
3 minute read
Aðalfundur Starfsmannafélags Olíudreifingar
from Tankurinn júní 2023
by Tankurinn
Þann 28. febrúar var aðalfundur Starfsmannafélagsins haldinn í matsal ODR og mættu 39 manns á fundinn. Að venju var boðið upp á pizzur og gos. Þegar allir höfðu fengið sér að borða, setti formaðurinn fundinn, svo tók Birgir Björnsson við sem fundarstjóri. Farið var yfir síðasta starfsár, ársreikningur félagsins lagður fram og samþykktur af fundarmönnum. Samþykkt var að halda félagsgjöldum óbreyttum eða 1.500 krónur á mánuði. Fundarstjóri lét vita að engar lagabreytingar væru fyrirhugaðar. Þá var komið að kosningu stjórnar. Sigga formaður gaf áframhaldandi kost á sér og var það samþykkt. Ólafur Már Símonarson gefur kost á sér aftur og það var samþykkt. Sólrún Lilja Hannesdóttir, Jóhannes Guðnason og Guðmundur Grétar Einarsson eru á öðru starfsári sínu. Engin mótframboð. Jens Kristjánsson og Gunnar Kr. Sigmundsson gáfu kost á sér áfram sem varamenn og var það samþykkt. Grétar Mar Steinarsson og Hulda Björk Pálsdóttir gáfu kost á sér áfram sem skoðunar menn og var það líka samþykkt. Fundarstjóri lagði fram til lögu stjórnar um hækkun afmælisgjafar SODR til starfsmanna úr 20.000 í 30.000 og það samþykkt af fundarmönnum. Þá var komið að öðrum málum og tók þá formaður til máls og fór yfir stöðuna á orlofshúsinu. Ekki væri möguleiki að færa húsið af ODR yfir á SODR og selja það án þess að greiða skatt af söluhagnaðinum og þar sem húsið er metið svo lágt í dag væri það ansi há tala. Eins benti formaður á að þar sem húsið er skráð eign ODR hafa starfsmenn notið góðs af því að ODR sér um allt viðhald á húsinu og myndi Starfsmannafélagið ekki ráða við þann rekstur sjálft. Formaður SODR og framkvæmdastjóri ODR höfðu farið yfir möguleikana og töldu þá tvo í stöðunni, annan að bera það undir stjórn ODR hvort þau samþykki að fjármagna uppgerð á bústaðnum, hinn að bera undir stjórn hvort þau samþykki fjármögnun fyrir milligjöf ef orlofshúsið yrði selt og keypt annað í stað þess. Samþykkt var að bera fyrri möguleikann undir stjórnina.
Endurnýjun olíubíla
Advertisement
Í febrúar, eftir töluverðar seinkanir, fengum við loksins afhentan nýjan Scania olíubíl. Eftir standsetningu og ísetningu á handtölvubúnaði var hann tekinn í notkun í byrjun mars.
Um er að ræða nýja Scania R540 6x4 (PZH30) með tank og afgreiðslubúnað frá Willig í Þýskalandi, tankurinn er 22.000

L, þriggja hólfa með afgreiðslubúnað í skotti.
Árni Steinn Sveinsson, sem sér aðallega um dreifingu á Akranesi, Borgarnesi og nærsveitum, fékk nýja bílinn í staðinn fyrir GLR42 sem hann hefur verið með um skeið.
GLR42 sem er Scania G500, árgerð 2021 fór síðan á Höfn í Hornafirði og leysir þarf af hólmi 2014 árgerð af Scania (AXT18)
Úr salnum kom spurning hvort hægt væri að skoða leigu á öðrum orlofsmöguleika annar staðar á landinu, t.d. fyrir norðan. Formaður svaraði að stjórnin skyldi skoða það. En ef félagið taki á leigu orlofskost sé líka nauðsynlegt að það verði nýtt 100%. Önnur tillaga úr sal að hafa aðalfundinn alltaf á Teams fyrir starfsfólk út á landi. Formaður sagði þetta góða ábendingu og þetta verður tekið til greina.

