1 minute read

Deild 065 – Fréttir af verkefnum Þjónustudeildar

Next Article


Það sem af er ári eru helstu verkefni búin að vera fjölbreytt að vanda. Það var mikið að gera t.d. kringum verkföll olíubílstjóra þar sem myndaðist mikið álag á að standsetja og græja tanka fyrir verktaka og stórkaupendur olíufélaganna. Einnig var mikið álag á tækniborðinu og tæknimönnum samhliða þessu að loka dælum og opna eftir að verkfalli lauk.

Við brugðumst við skipstrandi hjá Wilson Scaw og hlutu nokkrir starfsmenn eldskírn í þeirri ferð og fengu góða reynslu í gagnabankann.

Advertisement

Smiðjan er að búin að vera stytta 100 m3 geymi og smíða einn 50 m3 úr honum, er það verk í góðum höndum hjá Ella og Gunna Jóns en mikil fyrirhöfn var að koma þeim geymi inn í smiðju en allt vill það lagið hafa með aðstoð góðra manna.

• Uppsetningar á nýjum Led ID-skiltum og skiltum sem tekin höfðu verið niður og merkingardeildin breytt í Led með góðum árangri

• Vinna við uppsetningar á rafhleðslustöðvum víðsvegar

• Þrif á gasolíugeymum er í fullum gangi og stefnan sett á Norðurlandið núna í júní

• Innleiðingar á nýjum sjálfsölum hjá móðurfélögunum

• Framkvæmdir við nýja eldsneytisstöð N1 í Keflavík

• Smíði á töfluskápum fyrir ýmsar stöðvar hjá N1, þar sem færa á búnað úr leigurými og að eldsneytisstöðvunum sjálfum, búið er að gera þetta á nokkrum stöðvum og hefur reynst vel.

Endurnýjun olíubíla

unum þetta árið þar sem Olís er komið í þjónustusamning til okkar.

Ólafur Már Símonarson verkefnastjóri deild 065

Það sem af er ári eru helstu verkefni búin að vera fjölbreytt Um áramót hófst vinna við að færa tank og dælubúnað af AXT18 yfir á nýja Scaniu. Eftir flutning, standsetningu og ísetningu á handtölvubúnaði var bíllinn tekinn í notkun í seinni hluta mars.

Um er að ræða nýja Scania R540 6x4 (DJG66) en tankurinn og afgreiðslubúnaður eru frá Willig í Þýskalandi, tankurinn er 22.000 L, þriggja hólfa.

Jóhannes Guðnason og Deivis Liaugminas, sem sjá aðallega um dreifingu í Reykjavík fengu nýja bílinn í staðinn fyrir GYY93 sem er Scania G440 árg. 2013 sem hefur verið í því verkefni um langt skeið. Því er er um að ræða töluverða uppfærslu á bíl fyrir þá félaga. AXT18 sem er Scania G490 árg. 2014 og var staðsett á Höfn var skipt úr fyrir GLR42 sem er Scania G500, árg. 2021.

Á myndunum má sjá þegar verið er að flytja tankinn á milli bíla og síðan Jóhannes himinlifandi með nýja bílinn fullkláraðan og tilbúinn í fyrstu ferð.

Við óskum Jóhannesi og Deivis, ásamt öllum á deild 100 til hamingju með nýja bílinn og vonum svo sannarlega að hann eigi eftir að reynast þeim vel næstu árin.

This article is from: