasala á alla viðburði á leikhusid.is.

Skólahópum býðst að panta skoðunarferðir um Þjóðleikhúsið og ungt áhugafólk um leikhús getur leitað upplýsinga og aflað sér fróðleiks á heimasíðu okkar, leikhusid.is/ungafolkid.

Ég get – Undurfalleg leiksýning fyrir yngstu börnin

Aðgengi fyrir Döff börn – Kardemommubærinn

Sýningin heimsækir leikskóla víða um land í vetur. Upplýsingar og fyrirspurnir á ungafolkid@leikhusid.is.

Börnum boðið í leikhús Þjóðleikhúsið býður leikskóla- og grunnskólahópum í leikhús, og fer í leikferðir út á land með verk ætluð ungum áhorfendum.

Döff börnum verður boðið í sérstaka heimsókn í leikhúsið fyrir sýningu á Kardemommubænum. Upplýsingar um dagsetningu heimsóknarinnar munu birtast á heimasíðu Þjóðleikhússins, Facebook-síðunni Hraðar hendur táknmálstúlkar og deaf.is.

Þjóðleikur á landsbyggðinni Vettvangur fyrir ungt leikhúsáhugafólk og höfunda til að spreyta sig á list leikhússins. Þjóðleikhúsið veitir þjálfun og fjögur leikskáld skrifa ný verk fyrir unga fólkið sem vinnur að sýningum á þeim í heimabyggð. Í samstarfi við ýmsa aðila á landsbyggðinni og UngRÚV. Nánari upplýsingar á leikhusid.is.

Námskeið fyrir börn og unglinga Helgarnámskeið í leik, dansi og söng hjá Chantelle Carey í tengslum við sýninguna á Kardemommubænum, fyrir 7-15 ára!

Vloggið – nýtt verk eftir Matthías Tryggva Haraldsson Nýtt leikrit fyrir unglinga sýnt víða um land í vetur. Upplýsingar og fyrirspurnir á ungafolkid@leikhusid.is.

Aukið samstarf við Leikfélag Akureyrar Þjóðleikhúsið og LA munu sameina krafta sína á næstu árum með leikferðum á báða bóga og margvíslegu samstarfi. Söngleikurinn Vorið vaknar í uppsetningu LA er væntanlegur til höfuðborgarinnar á árinu 2021, og sýning Þjóðleikhússins á Upphafi mun ferðast norður fyrir heiðar á leikárinu. Leikhúsin vinna saman að leiksýningunni Krufningu á sjálfsmorði með útskriftarnemum LHÍ. Jafnframt munu leikhúsin eiga samstarf um framleiðslu og fræðslumál. 37


Frumsýnt í febrúar 2021 / Kúlan

Við erum oft hrædd um að börn þoli ekki að heyra sannleikann. Þess vegna langaði mig að leyfa barninu í leikritinu að velja og taka stórar ákvarðanir, til að sýna fullorðna fólkinu að börn þola slíkt. Gunnar Eiríksson Kafbátur eftir Gunnar Eiríksson Leikstjórn: Harpa Arnardóttir

Æsispennandi háskaför um hafdjúpin

A

rgentína er fjörug tíu ára stelpa sem ferðast með pabba sínum um höfin í kafbát í ókominni framtíð eftir að öll lönd eru sokkin í sæ. Heimasmíðaði kafbáturinn er heil ævintýraveröld, fullur af skrýtnum uppfinningum, og pabbi segir Argentínu skemmtilegar sögur um lífið hér áður fyrr, t.d. um mömmu Argentínu sem þau feðginin eru að leita að. En þegar dularfullar persónur skjóta óvænt upp kollinum þarf Argentína að spyrja sig að því hvort pabbi segi alltaf satt og hvort fólk hafi virkilega alltaf þurft að búa í kafbátum. Kafbátur er fyrsta leikrit Gunnars Eiríkssonar, en hann er ung­ur leikari sem hefur búið og starfað í Noregi stærstan hluta ævinnar.

