9
8
Fréttir
Árbæjarblaðið
Viðamiklar breytingar á verslunum Húsasmiðjunnar:
Leiðtogi verður að þora Stjórnmálamenn hljóta að hafa að markmiði að ná árangri í sínu starfi, ná fram hugsjónum sínum og vinna ötullega að velferð þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn horfa til þess að á Íslandi þarf nú að ná tökum á efnahagsmálum, skuldum heimilanna og erfiðleikum fyrirtækjanna. Við vitum að Sjálfstæðisflokkurinn er best fallinn til að takast á við þessi verkefni og innan raða okkar flokks er mesta mannvalið og mesta þekkingin. Í þessum hópi er Guðlaugur Þór Þórðarson í fremstu víglínu góðra manna. Guðlaugur er þróttmikill, kjarkaður og fylginn sínum hugsjónum - hugsjónum sem eiga uppruna sinn í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins og hafa ávallt átt samhljóm með þjóðinni. Við sem höfum fylgst með Guðlaugi að störfum um margra ára skeið vitum að þar fer maður sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu. En hann hefur líka það sem mestu máli skiptir í stjórnmálum líðandi stundar: Kjark til að takast á við erfið verkefni og þor til að mæta andstæðum sjónarmiðum af festu. Þannig eru leiðtogar. Þeir verða að þora. Guðlaugur Þór Þórðarson sækist eftir 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann á minn stuðning vísan. Björn Gíslason slökkviliðsmaður.
Úrlausnir í öldrunarþjónustu Öldruðum einstaklingum er að fjölga til muna í samfélaginu. Það er mjög ánægjulegt að heilbrigðiskerfið er að bæta heilbrigðisþjónustuna fyrir þann hóp einstaklinga. Staðreindin er að með betri, skilvirkari heilbrigðisþjónustu bættist lífsgæði og lengist líftími einstaklinga. Fólk er lengur virkt í starfi sem og í samfélaginu í heild. En þegar heilsan bregst þurfa einstaklingar á aðstoð okkar að halda. En hverning getum við þá aðstoðað alðraðra einstaklingana? Hvað er í boði? Ef fólk veikist alvarlega leggst það inn á sjúkrahús. Fólki batnar og útskrifast og fer síðan heim. En fyrstu dagarnir eru oftast frekar erfiðir. Sjúklingar eru en slappir og þreyttir eftir minnstu áreynslu, úthald er frekar litið eftir veikindi og lyfjagjöf. En oftast er lyfjameðferðinni haldið áfram heima eftir útskrift, sem og umbúðaskiptum á sárum. Þar kemur heimahjúkrun sterk inn til aðstoðar og til þess að fylgja þessum einstaklingum eftir með umönnum. En því miður vegna skorts á starfsfólki og fjarmagni er þessi þjónusta oft takmörkuð. Það þarf því að efla heimaþjónustuna til muna þannig að hún sé aðgengileg fyrir alla og létti undir með heilbirgðiskerfinu. Öryggi skiptir mestu máli fyrir einstaklinga á batavegi og fjölskyldur þeirra. Grazyna María.
Fréttir
Árbæjarblaðið
Timburmiðstöð opnuð og ráðgjafarþjónusta aukin
Fjör á öskudeginum.
Leikskólinn Blásalir nýtur návistar við óspillta náttúruna
Leikskólinn Blásalir er einn af leikskólunum í Árbæjarhverfinu. Hann var formlega opnaður í ágúst 2000 og er því á níunda starfsári. Frá upphafi hefur Margrét Elíasardóttir verið leiksskólastjóri en hún er nú í námsleyfi og við hennar starfi tók Elísabet Valgerður Magnúsdóttir. Leikskólinn er í jaðri byggðar og njóta börn og starfsfólk óspilltrar nátúrunnar eins og kostur er. Þannig er stutt í hesthúsin og móana hér í kring. Einnig er vinsælt að rölta niður á Rauðavatn eða taka göngutúr í dalinn. Það var ekki síst hin frábæra staðsetning og óþrjótandi möguleikar á útivistarsvæðum að Elísabet (Ella) og Sigrún réðust í gerð þróunarverkefnis sem þær kalla "út í bláinn". Í Blásölum dvelja að jafnaði 88 börn á aldrinum rúmlega 1 árs til 6 ára og er þeim skipt niður á fjórar deildir. Á yngri deildunum er hópastarf fjóra daga vikunnar. Í hópastarfi er unnið með ákveðið þema á hverjum tíma fyrir sig. Á eldri deildunum sem eru fyrir börn frá þriggja ára aldri er hópastarf tvisvar í viku og val tvisvar í viku. Alla föstudagmorgna hittast allar deildir í salnum þar sem við höfum
Leikið í snjónum.
sameiginlega söngstund . Í haust unnum við með haustið og náttúruna, síðan tóku jólin og kærleikurinn við og nú höfum við nýlokið við litaþema á yngri deildum og gamla tímann á þeim eldri og í tengslum við það fórum við með eldri börnin í Árbæjarsafnið og Þjóðminjasafnið. Þemavinnunni lauk síðan með árlegu þorrablóti. Í febrúar tókum við þátt í Vetrahátíð Reykjavíkurborgar og gerðum tilraunir með ljós og vatn. Með hækkandi sól byrjum við á þema sem við köllum hollt og gott en þá leggjum við áherslu á hreyfingu og útiveru. Við förum í göngutúra, í íþróttahúsið í Selásskóla og höldum íþróttadag Blásala. Því ljúkum við síðan með allsherjar ávaxtaveislu í salnum í boði Banana ehf. Í maí tekur við umferðarþema og þá ræðum við um hegðun okkar í umferðinni og förum yfir þær reglur sem gilda. Einnig erum við með hjóladag en þann dag lokum við götunni að Blásölum, krítum á götuna og búum til okkar eigin umferðargötu með tilheyrandi reglum og heimatilbúnum götuljósum. Þegar sumarið brestur á setjum við niður í matjurtargarðinn og gróðursetjum blóm . Við
höldum síðan Sumarhátíð Blásala. Á sumrin leggjum við áherslu á útiveru, þá færum við starfið að miklu leyti út og förum í stuttar og langar vettvangsferðir. Okkur í Blásölum finnst gaman að fá gesti og bjóðum við mömmu og pabba reglulega í morgunkaffi. Börnin sjá þá um að baka bollur með kaffinu. Einnig hefur skapast sú hefð að bjóða öfum og ömmum í morgunkaffi á degi íslenskrar tungu. Börnin fara þá með þulur og syngja fyrir gestina. Leikskóladagurinn var 6. febrúar en þá buðum við einnig öllum vinum okkar í heimsókn og vorum með uppákomur í salnum fyrir gestina. Við höfum fengið Margréti Ólöfu frá Árbæjakirkju til þessa að koma til okkar einu sinni í mánuði og er hún þá með samverustund í salnum þar sem hún tekur fyrir kærleik og vináttu. Við í Blásölum erum opin fyrir því að brjóta upp hverdagsleikann og erum með hinar ýmsu uppákomur eins og náttfataball, vasaljósadag, bangsadag, bókadag, grímudag og tungumáladag. Við fáum einnig til okkar leiksýningar tvisvar sinnum á ári við mikinn fögnuð barnanna.
Eins og sjá má á ofantöldu er mikið um að vera í lífi leikskólabarna á hverjum degi . Og þar sem leikskólarnir eru margir í hverfinu væri gaman ef að vinir okkar á Rauðhól í Norðlinga-
Stilltar við matarborðið.
Flottur snjókall og stoltir hönnuðir.
