
1 minute read
Kynning
Margrét Lóa Björnsdóttir
Ég heiti Margrét Lóa Björnsdóttir en er kölluð Lóa. Ég fæddist 15. apríl árið 1999 en átti að fæðast í júlí, en þar sem ég er fyrirburi ákvað ég að flýta mér í heiminn. Ég er uppalin á Álftanesi sem er oft kallað sveit í borg en bý núna á Háteigsveginum með kærastanum mínum og hundinum okkar Týra. Ég útskrifaðist með stúdentspróf árið 2018 af félagsfræðibraut frá Flensborg. Eftir útskrift vissi ég ekkert hvað ég vildi gera í framhaldinu og ekkert nám vakti áhuga minn fyrr en ég uppgötvaði grafíska miðlun í Tækniskólanum.
Hestamennska er mitt helsta áhugamál og má segja að lífið mitt snýst aðallega um það. Ég er mikill dýravinur og þegar ég var yngri var ég búinn að ákveða að verða dýralæknir eða bakari þegar ég yrði stór en eitthvað hefur það nú breyst. Einnig hef ég áhuga á kvikmyndum og föndri.
Nám í grafískri miðlun býður upp á fjölbreytta möguleika og er ég búinn að nýta mér það mikið í mínu daglega lífi t.d. hannaði ég nýtt lógó og bjó til bók fyrir fyrirtæki sem mamma mín rekur.