Stykkishólms-Pósturinn 5. september 2013

Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 31. tbl. 20. árg. 5. september 2013 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 650 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent Ólafsvík

Bjartsýni einkennandi við árstíðaskipti

Ríkið selur

Nú er komið haust og hefur sumarið verið með blautara og kaldara móti víða um land. Mörg fyrirtæki eru að detta í haust/vetrargírinn og t.a.m. hafa vetraráætlanir tekið gildi bæði hjá Strætó og Baldri. Upplýsingamiðstöð hefur verið lokað í golfskálanum og ferðamönnum fer fækkandi hér um slóðir. Skv. upplýsingum frá Sæferðum þá verður líkt og síðasta vetur boðið upp á skoðunarferðir fyrir ferðamenn yfir vetrartímann. Íslendingum sem nýttu sér þjónustu Sæferða fækkaði í sumar m.v. árið á undan en erlendum ferðamönnum fjölgaði. Rekstraráætlanir stóðust hjá fyrirtækinu og í vetur benda bókanir til þess að svipaður fjöldi verði á ferðinni í vetur og í fyrra. Á hótel Stykkishólmi er mikil ánægja með gestafjöldann í sumar og var nýtingin gríðarlega góð alla mánuðina sumarmánuðina. Nálægt 95% gesta eru erlendir

ferðamenn og koma þeir víða að. Gestir koma þá síðdegis og fara fljótlega eftir morgunmat. Að sögn Maríu hótelstjóra er tímabilið að lengjast í báðar áttir og til dæmis hafa fleiri hópar bókað í vetur en í fyrra. En norðurljósaferðir eru vinsælar og komu talsvert margir hópar hingað s.l. vetur og gistu á hótelinu í tengslum við það. En við lengingu tímabilsins er helsta vandamálið að manna störf á hótelinu, sumarfólk kemst ekki til vinnu fyrr en seint á vorin og hættir snemma á haustin. Þeir ferðaskipuleggjendur sem senda hópa á Hótel Stykkishólm og hafa skipt við hótelið árum saman eiga það sameiginlegt að vera allir að stækka og er það helsta ástæðan fyrir því að hópum fjölgar, að sögn Maríu. Gréta Sigurðardóttir gestgjafi á Hótel Egilsen er mjög ánægð með gestakomur á Egilsen og heimagistingu á hennar vegum í sumar. Segir hún í samtali við Stykkishólms-Póstinn að ágúst hafi t.d. aldrei verið jafngóður. Bókun lítur vel út í september en í vetur verður tekið á móti hópum alla miðvikudaga sem eru þá í tveggja daga ferðum um Snæfellsnes með gistingu í Stykkishólmi. Gréta er þess fullviss að mikil vinna undanfarin ár sé að skila sér og hér í Stykkishólmi sé verið að gera mjög góða hluti í ferðaþjónustu fjölbreytni gistimöguleika sé t.d. til fyrirmyndar og þar styðji hvert annað. Hostelið í Sjávarborg hefur í sumar verið með 2000 gesti og eru aðstandendur ánægðir með sumarið og telja að þörf hafi verið fyrir þetta form af gistingu. Mestur kraftur eigenda og starfsfólks fór í að koma rekstrinum Framhald á næstu síðu

Skrifað hefur verið undir kaupsamning á húsnæði á St. Franciskusspítala sem áður hýsti starfsemi leikskólans. Það er Kaþólska kirkjan á Íslandi sem er kaupandi og mun þar af leiðandi verða eigandi að þessu rými auk þess sem kirkjan átti fyrir. Þær upplýsingar fengust hjá Kaþólsku kirkjunni að farið verði í nauðsynlegar breytingar og lagfæringar á húsnæðinu sem mun nýtast í fjölbreyttum tilgangi fyrir íbúa Vesturlands ekki síður en annarra. Meðal annars er fyrirhugað að húsnæðið henti vel til ráðstefnu- og fyrirlestrahalds, kyrrðardaga og annars starfs á vegum kirkjunnar. Erlendar stofnanir munu styrkja m.a. breytingarnar á húsnæðinu. Vonast er til að vinna vegna breytinga hefist í haust. am

Fréttir, viðburðir, myndir,aðsent efni - alltaf eitthvað nýtt!


