Feykir-40ára

Page 1

Afmælis 15 TBL

14. apríl 2021 41. árgangur : Stofnað 1981

Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra


2

15/2021

Góðgerðamál

LEIÐARI

Hollvinasamtök HSB láta gott af sér leiða

Allt er fertugum fært Eins og blaðið í dag ber með sér eru 40 ár liðin síðan fyrsta eintak Feykis kom fyrir augu lesenda eða hinn 10. apríl 1981. Á baksíðu fyrsta Feykis segir: „Nokkrir áhugamenn um blaðaútgáfu hafa tekið saman höndum og gert þetta fyrsta blað að veruleika. Okkur er það ljóst að til að gefa blað reglulega út þarf stofnun, hlutafé, ritnefnd og ritstjóra. Hann þarf svo aftur breiða fylkingu tíðindamanna um kjördæmið allt. Hingað til hafa útgefendur blaða hér unnið einir í hjáverkum störf sín. Hins vegar þarf að ráða mann í heilt eða hálft starf til að sinna útgáfunni og gera hana að föstum lið, svo fólkið geti treyst á útgáfudag þess. Við erum ekki í minnsta vafa um að þétta megi hinar dreifðu byggðir á Norðurlandi vestra með útgáfu sameiginlegs vettvangs sem geri mönnum fært að kallast á yfir fjöll og vötn. Útgáfunefndin.“ Nefndin sú arna hefur verið framsýn því hér erum við stödd, fjórum áratugum síðar, með sömu þarfir og væntingar þrátt fyrir að mikið hafi breyst í þjóðfélaginu á þessum tíma. Á tímum fjölbreyttrar afþreyingar, fjölgunar samfélagsmiðlunar og jafnvel ýmissa þrenginga í hagkerfinu hefur Feykir átt því láni að fagna að hafa stóran og traustan áskrifendahóp á bak við sig sem gerir blaðinu kleift að koma út vikulega, 48 sinnum á ári. Það er ekki sjálfgefið. Vil ég því óska ykkur, áskrifendur góðir, til hamingju með blaðið ykkar. Aðra lesendur hvet ég til að íhuga það að bætast í hópinn. „Blaðið gerir mönnum fært að kallast á yfir fjöll og vötn,“ var slagorð Feykis á upphafsárunum og gildir enn. Eins og Ingi Heiðmar segir í viðtali annars staðar í blaðinu birtist Feykir fyrst á óvenju miklum átakatímum þar sem Blöndudeilan var komin til sögunnar með tilheyrandi fundahöldum og flokkadráttum. Menn nýttu sér miðilinn til að koma skoðunum sínum á framfæri líkt og gerist í dag en þá mátti reyndar sjá fleiri en pólitíkusana skrifa. Almenningur virðist nýta Facebooksíður sínar meira núorðið en mættu gjarna senda línu til Feykis einnig. Í lokin langar mig til að þakka öllum þeim sem að blaðinu hafa komið í gegnum tíðina, stofnendum, ritnefndum, ritstjórum, fréttariturum, pistlahöfundum og öðrum, fyrir þeirra framlag og óska þeim einnig til hamingju með áfangann. Hver framtíð Feykis verður er ómögulegt að sjá fyrir en eins og með alla spádóma eru þeir settir fram á þeim forsendum sem liggja fyrir hverju sinni og því er ég bjartsýnn. Ef ég lifi skal ég rita afmælisgrein árið 2061.

Góðar stundir.

Páll Friðriksson, ritstjóri

Aðalfundur Hollvinasamtaka HSB á Blönduósi var haldinn í síðustu viku en þar var hlaupið yfir starfsemi síðastliðins árs.

Á Húni.is kemur fram í pistli stjórnar að meðal þess sem samtökin tóku sér fyrir hendur var að kaupa nuddbekk í janúar og æfingatæki í aðstöðu sjúkraþjálfara. Þá voru gefnar spjaldtölvur og heyrnatól á deildir HSB og Hnitbjarga. Súrefnistæki fór til Sæborgar á Skagaströnd og þá söfnuðu þær Angela Berthold, sjúkraþjálfari, og Eva Hrund Pétursdóttir, iðjuþjálfi, fyrir þjálfunarhjóli fyrir sjúkradeild 1 og 2. Á aðalfundinum afhentu hollvinir sjúkradeild HSB rafdrifinn hægindastól en Sigurbjörg S. Guðmundsdóttir, ættuð frá Neðri Mýrum, færði samtökunum peningagjöf til minningar um eiginmann sinn, Jón Bjarnason sem lést langt fyrir aldur fram. Hann hefði orðið 75

Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.

Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum

ára þann 24. janúar síðastliðinn. „Ákveðið var að kaupa þennan stól og er Sigurbjörgu þakkað hjartanlega fyrir sitt framlag. Stóllinn kemur skjólstæðingum HSB svo sannarlega að góðum notum,“ segir á Húni.is. „Í byrjun þessa árs fengu hollvinasamtökin höfðinglega gjöf frá ELKO, fyrir tilstilli Báru Sifjar Magnúsdóttur, sem er barnabarn Báru Þorvaldsdóttur og Gunnars heitins Sveinssonar frá Skagaströnd. Bára Sif vinnur

hjá ELKO og var það fyrir hennar tilstilli að hollvinasamtökin fengu úthlutað 100.000 króna úttekt hjá fyrirtækinu. Styrkurinn var notaður til kaupa á 55 tommu sjónvarpstæki sem staðsett er á sjúkradeild B. Viljum við þakka öllum félögum okkar og velunnurum fyrir stuðninginn undan farin ár og munum að standa þarf vörð um Heilbrigðisstofnunina okkar hér á Blönduósi. Munum nýir félagar ávallt velkomnir.“ /PF

Vegabætur á Heggstaðanesi

Ræsi verða sett í stað brúar Áætlað er að setja tvö ræsi á Heggstaðavegi í stað mjórrar brúar sem þar er í dag en Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir verkið hjá Húnaþingi vestra. Í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs kemur fram að fyrir liggi samþykki bæði Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu á framkvæmdinni ásamt samþykki landeigenda.

„Skipulags- og umhverfisráð telur framkvæmdina falla undir 2. mgr. 5. gr. í reglugerð nr. 772/2012, um óverulega framkvæmd sem fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og sé í samræmi við gildandi Aðalskipulag. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdaleyfið. Ráðið bendir á að farga skal úrgangi á viðeigandi hátt.“ /PF

AFLATÖLUR | Dagana 4. apríl til 10. apríl 2021 á Norðurlandi vestra

Grásleppuvertíðin byrjar vel en verðið er lágt Grásleppuveiðar máttu byrja þann 23. mars sl. og skv. núgildandi reglugerðum er leyfi hvers og eins báts gefið út til 40 samfelldra daga, á tímabilinu frá og með 23. mars til og með 12. ágúst. Veðrið var hinsvegar ekki gott þegar vertíðin byrjaði og því fáir bátar sem stimpluðu sig inn fyrstu dagana. Strax eftir páska var annað upp á teningnum því sjóveður var gott og þá byrjaði ballið. Eins og staðan er í dag eru átta bátar á Norðurlandi vestra á grásleppuveiðum og er Fengsæll HU 56 frá Skagaströnd aflahæsti báturinn með rúm 7 tonn en fast á eftir honum er Már HU 575 einnig frá Skagaströnd. Því miður þá virðist SKIP/BÁTUR

Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur

Formaður Hollvina HSB afhendir Sigurbjörgu Helgu Birgisdóttur deildarstjóra sjúkradeildar formlega Buffalo rafdrifinn hægindastól á sjúkradeild. MYND AF HÚNA.IS

