18
GLEÐILEGT SUMAR Fréttir
GV
MEÐ
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja N MVN t TLJQUVN VN t USBVTU PH GBHMFH ¢KØOVTUB t ÈSB SFZOTMB
Bíldshöfða 12 · 110 110 RVK RVK · 577 1515 · ww www.skorri.is w.skorri.is
3. flokkur kvenna var frábær í vetur Stelpurnar í 3.fl. í Fjölni/Aftureldingu í handbolta hafið staðið sig með eindæmum vel í vetur og náð góðum árangri. Þær eru búnar að vinna 2.deildina með mjög miklum yfirburðum og tóku við bikarnum nýlega í Mosfellsbæ. Það er ekki allt búið enn því þær eru komnar í 8 liða úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn og eiga örugglega eftir að standa sig vel þar. Það er búið að vera virkilega gaman að fylgjast með liðinu í vetur, gott samspil og snilldartaktar á vellinum. Enginn svikinn að mæta á völlinn og horfa á þær spila. Samstarfið við Aftureldingu hefur gengið vel og það hafa allir grætt á því eins og árangurinn sýnir best. Við óskum stelpunum innilega til hamingju með árangurinn og það verður spennandi að fylgjast með þeim í næstu leikjum.
RAFGEYMUM SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGE YMUM
Ritstjórn og auglýsingar GV Sími 587-9500
5. flokkur kvenna gerði sér glaðan dag Rúnar Geirmundsson
Sigurður Rúnarsson
Elís Rúnarsson
Þorbergur Þórðarson
Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990
Það er alltaf nóg um að vera hjá stelpunum í 5. fl. kvk. í handbolta í Fjölni. Nýlega gerðu þær sér glaðan dag saman; skelltu sér í sund eftir handboltaæfingu, slógu síðan upp pizzuveislu og skoruðu síðan á foreldrana í skemmtilega leiki í Fjölnishúsinu. Það sýndu margir snilldartakta á vellinum og heyrst hefur að einhverjir fullorðnir hafi verið aðeins aumir daginn eftir, svo mikið var tekið á. Að loknu því fjörinu horfðu stelpurnar á mynd og gistu í salnum uppi þar sem fór vel um alla. Þetta var svo sannarlega skemmtilegtog allir mjög ánægðir. Þessar hressu stelpur sýndu vel hvað þær geta á nýyfirstöðnu Fjölnismóti. Þær spiluðu í tveimur liðum sem bæði stóðu sig vel. Lið 1 gerði sér lítið fyrir og vann alla sína leiki og hirti þar með gullið. Stelpurnar voru samt ekki bara að spila handbolta á mótinu heldur einnig að reka veitingasölu á staðnum með heimabakkelsi, heitum vöfflum og öðru góðgæti sem féll vel í kramið hjá viðskiptavinum. Stelpurnar stóðu sig vel í afgreiðslustörfum og tilheyrandi og foreldrar létu sitt ekki eftir liggja. Var þetta hluti af fjáröflun fyrir Húsavíkurmótið sem fór fram helgina 8.-10. apríl. Þátttakan á því er góð bæði hjá stelpum og foreldrum og mikil tilhlökkun í hópnum. Samstarfið í þessum hóp hefur verið mjög gott í vetur hvort sem er milli foreldra eða við þjálfara sem gerir allt starf auðveldara eins og t.d. fjáröflun. Við þökkum kærlega fyrir veittan stuðning, bæði þeim sem versluðu hjá stelpunum svo og þeim sem gáfu stelpunum flöskur þegar þær gengu í húsfyrir nokkru síðan. Það verður gaman að fylgjast með þessum flottu stelpum í náinni framtíð.