Stykkishólms-Pósturinn, 31. tbl. 20. árgangur 5. september 2013

Velunnarar St. Franciskusspítala

VÍS bakhjarl Snæfells

Kæru Hólmarar og nærsveitungar. Á næstu dögum munu nokkrir af velunnurum St. Franciskusspítala ganga í hús og safna undirskriftum við eftirfarandi áskorun til stuðnings Sjúkrahúsinu, sem verða síðan afhentar ráðamönnum. „Áskorun til velferðaráðherra, alþingismanna Norðvesturkjördæmis og stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Við undirrituð, velunnarar Sjúkrahússins í Stykkishólmi, skorum á velferðaráðherra, alþingismenn Norðvesturkjördæmis og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Vesturlands að tryggja rekstur sjúkrahússins og mótmælum því jafnframt að sjúkrahúsið skuli hafa verið lokað vikum saman. Frá því að St. Franciskusreglan stofnaði sjúkrahúsið fyrir nærri áttatíu árum hafa sjúklingar og aðstandendur þeirra getað treyst á almenna sjúkrahúsþjónustu í Stykkishólmi og að þjónusta við aldraða sjúklinga væri til staðar á sjúkrahúsinu. Lokun sjúkrahússins hefur því komið sér afar illa fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra og valdið röskun sem ekki er hægt að sætta sig við. Með undirritun þessarar yfirlýsingar viljum við lýsa yfir stuðningi við starfsfólk sjúkrahússins og væntum þess að starfseminni verði tryggðir þeir fjármunir sem þarf til þess að rekstur sjúkrahússins megi styrkjast í þágu þeirra sem sjúkir eru og þarfnast lækninga og hjúkrunar sem veita má hér á staðnum. Jafnframt er hvatt til þess að rekstur heilsugæslustöðvarinnar og hinnar rómuðu starfsemi Háls-og bakdeildar, sem sinnir sjúklingum úr öllum landshlutum, verði tryggður með sérstökum fjárveitingum.

VÍS verður einn af aðalbakhjörlum körfuknattleiksdeildar Snæfells næstu þrjú ár og er markmið samningsins að styðja við Snæfell í íþrótta- og uppeldishlutverki sínu. Snæfell vinnur með VÍS að forvörnum og skal vera til fyrirmyndar á því sviði. Mun ekki fara á milli mála í leikjum Snæfells að VÍS leggur félaginu lið þar sem búningar félagsins, fánar og skilti verða áberandi vel merktir VÍS. Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS og Gunnar Svanlaugsson formaður stjórnar meistaraflokka Snæfells í körfuknattleik rituðu undir samninginn í dag. „Við erum ekki bara hæstánægð með að fá þennan öfluga bakhjarl til liðs við okkur heldur er það líka heiður að fá að starfa með VÍS að forvörnum. Félagið er fremst á sínu sviði rétt eins og við viljum vera,“ segir Gunnar. Sigrún Ragna leggur líka áherslu á forvarnargildi samstarfsins. „Ég er mjög glöð yfir að VÍS leggi sitt lóð á vogarskálarnar svo efla megi íþrótta- og forvarnarstarf sem víðast. VÍS er með þéttriðið þjónustunet um land allt og við leggjum metnað okkar í að hlúa að íþrótta- og menningarstarfi eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni. Nú hvet ég Hólmara til að sína enn betur stuðning sinn við liðin í verki og fylla íþróttahöllina á hverjum leik. Áfram Snæfell!“ am

Velunnarar St. Franciskusspítala, Stykkishólmi“

Hrannarbúðin til sölu!

Bjartsýni einkennandi við árstíðaskipti - frh. af stað og ber maí og fyrri hluti júní þess merki í gestafjölda. Hinsvegar hafi júlí og ágúst verið mjög góðir og fyrirhugað að hafa opið í vetur. Í samtali við Skarphéðinn Berg í Sjávarborg kom fram að bókunarfyrirvari fyrir gistingar hafi styst og að fyrri hluti september líti vel út. Bókanir eru farnar að berast fyrir næsta sumar og ríkir bjarsýni í þeirra herbúðum líkt og annarsstaðar. Gestir á hostelinu eru nær eingöngu erlendir ferðamenn og byggist starfsemin upp á þeirri staðreynd. Aðspurður um afþreyingu fyrir ferðamenn telur hann nauðsynlegt að kynna betur sundlaugina og gönguleiðir um svæðið. Það sé oft á tíðum það sem ferðamenn leita eftir, ekki endilega dýrir afþreyingarmöguleikar. Það væri líka frábært að geta lengt dvöl ferðamanna, allir myndu njóta góðs af því. am