VEIÐARFÆRI

KG

SAUÐÁRKRÓKUR Arnar HU 1 Botnvarpa 378.885 Drangey SK 2 Botnvarpa 191.930 Hafborg EA 152 Dragnót 13.595 Hafey SK 10 Grásleppunet 1.160 Kaldi SK 121 Grásleppunet 5.739 Málmey SK 1 Botnvarpa 151.315 Már SK 90 Grásleppunet 4.932 Alls á Sauðárkróki 747.556 SKAGASTRÖND Arndís HU 42 Auður HU 94 Blíðfari HU 52 Blær HU 77 Elfa HU 191

Grásleppunet Grásleppunet Handfæri Handfæri Grásleppunet

1.219 1.941 684 758 3.548

oftar en ekki vera þannig að ef veiðar ganga vel þá er verðið lágt og eru þeir að fá um 130 kr. fyrir kg en í samanburði við verðið í fyrra þá er það helmingi lægra í dag en vonandi lagast það þegar líða tekur á tímabilið. Annars er það að frétta í aflanum að Arnar HU 1 landaði tæpum 379 tonnum á Króknum af þeim 747.556 kg sem komu á land þar. Þá var landað rúmu 91 tonni á Skagaströnd og var Hafrún HU 12 aflahæst með tæp 24 tonn. Einn bátur landaði á Hvammstanga, Þorleifur EA 88, alls 20.455 kg og enginn bátur landaði á Hofsósi. Heildarafli á Norðurlandi vestra var 859.091 kg í síðustu viku. /SG SKIP/BÁTUR

VEIÐARFÆRI

KG

Fengsæll HU 56 Grásleppunet Hafrún HU 12 Dragnót Hrund HU 15 Handfæri Loftur HU 717 Handfæri Már HU 545 Grásleppunet Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfisknet Steini HU 45 Handfæri Sæunn HU 30 Handfæri Onni HU 36 Dragnót Viktoría HU 10 Handfæri Þorleifur EA 88 Þorskfisknet Alls á Skagaströnd

7.264 23.706 1.697 2.393 7.202 5.873 267 2.366 22.774 490 8.898 91.080

HVAMMSTANGI Þorleifur EA 88 Net Alls á Hvammstanga

20.455 20.455


GÓÐIR FARÞEGAR

NÆSTA STOPP

ER HJÁ KJARNANUM

KJARNINN

Sauðárkrókur

Toyotaeigendur fá ástandsskoðun á bremsubúnaði án endurgjalds til 30. apríl og afslátt af vinnu, bremsuklossum, bremsuborðum og bremsudiskum til ísetningar á staðnum.

20% afsláttur af bremsuklossum, bremsuborðum og bremsudiskum. 15% afsláttur af vinnu.

Ekki missa af þessu stoppi! Bifreiðaverkstæði KS Hesteyri 2

Engin vandamál – bara lausnir

Sauðárkróki Sími: 455-4570


4

15/2021

Fréttaklippur frá upphafsárum Feykis | Sjá nánar á Tímarit.is

„Þarf að taka í þessa peyja“ Stofnfélagar Feykis: Árni Ragnarsson Birna Guðjónsdóttir Björn Björnsson Eggert Ólafsson Friðrik Á. Brekkan Friðrik Jens Friðriksson Guttormur Óskarson Hilmir Jóhannesson Hjálmar Jónsson Hreinn Sigurðsson Hörður Ingimarsson Ingimar Bogason Jóhann Guðjónsson Jón Ásbergsson Jón Hjartarson Jón Ormar Ormsson Kári Jónsson Páll Dagbjartsson Páll Ragnarsson Ragnar Arnalds Reynir Barðdal Sigurður Ágústsson Stefán Árnason Stefán Guðmundsson Sæmundur Hermannsson Þorbjörn Árnason

Ritstjórar: Baldur Hafstað (1981-1982)

Þorsteinn Broddason (1982-1982)

Guðbrandur Magnússon (1982-1985)

Hávar Sigurjónsson (1985-1985)

Jón Gauti Jónsson (1986-1987)

Ari Jóhann Sigurðsson (1987-1988)

Þórhallur Ásmundsson (1988-2004)

Árni Gunnarsson (2004-2006)

Guðný Jóhannesdóttir (2006-2011)

Páll Friðriksson (2011-2014)

Berglind Þorsteinsdóttir (2014-2016)

Páll Friðriksson (2016- ?)


15/2021

FEYKIR FERTUGUR | Staðarmiðlar „kanarífuglinn í kolanámunni“ segir Birgir Guðmundsson um rekstrarvanda fjölmiðla

auglýsingatekjur dragast enn frekar saman?

Gjörbreytt umhverfi fjölmiðla

„Ég held að róður prentmiðlanna sé sífellt að þyngjast en það hefur hjálpað þeim að auglýsingar hafa haldist lengur í slíkum miðlum en víða erlendis. Auglýsendur hafa lengi frekar viljað auglýsa á prenti en á vefnum en vísbendingar eru um að það sé að breytast. Covid 19 hefur síðan gert stöðuna enn verri. Stóru samfélagsmiðlarisarnir eru að hrifsa til sín sífellt stærri bita af kökunni og erfitt að sjá hvernig blöðin geta haldið úti óbreyttri útgáfu án styrkja. Raunar hafa blöðin dregist gríðarlega saman að umfangi og lestri á árunum eftir hrun. Og nú síðast í þessari viku sáum við dæmi um þetta þegar útgáfufélag DV og Fréttablaðsins, Torg, tilkynnti að prentútgáfu DV yrði hætt og fyrir ári var útgáfudögum Fréttablaðsins fækkað um einn.“

Birgir Guðmundsson er dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri og meðal rannsóknarefna hans hafa verið staðarmiðlar og mikilvægi þeirra í nærsamfélaginu. Birgir hefur einnig skrifað og fjallað um fjölmiðla í víðara samhengi, ekki síst fjölmiðla og stjórnmál og fjölmiðlasögu. Við hittum Birgi fyrir til að ræða stuttlega stöðu fjölmiðla og báðum hann fyrst um að segja aðeins frá sjálfum sér og hvernig hann kemur að fjölmiðlasögu landsins og um starfið hjá HA og fjölmiðlafræðinámið.

VIÐTAL Páll Friðriksson

„Ég gerist nú þátttakandi í fjölmiðlasögunni þegar ég hóf störf sem blaðamaður á dagblaðinu NT um miðjan níunda áratug síðustu aldar eftir að hafa verið í stjórnmálafræðinámi bæði í Englandi og Kanada. Síðan var ég að vinna nær sleitulaust á dagblöðum fram yfir aldamótin, lengst á Tímanum og síðar Degi. Segja má að ég hafi sinnt flestum tegundum blaðamennsku, helgarblaðsvinnu og innblaði en mest var ég þó í fréttum og starfaði við fréttastjórn og ritstjórn. Á blaðamennskuárunum tók ég nokkurn þátt í stöfum Blaðamannafélagsins og eftir að ég flutti mig um set og gerðist háskólakennari hef ég haldið þessum tengslum við félagið og unnið ýmis verkefni fyrir það. Námið hjá okkur í HA er almennt fjölmiðlafræðinám þar sem við leggjum áherslu á að gefa góða innsýn í það hvernig fjölmiðlar starfa og hver eru áhrif þeirra í samfélaginu. Þetta er því ekki beinlínis blaðamennskunám, þó við gefum nokkra innsýn og þjálfun á þeim vettvangi og fjölmargir nemendur okkar hafa einmitt farið að vinna á fjölmiðlum. En þetta er heldur ekki hrein félagsfræði fjölmiðla þó við leggjum talsverða áherslu á þann þátt líka. Almennt leggjum við áherslu á að námið geti gagnast þeim sem fara að vinna við fjölmiðla eða í einhverju tengdu fjölmiðlum en ekki síður að það

„Netvæðingin og tilkoma samfélagsmiðla hefur gjörbreytt umhverfinu hjá hefðbundnum fjölmiðlum, ekki síst rekstrarskilyrðum en líka vinnubrögðum og framsetningu,“ segir Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við HA. AÐSEND MYND

sé heildstæð undirstaða fyrir frekara nám á einhverju sviði félagsvísinda.“ - Getur þú lýst því hvort, og þá hvernig, umhverfi fjölmiðla hefur breyst á undanförnum áratugum (40 ár jafnvel) og hvernig útlitið blasir við fyrir fréttamiðla í framtíðinni?