38

Nýtt íslenskt barnaleikrit sem snertir bæði hjartað og hláturtaugarnar

Í verkinu er sögð djúp og falleg saga með miklum húmor um fjölskyldur í margbreytileika sínum, um réttinn til þess að vita sannleikann og um heiminn sem við búum í.

Þjóðleikhúsið auglýsti í febrúar eftir nýjum leikritum fyrir börn, í því skyni að efla starfsemi leikhússins í þágu barna og hvetja til ritunar nýrra, íslenskra barnaleikrita. Leikritið Kafbátur var valið úr 150 verkum sem bárust, og fleiri handrit verða þróuð áfram.


Leikarar: Björn Ingi Hilmarsson, Guðrún S. Gísladóttir, Hildur Vala Baldursdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson og fleiri.


Sýningar hefjast í september 2020 / Kúlan

Farið varlega í tímavélinni, góðir áhorfendur. Munið að það eruð þið sem stjórnið því hvað gerist!

Enn heillar Ævar Þór börnin upp úr skónum

Ævar Þór og Stefán Hallur

Þitt eigið leikrit II - Tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson Leikstjórn: Stefán Hallur Stefánsson

Börnin ráða ferðinni í ævintýralegri leikhúsferð E

f þú gætir ferðast hvert sem er, fram eða aftur í tíma, - hvert myndirðu fara? Myndir þú reyna að hafa áhrif á fortíðina eða viltu kannski skoða framtíðina? Viltu eignast gæludýr sem er grameðla, reyna að bjarga einhverjum úr fortíðinni eða skjótast út í geim eftir hundrað ár? Valið er þitt! Þitt eigið leikrit er alveg ný tegund af leikhúsi. Við höldum af stað í æsispennandi ferð um rúm og tíma og áhorfendur stjórna atburðarásinni með sérhönnuðum fjarstýringum. Enginn veit hvert við förum, því engar tvær sýningar eru eins. Sýningin var frumsýnd á síðasta leikári, hlaut frábærar viðtökur og var tilnefnd til Grímunnar.

(

„Hjartnæmt og fjörugt tímaferðalag sem engan svíkur“ SJ, Fréttablaðið

)

Leikarar: Ebba Katrín Finnsdóttir, Hilmir Jensson, Íris Tanja Í. Flygenring, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Snorri Engilbertsson. Leikmynd: Högni Sigurþórsson, Magnús Arnar Sigurðarson og Hermann Karl Björnsson. Búningar: Ásdís Guðný Guðmundsdóttir. Tónlist: Anna Halldórsdóttir. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson. Kosningakerfi og sértækar tæknilausnir: Hermann Karl Björnsson.

40


Miðnætti í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Frumsýnt í janúar 2021 / Kúlan

Vala og Fúmm lenda í ýmsum aðstæðum þar sem þau upplifa vanmátt og hræðslu en það er allt í lagi því innra með þeim býr kraftur, sjálfstæði og hugrekki og með samvinnu má sigrast á stærstu hindrunum. Agnes Wild

Geim-mér-ei eftir leikhópinn Miðnætti Leikstjórn: Agnes Wild

Á fleygiferð um sólkerfið V

ala er forvitin og uppátækjasöm stelpa með brennandi áhuga á himingeimnum. Kvöld eitt brotlendir geimskip í garðinum hennar. Og viti menn! Vala kemur geimskipinu á loft og leggur upp í ævintýralegt ferðalag um sólkerfið. Þar kynnist hún geimverunni Fúmm og þrátt fyrir að þau séu í fyrstu smeyk hvort við annað myndast með þeim dýrmæt vinátta. Geim-mér-ei er heillandi og skemmtileg brúðusýning um ævintýraþrá, áræðni og vináttu. Sýningin er flutt án orða með lifandi tónlist og hentar því börnum með ólík móðurmál.

Aldursviðmið: 2ja ára og eldri. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Leiklistarráði.

Leikarar: Aldís Davíðsdóttir, Nick Candy og Þorleifur Einarsson. Lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson.

