Ársskýrsla Sjúkrahússins á Akureyri 2018

Page 84

Ársskýrsla 2018 III. Hluti | Bráða- og þróunarsvið | Deild mennta og vísinda

Vísindastarf Deildinni er ætlað að vinna að framgangi vísinda og rannsókna innan sjúkrahússins með því að skapa svigrúm og frjótt umhverfi vísinda- og þróunarstarfa. Forstöðumaður deildarinnar og sérfræðingur í hlutastarfi sinna upplýsinga- og ráðgjafarþjónustu fyrir þá sem leggja stund á rannsóknir. Starfsmenn deildarinnar vinna einnig að eigin rannsóknaverkefnum í samstarfi við innlenda og erlenda samstarfsaðila. Forstöðumaður deildarinnar situr fundi vísindaráðs og starfar með ráðinu við þróun vísindamála og skipulagningu vísindadags SAk og Heilbrigðisvísindastofnunar HA (HHA). Forstöðumaður starfaði einnig í starfshópi um vísindastefnu. Þessi hópur var skipaður af heilbrigðisráðherra en helsta verkefnið var að vinna að gerð stefnu um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði og setja fram tillögur að aðgerðaáætlun á grundvelli stefnunnar. Áætlað er að þessari vinnu ljúki 2019. Stjórn vísindasjóðs SAk hélt þrjá fundi á árinu og veitti tvo styrki til starfsmanna SAk en hlutverk sjóðsins er fyrst og fremst að afla fjármuna og stýra úthlutun styrkja. Fjárhagsleg staða vísindasjóðs var 28.643.818 kr. í árslok. Breyting var gerð á reglum sjóðsins haustið 2018 varðandi greiðslur úr sjóðnum. Með breytingunum er umsækjendum boðið upp á að verkefni þeirra geti verið með rannsóknareikning sem haldið er utan um í bókhaldi sjúkrahússins. Greiðslur vegna aðkeyptrar þjónustu verkefna geta þá farið í gegnum bókhald sjúkrahússins í stað þess að fara í gegnum bankareikning aðalumsækjanda.

Vísinda- og kennslustarfsemi deildarinnar Upplýsingar um birtar greinar, erindi og veggspjöld er að finna í II. hluta ársskýrslunnar – Vísindastörf. Styrkveitingar, gæðastyrkir, nýsköpunarstyrkir eða annað 1. Ábyrgðarmaður: Laufey Hrólfsdóttir. Meðrannsakendur: Þórhallur Ingi Halldórsson, Alexander Smárason, Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, Gunnar Þór Gunnarsson. Heiti verkefnis: Tengsl þyngdaraukningar á meðgöngu og heilsu barna og mæðra seinna meir/ Gestational weight gain and offspring and mother later health. Sjóður: Vísindasjóður SAk. Upphæð styrks: 850.000 kr. 2. Ábyrgðarmaður: Laufey Hrólfsdóttir. Meðrannsakendur: Þórhallur Ingi Halldórsson, Alexander Smárason, Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, Gunnar Þór Gunnarsson. Heiti verkefnis: Tengsl þyngdaraukningar á meðgöngu og heilsu barna og mæðra seinna meir/ Gestational weight gain and offspring and mother later health. Sjóður: Nýsköpunarsjóður námsmanna, Rannís Upphæð styrks: 750.000 kr. Eftirtalin rannsóknarverkefni eru í gangi á deildinni Dietary screening and personalized feedback on diet quality in early pregnancy. Verkefnið er samstarfsverkefni HÍ, LSH, SAk, HSN og HA. Ábyrgðarmaður: Ingibjörg Gunnarsdóttir. Fyrsti höfundur: Laufey Hrólfsdóttir, meðrannsakendur: Þórhallur I. Halldórsson, Bryndís Eva Birgisdóttir, Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, Alexander Kr. Smárason og Hildur Harðardóttir. Gestational weight gain and offspring and mother later health. Verkefnið er samstarfsverkefni SAk, HA og HÍ. Ábyrgðarmaður er Laufey Hrólfsdóttir, meðrannsakendur eru Alexander Kr. Smárason, Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, Gunnar Þór Gunnarsson og Þórhallur Ingi Halldórsson. PREgnant Women in ICEland (PREWICE) Screening for nutritional risk and setting individualized nutrition goals in early pregnancy. Verkefnið er samstarfsverkefni HÍ, LSH, og SAk. Fyrsti hluti þessa verkefnis snýr að joðhag og ber heitið – „Er hægt að skilgreina áhættuhóp fyrir joðskort með því að spyrja einfaldra spurninga í upphafi meðgöngu?“ Ábyrgðarmaður: Ingibjörg Gunnarsdóttir. Meðrannsakendur eru Laufey Hrólfsdóttir,

82


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.