Ársskýrsla Sjúkrahússins á Akureyri 2018

Page 97

Ársskýrsla 2018 III. Hluti | Bráða- og þróunarsvið | Sjúkraflutningaskólinn

Námskeið Eins og fram hefur komið voru haldin 47 námskeið á árinu og voru þátttakendur samtals 478. Á árinu voru eftirtalin námskeið haldin (sjá myndrit 1 og 2).

Myndrit 1 – Tegundir og fjöldi námskeiða

Myndrit 2 – Fjöldi þátttakenda á námskeiðum skólans

Kjarnanámskeið í sjúkraflutningum (Grunnnámskeið EMT) er 260 klst. námskeið sem veitir þeim sem því ljúka starfsréttindi og löggildingu sem sjúkraflutningamenn. Á árinu voru haldin fimm kjarnanámskeið EMT bæði í streymisnámi og staðarnámi. Streymisnámskeið voru fjögur með samtals 56 nemendum þar sem bókleg kennsla fór fram í gegnum Moodle-fjarkennslu í samstarfi við Verkmenntaskólann á Akureyri en verklegar lotur voru á Akureyri (13 nemendur), Reyðarfirði (12 nemendur), Sandgerði (13 nemendur) og Selfossi (18 nemendur). Einnig var haldið eitt staðarnámskeið í Reykjavík, með 18 nemendum. Notuð er bókin Emergency Care, 13. útgáfa frá útgáfufyrirtækniu Pearson og einnig önnur kennslugögn s.s. glærur og próf. Lokið var við að þýða nánast allar glærur efnisins, um 2.700 stk., en enn er unnið að því að fullþýða annað efni. Framhaldshluti grunnnáms, EMT-Advanced. Fyrstu nemendur útskrifuðust í þessum hluta námsins á árinu. Í kjölfar breytinga á skipulagi og heiti námsins í Bandaríkjunum hefur I-99 staðli, sem notast var við í EMT-I náminu, nú verið breytt og miðað er við EMT-Advanced, sem er nýr staðall og heiti á framhaldsnáminu. Náminu er nú skipt niður í fimm hluta þannig að nemendur taka námið í lotum og geta ráðið hraðanum. Þó er miðað við að námið taki ekki lengri tíma en þrjú ár. Allar loturnar voru kenndar á árinu, samtals sautján námskeið í lotunáminu með alls 175 nemendum, þar með talið lokafærnimat þar sem nemendur fara í gegnum mat á öllum þáttum framhaldsnámsins og þurfa að standast það til að geta útskrifast. Í lotu 1 (líffæra og lífeðlisfræði, öndun og lyfjafræði) voru kennd sex námskeið með 60 nemendum, tvö í Reykjavík, eitt á Selfossi, Sandgerði, Akureyri og Reyðarfirði. Í lotu 2 (áverkar) var kennt eitt námskeið með samtals 17 nemendum. Í lotu 3 voru tvö námskeið með 22 nemendur, eitt í Reykjavík og eitt á Sandgerði. Í lotu 4 voru síðan þrjú námskeið, tvö í Reykjavík og eitt á Selfossi með samtals 42

95


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.