(

Tilvalin fyrsta leikhúsupplifun!

)

Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir. Tónlist og tónlistarflutningur: Sigrún Harðardóttir.

41


Brúðuheimar í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Sýningar hefjast í apríl 2021 / Kúlan Aladdín eftir Bernd Ogrodnik Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir

(

Morgunblaðið og Fréttablaðið

„Töfrar á heimsmælikvarða“ SBH, Morgunblaðið

)

Töfrandi fjölskyldusýning frá Brúðuheimum

V

ið leggjum upp í dularfullt ferðalag til Mið-Austurlanda, allt til hinnar fornu borgar Bagdad, inn í framandi heim sem býr yfir ríkulegum menningarverðmætum. Við ferðumst með Aladdín á töfrateppinu til hinnar fornu Babýlóníu, og upplifum hættuleg og heillandi ævintýri. Þessi undurfallega sýning úr smiðju brúðumeistarans Bernds Ogrodnik er byggð á samnefndri sögu úr Þúsund og einni nótt og höfðar til fólks á öllum aldri. Handrit, tónlist, leikmynd, brúðugerð og flutningur: Bernd Ogrodnik. Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Búningar: Eva Signý Berger og Mao. Hljóðmynd: Halldór Snær Bjarnason. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson.

Sýningar hefjast í nóvember 2020 / Á ferð um leikhúsið Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson

(

Grímuverðlaunasýning sýnd sextánda leikárið í röð

Sívinsælt aðventuævintýri T

)

veir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Sönglög Árna Egilssonar við Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum fléttast inn í ævintýrið. Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum hefur verið sýnd á aðventunni við miklar vinsældir og fyrir fullu húsi allt frá því hún var frumsýnd árið 2005. Verkið er nú sýnt sextánda leikárið í röð og eru sýningar orðnar yfir 370 talsins.

Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Kvæði: Jóhannes úr Kötlum. Tónlist: Árni Egilsson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir.

42


Sýning fyrir leikskólabörn. Sýningar hefjast í október 2020 / Kúlan Ég get eftir Peter Engkvist Leikstjórn: Björn Ingi Hilmarsson

(

Leikskólabörnum boðið í leikhús

Skemmtileg leiksýning fyrir yngstu börnin

) Börnum boðið í leikhús

É

g get er ljóðræn leiksýning um það sem er mitt, þitt og okkar. Hér kynnumst við tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig því að vinna saman. Þær leika sér saman, prófa sig áfram og komast að því hvað gerist þegar forsendum í leiknum er breytt. Stórskemmtileg leikhúsupplifun fyrir börn sem eru að læra á heiminn en verkið var tilnefnt til Grímuverðlauna árið 2018. Þjóðleikhúsið leggur áherslu á vandað og fjölbreytt úrval leiksýninga fyrir börn og ungt fólk. Börnum í elstu deildum leikskóla verður boðið að kynnast töfraheimi leikhússins og sjá þessa hrífandi leiksýningu með kennurum sínum.

Leikarar: Ernesto Camilo Aldazabal Valdes og Þórey Birgisdóttir.

Frumsýnt í apríl / Sýningar á leikferð

Það er ekki hægt að gera kúl leikhús fyrir unglinga þannig að við ákváðum bara að játa okkur sigruð og vera svolítið lummó – en vonandi pínu fyndin líka. Matthías Tryggvi Haraldsson

Vloggið eftir Matthías Tryggva Haraldsson Leikstjórn: Björn Ingi Hilmarsson

Hey, Youtube! Æ

(

Matthías Tryggvi kokkar leikhússögu fyrir unga fólkið

sileg hugleiðing um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandsveituna Youtube, en þar ætla Konráð og Sirrý að flytja alheiminum mikilvæg skilaboð! Þjóðleikhúsið býður leikhúsgestum framtíðarinnar á þetta verk sem er sérstaklega skrifað fyrir 10. bekk grunnskólans.