holti gætu verið með kynningu á sínum skóla í næsta Árbæjarblaði. Fyrir hönd okkar í Blásölum, Sigrún Axelsdóttir
Viðamiklar breytingar standa nú yfir í stærstu verslunum Húsasmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þær felast í að færa þjónustuna sem hingað til hefur verið í timburverslun Húsasmiðjunnar í Súðarvogi í opið og aðgengilegra rými í nýrri timburmiðstöð í verslun Húsasmiðjunnar í Grafarholti, auk þess sem timburráðgjöf verður einnig opnuð í versluninni í Skútuvogi. Með breytingunum verður til stærsta byggingavöru-, timbur- og garðverslun á Íslandi undir einu þaki, auk þess sem aðgengi fagmanna og almennings að ráðgjöfum Húsasmiðjunnar verður mun betra en áður. Mesta breytingin verður í Grafarholti, þangað sem á annan tug sérfræðinga og ráðgjafa sem hafa haft aðstöðu í timbursölu Húsasmiðjunar í Súðarvogi flytja starfsemi sína og munu hafa betri aðstöðu til að aðstoða viðskiptavini. Sýningarsalur nýju timburmiðstöðvarinnar býður upp á að hægt sé að sýna vörur
mun betur en áður og auka aðgengi viðskiptavina að byggingavörum og byggingalausnum. Í flestum tilvikum verður hægt að taka vöruna beint heim í stað þess að þurfa að sækja hana á lager eins og áður hefur þurft. Nýja timburmiðstöðin verður opnuð formlega þann 6. mars næstkomandi. Í verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi verður einnig boðið upp á timburráðgjöf þar sem ráðgjafar bjóða upp á sérhæfða aðstoð fyrir fagmenn jafnt sem almenning. Um leið verður timbursölunni sem verið hefur í Súðarvogi lokað, en hún hefur verið starfrækt frá árinu 1956. ,,Það má segja að þetta sé með viðamestu breytingum sem Húsasmiðjan hefur ráðist í hin síðari ár. Við færum þjónustuna nær viðskiptavinunum, sem geta nú fengið aðstoð okkar færustu fagmanna í rúmgóðu verslunarrými þar sem aðgengi að vörunni er betra en áður. Um leið kveðjum við Súðarvoginn, sem hefur þjónað okkur vel í rúma hálfa öld.
Aðgengi að ráðgjöfum Húsasmiðjunnar er mun betra en áður. Logi Björnsson, forstjóri HúsasmiðjunnGrafarholtsverslunin var byggð með það ar. Húsasmiðjan og Blómaval reka nú 24 í huga að hún yrði timburmiðstöð eins og verslanir um land allt og starfsmenn eru við erum að setja upp nú og því erum við um 700 talsins. loks að fullnýta húsnæðið,’’ segir Steinn
Fermingarbörn í Árbæjarsókn 2009 Pálmasunnudagur, 5. apríl 10:30 Anita Ninna Magnúsdóttir. Helluvað 1-5, 110 Reykjavík. Anita Rut Kristjánsdóttir, Þingvað 33, 110 Reykjavík. Aron Baldvin Þórðarson. Lækjarvaði 5, 110 Reykjavík. Ásta Lilja Stefánsdóttir. Viðarás 49, 110 Reykjavík. Birgitta Gyða E. Bjarnadóttir. Hraunbæ 86, 110 Reykjavík. Bjarni Magnús Sigurðarson. Kólguvað 5, 110 Reykjavík. Björn Helgi Ómarsson. Kólguvað 13, 110 Reykjavík. Dagný Björt Benjamínsdóttir. Melbær 8, 110 Reykjavík. Elías Örn Halldórsson. Hólmavað 36b, 110 Reykjavík Erla María Einarsdóttir. Þýskalandi, Eva Björg Halldórsdóttir. Kólguvað 11, 110 Reykjavík. Fannar Snær Antonsson. Krókavaði 4, 110 Reykjavík Guðjón Þór Kristjánsson. Bjallavað 9, 110 Reykjavík. Guðni Rúnar Ólafsson. Melbær 43, 110 Reykjavík. Hinrik Atli Smárason. Helluvað 13, 110 Reykjavík Hinrik Valur Þorvaldsson. Lindarvað 10, 110 Reykjavík. Hrannar Bjarki Hreggviðsson, Lindarvað 15, 110 Reykjavík. Karen Margrét Bjarnadóttir. Krókavaði 19. 110 Reykjavík. Katrín Lind Ármannsdóttir. Krókavaði 6, 110 Reykjavík. Kristinn Thór Magnússon. Lækjarvaði 14, 110 Reykjavík. Kristín Lív Svabo Jónsdóttir. Rauðavað 5, 110 Reykjavík. Magnús Freyr Sveinsson. Viðarás 29, 110 Reykjavík. María Helga Guðjohnsen. Sólnes v/Suðurlandsv.eg Ólafur Íshólm Ólafsson. Hraunbær 111b. 110 Reykjavík. Ragnheiður Lilja Ófeigsdóttir. Silungakvísl 7, 110 Reykjavík. Ruth Tómasdóttir. Hólmavaði 2, 110 Reykjavík. Sigurður Evert Ármannsson. Krókavað 6, 110 Reykjavík. Sylvía Ósk Breiðdal Jóhannsson. Reykás 22, 110 Reykjavík. Viðar Geir Þrastarson. Þingvað 23, 110 Reykjavík Viktoría Sif Reynisdóttir. Móvaði 45, 110 Reykjavík. Þórey Aðalsteinsdóttir. Bjallavað 7,110 Reykjavík. Pálmasunnudagur 5. apríl 13.30 Ásdís Stella Þorkelsdóttir.
