3 minute read

Hulda Þórisdóttir: Stjórnmál snúast um hegðun og hugsun Gyða Margrét Pétursdóttir: Forréttindi fárra eða réttindi allra: Hvað er

Advertisement

HULDA ÞÓRISDÓTTIR

Stjórnmál snúast um hegðun og hugsun

Hvað er stjórnmálsálfræði?

Stjórnmálasálfræði er þverfagleg fræðigrein þar sem stjórnmálafræðingar og félagslegir sálfræðingar svara spurningum sem lúta að mannlegri hegðun, hugsun og tilfi nningum í stjórnmálaumhverfi . Sem skipulögð fræðigrein rekur stjórnmálasálfræði uppruna sinn til fj órða áratugar síðustu aldar þegar stjórnmálafræðingar hófu að beita freudískri sálgreiningu til að skilja stjórnmálaleiðtoga, og síðar leita orsaka helfararinnar og heiftarlegra fordóma í garð Gyðinga. En rétt eins og sálfræði almennt, þá sagði stjórnmálasálfræði fl jótlega skilið við sálgreiningu og tileinkaði sér vísindalega aðferð til að svara rannsóknarspurningum. Í dag er leikvöllur stjórnmálasálfræði umfangsmikill. Viðföngin eru almenningur jafnt sem stjórnmálamenn, hryðjuverkamenn jafnt sem dáðir friðarleiðtogar. Rannsóknarefnin eru til dæmis hugmyndafræði fólks og stjórnmálaviðhorf, kosningahegðun, ákvarðanataka, áhrif fj ölmiðla, fordómar, þjóðernishyggja, mótmæli, upplifun á réttlæti, ágreiningur og lausn hans. Gjarnan er sagt til einföldunar að stjórnmálasálfræði sé fræðigrein sem beitir aðferðum og kenningum sálfræði til að svara stjórnmálatengdum spurningum. Raunar er þetta ekki nema hálf lýsing á þverfagleika greinarinnar því stjórnmálasálfræði leitar líka fanga innan mannfræði, félagsfræði, sagnfræði og hagfræði, svo nokkrar greinar séu nefndar. Til þess að skilja til fullnustu hvað orsakar tiltekin stjórnmálaviðhorf þarf til dæmis að líta erfða, líff ræði, persónuleika, félagsmótunar, tímabils í mannkynssögunni, efnahagslegra aðstæðna og hópa sem viðkomandi tilheyrir. Stjórnmálasálfræðingar láta sér því ekki nægja að skilja hvað fólk hugsar eða gerir í samhengi stjórnmála heldur er lögð megináhersla á að skilja hvers vegna.

Dæmi um viðfangsefni: Áhrif ótta á stjórnmálaviðhorf

Rannsóknir mínar á áhrifum ótta og kvíða á stjórnmálaviðhorf eru nokkuð dæmigert viðfangsefni stjórnmálasálfræðings. Áður hafa fræðimenn skrifað um tengsl ótta og íhaldssamra stjórnmálaviðhorfa en lítið verið vitað um hvers vegna þessi tengsl eiga sér stað. Í röð tilrauna leitaðist ég við að sýna frammá að ástæðan gæti verið sú að ótti, afskaplega óþægileg tilfi nning sem fólk vill losna undan sem allra fyrst, veldur því að hugsun okkar þrengist sem síðan leiðir til þess að í viðleitni okkar til að losa okkur undan óttanum þá grípum við til þeirra lausna sem hendi eru næst. Í samhengi stjórnmála er líklegra að við þessar aðstæður komi skjótar uppí hugann íhaldssöm viðhorf sem einkennast af því að halda sig við hið þekkta og hlýða gildandi reglum og venjum heldur en viðhorf sem einkennast af frjálslyndi (fara á svig við ríkjandi gildi og prófa nýjar lausnir). Til þess að prófa þessa skýringu hef ég til

dæmis fengið þátttakendur í tilraun, skipt þeim með tilviljunaraðferð í tvo hópa þar sem annar hópurinn er látinn leiða hugann að kvíðavekjandi viðburðum (námsmenn í New York voru t.d. látnir velta fyrir sér hryðjuverkaárásum) en hinum fengið verkefni sem veldur litlum eða engum kvíða. Undir yfi rskini ótengdrar rannsóknar met ég síðan hversu þröng eða opin hugsun þeirra er og spyr síðan um ýmis stjórnmálatengd viðhorf. Niðurstöður hafa í meginatriðum stutt skýringu mína, „Sem skipulögð fræðigrein rekur þ.e. í samanburði við þá sem upplifa stjórnmálasálfræði uppruna sinn til engan ótta, þá segjast þeir sem hafa leitt hugann að kvíðavekjandi fj órða áratugar síðustu aldar þegar viðburðum vera íhaldssamari í stjórnmálafræðingar hófu að beita freudískri skoðunum og þeir sýna einnig sálgreiningu til að skilja stjórnmálaleiðtoga, meiri þröngsýni í hugsun. Enn er og síðar leita orsaka helfararinnar og þó frekari rannsókna þörf til þess heiftarlegra fordóma í garð Gyðinga.“ að skilja þetta ferli til hlítar og útiloka aðrar mögulegar skýringar á tengslum ótta og íhaldssamra stjórnmálaviðhorfa. Stjórnmálasálfærði hefur vaxið mjög fi skur um hrygg á undanförnum 10-15 árum og þeim fj ölgað mjög sem stunda rannsóknir á sviðinu. Starfandi eru alþjóðasamtök stjórnmálasálfræðinga (sjá ISPP.org) en fyrir utan almenna félagsstarfsemi skipuleggja samtökin árlega mjög öfl ugan sumarskóla í stjórnmálasálfræði við Stanford háskóla (sjá stanford.edu/group/sipp) og gefa út fræðiritið Political Psychology. Stjórnmálasálfræði hefur nú einnig numið land á Íslandi og síðastliðið haust stóð stjórnmálafræðinemum í fyrsta sinn til boða valnámskeið í stjórnmálasálfræði. Námskeiðið var vel sótt enda ekki ofmælt að í kjölfar efnahagshrunsins og tengdra atburða muni íslensku áhugafólki um stjórnmálasálfræði ekki skorta verðug viðfangsefni.

This article is from: