Sjónhornið 4. tbl. 2014

Page 11

Þorrablót Þorrablót fyrir Skagfirðinga 60+. Enn er hægt að fá miða á þorrablótið í Ljósheimum föstudaginn 31. janúar (á morgun) kl. 18:00. Húsið opnar kl. 17:30. Þorramatur með tilheyrandi að hætti hússins. Stelpur stíga á svið með söng og grín. Alli og Kiddi í feyknastuði. Pantanir: Sigrún í síma 868-4204 / 453-5291 eða hjá Steinunni í síma 863-5304 / 453-5304. Verið velkomin.

Kvenfélag Skarðshrepps - Ljósheimar

Árshátíð Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára Verður haldin í Miðgarði fimmtudag 6. febrúar kl. 16:30-18:30. Rifjaðar upp glefsur úr starfinu árið 2013 og veittar viðurkenningar. Boðið upp á pítsur og gos. Verð fyrir grunnskólaaldur kr. 1000, frítt fyrir yngri, kr. 1.500 fyrir eldri. Skráning hjá Söru Gísladóttur s. 8998031 eða Steinunni Arnljótsdóttur s. 8469014 í síðasta lagi mánudaginn 3. febrúar. Allir velkomnir! STJÓRN OG UNGMENNARÁÐ SMÁRA

Skúli Lórenzson miðill starfar á Sauðárkróki 3. og 4. febrúar nk. Tímapantanir á fimmtudögum í síma 453-5670 frá kl.18.30.-20.00 eða á netfangið salsa@simnet.is Munið fésbókina og heimasíðuna www.123.is/salsa

LAUSIR TÍMAR


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.