Fleiri tillögur bárust ekki og var fundi slitið klukkan 12:30.
Bestukveðjur, HildurÝr
Eins og sjá má á með fylgjandi mynd þá er Árni alsæll með nýja bílinn og vinnuaðstöð una.
Við óskum Árna og öll um á deild 100 til ham ingju með nýja bílinn og vonum svo sannar lega að hann reynist þeim vel.

Afsláttarkjör starfsmanna Olíudreifingar
Bifreiðaskoðun Frumherja hf.: 20% með því að gefa upp að um starfsmann Olíudreifingar sé að ræða.
Bílanaust veitir starfsmönnum Olíudreifingar með framvísun kennitölu starfsmannafélagsins, afslætti sem eru 10% til 25% eftir vörum.
Hjólbarðaverkstæði Heklu: 15% afsláttur til kaupa á dekkjum og þjónustu á gildistíma samnings fyrirtækjanna þar um.
Málningarvörur: Flugger efh. Allt að 35% afsláttur af málningu og allt að 20% af málningarverkfærum.
Málningarvörur: Slippfélagið 45% afsláttur af málningarvörum í gegnum Starfsmannafélagið.
Tékkland: 15% afsláttur af aðalskoðun.
Vodafone: Starfsmenn Olíudreifingu fá 5% afslátt af símtækjum og 5%-20% afslátt af aukahlutum gegn því að sýna starfsmannaskilríki. Rétt er að benda á að afslættir geta breyst og starfsmaður getur þurft að framvísa starfsmannakorti.
Origo: Starfsmenn Olíudreifingar fá 4 til 20% afslátt eftir vörum með virkjuðum afslætti.
N1 AFSLÆTTIR
Eldsneyti: 10 kr. afsláttur af hverjum lítra af eldsneyti af dæluverði + 2 kr. í formi N1punkta.
15 kr. afsláttur + 2 N1 punktar í 10. hvert skipti.
16 kr. afsláttur á afmælisdegi + 2 N1 punktar.
Bíla og rekstrarvörur:
12-15% af dekkjaþjónustu og 3% í formi N1 punkta. Dekkja- og smurþjónusta, umfelgun, síur, rafgeymar, þurrkiblöð, smávörur, vinnuliðir osfr.
Ekki afsláttur af dekkjum á föstu verði/tilboði.
12–15% af vörum fyrir bílinn + 3% í formi N1 punkta.
Bílavörur, smurolíur, grillvörur, rafgeymar, verkfæri, ferðavörur, vinnufatnaður, pappírsvörur, leikföng og ýmsar smávörur.
Veitingar: 7% afsláttur + 3% í formi N1 punkta.
Veitingar, nestisvörur, ís úr vél og bakkelsi
25% afsláttur af kaffi
*HÆGT ER AÐ SÆKJA UM N1 KORT EÐA AFGREIÐSLULYKIL
HJÁ N1 Á WWW.N1.IS OG SETJA INN HÓPANÚMERIÐ YKKAR, SEM ER 128 OG TRYGGIR YKKUR KJÖRIN.
*OLÍS AFSLÆTTIR
Eldsneyti: 14 kr. af hverjum lítra af dæluverði hjá Olís og ÓB.
*5–40% af öðrum vörum eftir vöruflokkum.
*HÆGT ER AÐ SÆKJA UM ÓB LYKIL Á WWW.OLIS.IS
OG TAKA FRAM AÐ ÞIÐ SÉUÐ STARFSMENN OLÍUDREIFINGAR, ÞÁ ER AFSLÁTTURINN VIRKJAÐUR Á LYKLINUM.
Smá sýnishorn af afsláttarkjörum okkar hjá Olís
30% Gasgrill
30% Grillaukahlutir, kol, yfirbreiðslur, gas
40% Reiðhjólavörur
40% Ýmsar heimils- og sumarhúsavörur: Flugnaeitur og banar, hosuklemmur, garðverkfæri, ýmis verkfæri, leikföng, vinnuvettlingar, eldhús- og wc pappír
40% Fyrir bílinn: Rúðuhreinsir, tjöruhreinsir, þurrkublöð, bílaperur, ilmur í bíla, bón og fl.
20% Matvara: Pylsur, ís, sælgæti, kaffi, gos, skyndifæði, brauð og kornvörur, kex, mjólkurvörur og fl.