Fjolnis bladid 2009

Page 6

6

Hér er ekki tjaldað Kári Arnórsson tók við formennsku knattspyrnudeildar Fjölnis síðasta vetur eftir að hafa gegnt varaformennsku í tvö ár, en hann hefur verið viðloðandi knattspyrnudeildina um árabil. „Ég er eiginlega búinn að vera viðloðandi þetta meira og minna síðan ég flutti í Grafarvoginn 1991“, segir Kári. „Ég er smiður og vann mikið í hverfinu um það leyti sem það var að byggjast upp, keypti mér svo lóð og tilheyri eiginlega svona seinni bylgju frumbyggjanna. Við flytum þarna í hverfið rétt um það leyti sem Fjölnir er að slíta barnskónum, félagið er stofnað árið 1988, og strákarnir mínir þrír voru mættir á fótboltaæfingar um leið og búið var að taka upp úr kössunum. Ég fylgdi

þeim á æfingar, fór að fylgjast með og skipta mér af, kannski aðeins of mikið og aðeins of snemma“, segir Kári með bros á vör. „Ég hafði nú aðallega afskipti af unglingastarfinu svona til að byrja með, en datt svo inn í meistaraflokksstarfið þegar við förum upp í 1.deild sumarið 2003“, bætir Kári við. „Þá breyttist svolítið umhverfið sem við unnum í, það er svolítill munur á því hvernig menn nálgast hlutina og hvert og hvernig hægt er að teygja sig þegar komið er upp í fyrstu deild. Við fórum ansi hratt upp og það var auðvitað alltaf stefnan, en menn höfðu sumir hverjir svolitlar áhyggjur af því að við værum ekki alveg tilbúnir, hvorki í þennan fyrstudeildarslag né heldur að fara ennþá lengra, alla leið upp í úrvalsdeild. Það er nú samt einu sinni þannig að félög verða aldrei tilbúin í svona breytingar fyrr en á reynir,


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.