„Umhverfi fjölmiðlanna hefur einfaldlega gjörbreyst á þessum tíma. Fyrir það fyrsta höfum við farið frá flokksblaðakerfinu og yfir í markaðskerfi sem ríkir bæði á ljósvakamarkaði og á blaðamarkaði. Þetta hefur leitt til mikillar samkeppni um auglýsingatekjur sem setur mark sitt á efni og útgáfumöguleika. Í öðru lagi hefur orðið, á síðustu 10-15 árum, ótrúleg tækniþróun sem leitt hefur til samruna ólíkra miðlunarforma sem breytir framsetningu og öllum möguleikum. Um leið hefur netvæðingin, einkum tilkoma samfélagsmiðla, gjörbreytt umhverfinu hjá hefðbundnum fjölmiðlum, ekki síst rekstrarskilyrðum en líka vinnubrögðum og framsetningu. Við sjáum að samfélagsmiðlarisarnir eins og Google og Facebook eru að þurrka

upp auglýsingamarkaði bæði hér heima og erlendis, og það hefur gríðarleg áhrif á hefðbundna miðla, ekki síst þá sem glímdu við hálfgerðan markaðsbrest fyrir, eins og mjög marga staðbundna miðla. Fyrir utan ýmis álitamál sem fylgja samfélagsmiðlum og tengjast falsfréttum og faglegri blaðamennsku má segja að þeir hafi sett rekstrarmódel hefðbundinnar fjölmiðlunar í uppnám. Enn hafa ekki fundist viðunandi lausnir þótt þeirra sé nú leitað með logandi ljósi víða um heim! Því er haldið fram að hefðbundnir faglegir fréttamiðlar séu eins konar upplýsingakerfi lýðræðisins og ef tryggja á að það virki í framtíðinni virðist liggja beint við að það geti kostað eitthvað af skattfé, rétt eins og fé er sett í heilbrigðiskerfið eða skólakerfið. Svo er spurning hvernig það er gert, vilja menn gera það eingöngu með ríkisútvarpi eða eitthvað meiri fjölbreytni og fjölræði.“ - Útvarps- og sjónvarpsmiðlar hafa átt miklum vinsældum að fagna í gegnum tíðina en nú virðast streymisveitur veita þeim harða samkeppni, sérstaklega hjá yngra fólkinu. Eigum við

5

eftir að sjá mikilvægi stóru miðlanna fara dvínandi s.s. eins og hjá RÚV, Stöð 2 og Bylgjunni?

„Þetta er ein birtingarmynd tækniþróunarinnar sem ég nefndi áðan Hvað er sjónvarp og hvað er útvarp? Er hlaðvarp útvarp? Er streymisveita sjónvarp? Ég held að við hljótum í raun að viðurkenna það og tala í raun um línulegt sjónvarp og útvarp og svo útvarp og sjónvarp sem fólk sækir að vild í hin ýmsu snjalltæki. Ég held að þessir hefðbundnu sjónvarps- og útvarpsmiðlar muni einfaldlega aðlagast breyttum aðstæðum og bjóða í auknum mæli upp á tímaflakk og að fólk geti valið eigin dagskrá. Raunar er þetta þegar komið og mun einfaldlega aukast. Þetta á þó fyrst og fremst við um afþreyingarefni, en fréttir og fréttatengt efni mun áfram vera bundið tíma í ríkari mæli og þar mun rekakkerið á þessa þróun halda á móti lengi enn.“ - Hvernig sérðu möguleika stærstu prentmiðla landsins á að koma út án stuðnings ríkisins t.d. Morgunblaðsins og Fréttablaðsins ef

- Er einhver samhljóma lína sem hægt er að setja fingur á hjá héraðsfréttablöðum landsins, að þínu mati?

„Já ég myndi segja að nákvæmlega sama ferlið hafi átt sér stað hjá héraðsfréttamiðlum en bara talsvert fyrr. Segja má að héraðsfréttamiðlarnir hafi verið „kanarífuglinn í kolanámunni“ hvað þetta varðar. Raunar hef ég haldið því fram í vel á annan áratug að þörf væri á sérstökum styrk til héraðsfréttamiðla til að vega upp þann markaðsbrest sem þar er vegna takmarkaðra auglýsinga og tryggja upplýsingaþjónustu úr nærsamfélaginu til íbúa. Skrifaði meira að segja um það litla bók árið 2004. Héraðsmiðlarnir gegna gríðarlega mikilvægu lýðræðislegu og samfélagslegu hlutverki, eins og þið hjá Feyki eflaust þekkið vel. Hins vegar hefur aldrei náðst almennileg umræða um að styrkja þessa starfsemi þrátt fyrir að það hafi raunar komið fram einum þrisvar sinnum þingsályktunartillögur um að kanna þörfina á slíku. Umræðan hefur dáið jafnharðan þar til stóru miðlarnir eru komnir í svipaða stöðu og héraðsmiðlarnir voru í fyrir rúmum áratug. Nú loksins hillir undir einhvern stuðning, sem er gríðarlega mikilvægur, en vissulega er þetta vandmeðfarið.“



15/2021

ÍÞRÓTTAFRÉTTIR

Knattspyrna | Spjallað við Hauk Skúlason þjálfara mfl. karla hjá Tindastóli

Klæjar í tærnar! Nýlega kynnti knattspyrnudeild Tindastóls nýtt þjálfarateymi meistaraflokks karla í fótboltanum en þjálfari er Haukur Skúlason og honum til aðstoðar er Konráð Freyr Sigurðsson. Feykir sendi Hauki nokkrar spurningar og segir hann það leggjast vel í sig að taka við liði Tindastóls. „Ég hef ekki þjálfað núna í nokkur ár og get alveg viðurkennt að mig hefur alveg klæjað í tærnar stundum þegar ég hef verið að mæta á leiki hjá karla- og kvennaliðinu síðustu ár. Það er bara eitthvað svo geggjað að vinna fótboltaleiki þegar liðið hefur lagt vinnuna á sig – hrein gleði!“

VIÐTAL Óli Arnar Brynjarsson

Geta stuðningsmenn reiknað með einhverjum áherslubreytingum frá í fyrra? „Það verða

einhverjar áherslubreytingar á liðinu. Við munum t.d ekki spila eftir sama leikkerfi og síðasta ár. Einnig þarf að spila sterkari varnarleik en liðið hefur lekið inn of mörgum mörkum síðustu misserin. Það er þó einnig margt gott sem unnið hefur verið með og viljum við t.d halda áfram að vera óhræddir að halda boltanum innan liðsins.“ Hvernig er staðan á hópnum og hvernig fannst þér liðið í æfingaleikjunum nú áður en skall á með ferskri Covid-pásu?

