Ársskýrsla Sjúkrahússins á Akureyri 2018

Page 127

Ársskýrsla 2018 III. Hluti | Handlækningasvið | Svæfingadeild

og var þar fjallað um börn og bráð veikindi. Sá dagur var opinn öllum starfsmönnum spítalans, tókst í alla staði vel og var vel sóttur. Starfsmenn deildarinnar voru duglegir að sinna sí- og endurmenntun á árinu. Meðal annars sóttu alls 11 hjúkrunarfræðingar námskeið í sérhæfðri endurlífgun, bæði barna og fullorðinna, og sjúkraliðar deildarinnar sóttu upprifjunarnámskeið í endurlífgun. Þá tóku 8 hjúkrunarfræðingar og 4 sjúkraliðar þátt í hermikennslu innan spítalans og einn hjúkrunarfræðingur sótti leiðbeinendanámskeið í hermikennslu. Hjúkrunarfræðingar deildarinnar sinntu verklegri kennslu 4. árs hjúkrunarnema í bráðahjúkrun líkt og undanfarin ár og þrír hjúkrunarfræðingar sinna kennslu sem stundakennarar við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Sjúkraliðanemar frá Verkmenntaskólanum á Akureyri nutu að sama skapi verklegrar kennslu hjá sjúkraliðum deildarinnar. Einn hjúkrunarfræðingur og einn læknir deildarinnar tóku þátt í alþjóðlegri rannsókn á tíðni þrýstingssára á gjörgæsludeildum „DecubICUs“ í maí og hafa auk þess unnið að rannsókn á algengi þrýstingssára á gjörgæsludeildum á Íslandi í samvinnu við hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeildum Landspítala.

125


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.