
11 minute read
Viðtal: Ólafur Ragnar Grímsson
Fræðimaður Frumkvöðull Forseti
EFTIR JÓN JÚLÍUS KARLSSON
Advertisement
Í ár eru 40 ár liðin frá því að stjórnmálafræði var fyrst kennd innan veggja Háskóla Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti stóran þátt í stofnun deildarinnar og var fyrst um sinn eini kennarinn við hana. Að því frumkvöðlastarfi búa stjórnmálafræðinemar í dag. Upphafl ega ætlaði Ólafur Ragnar sér ekki að læra stjórnmálfræði, en segja má að örlögin hafi gripið inn í á hárréttum tíma. Auk þess að vera kennari í stjórnmálafræði, haslaði hann sér völl sem stjórnmálamaður. Hann sat á Alþingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna og síðar fyrir Alþýðubandalagið þar sem Ólafur gegndi embætti formanns frá árinu 1987 til 1995. Hann var að auki fjármálaráðherra árin 1988 til 1991. Árið 1996 var Ólafur kosinn forseti Íslands í eftirminnilegum kosningum. Íslenska leiðin fékk Ólaf Ragnar í ítarlegt viðtal í tilefni af tímamótaafmæli stjórnmálafræðideildar.
Það er í raun tilviljun ein að Ólafur Ragnar fór í nám í stjórnmálafræði. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962 en eftir að hafa kynnst tveimur heimsþekktum stjórnmálafræðingum var ljóst að stjórnmálafræðin yrði fyrir valinu. „Í sjálfu sér valdi ég ekki að fara í stjórnmálafræði. Ég hafði áhuga á því að fara í hagfræði en hafði ekki mjög mótaðar hugmyndir. Ég lagði leið mína í breska sendiráðið eftir stúdentspróf og fékk þar lánaðar kennsluskrár ýmissa breskra háskóla. Þar sá ég að í háskólanum í Manchester var boðið upp á fj ölbreytt BA nám sem samanstóð af hagfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði og mannfræði,“ segir Ólafur en segja má að örlögin hafi gripið í taumanna á öðru ári hans í Manchester.
„Svo gerðist það á öðru ári að norskur gestaprófessor, Stein Rokkan, sem var eitt af stóru nöfnunum í stjórnmálafræði og félagsfræði á heimsvísu á þessum tíma, var að leita að ungum mönnum til að þróa greinina áfram. Hann boðaði mig á sinn fund í lok annars árs á veitingastað í úthverfi Manchester. Rokkan var í samvinnu við Robert Dahl, sem þá var einn fremsti stjórnmálafræðingur Bandaríkjanna og þeir höfðu fengið stóran rannsóknarstyrk. Hann gerði mér tilboð um að þeir skyldu kosta sumarvinnu mína á Íslandi ef ég væri reiðubúinn að safna efni um þróun íslenska stjórnkerfi sins. Þetta var tilboð sem ungur námsmaður gat ekki hafnað. Vinna mín féll þeim svo vel í geð að næsta vetur bauð Rokkan mér að halda áfram rannsóknarvinnu minni á Íslandi. Þetta var auðvitað enn betra tilboð. Ég tók BA prófi ð með hagfræði sem aðalgrein þar sem það var of seint að breyta en hélt svo áfram rannsóknum á íslenska stjórnkerfi nu. Nánast ekkert haldbært efni var til. Því hélt ég til í tvo vetur á Landsbókasafninu og las mig í gegnum frumheimildirnar. Þetta varð til þess að ég ákvað að skrifa doktorsritgerð um þróun íslenska stjórnkerfi sins byggða á þessum rannsóknum. Mér fannst þetta svo skemmtilegt, spennandi og ögrandi verkefni að ég lét einfaldlega slag standa þó ég hefði enga hugmynd um hvað ég myndi gera við þessa menntun.“
Fífl dirfska að fara út í þetta einn
Að loknu doktorsnámi hélt Ólafur heim til Íslands og var ráðinn til að kenna stjórnmálafræði með tveggja vikna fyrirvara. „Það er á lokaári mínu í doktorsnámi sem
ákveðið er að hefj a kennslu í félagsvísindum við Háskóla Íslands. Ég var beðinn að koma heim til Íslands árið 1969 og halda kynningarfyrirlestur í Norræna húsinu um stjórnmálafræði. Í framhaldi að því vorum við Þorbjörn Broddason ráðnir til að hefj a kennslu í félagsfræði og stjórnmálafræði. Strax í upphafi lagði ég á það áherslu, að annars vegar yrði lögð rækt við íslenska stjórnkerfi ð og rannsóknir á því, og hins vegar yrðu strangir alþjóðlegir staðlar í náminu. Það var tvennt sem var mér mikið metnaðarmál; í fyrsta lagi að þeir nemendur sem við útskrifuðum fengju það góða menntun að þeir yrðu teknir inn í bestu háskóla annarra ríkja, og í öðru lagi að þróa greiningu á íslensku samfélagi. Það var vanda samt verk að þýða öll hugtökin og fræðiheitin yfi r á íslensku því þá voru ekki til samsvarandi íslensk orð yfi r nein af þessum grunnhugtökum. Þegar ég lít til baka sé ég að það var auðvitað fífl dirfska að fara einn út í þetta. Það er í raun merkilegt að það skyldi takast. Þegar Svanur Kristjánsson kom til liðs við mig tók ég honum fegins hendi. Framlag hans var og er afar veiga mikið því við vorum lengi vel bara tveir kennarar. Allt gekk þetta þó vel og 40 árum síðar getum fagnað því að fræði greinin hefur öðlast traustan sess í íslensku samfélagi og félagsvísinda deild er ein af öfl ugustu deildum háskólans.“
Á tímabili var Ólafur bæði kennari við stjórnmálafræði deild og stjórnmálamaður. Hvernig gekk að sameina þetta tvennt? „Það var mikil prófraun því það var fylgst mjög vel með hvort ég færi yfi r strikið í kennslu. Ég bjó að hinum breska aga, að draga glögg skil á milli þeirra skoðana sem menn aðhyllast og tjá með þátttöku á hinum lýðræðislega vettvangi, og hinnar fræði legu umfj öllunar. Þess vegna fannst mér aldrei erfi tt að gera þann greinamun, en ég áttaði mig fl jótlega á því að þetta var mjög framandi í íslensku samfélagi. Íslenska hefðin var dálítið á þá leið að gera umræðuna fl jótt persónu bundna. Þess vegna fannst mörgum það ankannalegt að ég væri að kenna og taka þátt í stjórnmálum á sama tíma. Það er mín skoðun að kennsla í félags vísindum feli ekki í sér afsal á lýðræðislegri þátttöku. Hins vegar er mjög mikil vægt að hafa í huga að það gilda önnur lögmál þegar menn tala sem fræði menn eða sem þátttakendur á hinum lýðræðislega vettvangi.“
Bannaður í útvarpi og sjónvarpi
Ólafur hóf ungur að taka þátt í stjórnmálum og sjálfur segist hann hafa lagt meira upp úr stefnu en frama. Á hvaða gildi og stefnu lagði hann mesta áherslu? „Ég fór að mörgu leyti óvenju legar leiðir og það helgaðist af því að ég lagði meira upp úr hugmyndum og stefnum en frama. Það var meðal annars ástæðan fyrir því að ég og stór hópur af ungu fólki sagði skilið við Framsóknar fl okkinn sökum hug mynda fræðilegs ágreinings í kringum 1974. Það sem var rauði þráðurinn í minni þátttöku í stjórn málum var þörfi n fyrir víðtækari samvinnu félags legu afl anna á Íslandi og barátta fyrir ýmsum lýðræðis legum hug myndum sem þóttu mjög framandi og jafnvel fj and samlegar valda kerfi nu í kringum 1970 en eru í dag taldar eðlilegar. Íslenskt sam félag var mjög lokað á þessum tíma. Það má glögg lega sjá á til dæmis fj ölmiðlum, hvernig þeim var stjórnað af stjórnmála fl okkunum. Ég var með útvarps þátt sem fór aðrar leiðir og það endaði með því að hann var bannaður. Tveimur árum síðar var ég með sjónvarps þætti af svipuðum toga og þeir voru bannaðir líka. Það er í raun ekki hægt að bera saman þann veruleika sem við bjuggum við á þessum tíma við það sem ríkir í dag; sem betur fer.“
Tvöföld synjun
Ólafur Ragnar er eini forseti lýðveldisins sem synjað hefur lögum Alþingis stað festingar. Fyrst synjaði hann fj öl miðla lögunum staðfestingar árið 2004 og í ár Icesave-lögunum sem varð til þess að fyrsta þjóðar atkvæða greiðsla lýðveldisins fór fram. Sumir hafa gagn rýnt hann harðlega fyrir þessa íhlutun í störf Alþingis en Ólafur vísar þeirri gagnrýni á bug og telur að stjórnar skráin þurfi ekki breytingu hvað 26. greinina varðar. „Þegar ég lagði upp í kosninga baráttuna fyrir forseta kosningarnar árið 1996, þá héldum við Guðrún Katrín opna fundi í nær öllum byggðarlögum á Íslandi. Strax á fyrstu fundunum varð ég fyrir mikilli lýðræðis legri upplifun. Það kom skýrt fram að í huga þjóðarinnar var þessi grein
stjórnar skrárinnar, 26. greinin, einn mikil vægasti þátturinn í stjórn skipulegri stöðu forsetans; að forseta embættið sé trygging þjóðarinnar gagnvart því að alræði fl okkanna á Alþingi gangi ekki of langt. Mér hefur fundist í allri umræðunni um mál skotsréttinn, bæði 2004 og núna í ár, að menn hafi ekki áttað sig á undir stöðum hins vest ræna lýð ræðis,“ segir Ólafur. Þarf þá ekki að fara fram endur skoðun á stjórnarskránni til að fyrirbyggja allan vafa? „Stjórnarskráin er mjög skýr eins og dæmin sanna. Nú hef ég beitt þessum rétti tvisvar sinnum og allar hrakspár, sem settar voru fram bæði af fræði mönnum og öðrum, hafa reynst rangar. Stjórnar skráin virkaði nákvæmlega eins og henni var ætlað að virka. Það er því engin þörf að breyta þessum þætti stjórnar skrárnar. Grundvallarspurningin er sú hvort við viljum að þjóðin fari með æðsta valdið í stjórn skipunni eða hvort Alþingi eiga að fara með það.“ Finnst þér þú hafa styrkt embætti forseta Íslands með því að neita lögum staðfestingar í tvígang? „Það var í sjálfu sér ekki markmið „Það kom skýrt fram að í huga þjóðarinnar mitt að styrkja embætti forsetans. Það var þessi grein stjórnar skrárinnar, 26. æskilega er að það komi aldrei til álita greinin, [...] að forseta embættið sé trygging að forseti neiti lögum staðfestingar, þjóðarinnar gagnvart því að alræði fl okkanna það sé nægilega mikill sam hljómur á Alþingi gangi ekki of langt.“ milli þess sem Alþingi er að gera og þjóðar vilja. Það er einlægt sjónar mið af minni hálfu, bæði sem fræði manns og forseta. Ég hef ekki óskað eftir því að fá þennan vanda í fangið. Í báðum tilvikum voru þetta lög sem atburða rásin skilaði á mitt borð. Í báðum tilvikum tók ég þessa ákvörðun með góðri sam visku í trausti þess að þjóðin myndi axla þessa ábyrgð — sem hún gerði.“
Gekk forsetinn of langt?
Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa gengið of langt í að aðstoða fyrirtæki á tímum útrásar. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út ný verið eru einnig gerðar athugasemdir við hátterni forsetans. Ólafur viðurkennir að það sé margt sem hann hefði viljað gera með öðrum hætti en telur að staða sín hafi verið snúin. „Það er auðvitað margt sem hefði mátt gera betur þegar ég lít um öxl. Kröfurnar á forsetaembættið hafa aukist gífur lega á undan förnum árum, bæði innan og utan lands steinanna. Tímarnir hafa breyst og margt af því sem talið var eðlilegt í sam vinnu forseta embættisins við atvinnu- og fj ármála lífi ð er nú skoðað öðruvísi. Vandi minn var sá að þessi fyrir tæki voru öll

meðal stærstu fyrirtækja landsins á þeim tíma. Það er eðlilegt að ef forsetinn leggur atvinnulífi nu lið, þá aðstoðar hann líka stærstu fyrir tæki landsins hverju sinni. Á útrásar árunum komu fram ýmsar gagn rýnisraddir og þær voru aðal lega erlendis frá. Við hefðum öll átt að hlusta betur á þá gagnrýni.“
Ólafur á tvö ár eftir af fj órða kjör tímabili sínu í embætti forseta Íslands. Hann gæti orðið sá forseti sem lengst hefur setið í forsetastól, ákveði hann að bjóða sig fram í fi mmta sinn. Ólafur vill hins vegar lítið gefa upp hvort hann haldi áfram. „Í einlægni á ég erfi tt með að veita svar við þessari spurningu og fyrir því eru tvær ástæður. Annars vegar, þegar forseti hefur gefi ð út svar við þessari spurningu, þá breytist starfsgrundvöllur hans. Framganga manna gagn vart forseta, sem tekið hefur þá ákvörðun að bjóða sig fram aftur eða hætta, breytist. Hins vegar varð ég fyrir þeirri persónulegu reynslu að líf fj ölskyldunnar breyttist með andláti Guðrúnar Katrínar, eiginkonu minnar. Sú lífsreynsla kenndi mér að lífi ð getur breyst á morgun, atburður eða áföll gjörbreyta forsendum fyrir ákvörðunum og starfi . Það er því tilgangslaust að velta því fyrir sér hér og nú hvort ég muni halda áfram, og veit ekki einu sinni hvort ég verð á lífi árið 2012.“
Stjórnmálafræðingar verða að hafa kjark
Stjórnmálafræðigreinin er Ólafi mjög hjartfólgin og honum fi nnst stundum sem stjórnmálafræðingar falli í þá gryfj u að fara af stað með vangaveltur í fj ölmiðlum, í stað svara sem byggð eru á rannsóknum. „Það hefur orðið mér að umhugsunar efni að þrýstingur af hálfu fj ölmiðla kerfi sins gagn vart fræði mönnum er orðinn það mikill að menn detta hvað eftir annað í þá gryfj u að veita svör án þess hafa tekið sér þann umhugsunar tíma sem málið krefst. Þess vegna eru menn kannski að láta í ljós hæpna og jafnvel ranga greiningu. Fjöl miðill dagsins kallar á svör sam dægurs, jafnvel á næsta klukku tímanum. Þegar slík staða kemur upp verða menn að hafa burði til að viður kenna að þeir viti ekki svarið í stað
þess að fara af stað með vanga veltur eins og hver annar fj ölmiðla maður. Það getur ekki verið gott fyrir fræði menn að starfa með þessum hætti.“ Áhugi Ólafs á stjórnmálafræði sem fræði grein hefur ekkert minnkað með árunum þó hann sýni því engan áhuga að snúa aftur á svið fl okkastjórnmálanna. Er möguleiki á að Ólafur snúi aftur í kennslu stofurnar og kenni stjórnmálafræði þegar forseta tíðinni lýkur? „Ætli ég verði ekki orðinn of gamall þegar ég lýk störfum sem forseti. Það er þó ekki útilokað. Ég „Það hefur orðið mér að umhugsunar- hafði mjög gaman af því að kenna efni að þrýstingur af hálfu fj ölmiðla kerfi sins við há skólann, fannst það ögrandi og gagn vart fræði mönnum er orðinn það mikill skemmti legt starf. Í hvert skipti sem að menn detta hvað eftir annað í þá gryfj u mér hefur verið boðið að halda fyrirlestra í erlendum háskólum hef ég að veita svör án þess hafa tekið sér þann þegið það, enda fundist mjög dýrmæt umhugsunar tíma sem málið krefst.“ reynsla að eiga í slíkum sam ræðum við ungt fólk, vítt og breitt um veröldina. Ég tel að reynsla mín bæði sem stjórnmálamaður og forseti geti gagnast í hinni fræðilegu umræðu. Ég hefði gaman af því taka þátt í rann sóknum og fræði legri vinnu innan stjórn málafræðinnar. Ég gæti þá líka leyft mér að setja fram ýmsar efa semdir og gagn rýni sem ég hlífi mönnum við meðan ég gegni þessu embætti. Það væri ánægju efni fyrir mig þegar ég hætti að koma inn á slíkan vettvang innan fræðasamfélagsins á Íslandi.“