„Staðan á hópnum er ágæt. Auðvitað er vont að geta ekki æft fótbolta núna en við nýtum tímann í þol- og styrktaræfingar í staðinn. Hvað leiki vetrarins varðar þá spilaði liðið fyrstu þrjá leikina í Lengjubikarnum eftir leikkerfi og hugmyndum fyrri þjálfara og því kannski

ekki of mikið mark takandi á þeim varðandi hvað sumarið ber í skauti sér. Síðasti leikurinn hins vegar sem við spiluðum er mun marktækari að því leyti að þá vorum við komnir í annað leikkerfi og áherslurnar voru aðrar. Sá leikur vannst gegn mjög góðu liði Kára frá Akranesi. Það mikilvægasta í þeim leik var samt bara að vinna sigur, það þarf að búa til sigur hugarfar til að taka áfram með okkur í næstu verkefni.“ Megum við eiga von á að liðið verði styrkt fyrir sumarið?

„Liðið mun þurfa á frekari styrkingu að halda, hugmyndin er að bæta tveimur leikmönnum við hópinn. Það hefur ekki verið gengið frá neinu í þeim efnum en vinnan er í gangi að finna góða leikmenn. Við þurfum einna helst að bæta við okkur leikmönnum fram á við, þar erum við helst þunnskipaðir.“ Hvað geturðu sagt okkur um þá leikmenn sem þegar hafa gengið til liðs við Stólana í vetur? „Við höfum þegar styrkt

liðið að einhverju ráði frá því í fyrra. Sverrir Hrafn Friðriksson er kominn aftur til okkar eftir eitt ár á Vopnafirði. Hann er okkur mjög mikilvægur og mun styrkja varnarleik liðsins mikið. Domi er Spánverji sem búið hefur á Króknum í nokkur

ár en hefur að mestu leikið fyrir Kormák/Hvöt. Domi er vel spilandi og góður á boltann og getur leyst bæði varnar- og miðjustöður. Sigurður Pétur Stefánsson er ungur leikmaður sem kemur frá Kormáki/Hvöt. Siggi er mikið efni sem við vonumst til að muni þróast í mjög góðan leikmann. Svo kom til okkar þríeyki sem kemur upp úr unglingastarfi KR. Tveir þeirra eru Skagfirðingar út í gegn, Haukur Steinn Ragnars-

son og Hafþór Bjarki Guðmundsson. Með þeim í för er svo vinur þeirra, Mikael Máni Atlason. Þeir hafa komið vel inn í liðið í vetur og munu vonandi geta aðstoðað okkur í okkar markmiðum í sumar. Svo má einnig minnast á að Ingvi Hrannar Ómarsson hefur allavega hálfpartinn tekið skóna af hillunni og ætlar að vera okkur til halds og trausts eins mikið og hann getur í sumar og teljum við að reynsla hans muni nýtast okkur vel.“ Hvernig leggst svo sumarið í 3. deildinni í þjálfarateymið?

„Sumarið leggst vel í okkur, liðið ætlar að leggja sig fram og

hafa gaman af því að spila fótbolta. Liðið hefur ekki sett sér sameiginlegt markmið fyrir sumarið en aðalatriðið er að gera þetta lið tilbúnara að taka næsta skref í átt til framfara. Að mínu mati var liðið sem endaði tímabilið í fyrra ekki tilbúið til að taka skref upp um deild. Að þessu tímabili loknu vil ég að liðið sé tilbúið til þess að stíga það skref, hvort sem liðið verði áfram í sömu deild eða á leið upp í þá næstu. Leikmennirnir þurfa að eflast og þroskast svo liðið geti stigið næstu skref upp á við,“ segir Haukur að lokum. Það má loks geta þess að svo skemmtilega vill til að Haukur og Feykir er jafnaldrar.

S V E I TA R F É L A G I Ð S K A G A S T R Ö N D

Lýsing fyrir breytingu á deiliskipulagi á Hólanessvæði á Skagaströnd Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi Hólanessvæðis sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gert er ráð fyrir að á umræddum reit verði byggðar baðlaugar til þess að skapa aukið aðdráttarafl á svæðinu og stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu á Skagaströnd. Markmið með breytingum á deiliskipulagi fyrir Hólanes er m.a. að skapa forsendur fyrir frekari uppbyggingu á miðsvæði sveitarfélagsins þar sem áhersla er á að þétta byggð. Það samræmist einnig fyrri markmiðum eldra deiliskipulags og núgildandi aðalskipulags. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir nýbyggingu og endurbótum á svæðinu. Tillagan er háð umhverfismati skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir 26. maí 2021 á netfangið oskar@landmotun.is eða sveitarstjori@skagastrond.is Einnig má skila ábendingum á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3 á Skagaströnd. Lýsinguna má nálgast hér >

https://www.skagastrond.is/static/files/fundargerdir/sveitarstjorn/holasvaedi-a-skagastrond-breyting-a-dsk-lysing1.pdf

Skagaströnd

S VE I TA R F É L AG I Ð S K AG A S T R Ö N D Lið Tindastóls sumarið 2016. Haukur lengst til hægri en seinni part sumars aðstoðaði hann Stefán Arnar Ómarsson við þjálfun liðsins. MYND: DAVÍÐ MÁR

Skrifstofa Túnbraut 1-3 | Sími: 455 2700 | Fax: 455 2701 | skagastrond@skagastrond.is | www.skagastrond.is

nýprent ehf | 042021

F

7


8

15/2021

Við óskum Feyki til hamingju með 40 árin

www.tengillehf.is & 455 9200

Akureyri www.kjarnafaedi.is & 460 7400

HOFSÓSI Suðurbraut 9 565 Hofsósi & 455 4692

Reykjavík www.ms.is & 450 1100

Ragnar Z við Sundin blá. MYND AÐSEND

& 453 5861 / 892 1790

FEYKIR FERTUGUR | Ragnar Z. Guðjónsson ritstjóri Húnahornsins í spjalli

„Ég les hvert einasta tölublað upp til agna“ „Talandi af reynslu í því að halda úti héraðsfréttamiðli þá er alltaf hægt að gera betur og meira. En það kostar tíma og fjármagn sem setur skorður. Feykir stendur sig vel í sínu hlutverki og hagræðir bjargráðum sínum vel,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, ritstjóri Húna.is, aðsurður um hvað Feykir gæti gert betur. VIÐTAL Óli Arnar Brynjarsson

