Arbaejarbladid 10.tbl 2006

Page 19

20

Fluguveiði

Árbæjarblaðið

Krafla.is ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Kröfluflugurnar hafa gefið mörgum veiðimönnum góða veiði í sumar. Hér er Krafla orange túpan vel föst í kjaftvikinu og skömmu síðar lá fallegur laxinn á árbakkanum.

Eitt númer

410 4000

Egilshöllinni Sími: 594-9630 www.orkuverid.is Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfun

Sjóbirtingsveiðin í haust hefur verið mjög döpur og sérstaklega á suðurlandi:

Sjóbirtingurinn á miklu undanhaldi ,,Þetta var ákaflega dapurt. Við höfðum reyndar frétt af mun minni veiði á þessum slóðum en í fyrra en að þetta yrði svona dapurt datt okkur aldrei í hug,’’ sagði veiðimaður sem var að koma úr sjóbirtingsveiði í nágrenni við Kirkjubæjrklaustur. Hann ásamt félaga sínum veiddu í einn dag í Laxá, Brúará og Djúpá sem oft hafa gefið mjög góða veiði. Nú brá svo við að afar lítill fiskur var á svæðinu en í fyrra fengu þessir sömu veiðimenn 79 væna sjóbirtinga á tæplega tveimur veiðidögum. ,,Það hjálpaðist reyndar allt að. Vatnið í bergvatnsánum Laxá og Brúará var nánast ekki neitt og í sögulegu lágmarki. Neðar á svæðinu var síðan jökuláin Djúpá tvöföld eða þreföld og skítug eftir því. Allt svæðið var því óveiðandi. Það breytir ekki því að enginn fiskur sást í Brúará og var ekki erfitt að sjá fisk í henni ef hann hefði verið á staðnum. Nokkrir fiskar voru í brúarhylnum í Laxá en þeir voru legnir og engan nýgenginn fisk að sjá. Á sama tíma og viðmælendur okkar voru við veiðar í

Laxá, Brúará og Djúpá voru veiðimenn að slíta upp einn og einn birting í Vatnamótunum og Hörgsá á Síðu. ,,Óheppnin elti okkur í þessum túr. Daginn eftir að við vorum í Laxá, Brúará og Djúpá áttum við veiði í Hörgsá á Síðu. Þar hafði hellirignt og var áin nánast óveiðandi sökum vatnavaxta. Þarna eru ekki nema nokkrir kílómetrar á milli, á öðrum staðnum hellirigndi en á hinum kom varla dropi úr lofti. Svona getur þetta verið í veiðinni og heppnin ekki alltaf með í för,’’ sagði veiðimaðurinn. Sjóbirtingsveiðin byrjaði 14. ágúst í Laxá, Brúará og Djúpá. Nú nýverið voru 100 birtingar komnir á land á tvær stengur og 2 laxar og 5 bleikjur að auki. Döpur veiði eins og víðast á þessum annáluðu sjóbirtingsslóðum á suðurlandi. Á þessu fiskleysi hafa menn ekki haldbærar skýringar. Hlaup í Skaftá kann þó að vera ein skýringin. Menn áttu von á mikilli sjóbirtingsveiði á þessum slóðum í haust eftir frábæra veiði í fyrra en þær vonir manna hafa nær allar brugðist.

Vötn og veiði er allt í senn, tímarit, fréttaveita og veiðibók. Gamli og nýi tíminn þræddir saman. Ritstjóri er Guðmundur Guðjónsson einn sá reyndasti í stangaveiðimálefnum, með rúmlega 26 ára reynslu sem stangaveiðisérfræðingur Morgunblaðsins og ritstjóri Íslensku stangaveiðiárbókarinnar frá upphafi hennar árið 1988.

votnogveidi.is FRÍTT VEFRIT UM STANGAVEIÐI

Veiðimaður rennir fyrir sjóbirting í efsta veiðistað Brúarár á dögunum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.