Stúdentablaðið - apríl 2014

Page 27

B Stúdentablaðið 2014

Hvaða bók lastu síðast?

dauður?” Um fyrirlestra segir María Rut: „Við höfum í grunnskóla, menntaskóla og núna lært í gegnum glærukynningar.“ Hún segir að upplifun hennar af menntakerfinu sé sú að það sé líkt og færibandavinna. Þessi skoðun Maríu Rutar speglast í erindi Norman Sharp, formanns Gæðaráðs íslenskra háskóla, á Kennslumálaþingi 2014. Sharp ræðir mikilvægi þess að styðja við þá einstaklinga sem nemendur hafa að geyma í stað þess að „framleiða“ ákveðna tegund stúdenta til að senda út á vinnumarkaðinn. Með tækninni og kennsluþróun spretta upp nýir og fjölbreyttir kennsluhættir á meðan í auknum mæli er fallið frá þeirri stúdentaframleiðslu sem einkennir hinn „gamla skóla“. María Rut segir suma stúdenta í háskólanum hafa það viðhorf að nám sé eitthvað sem þeim er úthlutað, þeir séu mataðir á þekkingu. Sharp bendir á í erindi sínu að nám ætti að fara fram á þeim grundvelli að nemendur séu ekki neytendur heldur þátttakendur. Mynd: Adelina Antal

Ótroðnar kennsluslóðir Nám er samvinna nemenda og kennara.  Á þeim grundvelli hafa kennsluaðferðir á borð við vendikennslu, raunhæf verkefni og notkun Facebook í kennslu orðið til. Í raunhæfum verkefnum leysa nemendur verkefni sem þeir geta búist við að mæta í raunveruleikanum. Vendikennsla er annað dæmi um nám þar sem áherslan er á virkni nemenda. Hefðbundnu ferli fyrirlesturs og verkefnavinnu er snúið við. Kennari útbýr örfyrirlestra á netinu sem nemendur kynna sér áður en í kennslustund er komið, auk þess að lesa lesefnið. Í kennslustundinni vinna nemendur síðan með efnið í verkefnavinnu, umræðum og öðru slíku og kennarinn

… nám [á] að fara fram á þeim grundvelli að nemendur séu ekki neytendur heldur þátttakendur styður við og leiðbeinir eftir því sem þarf. Öllu skiptir að nemendur vinni með efnið til að festa það sér í minni og geta yfirfært á aðrar aðstæður, þ.e. til að raunverulegt nám eigi sér stað.  Auk þessa hefur Facebook verið notað í kennslu til að auka virkni nemenda utan kennslustofunnar. Kennarar tala gjarnan um að þeir vilji mæta nemendum þar sem þeir eru og þar hefur Facebook reynst kjörinn vettvangur. Guðrún Geirsdóttir segir lykilinn að því að virkja áhuga nemenda á framvindu eigin náms geta falist í að fela stúdentum meiri ábyrgð á eigin námi. „Maður hefur engan áhuga á því sem maður ræður engu um, maður þekkir það bara sjálfur af sínu daglega lífi.“ Fyrst og fremst virðist spurningin um vald nemenda ráðast af hvort nemendur átti sig á því valdi sem þeir hafa og nýti það með því að greina frá sínum væntingum og þörfum. Rödd stúdenta þarf að heyrast. Ef þú, lesandi góður, ert stúdent þá skaltu ekki takmarka þig við að kvarta til samnemenda um kennslu. Talaðu við kennara, svaraðu kennslukönnun eða hafðu samband við sviðsráð þitt. Þú getur og átt að hafa áhrif á það hvernig þér er kennt.

Guðrún Magnúsdóttir meistaranemi í hnattrænum tengslum Skuggasund eftir Arnald Indriðason

Nökkvi Jarl Bjarnason meistaranemi í almennri bókmenntafræði Half Real eftir Jesper Juul

Sævar Örn Albertsson meistaranemi í fjármálum fyrirtækja Hvíti tígurinn eftir Aravind Adiga

Kristín Fjóla Tómasdóttir hugbúnaðarverkfræðinemi A Game of Thrones: A Song of Ice and Fire eftir George R. R. Martin

Hlynur Már Árnason mannfræðinemi Deep Democracy eftir Sigurjón Hafsteinsson án étu aR P ilj tín : S Kris r nd n: My sjó Um

rsd

ót

tir

27


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.