)

Unglingum boðið í leikhús

Leikarar: Hákon Jóhannesson og Hildur Vala Baldursdóttir.

43


Listaháskóli Íslands í samstarfi við Þjóðleikhúsið og LA. Frumsýnt vorið 2021 / Kassinn og LA Krufning á sjálfsmorði eftir Alice Birch Leikstjórn: Marta Nordal Hvað mótar persónu okkar

(

mest? Erfðir, uppeldi eða samfélagsleg áhrif?

)

Nútíminn skoðaður með leikurum framtíðarinnar V

ið fylgjumst með þremur kynslóðum kvenna sem segja sögu sína samtímis á sviðinu. Hér glíma útskriftarnemar leikarabrautar LHÍ við áleitnar spurningar um dekkri hliðar sálarlífsins og hvernig áhrif áfalla og sorgar virðast geta varað mann fram af manni. Verkið er hárbeitt í umfjöllun sinni um þær áskoranir sem ungt fólk þarf að takast á við, en leiftrandi samtöl og gráglettið grín gera það um leið stórskemmtilegt. Alice Birch er eitt áhugaverðasta unga leikskáld Breta. Krufning á sjálfsmorði var frumsýnt í Royal Court leikhúsinu í London í leikstjórn Katie Mitchell og hlaut Susan Smith Blackburn-verðlaunin árið 2018. Aðgangur ókeypis, en panta þarf miða. Útskriftarnemar: Almar Blær Sigurjónsson, Björk Guðmundsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz, Fannar Arnarsson, Kristrún Kolbrúnardóttir, Níels Thibaud Girerd, Örn Gauti Jóhannsson, Stefán Þór Þorgeirsson, Urður Bergsdóttir. Þýðing: Salka Guðmundssdóttir

Kanarí í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Frumsýnt í mars 2021 / Kjallarinn

Kanarí

(

Bráðfyndið gamanleikrit um vonleysi!

)

L

eikhópurinn Kanarí vinnur glænýja og bráðfyndna sketsasýningu í Kjallaranum. Kanarí er hópur grínista, leikara, sviðs- og handritshöfunda sem hefur gert garðinn frægan með samnefndum sketsaþáttum. Í sýningunni eru sagðar sögur af ungu fólki á Íslandi í dag sem á það sameiginlegt að upplifa vonleysi. Það þarf að standa í skilum, líta vel út á samfélagsmiðlum, huga að andlegri heilsu og líðan, finna ástina og sjá til þess að heimurinn endi ekki alveg strax. Dregnar eru upp skyndimyndir af persónum úr ýmsum áttum í fyndnum, stuttum atriðum, enda telur Kanarí húmor vera bestu leiðina til þess að tækla flóknu og erfiðu málin sem hrjá okkur. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Leiklistarráði.

Leikarar: Eygló Hilmarsdóttir, Guðmundur Einar, Máni Arnarson, Pálmi Freyr Hauksson og Steiney Skúladóttir. Leikstjórn: Guðmundur Felixson.

44


Sögurnar okkar Íslensk leikritun og höfundastarf

Þjóðleikhúsið stendur fyrir öflugu höfundastarfi með það að markmiði að efla íslenska leikritun. Við tökum til skoðunar hugmyndir og handrit á öllum vinnslustigum og vinnum markvisst með leikskáldum frá fyrstu hugmynd til fullbúinna verka. Ýmsar nýjungar varðandi íslenska leikritun verða í Þjóðleikhúsinu á komandi leikári. Hádegisleikhús hefur göngu sína í Kjallaranum en þar verða sýndir fjórir splunkunýir einþáttungar sem valdir voru úr 247 nýjum innsendum verkum. Höfundar einþáttunganna eru Bjarni Jónsson, Hildur Selma Sigbertsdóttir, Jón Gnarr og Sóveig Eir Stewart. Þrjú önnur verk voru valin til áframhaldandi vinnslu með sýningar á leikárinu 2021-2022 að markmiði. Þjóðleikhúsið hefur útgáfu á úrvali nýrra íslenskra leikverka og þýðinga í samstarfi við Þorvald Kristinsson bókmenntafræðing og útgefanda. Fyrstu bækurnar sem koma út verða Nashyrningarnir eftir Ionesco í nýrri þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur og nýtt verk eftir Tyrfing Tyrfingsson, Sjö ævintýri um skömm.