Reykás 4, 110 Reykjavík. Burkni Þór Bjarkarson. Vindás 4, 110 Reykjavík. Daníel Ingi Gunnarssson Grundarás 7. 110 Reykjavík. Emil Ásmundsson. Helluvað abla16, 110 Reykjavík. Emelía Rafnsdóttir. Viðárás 55, 110 Reykjavík. Gísli Þór Guðmundsson. Næfurás 9.110 Reykjavík. Guðrún Margrét Þórisdóttir. Vesturás 16.110 Reykjavík. Hörður Aron Guðmundsson. Hraunbær 140. 110 Reykjavík. Hörður Helgason. Mýrarás 6, 110 Reykjavík. Kolbrún Lind Steinarsdóttir. Viðarás 79, 110 Reykjavík Sóley Þórsdóttir. Súluhólar 4, 110 Reykjavík. Styrmir Ragnarsson. Þingási 32, 110 Reykjavík.
.
Skírdagur, 9. apríl kl. 10.30 Agnes Líf Höskuldsdóttir. Reykás 2. 110 Reykjavík. Arna Ösp Gunnarsdóttir. Reykás 37, 110 Reykjavík. Arnar Leó Ágústsson. Viðarás 39, 110 Reykjavík. Aron Þór Heimisson. Hraunbær 54, 110 Reykjavík. Berglind Ýr Einarsdóttir. 110 Reykjavík. Hraunbær 188, 110 Reykjavík. Daníel Freyr Jóhannsson. Hraunbæ 22, 110 Reykjavík. Emil Örn Kristjánsson. Viðarás 16, 110 Reykjavík. Guðrún Svava Gomez. Helluvað 1-5, 110 Reykjavík. Hákon Ingi Jónsson, Hraunbæ 196, 110 Reykjavík. Ísak Þór Sæþórsson. Hraunbær 70, 110 Reykjavík. Ívar Óli Kristjánsson. Viðarársi 16, 110 Reykjavík. Jóhann Bjarni Pétursson. Hraunbær 180, 110 Reykjavík. Knútur Magnús Björnsson. Vindás 1, 110 Reykjavík. Sigrún Kristín Lárusdóttir Bröndukvísl 6, 110 Reykjavík. Sigurður Helgason. C-tröð 1 hesthúsahvarfi, 110 Reykjavík. Sigurvin Reynisson. Hólavað 55, 110 Reykjavík. Stefán Ari Björnsson. Viðarás 12, 110 Reykjavík. Skírdagur, 9. apríl kl. 13.30 Alexander Smári Davíðsson. Hraunbær 72, 110 Reykjavík. Arnór Bjarki Þorgeirsson.