Ágætu viðskipta-vinir nær og fjær! Allt hefur sinn tíma, segir í mál-tækinu og til þessa máltækis varð okkur hjónunum hugsað þegar við tókum þá ákvörðun að hætta rekstri Hrannarbúðarinnar. Það er rétt að geta þess að með þessari ákvörðun erum við ekki að segja að þessi rekstur sé vonlaus nei þvert á móti þá er vel hægt að lifa af honum ef honum er sinnt af alúð og með eljusemi. Við höfum hinsvegar ákveðið að hætta nú og snúa okkur að öðrum verkefnum. Á þessum tímapunkti viljum við þakka öllum þeim viðskiptavinum búðarinnar sem hafa séð sér hag í því að versla í Hrannarbúðinni í þau rúm 40 ár sem verslunin hefur starfað. Við stöndum í þeirri trú að þarna úti meðal ykkar séu til aðilar sem eru tilbúnir að taka við keflinu og viljum hvetja áhugasama einstaklinga til þess að skoða málið vandlega því auðvitað er það okkar heitasta ósk að verslunin haldi áfram. Okkar starfi hér í Hrannarbúðinni lýkur hinsvegar í byrjun desember næst komandi og höfum við auglýst rekstur og húsnæði til sölu, sjá www.fastko.is

Munið gjafakortin!

Með endurteknum þökkum fyrir samstarfið. f. h. Hrannarbúðarinnar sf. Jóhanna og Gunnar

www.stykkisholmsposturinn.is

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 32. tbl. 20. árgangur 5. september 2013

Eldhús opið frá 12-15

- fagleg og freistandi

PLÁSSIÐ - Frúarstígur 1 - 340 Stykkishólmur - Iceland Tel. 354 436 1600 - www.plassid.is

Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Ægisgötu 11 340 Stykkishólmi Sími: 896 4489 sverrir@posthus.is

- Opið frá kl 16 www.narfeyrarstofa.is & Facebook Sími 438-1119 narf@narf.is Opið alla daga frá kl. 12

Allar eignir á www.faststykk.is

Nýjungar á Stykkinu: Heilhveitipizzur Þunnbotna pizzur Vantar þig pizzur fyrir afmæli, hitting eða almennt fjör? Hafið samband við okkur á Stykkinu og reddum málunum. Verið velkomin! Stykkið- s: 4381717 - 8214265/8652687 Erum á Facebook

Royal Rangers skátastarfið hefst aftur. Við höldum okkur við sömu daga og tíma Frumherjar 3.-5. bekkur verða á mánudögum kl. 18-19 og Skjaldberar 6.-8. bekkur verða á þriðjudögum kl. 18-19 Við bjóðum krakka sem nú eru byrjaðir í 3. bekk sérstaklega velkomna og alla nýja krakka sem vilja vera með. Þið sem eruð komin í 9. bekk eða eldri og hafið verið með í RR og hafið mikinn áhuga á starfinu, þið eruð velkomin í aðstoðarforingja þjálfun.

Ljósmyndasýning Sumarliða Ásgeirssonar stendur enn yfir og nú er hægt festa kaup á þessum frábæru myndum.

Allar nánari upplýsingar hjá

1. vélstjóra vantar á Gullhólma

Karín Rut Royal Ragners foringja í Stykkishómi í síma 8688567 eða netfang karinrut@gmail.com

SH-201 sem gerður er út á línuveiðar frá Stykkishólmi. Vélarstærð 1038 Kw.

Hlakka til að sjá ykkur! www.stykkisholmsposturinn.is

Upplýsingar í síma 430-4200 3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 31. tbl. 20. árgangur 5. september 2013

Eplakakan hennar Olgu

Skúrinn Hver getur gleymt skúrnum sem dvaldi um hríð í garði Norska hússins í sumar? Þá setti skúrstjórinn Finnur Arnar myndlistarmaður sem á sama tíma var með sýningu í Norska húsinu, upp innsetningu sem tengdist sögu Norska hússins á áhugaverðan hátt. William Morris heimsótti Norska húsið 1871 en Íslandsferð Morris reyndist honum mesti innblástur í list hans. Veggfóður sem Morris hannaði þakti hluta skúrsins að utan og innandyra var sýnd brot úr mynd um Morris auk þess sem textabrot úr dagbók Morris frá heimsókn hans til Stykkishólms voru til sýnis.

Fljótleg eplakaka/desert 6 - 10 epli 1 pk makkarónukökur 1 msk hunang Vanillusykur 1. Eplin afhýdd og skorin í bita 2. Þau sett í pott með mjög litlu vatni ( rétt botnfylli) og soðin í ca. 10 mín eftir því hversu mikið maukuð þú vilt hafa þau, ef þú vilt sæta eplin setur þú hunangið út í eða vanillusykurinn á meðan eplin sjóða. 3. Síðan færðu þér eldfast fat eða ávaxta skál og setur til skiptis epli og makkarónukökur í. Byrjað er á eplunum og endað á að skreyta með makkarónunum. Borið fram heitt með þeyttum róma eða vanilluís. Verði ykkur að góðu. Ég skora á Brynju Reynisdóttur að koma með næstu uppskrift. Sólborg Olga Bjarnadóttir

Karfan að byrja Körfuboltinn fer óvenju snemma af stað í ár og má segja að nú stökkvi Snæfell beint af stað í keppni og æfingamótunum sleppt. Bæði lið Snæfells eru nokkuð breytt frá síðasta ári og því spennandi að sjá hvernig þau koma undan sumri. Sé litið á liðin á pappírnum þá hafa bæði liðin fengið góðan liðstyrk og eru sterkari í ár en í fyrra. Þau eiga því alla möguleika á að vera í baráttu um titla í öllum keppnum. Það er þó spurning hvernig það fari með liðsheildina hjá stelpunum að vera með hluta liðsins fyrir sunnan við æfingar en nokkrar stelpnanna hafa nú farið suður til náms og munu æfa að mestu með Fjölni og mæta svo í leikina hjá Snæfelli. Æfingahópurinn hér heima er þ.a.l. minni og gæti jafnvel staðið tæpt að ná í tíu manna hóp hér heima. En öllu má aðlagast og eflaust tekur þetta tíma en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og spennandi að sjá hvort þær ná að stilla sig saman í sterka heild í vetur. Strákarnir búa betur, allur hópurinn hér heima og sterkir leikmenn bæst við frá síðasta ári og engin vafi á því að liðið er mun sterkara nú en í fyrra þó vissulega sé þar stór óvissuþáttur í erlenda leikmanninum og það má reyndar segja það sama um kvennaliðið. Bæði liðin eru með nýja erlenda leikmenn sem ekki hafa leikið hérlendis áður og því á raunveruleg geta þeirra eftir að koma í ljós. En það er sem sagt fyrirtækjabikarinn sem byrjar óvenju snemma, bæði hjá körlunum og konunum og bæði lið eiga leiki nú í vikunni. Fyrirkomulagið í fyrirtækjabikarnum er þannig að leikið er í riðlum í tveimur hjá stelpunum en fjórum hjá strákunum og efstu liðin komast áfram í úrslitin. Stelpurnar byrjuðu í gær gegn Fjölni fyrir sunnan og úrslitin því ekki kunn þegar þetta er skrifað. Næsti leikur er svo heimaleikur 17.sept. gegn KR. Strákarnir byrja einnig með útileik, mæta ÍR á morgun en eiga svo heimaleik gegn Breiðabliki n.k. sunnudag 8.sept. Þannig að nú er bara fyrir körfuboltaáhugafólk að setja sig í gírinn og mæta á völlinn. srb

En héðan úr Hólminum fór skúrinn vestur á granda í Reykjavík og nýlega gaf skúrstjórinn út sýningardagskrá Menningahússins Skúrsins fram til ársloka 2014. Til 8. september sýnir myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson svo taka við myndlistarfólkið Húbert Nói og Dodda Maggý. Í desember verður bryddað upp á “Drive in - bókmenntadagskrá” þar sem Úlfhildur Dagsdóttir sér um dagskrá þar sem útvarpað verður lestri úr jólabókunum. Á Þorláksmessu verður Skúrinn við Reykjavíkurtjörn og þar verða fluttar baðstofusögur úr Látrum frá 1878. Síðan taka við Ólöf Nordal, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Sara Björnsdóttir. Skúrinn verður hluti af Midsummer music 2014 sem fram fer í Hörpu en Víkingur Heiðar Ólafsson mun spila í Skúrnum. Í september á næsta ári mun Kristján Guðmundsson sýna í Skúrnum, þar á eftir Ragnar Kjartansson og Ingólfur Arnarson lýkur sýningarárinu í desember 2014. Þeir sem áhuga hafa geta einnig kynnt sér dagskrána á www.facebook.com/Skurinn am