„Ég dáist að úthaldinu, þolinu og þorinu sem blaðið hefur sýnt í gegnum sín 40 ár. Nú er starfsumhverfi héraðsfréttamiðla, og í raun fréttamiðla almennt, mjög erfitt, m.a. vegna útgáfukostnaðar, auglýsingatekjur hafa minnkað með tilkomu samfélagsmiðla og neytendur eru komnir upp á lagið með að fá sínar fréttir fyrir ekki neitt,“ segir hann. Lest þú Feyki reglulega? „Feykir er eitt af mínum uppáhalds blöðum. Ég les hvert einasta tölublað upp til agna um leið og það rennur inn um lúguna hjá mér. Jákvæðar fréttir af mönnum og málefnum höfða mest til mín og þá sérstaklega ef þær tengist Húnavatnssýslum. Feykir er

vettvangur og spegill samfélagsins í landshlutanum á hverjum tíma og gegnir blaðið mikilvægu menningar- og lýðræðishlutverki sem má alls ekki vanmeta.“ Fylgistu með fréttum á Feyki. is? „Ég fylgist vel með fréttum á helstu vefmiðlum landsins og þar er Feykir.is engin undantekning, er þar daglegur gestur.“ Skipta héraðsfréttamiðlar eins og Feykir og Húnahornið einhverju máli? „Héraðsfréttamiðlar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og eins og áður sagði eru þeir vettvangur fyrir fólk til að tjá skoðanir sínar og um leið spegill þess samfélags sem miðillinn starfar í. Málefni venjulegs fólks og smærri fyrirtækja á landsbyggðinni rata sjaldan í stærri fjölmiðla en eiga oftast greiðan aðgang í héraðsfréttamiðlana. Fyrir þá er ekkert málefni of smátt eða ómerkilegt til að fjalla um. Lífið, menningin og fólkið á svæðinu er grunnurinn fyrir tilvist héraðsfréttamiðlanna. Og því til viðbótar er hlutverk þeirra að halda utan um samstöðu í samfélaginu og miðla áfram menningararfinum.“

Hvað sérð þú fyrir þér að væri hægt að gera til að styðja við bakið á héraðsfréttamiðlum eða efla starfsumhverfi þeirra og lífslíkur? „Starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lengi verið erfitt. Tilkoma samfélagsmiðla hefur aukið á erfiðleikana þegar horft er til auglýsingatekna. Starfsumhverfið verður áfram erfitt á meðan þjóðin ákveður að reka risastóran ríkisfjölmiðli. Og lausnin er ekki ríkisstyrkjavæðing fjölmiðla eins og boðað er. Nýsköpun er svarið fyrir héraðsfréttamiðlana, sem og aðra miðla. Með nýjum hugmyndum, verklagi og áherslum mætti stuðla að framförum. Svo má einnig horfa til samfélagsábyrgðar fólks og fyrirtækja á hverju svæði fyrir sig.“ Ragnar segist að lokum vilja nota tækifærið og óska Feyki og aðstandendum hans innilega til hamingju með afmælið og áfangann. „Það er ekki sjálfgefið að halda úti héraðsfréttamiðli í 40 ár. Til þess þarf staðfestu, þor og þol. Bestu óskir um gott gengi í framtíðinni.“

Sauðármýri 2 550 Sauðárkróki & 455 5400

www.rarik.is & 528 9000

VERKFRÆÐISTOFA

Aðalgötu 21 550 Sauðárkróki & 458 5050

www.arion.is & 444 7000

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra www.ssnv.is & 419 4550

Sæmundarhlíð 550 Sauðárkróki & 455 8000

www.hsn.is

Skarðseyri 2 550 Sauðárkróki & 453 0501

Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur & 455 6345

Aðalgötu 19 550 Sauðárkróki & 844 5616

www.kjolur.is


15/2021

SVEITARFÉLAGIÐ SKAGASTRÖND www.skagastrond.is

Óskum Feyki fréttablaði til hamingju með 40 árin og um leið íbúum svæðisins og öðrum

gleðilegs sumars

Við þjónustum bílinn þinn Tjónaskoðun Cabas Erum með samninga við öll tryggingfélög.

Færum Feyki héraðsfréttablaði á Norðurlandi vestra bestu framtíðaróskir í tilefni 40 áranna

Erum með bilanagreinir

fyrir flestar tegundir bíla, einnig vörubíla og traktora.

Hamingjuóskir til Feykis fréttablaðs í tilefni 40 áranna

IÐNSVEINAFÉLAG SKAGAFJARÐAR

Bílaverkstæði

Bílaverkstæði KS - Hesteyri 2 - 550 Sauðárkróki - Sími 455 4570

Iðnsveinafélag Skagafjarðar óskar Feyki til hamingju með 40 ár full af fréttum úr heimabyggð

9


10

15/2021

Guðni Friðriksson við gömlu GTO 52 einslitar prentvélina sem gerði það mögulegt að prenta Feyki í heimabyggð. Að baki Guðna er fjórlita prentvélin sem nú sinnir því hlutverki að prenta Feyki, og allt í lit. MYND: PF

FEYKIR FERTUGUR | Guðni Friðriks rifjar upp aðkomu sína sem prentari Feykis

„Það verður alltaf þörf fyrir prentun,“ segir Guðni prentari Guðni Friðriksson hefur séð um að prenta Feyki í 34 ár og stendur enn við prentvélina. Hann segir mestu breytinguna í gegnum tíðina hafa verið í sambandi við uppsetningu, sem nú fer fram í tölvu, og svo þegar fjórlita prentvélin kom í hús og allt blaðið litprentað. „Það er tvímælalaust mesta breytingin,“ segir hann en Feyki langaði að rifja upp með Guðna þátt prentsins í útgáfusögu blaðsins. VIÐTAL Páll Friðriksson

Á fyrstu árum Feykis var hann prentaður í Dagsprenti á Akureyri en árið 1987 tók prentsmiðjan SÁST við því verki en þar á bæ höfðu starfsmenn séð um setningu og umbrot blaðsins frá júlí ´85. Prentsmiðjan SÁST var stofnuð af þeim Stefáni Árnasyni og Sveini Tuma Árnasyni en Guðni var á kominn til starfa sem prentari í stað Tuma. „Þá vorum við fluttir út á Aðalgötu 2 þar sem Guðbrandur hafði sína aðstöðu og setningarvélina sem við keyptum þegar hann flutti suður. Guðbrandur var setjari hjá POP á Akureyri og setti m.a. upp Feyki þar. Svo ákveður hann að taka við

ritstjórninni á Feyki og flytur hingað með setningargræjuna, sem var náttúrulega allt annað tæki en er í dag. Svo fær hann starfstilboð hjá Mogganum og flytur suður en við kaupum setningargræjuna og förum að setja Feyki sem er þá enn prentaður á Akureyri. Þá voru keyrðir út strimlar með texta á sem voru svo límdir upp á þar til gerð blöð og svo var tekin af þessu filma og prentað. Mikil handavinna. Öll myndvinnsla fór fram í myrkraherbergi með Repromaster og allt miklu ófullkomnara en er í dag. „Við vorum í bílskúr á Skagfirðingabrautinni, hjá Sæmundi Hermanns, til að byrja með en við þessi kaup er ákveðið að flytja á Aðalgötu 2. Við tókum neðri hæðina í gegn, sem var þá bara rusla-

kompa, og fluttum þangað litla prentvél sem við vorum með en árið 1987 kaupum við GTO 52 vél og upp úr því var farið að ræða það að við tækjum að okkur að prenta Feyki.“ Guðni segir að prentvélin hafi ekki verið keypt í þeim tilgangi að prenta Feyki, það hafi komið í framhaldinu. „Ég man ekki betur en við höfum setið úti í Ólafshúsi og verið að ræða við Hilmi Jóhannesson, sem þá var í stjórn Feykis, en þá voru hugmyndir uppi um að sameina Feyki og Sjónhornið. Við nánari athugun kom þó í ljós að það gengi ekki upp en það varð úr að við fórum að prenta Feyki og fyrsta tölublaðið, prentað á Króknum, kom út 1. apríl 1987. Það þurfti að breyta stærð-

inni á Feyki, minnka aðeins, af því að þessi vél var ekki með eins stóran prentflöt og dagblaðaprentvél,“ segir Guðni en sú stærð hefur haldið sér allar götur síðan.

