STARA VI

Page 30

Framlagssamningurinn (drög) svar t á hvítu

Sýning Ragnhildar Jóhanns, Diktur Nafn: Ragnhildur Jóhanns Býr og star far í Reykjavík Star fstitill: Myndlistarmaður Menntun: BA-gráða í myndlist Nafn á sýningu: Diktur Sýningarstaður : Hafnarborg

Hversu lengi stendur/stóð sýningin? 6 vikur, 23. janúar - 6. mars 2016 Gerðir þú nýtt verk fyrir sýninguna? Öll verkin á sýningunni fyrir utan eitt voru unnin sérstaklega fyrir sýninguna en það var ég sem ákvað að vinna þannig. Hafnarborg skipti sér ekki mikið af því hvað ég ætlaði að sýna. Hvað áætlarðu að það hafi tekið langan tíma að vinna verkið í heild, þ.e. hugmyndavinna, rannsóknarvinna, vinna við gerð verkanna o.s.frv.? Gróflega áætlað var þetta þriggja mánaða vinna í heildina ef ég yfirfæri vinnuna á dagvinnutíma og 100% vinnu. Vinnan dreifðist þó yfir mun lengra tímabil og var að stórum parti unnin að kvöldi til og um helgar. Gerði listasafnið samning við þig? Nei, ekki skriflegan.

Ljósmyndir Ragnhildur Jóhanns

30

Var samningurinn munnlegur eða skriflegur? Það sem um var rætt varðandi sýninguna var allt munnlegt. Innihélt samningur ákvæði um greiðslu til þín og ef svarið er já, hversu há var greiðslan? Var greiðslan sundurgreind eftir verkþáttum, t.d. vegna efniskostnaðar, uppsetningar, sýningarþóknun o.s.frv.? Það var ekki gerður samningur en ég fékk greidda þóknun upp á 120.000 kr. Ég skrifaði reikning en fékk enga nótu, bara greiðsluna og þar af leiðandi var hún ekki sundurgreind. Hversu marga klukkutíma tók að setja upp sýninguna? Fékkstu greitt tímakaup fyrir uppsetninguna? Ef já, hvað var tímakaupið og var það verktakagreiðsla? Ég var í fjóra daga í dagvinnutíma


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.