1976 sveitarstjórnarmál ssh stofnað

Page 1

SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU „ U m alllangt skeið hafa verið uppi raddir um nauðsyn þess, að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hefðu með sér skipuleg samtök. Ástæða til þess var m.a. sú, að hverfi þessara sveitarfélaga hafa óðum færzt saman og mörkin milli þeirra smám saman verið að hverfa. Sveitarfélögin eru orðin eitt atvinnusvæði og hafa í sívaxandi mæli tekið u p p samstarf sín á milli, eftir því, sem þörfin hefur kallað á í hverju tilviki. Þetta er nú hugmyndin, sem liggur að baki stofnun þessara samtaka", sagði Stefán Jónsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en þau voru stofnuð á fundi sveitarstjórnarmanna úr 9 sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, sem haldinn var að Hlégarði i Mosfellshreppi þriðjudaginn 4. apríl 1976. „Það, sem einkum var haft i huga i þessu sambandi, voru skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins, en þau verða ekki leyst svo vel sé, nema í nánu samstarfi allra þessara sveitarfélaga. Einnig má nefna samgönguæðarnar og samgöngumálin yfirleitt og a n n a ð það, sem skipt getur máli varðandi hagkvæmustu þróun þessa fjölmenna byggðasvæðis. 1 framhaldi af þessu umtali, sem lengi hefur verið uppi meðal sveitarstjórnarmanna, var síðan boðað til fundarins í aprílmánuði, eins og- áður segir. Á fundinum voru flestir sveitarstjórnarmenn i níu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, og þeir samþykktu einróma að stofna til samtakanna. Á fundinum var gengið frá samþykktum fyrir samtökin og þeim kosin níu m a n n a

stjórn. Heiti þeirra er Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu." Áður hafði bæjarstjórn Kópavogs einróma gert ályktun, þar sem hvatt var til stofnunar slíkra samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Stefán Jónsson, formaður samtakanna. í samþykktum hinna nýju samtaka segir svo í 2. grein, að tilgangur þeirra sé að beita sér fyrir samstarfi um skipulag og þróun byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu og að vinna að öðrum sameiginlegum h a g s m u n u m sveitarfélaganna. Að stofnun s a m t a k a n n a stóðu Bessastaðahreppur, Garðabær, Hafnarfjörður, Kjalarneshreppur, Kópavogur, Mosfellshreppur, Reykjavíkurborg, Seltjarnarneskaupstaður og Kjósarhreppur.

Fyrstu stjórn s a m t a k a n n a skipa: Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, formaður, Ólafur Jónsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, varaform, Markús ö r n Antonsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, ritari, Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Seltjarnarnesi, vararitari, Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi i Reykjavík, gjaldkeri, dr. Kjartan Jóhannsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, varagjaldkeri og aðrir í stjórn Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi i Kópavogi, Þorbjörn Broddason, borgarfulltrúi í Reykjavík og Jón Guðmundsson, oddviti Mosfellshrepps. 1 varastjórn s a m t a k a n n a eiga sæti: Elin Pálmadóttir, Reykjavík, Vilhjálmur G. Skúlason, Hafnarfirði, Einar Ólafsson, Bessastaðahreppi, Ágúst Þorsteinsson, G a r ð a b æ , Bjarni Þorvarðarson, Kjalarneshreppi, Hilmar Ingólfsson, G a r ð a b æ , J ó h a n n H. Jónsson, Kópavogi, Æ g i r Sigurgeirsson, Hafnarfirði og Ólafur Haraldsson, Kópavogi. Stjómin hefur ákveðið, að sveitarfélögin greiði s a m t ö k u n u m árgjald, sem n e m u r 5 krónum á hvern íbúa sveitarfélaganna á þessu ári. Fyrsta umræðuefni stjórnarinnar var bundið skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins, að sögn Stefáns Jónssonar, og hefur stjórnin nú gert tillögu að samningi milli sveitarfélaganna um skipulagsmál. Uppkast þetta hefur nú verið sent sveitarstjórnunum til a t h u g u n a r . " SVEITARSTJÓRNARMÁL

237


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.