STARA VI

Page 8

Má ekki bara sleppa þessum listgreinum? Hlutverk listgreina í skólaker finu

Sandra Rebekka

Skólaskylda á Íslandi er tíu ár og á þeim takmarkaða tíma á að móta framtíðar samfélagsþegna. Því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvað eigi að kenna og hvað ekki. Nauðsynlegt er að horfa á nemendahópinn sem heild og geta fært rök fyrir því að það sem kennt er, sé öllum nemendum til góða.

8

Á Íslandi er samþykkt með löggjöf að listgreinar séu kenndar sem hluti af grunnskólanámi nemenda. Lög kveða á um að Aðalnámskrá grunnskóla skuli leggja áherslu á listræna tjáningu og skapandi nám. Þetta er ekki sjálfsögð staða þar sem listgreinar eru ekki alls staðar hluti af skólastarfi en þó mætti gera betur.

sem eru yfirgripsmikil og ná yfir tækni, listasögu og sköpun. Vandasamt er að velja hvernig listgreinakennarinn nýtir þann tíma sem honum er úthlutað. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að nemendur þjálfi tækni, kynnist fjölbreyttum miðlum og þekki listasögu. Þetta er mikilvægur þáttur af verklega hluta grunnskólanáms nemenda. Þrátt fyrir það felst styrkur listgreina í sköpun.

Samkvæmt viðmiðunarstundarskrá fá list- og verkgreinar tæp 16 prósent kennslutímans. Það er ekki hátt hlutfall þar sem listog verkgreinar eru sjö talsins. Hver listgrein fær því um 30 mínútur til umráða á viku sem er ekki samræmi við markmið Aðalnámskrár í listgreinum

Sköpun er börnum eðlislæg, óháð menningarheimi eða uppruna og öllum aðgengileg óháð aldri, þroska, getu eða bakgrunni. Stefnur í menntamálum og breytt samfélagsviðhorf hafa orðið til þess að breidd nemendahópsins hefur aukist. Innan sama hóps má oft finna

nemendur með þroskaskerðingar, námsörðugleika, hegðunarvandamál, tilfinningaraskanir eða nemendur sem tala annað tungumál. Nemendur sem geta ekki tjáð sig skilmerkilega geta oft tjáð sig á kraftmikinn og jákvæðan hátt í gegnum listina og sýnt skilning sem ekki sést í munnlegri eða skriflegri tjáningu þeirra. Listgreinar gegna veigamiklu hlutverki og ættu að vera forgangsatriði í skólastarfi. Það er undir listgreinakenn-


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.