
3 minute read
Eldgos
from Embla
by Tækniskólinn
ELDSTÖÐ Holuhraun/Bárðarbunga Grímsvötn Fimmvörðuháls Eyjafjallajökull

UPPHAF 29. ágúst 2014 21. maí 2011 20. mars 2010 14. apríl 2010 23. júní 2010 Vulcanian 4
*Volcanic Explosivity Index, mælikvarði yfir magn gosefna
Grímsvatnagosið 2011 séð frá Þórisvatni
Laugardagurinn 21. maí 2011 gleymist seint. Dagurinn byrjaði snemma á því að ég útskrifaðist sem stúdent frá Flensborgarskólanum. Síðdegis var síðan haldin vegleg útskriftarveisla heima í stofu. Þegar vel var liðið á veisluna komu sjöfréttir:
Eldgos var að hefjast í Grímsvötnum!
Þar sem bæði ég og faðir minn erum miklir eldfjallaáhugamenn og ljósmyndarar var leiðangur undirbúinn meðan síðustu gestirnir kvöddu. Síðan var lagt af stað austur og norð-vestanátt var ríkjandi var stefnan sett upp Þjórsárdal. En þar sem skýjabakki lá yfir svæðinu var staldrað við í góðu yfirlæti á Hótel Hrauneyjum.
Klukkan 5 um nóttina hafði rofað til og var þá haldið upp á Sprengisand að Þórisvatni en þar sem við vorum á venjulegum fólksbíl var ekki treystandi að halda lengra norður. En eftir klukkan 7 fór vindurinn að snúa sér og því var haldið í bæinn þar sem ég kom heim um klukkan 9 um morguninn. Um sólarhring eftir að dagurinn byrjaði hjá mér.
Þetta var þó ekki fyrsti eldgosaleiðangur okkar feðgina því árið áður höfðum við myndað bæði gosið á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli sjálfum.

Eyjafjallajökull séð frá Ingólfsfjalli 17. apríl 2010
Eldgosið á Fimmvörðuhálsið að kveldi 26. mars 2010


Berlínarsaga

Twitch.tv er vinsæl streymisíða, mest með tölvuleiki en þó er hægt að finna allt mögulegt í beinni útsendingu, t.d. matargerð, ferðalög, spjallþætti og jafnvel alvöru íþróttaleiki.
Twitch ráðstefnan TwitchCon er ekki nýtt fyrirbæri, hún hefur verið haldin á vesturströnd Bandaríkjanna í fjölda ára. En fyrsta Twitchcon Europe var haldin í Berlín skömmu fyrir páska 2019. Ég ákvað að taka þátt.
Dagurinn byrjaði snemma á fimmtudagsmorgni með flugi frá Keflavík til Tegelflugvallar í Berlín, og þangað var ég komin um miðjan dag. En síðdegis var friðurinn úti þegar brunabjallan á hótelinu glumdi og á eftir fylgdi heimsókn slökkviliðs og lögreglu. Daginn eftir, á föstudeginum fór ég og sótti aðgöngupassann í ráðstefnuhöllina og hitti þar aðra streymara (e. streamer) sem ég kannaðist við og þegar líða tók á hádegi og góður hópur hafði myndast hélt hópurinn inn í miðbæinn í leit að hádegismat. Þar fannst fínn veitingastaður með Pétri Pan þema og var maturinn góður. Eftir matinn var síðan haldið að Brandenborgarhliðinu gegnum gamla miðbæinn, minnisvarðann um helförina sem og að leifum að Berlínarmúrsins, þar sem safnið „Topography of Terror“ stendur, en þar stóðu höfuðstöðvar SS á árum áður og þar var fræðst um stjórn Nasista. Að því loknu var ferðinni heitið upp á „Alexandersplatz“ þar sem alvöru þýskt bjórhús er að finna. Þetta var 12 km göngutúr samkvæmt skrefamæli.
Ráðstefnan var haldin á laugar- og sunnudegi og var gott úrval fyrirlestra, boðið var upp á „Speedrun“ svæði þar sem keppt var í að klára leiki á sem skemmstum tíma, hægt var að spjalla við vinsæla streymara í eigin persónu auk þess sem fjölmörg fyrirtæki sýndu nýjustu tækni og leiki. Eftir strembna helgi fór mánudagurinn í að pakka saman og flaug ég heim síðdegis.


AMD Ryzen 7 3700X


48.997 kr.

Gigabyte RX 5600 XT

59.997 kr.
