3 minute read

Flugljósmyndun

Next Article
Hver er ég?

Hver er ég?

Ljósmyndun snýst um að fanga augnablik. En þegar viðfangsefnið flýgur fram hjá þér á yfir 400 kílómetra hraða á klukkustund er það aðeins erfiðara.

Til að ná sem bestum árangri þarf æfingu auk hæfilegrar þekkingar, bæði á ljósmyndun og búnaði, en einnig af viðfangsefninu. Þá þarf ákveðna útsjónarsemi, t.d að reikna út bestu staðsetningarnar fyrir mismunandi vélar. Fyrir stórar vélar er gott að hafa smá fjarlægð en fyrir litlar vélar er betra að vera nær. Síðan er hraði þeirra, þyngd og afköst breytileg, og þá þarf að áætla lengd flugbrautar fyrir flugtök og lendingar til að finna bestu staðsetninguna fyrir glæsilegasta sjónarhornið.

Kanadísk CF-188 Hornet tekur þátt í flugsýningu í Reykjavík

BORGARLÍNA? OF LÍTIÐ? OF SEINT?

Ráðstefna í Hörpu 2.–3. maí 2020 Skráning er hafin sbu2020.is

Airbus A330-300 þota WOW air í flugtaki

Airbus A350-900 í flugprófunum á Keflavíkurflugvelli C-47 „þristurinn“ í lágflugi við Sandskeið

Consolitated PBY-5A Catalina á flugsýningu í Reykjavík

Boeing 737 MAX þota Icelandair lendir á Reykjavíkurflugvelli

Fokker 50 flugvél Flugfélags Íslands í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli Pitts S-2B listflugvél,ásamt tvemur öðrum vélum, myndar reykjarský á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli

Junkers Ju52 í lendingu á Reykjavíkurflugvelli

Dönsk C-130 Herkúles í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli

Dornier 328 flugvél Ernis ekur í hlað

LS-8-18 sviffluga Svifflugfélags íslands á Geitamelsflugvelli

Reynsla hjálpar mikið. Hvar eru bestu staðirnir, hvar er líklegt að flugvélarnar aki, hvernig er vindáttin, hver er staðan á vellinum, eru framkvæmdir. Allt þetta hefur áhrif. En góð tengsl hjálpa líka, ef von á óvenjulegri umferð, en einnig samfélagsmiðlar geyma nytsamlegar upplýsingar um ferðalög sjaldgæfra véla.

Mikill munur er á mynda þotur og skrúfuvélar þar sem of hraður lokunarhraði getur fryst loftskrúfur (stóra viftan sem knýr vélina áfram) þannig að það lítur út fyrir að skrúfan sé stopp og vélin sé að hrapa. Þotur aftur á móti nota þotuhreyfla (öflugir blásarar sem blása vélina áfram) sem nær ómögulegt er að frysta með venjulegri myndavél þar sem snúningshraðinn er mikill. Þannig er hægt að hafa meiri lokunarhraða við myndatökur á þotum, það minnkar líkurnar að myndin verði hreyfð.

Þegar verið er að fylgja vél eftir sem flýgur fram hjá er gott að undirbúa sig með því að áætla hreyfisvið og standa pínu útskeift með annan fótinn stöðugan fyrir upphafið en hinn fótinn fyrir endirinn og síðan snúa mittinu og færa þungann rólega á milli fóta. Þannig aukast líkurnar á óhreyfðum myndum þar sem þú ert í jafnvægi allan tímann. Gott dæmi um svoleiðis fylgd sést á bílamyndunum hérna til hægri. Gott jafnvægi á myndavélinni er nauðsyn líka. Mikilvægt er að hafa myndavélina stillta á „AI servo“ en ekki „one shot“ svo hún geti fókusað stöðugt í staðin fyrir að endurfókusa fyrir hverja mynd.

Þegar mikið er í gangi er alltaf gott að vera með auka batterí, full hlaðin að sjálfsögu, og auka minniskort, tóm. Ljósmyndarar hafa farið í langa leiðangra og gleymt rafhlöðum sínum heima og þurft að nota vasamyndvélar.

Á flugsýningum eru ekki einungis loftför. Stundum eru sportbílar fengnir til að keppa við flugvélar og þyrlur. Síðast keppti Lamborghini Huracan við þyrlu, en áður hafði Ford GT keppt with listflugvél.

This article is from: