Söluskrá SVFR 2012

Page 21

4x4

2

4

Silungsveiði

21

Vatna­svæði ­Kolku:

Hjalta­dals­á og Kol­beins­dalsá

Gjöf­ul­ar sjó­bleikju­ár með laxa­von Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá eru gjöfular sjóbleikjuár með góðri laxavon í næsta nágrenni við Hóla í Hjaltadal. Árnar sameinast nokkru fyrir neðan þjóðveginn og heitir hið sameiginlega vatnsfall Kolka og ósinn Kolkuós. Undanfarin sumur hafa veiðst í ánni um 50 laxar og um 300 silungar.

Veiðisvæði Vatnasvæði Kolku er fjögurra stanga veiðisvæði. Í Kolbeinsdalsá eru 15 merktir veiðistaðir upp að stíflu og í Hjaltadalsá eru um 40 veiðistaðir. Árnar renna síðustu kílómetrana saman til sjávar og á þeim kafla eru 5 veiðistaðir.

Veiðileyfi Boðið er upp á 2ja daga holl, frá hádegi sunnudags til hádegis fimmtudags og svo 3ja daga holl frá hádegi fimmtudags til hádegis sunnudags.

Veiðitími Frá 20. júní til og með 15. ágúst er veiðitíminn kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00. Frá 15. ágúst til 15. september er veiðitíminn kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00.

Leyfilegt agn Fluga, maðkur og spónn.

Veiðireglur Veitt er frá hádegi til hádegis. Tillaga að svæðaskiptingu er í veiðihúsinu. Aðgengi að ánni er mjög gott og dugir 4x4 fólksbíll til að athafna sig við ána. Gott veiðikort fæst á skrifstofu SVFR.

Veiðihús Lítið, ágætt hús stendur við Efri-Ás. Undanfarin ár hefur aðstaðan verið stórbætt með því að leiða rafmagn og heitt vatn í húsið og pallur byggður við húsið. Í húsinu eru tvö svefnherbergi og svefnloft. Veiðimenn verða að koma með sængur, kodda og sængurföt eða svefnpoka sjálfir. Hægt er að panta þrif og munu upplýsingar um það verða í húsinu og á skrifstofu SVFR. Einnig er í boði sérstakt tilboð fyrir veiðimenn á hlaðborði í hádeginu og á kvöldin á hótelinu að Hólum í Hjaltadal. Jafnframt er frítt í sundlaugina á Hólum.

Leiðarlýsing að ársvæðinu Veiðisvæðið er um 300 km frá Reykjavík. Stysta leiðin frá Reykjavík er að beygja af þjóðvegi 1 hjá Blönduósi og aka um Refasveit en síðan upp Norðurárdal og um Þverárfjall yfir til Sauðárkróks og þaðan í Hjaltadal. Einnig er hægt að aka áfram þjóðveg 1 um Langadal

W W W. S V F R . I S

og yfir Vatnsskarð. Hjá Varmahlíð í Skagafirði er þá beygt og ekið í áttina að Sauðárkróki og haldið áfram yfir brýrnar á Héraðsvötnum. Þegar komið er yfir brýrnar er beygt til vinstri og ekið í um 10 mín. þangað til komið er að skilti sem á stendur „Heim að Hólum“. Þar er

beygt inn Hjaltadal og ekið áfram þangað til komið er að brú yfir Hjaltadalsá. Farið er yfir brúna á ánni við Laufskálarétt og beygt til vinstri að bænum Efri-Ási þar sem veiðihúsið stendur.

Umsjónarmaður: Þórarinn Halldórsson, sími 868-4043

ATHUGIÐ: Boðið er upp á skemmtilega viðbót ef keypt eru veiðileyfi á vatnasvæði Kolku eftir 20. ágúst. Þá gefst veiðimönnum tækifæri á að blanda saman stangaveiði og skotveiði því að kostur gefst á að komast á gæsaskytterí á kornakri í dalnum. Þessi möguleiki fylgir með veiðileyfum þegar allt hollið er keypt á tímabilinu frá 20. ágúst og út veiðitímann sem er til 30. sept. Leyfi er fyrir 4 veiðimenn (4 byssur) eða jafnmörg leyfi og fjöldi stanga eru í ánni. Nánari upplýsingar má finna í veiðihúsinu. Gæsaveiðileyfi eru seld til loka október.

Hjaltadalsá og KOLbeinsdalsá Verðskrá Veiðidagar 21/6 - 5/7 5/7 - 18/9 18/9 - 30/9

Stangafj. 4 4 4

Verð á dagstöng Félagsverð 8.400 11.900 8.400

Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.