Unni Ösp Stefánsdóttur innblásið af bók Héðins Unnsteinssonar, Kópavogskrónika, byggt á skáldsögu Kamillu Einarsdóttur, eftir Ilmi Kristjánsdóttur og Silju Hauksdóttur, nýtt barnaleikrit, Kafbátur, eftir Gunnar Eiríksson og unglingaleikritið Vloggið eftir Matthías Tryggva Haraldsson. Einnig mun í nýju tilraunarými, Loftinu, fara fram ýmiss konar nýsköpun, tilraunastarfsemi og höfundastarf. Þjóðleikhúsið kallar eftir leikritum Á síðasta leikári kölluðum við eftir barnaleikritum og þá bárust hvorki fleiri né færri en 150 ný íslensk barnaleikrit. Þjóðleikhúsið keypti sýningarréttinn að tveimur þessara verka og sex önnur voru valin til áframhaldandi vinnslu og skoðunar. Einnig var kallað eftir nýjum íslenskum verkum til flutnings í Hádegisleikhúsinu og bárust 247 ný íslensk verk. Fjögur þeirra voru valin til sýninga á þessu leikári. Við hvetjum höfunda til að vera í sambandi við okkur, nánari upplýsingar á leikhusid.is/leikritun!

Auk hins nýja leikrits Tyrfings verða fjölmörg önnur íslensk verk á fjölunum á leikárinu, meðal annars Ásta eftir Ólaf Egil Egilsson, byggt á lífi og list Ástu Sigurðardóttur, Vertu úlfur, eftir

45


Viltu vita meira?

Leikhúsið okkar

Umræður eftir 6. sýningu

Leikhúsbókabúð tekur til starfa

Umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á uppfærslum leikhússins fyrir fullorðna.

Úrval spennandi bóka um leiklist í forsal Þjóðleikhússins!

Námskeið um leiksýningar í samstarfi við Endurmenntun HÍ

Skoðaðu nýju heimasíðuna okkar, leikhusid.is!

Námskeið og fræðsla fyrir leikhúsunnendur

Fjögur spennandi námskeið á leikárinu: Framúrskarandi vinkona, Ásta, Vertu úlfur! og Rómeó og Júlía. Þátttakendur hlýða á fyrirlestra, koma í heimsókn á æfingu, sjá forsýningu og taka þátt í umræðum með listafólkinu. Skráning á endurmenntun.is.

Námskeið í lýsingu og hljóðvinnslu Námskeið ætluð áhuga- og atvinnufólki með reynslu af tæknivinnu, í samstarfi við Bandalag íslenskra leikfélaga.

Skoðunarferðir um leikhúsið

Hlaðvarp Þjóðleikhússins Viðtöl, fróðleikur um sýningar og margt fleira.

Fáðu fréttirnar fyrst Skráðu þig á póstlista á leikhusid.is til að fylgjast með lífinu í leikhúsinu, fá tilboð og ítarefni um sýningar. Fylgdu okkur á Facebook og Instagram!

Nútímalegri greiðslumáti

Hópar geta pantað skoðunarferðir um leikhúsið.

Bækur, leikskrár og varning er hægt að kaupa með snertilausri sjálfsafgreiðslu.

Táknmálstúlkun – Upphaf

Gjafakort

Þjóðleikhúsið stuðlar að bættu aðgengi táknmálsnotenda að leikhúsinu, í samstarfi við Ástbjörgu Rut Jónsdóttur og Hraðar hendur, táknmálstúlka. Leiksýningin Upphaf verður flutt með táknmálstúlkun eitt sýningarkvöld þar sem heyrandi og Döff-túlkar beita aðferðum skuggatúlkunar.