Flutningar á Borgarflöt

Á Aðalgötunni, í gamla barna-

skólanum, er prentað þangað til flutt var á Borgarflöt 1, þar sem Nýprent og Feykir eru enn í dag. „Þar er haldið áfram að prenta á þessa eins litar vél en 1999 er svo farið í að kaupa tveggja lita vél og svo 2015 er fjárfest í fjögurra lita vél. Á þessum tíma verður geysileg þróun í setningu, tölvuvinnslu, plötugerð og öðru slíku. Sem dæmi þarf hver örk að fara allt að fjórum sinnum í gegnum eins lita vélina, sérferð fyrir hvern lit en bara einu sinni í þeirri fjórlita sem nú er. Brotvél var keypt líka sem gat brotið þessa arkarstærð en svo var blaðinu raðað saman í höndunum. Nú er allt tölvustýrt og gæðin í forvinnslunni, myndvinnslu, plötugerð og annað, hefur stökkbreyst og er alveg bylting frá því sem var, bæði í gæðum og tíma.“ Aðspurður hvort hann geti borið saman hve lengi var verið að prenta Feyki þá og nú segir Guðni það varla sambærilegt þar sem lítið var prentað í lit, kannski í mesta lagi einn aukalitur. „Svo er upplagið allt annað, var miklu meira en er í dag og þessi gamla vél var miklu hæggengari en sú sem er núna. Blaðið var þá átta síður en núna tólf. Maður var kannski upp undir fjóra tíma að prenta blað í tveimur litum en núna skutlast þetta í gegn á einum og hálfum tíma í fjórlit, en upplagið er minna.“

Við óskum Feyki til hamingju með 40 árin

www.vogabaer.is & 414 6500

MUNIÐ AÐ GERA RÁÐSTAFANIR FYRIR ÓÖKUFÆRA BÍLA SEM MENGA EÐA ERU LÝTI Sæmundargötu 1 550 Sauðárkróki & 453 5400

tonlistarskoli.skagafjordur.is & 455 1189

Nýja prentvélin komin í hús í apríl 2015. Hér er Guðni ásamt tveimur höfðingum sem komu að uppsetningu á Heidelberg prentvélinni góðu. MYND: ÓAB

www.vogabaer.is & 414 6500

www.vogabaer.is & 414 6500


15/2021

11

FEYKIR FERTUGUR | Dyggur áskrifandi Feykis í 40 ár

„Blaðið birtist fyrst á óvenju miklum átakatímum,“ segir Ingi Heiðmar Í tilefni tímamóta Feykis var ákveðið að hafa upp á einum áskrifanda sem fengið hefur blaðið inn um lúguna frá upphafi og kom þá nafn Inga Heiðmars Jónssonar upp í hugann en hann getur hæglega talist fulltrúi Húnvetninga, Skagfirðinga og brottfluttra.

VIÐTAL Páll Friðriksson

Ingi Heiðmar er frá Ártúnum í Austur-Húnavatnssýslu, óx þar upp við Blöndunið, orgelspil, sögur af gamla kórnum, en lauk BA prófi sínu í sagnfræði frá HÍ 1972. Var hann þá farinn að kenna hjá Skagfirðingum – á Steinsstöðum og í Varmahlíð – en flutti suður til borgarinnar 1985 og fékk þar fljótlega organistastarf hjá fyrrum Blönduhlíðarklerki, sr. Þórsteini sem þá var farinn að þjóna Fríkirkjusókn í höfuðborginni. Þremur árum síðar flutti fjölskyldan að Flúðum þar sem Ingi Heiðmar segir þau hafa átt sjö góð ár með Hrunamönnum en síðar enn fleiri með Flóamönnum og Selfossbúum. „Ég hef keypt Feyki alla tíð og átti kunningsskap við tvo frumkvöðla þar, þá sr. Hjálmar Jónsson, nýfluttan á Krókinn frá okkur úr Svartárdalnum, einn af stofnendum blaðsins, og ritstjórann fyrsta, Baldur Hafstað sem var félagi minn og vinur úr íslenskudeildinni í háskólanum. Blaðið birtist fyrst á óvenju miklum átakatímum í héruðunum heima, Blöndudeilan var komin til sögunnar með tilheyrandi fundahöldum og flokkadráttum. En með nýja blaðinu kom vettvangur fyrir skrif og fréttir af fundum, tilboðum og loks samningum þegar orrahríðin var gengin yfir, virkjunin reist og lónið mikla, sem var stóra deiluefnið, lagði undir sig 57 ferkílómetra af úrvals graslendi. Ég álít að þetta blað hafi

Ingi Heiðmar Jónsson hefur verið áskrifandi Feykis frá upphafi. MYND AÐSEND

skilað íbúunum drjúgum ávinningi, það hefur alltaf átt heimili á Sauðárkróki, fjölmennasta bæjarfélaginu, sem varð meira miðsvæðis í gamla kjördæminu okkar þegar Þverárfjallsvegi var lokið 2007.

Strætóferðir um Þverárfjall hafa fært Krókinn enn nær kjarnanum. Húnvetningar hafa stundum átt blaðamann í hlutastarfi við útgáfuna en þeim sýslungunum mínum hefur stundum fundist þeir

Grein Inga Heiðmars sem birtist í 3. tölublaði Feykis, fyrsta árgangs.

nokkuð afskiptir. Það er kunn saga í samfélögum sem dreifast um víðáttur á borð við þau sem breiða úr sér kringum Húnaflóa og Skagafjörð.“ Í 3. tölublaði Feykis, fyrsta árgangs, má finna grein eftir

Inga Heiðmar þar sem hann svarar Grími Gíslasyni og Ragnari Arnalds vegna Blöndudeilunnar sem þá var áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Bar grein Inga Heiðmars fyrirsögnina „Blöndungum“ svarað og hefst á þessum orðum: „Gott þykir mér framtak ykkar að koma út blaði í þessum áttungi okkar og vona ég að til góðs verði. Hins vegar hefðirðu gjarnan mátt að hlífa okkur við því að heyra Blöndungssuðið enn einu sinni í þessum áróðursgreinum þeirra Gríms Gíslasonar og Ragnars Arnalds í síðasta blaði.“ Já menn fögnuðu því að kominn væri vettvangur með tilkomu Feykis til að koma hugmyndum sínum á framfæri og ekki síður gagnrýni á menn og málefni. Þá tók Ingi Heiðmar viðtal við Tómas Gunnar Sæmundsson frá Hrútatungu í tilefni nýútkominnar bókar þess síðarnefnda, Genginn ævivegur, og birtist í 10. tbl. Feykis árið 2019. Stutt er síðan Gunnar kvaddi þetta jarðlíf en hann lést 18. mars sl.

Í Feyki fyrir tveimur árum birtist viðtal sem Ingi Heiðmar tók við Gunnar í Hrútatungu.


12

15/2021

FEYKIR FERTUGUR | Björn Jóhann Björnsson rifjar upp blaðamannaferilinn

Úr Fjölbrautinni á Feyki Feykir hafði samband við Björn Jóhann Björnsson, blaðamann og aðstoðarfréttastjóra á innlendri fréttadeild Morgunblaðsins, og bað hann að rifja upp sín Feykisár þar sem farsæll blaðamannaferill hans hófst til skýjanna eftir góðan undirbúning við Molduxa, skólablað Fjölbrautaskólans. Björn Jóhann brást vel við bóninni eins og hægt er að lesa hér á eftir.