Viðarási 45, 110 Reykjavík. Atli Freyr Þorvaldsson. Álakvísl 80, 110 Reykjavík. Bjarki Lilliendahl. Vesturás 2, 110 Reykjavík. Einar Gunnlaugsson. Melbær 40, 110 Reykjavík. Elsa Björk Guðjónsdóttir. Laxakvísl 12,110 Reykjavík. Erla Hrönn Gylfadóttir. Viðarás 75, 110 Reykjavík. Heiðrún Þórarinsdóttir. Fiskakvísl 13, 110 Reykjavík. Helena Sól Ómarsdóttir. Hábær 33, 110 Reykjavík. Helena Sóley Þórarinsdóttir. Næfurás 5, 110 Reykjavík. Ida Guðný Jensen. Þverás 11a, 110 Reykjavík. Ingi Þór Aðalsteinsson. Vesturás 6, 110 Reykjavík. Jóhanna Elísa Skúladóttir. Silungakvísl 11, 110 Reykjavík. Jón Hálfdán B. Sigurðsson. Heiðarás 21, 110 Reykjavík. Laufey Þóra Borgþórsdóttir. Þingás 31, 110 Reykjavík. Magni Grétarsson. Skógárás 3, 110 Reykjavík. Ragnar Sveinn Guðlaugsson. Næfurás 4, 110 Reykjavík. Rannveig Sif Kjartansdóttir. Mýrarás 13, 110 Reykjavík. Sara Líf Magnúsdóttir. Fiskakvísl 18, 110 Reykjavík. Snæbjörn Hauksson Heiðarbær 14, 110 Reykjavík. Stefán Karel Valdimarsson. Vesturás 10, 110 Reykjavík. Sunna Sigríður Sigurðardóttir. Helluvað 3, 110 Reykjavík. Theodór Unnar Viðarsson. Heiðarás 15, 110 Reykjavík. Þórhildur Kristinsdóttir. Þingás 35,110 Reykjavík. 19. apríl kl. 10.30 Alexander Jóhann Lord. Reykás 2, 110 Reykjavík. Anna Rósa Arnarsdóttir. Árkvörn 2A, 110 Reykjavík. Arnór Guðmundsson. Hraunbær 28, 110 Reykjavík. Arnór Steinn Ívarsson. Skógarási 11, 110 Reykjavík. Bengta Katrín Þorláksdóttir. Skógárási 6, 110 Reykjavík. Birgitta Michaelsdóttir. Hraunbær 122, 110 Reykjavík. Daníel Erik Hjaltason. Kleppsvegur 20, 110 Reykjavík. Diljá Heba Petersen, Laxakvísl 17, 110 Reykjavík. Einar Benediktsson. Brúarás 4, 110 Reykjavík. Eyþór Logi Þorsteinsson.
Reykás 12, 110 Reykjavík. Guðborg Nanna Sigurðardóttir. Álakvísl 65, 110 Reykjavík. Hrafnhildur Leósdóttir. Þykkvabæ 9, 110 Reykjavík. Jón Guðmann Pálsson, Hraunbæ 34. Jón Tjörvi Leósson. Þykkvibær 9, 110 Reykjavík. Karen Þorsteinsdóttir. Hraunbær 111g, 110 Reykjavík. Pálmi Þór Karlsson. Vorsabæ 1, 110 Reykjavík. Ragnhildur Eir Stefánsdóttir. Vesturás 53, 110 Reykjavík. Rebekka Rut Petersen. Vesturás 18, 110 Reykjavík. Sandra Rós Jónasdóttir. Hraunbær 178, 110 Reykjavík. Sara Dögg Jónsdóttir. Deildarás 15, 110 Reykjavík. Sigurður Þór Haraldsson. Kleifarási 12, 110 Reykjavík. Svava Rós Guðmundsdóttir. Birtingarkvísl 62, 110 Reykjavík. Sverrir Karl Matthíasson. Kleifárási 11, 110 Reykjavík. Viktor Ingi Magnússon. Þverás 35,110 Reykjavík.
.
19. apríl kl. 13.30 Anna Elísabet Sölvadóttir. Reykás 22, 110 Reykjavík. Bergdís Sif Hjartardóttir. Þingás 30, 110 Reykjavík. Daníel Þór Gunnarsson. Álakvísl 52, 110 Reykjavík. Fróði Guðmundur Jónsson. Viðarás 57a. 110 Reykjavík. Gylfi Tryggvason. Vesturás 62, 110 Reykjavík. Harpa Stefánsdóttir. Lækjarás 3, 110 Reykjavík. Heiðrún Dóra Jónasdóttir. Reykás 21, 110 Reykjavík. Hildur Helga Jónsdóttir. Fiskakvísl 12, 110 Reykjavík. Hjörtur Hermannsson. Laxakvísl 5, 110 Reykjavík. Hreiðar Þór Heiðberg. Þingási 11, 110 Reykjavík. Jóhann Egilsson. Malarás 8, 110 Reykjavík. Kristín Kara Ragnarsdóttir. Viðarás 29a, 110 Reykjavík. Rúna Þrastardóttir. Vesturás 11, 110 Reykjavík. Snorri Geir Ríkharðsson. Viðarás 28, 110 Reykjavík. Sveinbjörg Sara Baldursdóttir Laxakvísl 21, 110 Reykjavík. Þórunn Bríet Þrastardóttir. Árkvörn 2a, 110 Reykjavík. Þórunn Þöll Einarsdóttir. Suðurási 20, 110 Reykjavík.