Akademían 2018/19

Page 26

HELSTU UPPLÝSINGAR GRUNNFRAMFÆRSLA

Við útreikning framfærslugrunns LÍN er byggt á grunnviðmiði neysluviðmiða velferðarráðuneytisins og er hann uppreiknaður miðað við hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2017 frá Hagstofu Íslands. Húsnæðiskostnaður er reiknaður miðað við sömu verðlagsforsendur en tekur jafnframt mið af leigu á stúdentagörðum háskólanna fyrir einstaklings-, par- og fjölskylduhúsnæði.

ÁHRIF TEKNA Á NÁMSLÁN – FRÍTEKJUMARK

Frítekjumarkið er 930.000 kr. 45% þeirra tekna sem fara yfir frítekjumarkið koma til frádráttar við útreikning á lánsupphæðinni og er skerðingunni dreift hlutfallslega á umsóttar einingar. Ef að námsmaður er að koma úr námshléi getur námsmaðurinn sótt um þrefalt frítekjumark.

KRAFA UM NÁMSFRAMVINDU

Til þess að fá fullt lán afgreitt miðað við lánsáætlun þarf að ljúka fullu námi. Fullt nám er skilgreint sem 60 ECTS einingar á námsári eða 30 ECTS einingar á önn. Námsmaður sem lýkur ekki fullu námi fær lán í hlutfalli við þær einingar sem hann kláraði, viðkomandi verður þó að hafa lokið að minnsta kosti 22 ECTS einingum á misseri til að eiga rétt á láni.

AÐ SÆKJA UM LÁN

Sækja þarf um námslán fyrir hvert skólaár. Sótt er um námslán inn á island.is og í gegnum „Mitt svæði“ á lin.is. Umsóknarfrestir námslána 2018-2019: Haustönn 2018: Til og með 15. nóvember 2018 Vorönn 2019: Til og með 15. apríl 2019 Sumarönn 2019: Til og með 15. júlí 2019

26


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Akademían 2018/19 by Stúdentablaðið - Issuu