UMSJÓN Páll Friðriksson

Ég á ekkert nema góðar minningar frá tímanum á Feyki, sem byrjaði, að mig minnir, á haustdögum 1986 fyrir bráðum 35 árum. Jón Gauti Jónsson, kennari í Fjölbraut, var þá ritstjóri og hafði verið með nokkra nemendur í blaðaskrifum, byrjaði með Hemma Sæm og Skúla Þórðar. Síðan bættist Ingi V. Jónasson við og hann fékk mig þarna inn með sér, en við skrifuðum þá fréttir og tókum myndir síðasta veturinn okkar í Fjölbraut. Við Ingi höfðum verið saman í ritstjórn skólablaðsins Molduxa og Feykir var líklega bara næsta skref. Um vorið 1986 gáfum við Molduxa út daglega í eina viku, í þemaviku í Fjölbraut,

Ungur maður í blaðamannagírnum 1988. MYND: EYSTEINN ÞÓR KRISTINSSON

og það var virkilega skemmtilegt og lærdómsríkt. Þessi áhugi minn byrjaði snemma, að skrásetja samtímann og segja sögur af fólki. Var líka í ritstjórn skólablaðsins í Gagnfræðaskólanum og fylgdist síðan með blaðaútgáfu Guðna bróður, sem ásamt Óla Birni Kárasyni gaf út Krókstíðindi. Þetta var einhvers konar undanfari Feykis en tvö tölublöð af Krókstíðindum komu út haustið 1980, nokkrum mánuðum áður en fyrsti Feykir kom út. Þetta voru skemmtilegir tímar á Feyki. Við ungu drengirnir fengum frjálsar hendur og gerðum margt spaugilegt, svona eftir á að hyggja. Ingi byrjaði sinn feril á Feyki með því að annast vísnaþáttinn Bragamál, og veit ég að hann lýsir því á öðrum stað hér

Úrklippa með frétt um ljósastaurana neðan Túnahverfis ásamt spurningu vikunnar.

í blaðinu. Vísnaþátturinn vatt fljótt upp á sig og varð síðar forveri hagyrðingaþáttar Guðmundar Valtýssonar frá Eiríksstöðum í Svartárdal. Guðmundur hóf sinn þátt árið 1987 og er enn að, líklega einn lífseigasti vísnaþáttur sem enn birtist í íslenskum fjölmiðlum. Við upprifjun á þessum fyrstu Feykisárum gleymdi ég mér við að fletta blaðinu á Tímarit. is, og rakst meðal annars á ramma í blaðinu 1987 sem segir ansi stóra sögu um tækni og samgöngur þess tíma, þegar efni blaðsins barst víða að: ,,Vegna óveðurs og ófærðar komst hagyrðingaþátturinn ekki í tæka tíð og verður því birtur í næsta blaði.” Mér er einnig minnisstæð fréttin um ljósastaurana fyrir neðan Túnahverfið, sem voru lengi vel án lampa. Fyrirsögnin

var ,,Er ekki kominn tími til að tengja” og vísaði þar til vinsæls lags með Skriðjöklunum um þessar mundir. Hafði samband við Sigga rafveitustjóra, sem þá var í stjórn Feykis, og hann bar við fjárhagsvandræðum Rafveitunnar að ekki var búið að leysa lampana úr tolli. Í leiðinni minnti hann bæjarbúa á að greiða skuldir sínar við Rafveituna, svo hægt væri að klára að setja staurana upp! Í sama blaði, á baksíðunni, við hliðina á ljósastaurafréttinni, var hinn vikulegi spurningaþáttur Feykis þar sem vegfarendur voru spurðir einnar spurningar. Þarna var leiðtogafundurinn í Höfða nýafstaðinn og við Ingi spurðum hvor hefði staðið sig betur, Reagan eða Gorbatsjov. Sigfús Steindórsson, betur kunnur sem Fúsi flummur, lá ekki á sínu svari frekar en fyrri daginn: ,,Mér leist miklu betur á Gorbatsjov. Reagan sagði bara lélega brandara, enda að verða of seinn í mat til Nancy, og líkast því sem hann hafi ekkert fengið að éta hér.”

Hringiða mannlífsins á kaffistofunni

Ritstjórnarskrifstofa Feykis á þessum tíma var í gamla Barnaskólanum við Aðalgötu, gegnt kirkjunni og safnaðarheimilinu. Sannarlega í hringiðu mannslífsins á Króknum þegar líflegt var í gamla bænum, mörg fyrirtæki og verslanir þar starfandi og margir áttu líka leið í prentsmiðjuna SÁST, hinum megin við ganginn. Þar réðu Stebbi Árna og Guðni Friðriks ríkjum en SÁST (síðar Nýprent) deildi kaffistofunni með Feyki. Þarna komu reglulega góðir gestir úr flestum stigum mannlífsins og fengu sér kaffisopa, bæjar- og heimsmálin voru rædd og í sumum tilvikum leyst. Í þessu spjalli fæddust einnig margar góðar fréttir og greinar í blaðinu. Feykir og Sjónhornið voru fréttamiðlar svæðisins á þessum tíma, netið ekki komið og umhverfið frábrugðið því sem við eigum að venjast í dag. Ég viðurkenni að vinnufriðurinn gat stundum verið takmarkaður og sökum gestagangsins gat teygst á deginum, en skemmtunin og fróðleikurinn bættu alfarið upp lengri vinnudag. Sumarið eftir stúdentsprófið 1987 vann ég síðan í fullu starfi á Feyki og leysti einnig af ritstjórann um tíma, Ara Jóhann Sigurðsson frá

Holtsmúla, sem tók við af Jóni Gauta. Haukur Hafstað í Vík var þarna líka, virkilega gaman að vinna með honum en hann bæði skrifaði fréttir og safnaði auglýsingum. Við gengum eiginlega í öll verk, ekki bara skrif heldur einnig að taka ljósmyndir, stússa í kringum dreifinguna og vera í sambandi við fréttaritara blaðsins. Þessi reynsla reyndist manni síðar meir mjög dýrmæt í blaðamennskunni. Feykir var með þéttriðið net fréttaritara á þessum tíma, en Örn Þórarins á Ökrum flutti fréttir austan Vatna, sérstaklega úr Fljótum, Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum og Þorgrímur Daníelsson á Tannastöðum skrifuðu efni úr Húnavatnssýslum og seinna kom Júlíus Guðni Antonsson inn fyrir Þorgrím. Það var ekki síður skemmtilegt að eiga í samskiptum við Guðmund hagyrðing Valtýsson og aðra penna sem lögðu blaðinu til efni. Eftir tímann á Feyki var búið að leggja línur á mínum ferli, meðvitað eða ómeðvitað. Óskar bróðir plataði mig í kennslu í Gagnfræðaskólanum veturinn 1987-1988 og þakka honum í dag fyrir að gefa mér snemma færi á að uppgötva að kennsla væri ekki við mitt hæfi! Eftir þennan vetur tóku við skrif fyrir dagblaðið Dag, sem var þá með ritstjórnarskrifstofu á Króknum. Tók við af Þórhalli Ásmunds sem var ráðinn ritstjóri Feykis 1988. Ég vann einnig á Degi á Akureyri samhliða háskólanámi og með frábæru samstarfsfólki fékk ég enn meiri og betri reynslu í blaðamennsku. Sumarið 1992 var ég ráðinn á DV, var þar til 1998. Kom aftur á Dag 1999 og var í eitt ár á ritstjórnarskrifstofunni í Reykjavík sem fréttastjóri þar til ég var ráðinn á Morgunblaðið haustið 2000. Hef verið þar síðan og er aðstoðarfréttastjóri á innlendri fréttadeild blaðsins. Allan tímann hef ég fylgst með og lesið Feyki mér til mikillar ánægju. Staðbundin fjölmiðlun er eftirsótt en dreifing héraðsfréttablaðanna hefur verið í lamasessi eftir að Pósturinn dró úr sinni þjónustu á landsbyggðinni. Það var því eðlilegt viðbragð hjá stjórnendum Feykis að setja blaðið á netið fyrir áskrifendur, en það eru einnig mikil sóknarfæri fyrir vefsíðuna feykir.is. Til hamingju með 40 árin, gamli góði Feykir!