Vetrastarf byrjar hjá nunnum! Föstudagur 6. september: Tilbeiðsla Altarissakramentið frá kl. 15 – 18 Laugardagur 7. september: Oratorium „Jesúbarnið“ frá kl. 15 – 18. Messa kl. 18:30, þá verður beðið fyrir friði í Sýrlandi og í Egyptalandi. Sunnudagur 8. september: Messa kl. 10. Að henni lokinni verður foreldrafundur fyrir öll börn sem ætla að taka þátt í trúfræðslu. Kapellan er opin allan daginn. Allir eru velkomnir í heimsókn. Fleiri upplýsingar í s. 438-1070 (www.ssvmne.org)

Maríusystur

Smáauglýsingar Ipod touch í hvítu hulstri tapaðistí vikunni fyrir danska daga, er sárt saknað. Ef einhver hefur fundið hann vinsamlegast hafið samband í síma 8604319.

Til leigu er 90 fermetra íbúð að Silfurgötu 15 neðsta hæð leigutími er 15. sept 2013 til 1. júní 2014, upplysingar gefur Jón í síma 8959230.

Óska eftir hundabúr fyrir Border Collie. GSM 8688237

Gestasvefnsófi úr Ikea f. 2 fæst gefins gegn því að vera sóttur. Á sama stað fullbúið byrjendafiskabúr á kr. 5000 Upplýsingar veitir Anna í síma 8619621

www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 32. tbl. 20. árgangur 5. september 2013

Á leið til Leipzig

Græna sýningin og pokasamkeppnin

Sigrún Björk Sævarsdóttir og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir héldu tónleika í Stykkishólmskirkju s.l. fimmtudagskvöld ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikar. Fluttu þær íslensk einsöngslög og óperuaríur. Sigrún heldur nú út til Leipzig til framhaldsnáms í söng en þar hafa margir íslenskir tónlistarmenn sögunnar stundað nám s.s. Jón Leifs. Nokkrum dögum fyrr, var úthlutað úr styrktarsjóði Halldórs Hansen sem var barnalæknir og ánafnaði Listaháskóla Íslands veglegt tónlistarsafn sitt og arfleiddi skólann að eigum sínum þegar hann lést árið 2003. Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja uppbyggingu og styðja við tónlistarsafn skólans. Auk þess veitir sjóðurinn árlega styrki til tónlistarnema sem hafa, að mati sjóðstjórnar, náð framúrskarandi árangri á sínu sviði. Að þessu sinni hlutu þrír ungir tónlistarmenn úthlutað úr sjóðnum. Elín Arnardóttir píanóleikari, Þorkell Helgi Sigfússon söngvari og Sigrún Björk Sævarsdóttir söngkona, eins og segir í frétt frá Listaháskóla Íslands. Fær hvert þeirra 400.000 kr. í styrk frá sjóðnum. am

Sumarstarfi Norska hússins lauk s.l. föstudag en miðvikudaginn á undan var haldinn fræðslufundur í tengslum við Grænu sýninguna sem staðið hefur yfir í húsinu síðustu vikur. Sýningin var í samstarfi við Minjasafn Reykjavíkur og umhverfisfulltrúa Snæfellsnes. AlmaDís Guðmundsdóttir forstöðukona Norska hússins hóf dagskrána og gerði grein fyrir samstarfinu við Minjasafn Reykjavíkur en frá MR kom flökkusýning undir heitinu Ferðaflækja: Sjálfbærni og myndlist mætast. Því næst steig Ingunn Jónsdóttir sumarstarfsmaður Norska hússins og gerði grein fyrir grænum munum sem fengust að láni í sýninguna og var það forvitnileg samsetning sem vakti upp spurningar um hversu grænir og umhverfisvænir þeir væru. Að loku tók umhverfisfulltrúinn Harpa Auðunsdóttir við og gerði grein fyrir pokasamkeppninni. Fimm pokar bárust í keppnina hver öðrum glæsilegri. Það var pokinn Bjargrún eftir þær Guðbjörgu Rut Pálmadóttur og Sigrúnu Jóhannsdóttur sem vann. Allir þáttakendur fengu aðgangskort í Norska húsið fyrir þátttökuna. am

