Árbæ 1. tbl. Jan 2014_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 1/15/14 11:50 AM Page 7
7
Fréttir
Árbæjarblaðið
Tímamótadós í endurvinnslu:
Skátar endurvinna með góðum árangri Alls hefur 1.500.000 dósum og flöskum verið skilað til endurvinnslustöðvarinnar í Skátamiðstöðinni að Hraunbæ 123 frá því hún var opnuð fyrir ári síðan. Viðskiptavinurinn sem skilaði inn tímamótadósinni heitir Valgerður Andrésdóttir og fékk hún að launum sígrænt jólatré frá skátunum og blómvönd. Allra ávinningur Það er ávinningur allra að skila dósum til Skátanna. Viðskiptavinir móttökustöðvarinnar fá að sjálfsögðu sitt 14 krónu skilagjald á hverja einingu eins og á öðrum stöðvum og skátarnir fá þóknum frá Endurvinnslunni fyrir
hverja afgreidda einingu. Með því að koma með dósirnar sínar í móttökustöðina í Hraunbænum stuðlar fólk einnig að fleiri atvinnutækifærum fyrir fatlaða, því nokkrir einstaklingar með skerta starfsgetu vinna hjá Grænum skátum, eins og rekstrareiningin heitir. Rafræn túrbótalningarstöð Móttökustöðin í Hraunbænum er aðeins ársgömul og búnaður hennar með því besta sem gerist. Viðskiptavinir Skátanna geta komið í móttökustöðina án fyrirhafnar við að telja umbúðirnar og geta sturtað umbúðunum í túrbótalningavélina og losna þar með Valgerður með sígræna jólatréð og blómvöndinn. við allt subb. Nákvæmnin er mikil og tökum. „Yfir jólahátíðirnar og eftir áraallt skilagjald skilar sér til viðskiptavin- mót bjóðum við félagasamtökum og arins. öðrum sem safna dósum að koma með Góð leið fyrir félagasamtök dósirnar til okkar og telja. Það er fjórHermann Sigurðsson, framkvæmda- faldur ávinningur. Við eflum endurstjóri Grænna skáta, segir að þau vilji vinnslu á Íslandi, leggjum fjáröflun þjónusta og létta undir með félagasam- viðkomandi einingar lið, styrkjum
skátastarf á Íslandi og losnum við allt subb í heimahúsum,“ segir hann. Móttökustöðin í Hraunbæ 123 er opin alla virka daga kl. 12:00 - 18:00 og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00 16:30. Sími 550-9800
Það er gaman að lesa saman Í febrúar verður Ársafn með leshringi fyrir börn 9-12 ára. Síðastliðinn nóvember byrjaði leshringur fyrir börn í Foldasafni þar sem þau duttu inn í spennandi og draugalegan heim Silfurkrossins. Í Ársafni er ætlunin að byrja á Garðinum eftir Gerði Kristnýju en þar er líka eitthvað dularfullt á seiði. Leshóparnir hittast milli kl 15.00-16.00 á þriðjudögum og er fyrsti dagurinn 4. febrúar. Við hvetjum börn til að koma
Börn á bókasafninu.
og taka þátt, bæði þau sem lesa lítið en langar til að spreyta sig og hin sem lesa meira og vilja deila lestrarreynslu sinni með öðrum. Boðið er uppá hressingu og er þetta notaleg samverustund eftir skólann. Öll börn sem hafa áhuga geta skráð sig hjá Ársafni Borgarbókasafni eða í olof.sverrisdottir@reykjavik.is
Ársafn, Hraunbæ 119 og Foldasafn Grafarvogskirkju. Fyrir fullorðna eru þrír leshringir í gangi og hafa verið undanfarin ár. Einn leggur áherslu á glæpasögur, annar á gamalt og gott og sá þriðji á konu- og karlabækur. Nánari upplýsingar veita bókasöfnin. Leshópurinn fyrir krakka 9-12 ára hefst þriðjudaginn 4. febrúar kl. 15.00
Útibúin sem eru með þessa leshópa fyrir börn eru Aðalsafn Tryggvagötu 15,
Þar sem þú skiptir máli! Opnunartími frá 2. janúar mánudaga - fimmtudaga 6:00-22:00 / föstudaga 6:00 - 20:00 laugardaga 9:00 - 15:00 / sunnudaga 10:00 - 14:00
Zumba - Tabata Styrkur - Morgunþrek Spinning - Hot Jóga Hámark - Lotufjör Buttlift - Metabolic
ÁrbæjarþrFL t FylkishÚMM t FylkisvFHVS t Sími: 567-6471 Visa- og MasterCard léttgrFJ§TMVS t www.threk.is / threk@threk.is
www.threk.is - www.facebook.com /arbaejarthrek - nuddari.is