Þú getur keypt gjafakort á vefnum leikhusid.is eða í síma 551 1200. Kortagestir fá gjafakort á sérstökum afslætti.

Samtal við leikhús Umræður um leiksýningar í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Við hugum að öryggi þínu! Þjóðleikhúsið leggur allt kapp á að gæta öryggis gesta og starfsfólks í góðu samráði við sóttvarnaryfirvöld á tímum farsóttarinnar. Við gætum vel að öllu hreinlæti og hvetjum gesti okkar til að hafa í huga eftirfarandi:

46

Ný heimasíða

Leikhúsið mitt Við þiggjum með þökkum ábendingar um starfsemina og viljum gjarnan heyra þínar skoðanir. Sendu okkur póst á leikhusidmitt@leikhusid.is.

- Í leikhúsinu er gott aðgengi að vatni, sápu og handspritti. - Við bjóðum upp á snertilausar greiðslur, og hægt er að greiða veitingar fyrirfram á vefnum eða í gegnum miðasölukerfið. - Munum að heilsa hvert öðru án snertingar. - Láttu okkur vita ef þú hefur einhverjar áhyggjur! Nánari upplýsingar um sóttvarnir í leikhúsinu, og hugsanlegar breytingar á fjarlægðartakmörkunum eða sýningahaldi hverju sinni, er að finna á leikhusid.is


NÝTT

25 ára eða yngri fá fjórar sýningar á aðeins 8.900 kr.

Við galopnum Þjóðleikhúsið fyrir ungu fólki með leikhúskorti á ótrúlegu verði.

Þjóðleikhúsið er okkar allra. Við viljum koma til móts við ungt fólk og gera því kleift að sækja leikhúsið. Því býðst ungu fólki, 25 ára og yngri, leikhúskort á einstöku verði. Hægt er að velja milli allra sýninga leikhússins – þitt er valið: Magnaðar leiksýningar á Stóra sviðinu og í Kassanum Skemmtilegar, ágengar, afhjúpandi, fyndnar, nístandi, trylltar, ljúfar, seiðandi, lokkandi, hispurslausar, ögrandi, vekjandi, sturlaðar, ósvífnar, frumlegar, ferskar …

Klassabúlla í Kjallaranum Uppistand, dragviðburðir, grínistar, Improv-Ísland, kabarett …

Tilraunir og smiðjur á Loftinu Formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í hráu rými.

Hádegisleikhús Léttur hádegisverður og skemmtileg, stutt leiksýning í hádeginu.

47


Ógleymanlegar stundir í Þjóðleikhúsinu í 70 ár

48


49


Veldu þínar sýningar á leikhusid.is

Besta verðið er í kortunum DAV I D E L D R I D G E

UPPHAF EFTIR

Thorbjörn Egner

Benedikt erlingsson

NASHYRN INGARNIR

Elena Ferrante

EUGÈNE IONESCO

Stóra sviðið

Stóra sviðið

Kassinn

Kassinn

Stóra sviðið

Kúlan

Kúlan

Kúlan

Kúlan

Á ferð um leikhúsið

25 ára og yngri fá fjórar sýningar á aðeins 8.900 kr. 50

Við galopnum Þjóðleikhúsið fyrir ungu fólki með leikhúskorti á NÝTT frábæru verði.


Kortið veitir þér 30% afslátt af fjórum eða fleiri sýningum og ýmis fríðindi

TYRFI NGUR TYRFI NGSSO N

Kassinn

Kassinn

Stóra sviðið

Kassinn

Stóra sviðið

NÝTT

Kjallarinn

Kjallarinn

Kjallarinn

Kjallarinn

Miði á sýningu í Hádegisleikhúsinu, ásamt veitingum, fylgir í kaupbæti með öllum kortum sem keypt eru fyrir 15. október Hádegisleikhúsið: Létt en matarmikil sýning, súpa og brauð

51


NĂş getur allt gerst!

52


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.