Veðrið í ágúst Veðrið var ekkert sérstakt í sumar, flestir eru sammála um það. Enda ku víst þurfa leita langt aftur til að finna eitthvað álíka í gögnum Veðurstofunnar. Meðalhiti er lægri alla mánuðina í sumar og úrkoma meiri en í meðalári. Ágúst var t.a.m. kaldasti ágúst í Reykjavík síðan 1993. Hitinn í Stykkishólmi var að meðaltali 9,9 gráður sem er 0,3 gráðum hlýrra en í meðalári. Úrkoman í Reykjavík mældist 86,3 mm og er það tæplega 40% umfram meðalúrkomu og það mesta í ágúst síðan 2007. Alveg þurrt var fyrstu 7 daga mánaðarins. Í Stykkishólmi var úrkoman óvenjumikil eða 111,4 mm. Þetta er meir en tvöföld meðalúrkoma og sú mesta í ágúst síðan 1976. Mestu munaði um úrkomuna sem mæld var þann 30., 55,2 mm. Þetta er mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur í ágúst í Stykkishólmi frá upphafi úrkomumælinga þar 1856. Fyrstu átta mánuðir ársins (janúar til ágúst) Í heild hafa mánuðirnir átta verið hlýir á landinu, í Reykjavík 0,9 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en aftur á móti 0,2 stigum undir meðaltali síðustu 10 ára. Árið er í 27. til 28. sæti hlýindaára. Miðað er við mælingar frá 1871 til okkar daga. am

Um 4800 tonn í Hólminn Nýtt fiskveiðiár hófst 1. september s.l. og birti Fiskistofa kvótaúthlutun sína um það leiti. Heildarkvótinn er 381 þorskígildistonn við upphafsúthlutun. Úthlutað aflamark til báta í Stykkishólmi fyrir þetta fiskveiðiár er sem skv. gögnum Fiskistofu eru samtals 23 bátar sem eru þar á lista, fá rúmlega 3900 þorskígildistonn. Stærstir hér eru Þórsnes með 1300 tonn og Bíldsey með 1100 tonn. Sérstök úthlutun aflamarks til innfjarðarækju- og hörpudiskbáta 2013/2014, sbr. reglugerð nr. 737/2011 Af þessum tölum að dæma fá 5 bátar kvóta hér í Stykkishólmi sem telja um 890 tonn í þorskígildum. am www.stykkisholmsposturinn.is

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 31. tbl. 20. árgangur 5. september 2013

JÖFN OG FRJÁLS

Opnir fundir með forystufólki Samfylkingarinnar um land allt

Hvernig nýtum við tækifærin og bætum kjörin?

Næsti fundur verður í Plássinu í Stykkishólmi fimmtudaginn 5. september klukkan 20.00. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar flytur erindi. Katrín Júlíusdóttir, Davíð Sveinsson, Garðar Svansson, Guðbjartur Hannesson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson sitja fyrir svörum og spjalla við fundargesti. Allir velkomnir! Sími 438 1587

www.xs.is

Ferjan Baldur

TIL SÖLU

Vetraráætlun frá 26.ágúst 2013 www.saeferdir.is

Sunnudaga til föstudaga: Frá Stykkishólmi kl 15:00 Frá Brjánslæk kl 18:00 Laugardagsferðir 7.sept. og 14.sept. Frá Stykkishólmi kl 09:00 Frá Brjánslæk kl 12:00 Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Til sölu er Hrannarbúðin, verslun og húsnæði við Hrannarstíg 5 í Grundarfirði sem er miðsvæðis í hjarta bæjarins. Sjá fyrirkomulag húsnæðis á vef fastko.is Eigninni fylgir 44,5 m2 bílskúr. Sá möguleiki er fyrir hendi að kaupa einnig tvær nýuppgerðar íbúðir á efri hæð hússins og þar með alla fasteignina að Hrannarstíg 5 og tvöfaldan 90 m2 bílskúr. Tilboð óskast í verslun og neðri hæð og/eða alla fasteignina að Hrannarstíg 5. Nánari upplýsingar veitir Kristján Guðmundsson í síma 8963867, eða e-mail kristjan@fastko.is www.stykkisholmsposturinn.is

BÓLSTRUN Kem á staðinn og geri tilboð í bólstrun svo sem bíla, báta og heimilishúsgögn. Hef úrval af áklæðisprufum og leðurprufum. Einnig er hægt að senda myndir á netfangið og fá verð í vinnu. Flutningur er frír. G.L. Bólstrun Sími: 451-2368 - Gsm: 865-2103 Netfang: gl@simnet.is 6

stykkisholmsposturinn@anok.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.