
1 minute read
Jón ærlegi..................................................................... 57
I Skýring Samúels frænda
Ég á tvo feður. Til að fullnægja kröfum sannleikans ætti ég vissulega að eiga fimm, en félagarnir urðu sammála um að útnefna Pétur og Jóbald hina raunsönnu feður og gera þá Samúel, Gilbert og Lilla Johnson að eins konar frændum.
Ég var getinn og fæddur í ósköp venjulegu heimskautasambandi. Móðir mín var hviklynd stúlka af Tununerkiut ættbálkinum, eða eins og Samúel frændi útskýrði það fyrir mér síðar; hún hafði stórt hjarta og mjög heitt hjarta, sem svo auðveldlega hafði rúmað alla fjölskylduna.
Ég fæddist sumardag einn á þriðja áratugnum. Móðir mín annaðist mig í sjö vikur en þá safnaði hún saman sínu stóra og gjafmilda hjarta og skenkti það skinnakaupmanni, Moisise að nafni, sem einmitt þá átti leið um svæði félaganna. Kamíkupósturinn sagði að parið hefði leitað til norðvestursvæðanna til að ferðast með Netsilik-eskimóunum, sem var hreint ekki ósennilegt, þar sem Moisise var getinn netsilik-konu af nokkrum valinkunnum mönnum í verslunarstöðinni við Warwickflóa.
Móður mína bar aldrei á góma í húsi Péturs og ég, sem skildi ekki nauðsyn slíkrar veru, saknaði hennar ekki. Mér nægði fósturmóðir mín, Aviaja; elskuleg gömul eskimóakona sem mennirnir tóku í húsið skömmu eftir að ég fæddist. Það var fyrst þegar ég var tíu
HÚS FEÐRA MINNA I | 7