Tannlæknablaðið2006

Page 58

Minn­ing

Loftur Ólafsson, tannlæknir f. 24. febrúar 1942, d. 17. nóvember 2005

Kveðja frá Tannlæknafélagi Íslands Fallinn er frá, félagi okkar, Loftur Ólafsson tannlæknir. Í fámennan hóp tannlækna er hoggið mikið skarð. Maður í fullu starfi kveður, einstaklingur sem hefur haldið merki stéttarinnar á lofti, félagi er lagt hefur sitt af mörkum til stéttarinnar er skyndilega kvaddur burt. Loftur Ólafsson lauk tannlæknanámi í Svíþjóð, en ­starfaði við tannlækningar á Íslandi eftir heimkomu árið 1971, á eigin tannlæknastofu frá árinu 1976. Lofti kynnstist ég á Bergstaðastrætinu, fyrst í krókódíla­ bolluveislum tengdaföður míns og síðar sem Reykjavíkur­ nágranna. Alltaf ljúfur, alltaf hlýr, alltaf glaður. Brá sjaldan skapi. Fyrir ein jólin fannst tengdaföður mínum heitnum eitt­ hvað lítið um jólaskreytingar hjá Lofti nágranna sínum. Hafði hann sjálfur eina jólaskreytingu uppi allt árið á sínu húsi. Loftur var ekki heima og tók Dr. Gunnlaugur sig því til og skreið inn um opinn glugga hjá Lofti og Hrafnhildi og hóf að skreyta gluggann hjá þeim. Nokkrum brotnum vösum og einhverju af visnuðum blómum síðar, skreiddist hann út aftur. Auðvitað vannst Gunnlaugi ekki tími til að ljúka skreytingunni og hafði engan tíma til að hengja upp jólaljósin. Skildi þau eftir í fullum skrúða í gluggakistunni, enda öryggissírenur komar í gang og lögregla á leiðinni. Það lýsti Lofti vel að hann tók uppátækinu með gleði og

hlátri, sagði öryggisvörðum að köttur hefði farið inn um gluggann, en hvíslaði að Gunnlaugi að húsið hefði verið opið. Loftur sinnti trúnaðarstörfum fyrir Tannlæknafélag Íslands. Sat í fræðslunefnd félagsins 1972-1975 og í lyfja­ nefnd 1973-1991. Sýnir það traustið sem félagar hans báru til hans enda voru lyfjamál félagsins og samskipti við opinbera aðila í þeim geira, með besta móti er hans naut við. Tannlæknafélagið þakkar Lofti Ólafssyni samfylgdina og samstarfið. Fjölskyldu hans og þá sérstaklega Hrafnhildi sendum við samúðarkveðjur. Sigurjón Benediktsson, tannlæknir, formaður TFÍ


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.