13

15/2021

FEYKIR FERTUGUR | Feykir á nafna sem er einmitt fertugur í ár

„Fólki finnst nafnið flott en frekar hestalegt“ Það er skemmtileg tilviljun að á því herrans ári 1981 þegar fréttablaðið Feykir var stofnað að þá fæddist lítill drengur í Skagafirði sem var skírður sama nafni og blaðið og eiga þar af leiðandi báðir stórafmæli á þessu ári. Fréttablaðið Feyki langði aðeins að forvitnast um þann mennska Feyki og lagði fyrir hann nokkrar spurningar í tilefni afmælisársins.

Feykir Sveinsson, sem heitir reyndar Ómar Feykir Sveinsson, verður fertugur þann 16. nóvember en hann býr á Víðimel í Varmahlíð ásamt eiginkonu sinni, Erlu Björk Helgadóttur, og börnum þeirra fjórum; þeim Helga Snævari, Kristjönu Ýr, Guðmundi Sölva og Árnýju Báru. Skoðar þú Feyki eða Feykir. is? Já, bæði blaðið og netið og finnst fínt að sjá fréttir innan héraðs og úr nágrenni. Af hverju varstu skírður Feykir? Árni afi minn stýrði kór sem hét Feykir sem seinna meir sameinaðist Karlakórnum Heimi. Sá kór var nefndur eftir fjallinu Glóðafeyki sem er stofuútsýnið út um gluggann á Víðimel. Svo það má segja að ég sé skírður í höfuðið á kór og fjalli. Hefur þú fengið einhverja athygli út á þetta nafn, Feykir? Oft lent í því að þurfa að endurtaka nafnið mitt þar sem fólk meðtekur það ekki strax. Fólki finnst nafnið flott en frekar hestalegt . Hefur þú smakkað Feykisostinn? Já, mjög góður. Við hvað vinnur þú? Er einn af eigendum Víðimelsbræðra. Ertu í einhverju félagsstarfi? Er í Flugbjörgunarsveitini í Varmahlíð sem faðir

til hamingju með 40 árin

www.lettitaekni.is & 452 4442

Varmahlíð www.velaval.is & 453 8888

VÉLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkróki & 455 4560

HÖNNUN

VIÐTAL Sigríður Garðarsdóttir

Við óskum Feyki

Borgarflöt 1

Feykir og Erla Björt kona hans. MYNDIR AÐSENDAR

minn ásamt öðrum stofnuðu og hef verið í þeirri sveit síðan ég var 14 ára. Á að gera eitthvað sérstakt í tilefni afmælisdagsins? Hefði skellt mér erlendis með fjölskylduna ef væri ekki fyrir Covid en það er aldrei að vita, ef Covid leyfir, að

maður hendi í einhvern gleðskap með konunni sem verður fertug, sex dögum á undan mér. Hvernig sérðu þig eftir 20 ár? Bara eins og allt er í dag og vonandi nokkur barnabörn.

Skarðseyri 2 550 Sauðárkróki & 453 5581

PRENTUN

550 Sauðárkrókur

SKILTAGERÐ

Sími 455 7171

nyprent@nyprent.is

Borgarflöt 1 550 Sauðárkróki & 455 7171

ustöð Skagafjar ða eyp r St

Borgarmýri 1 550 Sauðárkróki & 453 5433 SAUÐÁRKRÓKI

Eyrarvegi 21 550 Sauðárkróki & 455 4610

Borgarmýri 1 550 Sauðárkróki & 545 6000

www.idnvelar.is & 414 2700

Helgi Snævar, Guðmundur Sölvi, Kristjana Ýr og Árný Bára fremst.

GUNNAR EGGERTSSON heildsala www.ge.is & 525 3800

ÍSFELL Lágeyri 1 550 Sauðárkróki www.isfell.is & 520 0560

www.frumherji.is & 570 9000

Borgarteig 15 550 Sauðárkróki & 455 6200

Glóðafeykir blasir við frá heimili Feykis.

Strandgötu 1 530 Hvammstanga & 455 2300

www.lindesign.is & 533 2220

Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is

Skarðseyri 5 550 Sauðárkróki www.steinull.is & 455 3000


14

15/2021

Við óskum Feyki til hamingju með 40 árin

Suðurgötu 1

550 Sauðárkróki

& 410 4000

Borgartúni 1a

550 Sauðárkróki

& 453 5020

Hesteyri 2

2

550 Sauðárkróki

Borgartúni 8 550 Sauðárkróki 453 5080

& 455 4560

Lögreglan

á Norðurlandi vestra 39/2020 | STÓLASTÚLKUR & 444 0700

Stólastúlkur

Hnjúkabyggð 33 540 Blönduósi & 455 4700 Bæjarskrifstofa Blönduósbæjar Hnjúkabyggð 33 540 Blönduós Sími: 455 4700 blonduos.is

540 Blönduósi PANTONE

PANTONE 287 C

530 Hvammstanga & 455 2400 PANTONE 278 C

ÍSFELL Húnabraut 29

„Héraðsfréttablöð Breytir heilmiklu skipta gríðarlegu máli“ fyrir deildina

TIL STÓLASTÚLKNA

LENGJUDEILDARMEISTARAR 2020

Hvammstangabraut 5

| FEYKIR Þórhallur Rúnar FERTUGUR Rúnarsson | Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar formaður knattspyrnudeildar Tindastóls

skilaboð

Til hamingju

Húnabraut 4

Sigfús Ingi flettir Feyki. MYND AÐSEND

540 Blönduósi & 452 4123

Donni Sigurðsson

„Já, ég les Feyki í hverri viku og eiginlega allt í blaðinu, bæði greinar og auglýsingar. Feykir er ákveðinn samfélagsspegill að mínu mati og með puttann á púlsinum varðandi hvað er að gerast hér í Skagafirði og á Norðurlandi vestra,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar þegar hann er spurður hvort hann lesi Feyki reglulega. VIÐTAL Óli Arnar Brynjarsson

CMYK%

Ártorgi 4 550 Sauðárkróki & 455 7070

Borgarmýri 1 550 Sauðárkróki & 453 5170

Cyan = 100 / Magenta = 75 / Yellow = 2 / Black = 18

Cyan = 45 / Magenta = 14 / Yellow = 0 / Black = 0

Sæmundargötu 1 550 Sauðárkróki

& 453 5900

VERSLUN

Haraldar Júlíussonar Aðalgötu 22

550 Sauðárkróki

& 453 5124

GRÁSKALI

Ómar Bragi Black = 100%

FYRRUM FORMAÐUR

Sæmundargötu 1 Við Skagfirðingabraut Black = 40% KNATTSPYRNUDEILDAR UMF. TINDASTÓLS 550 Sauðárkróki 550 Sauðárkrókur & 571 7888 & 455 1100

AKRAHREPPUR Silfrastöðum 561 Varmahlíð

& 453 8276

fyrrum þjálfari og leikmaður Tindastóls og Íslandsmeistari með kvennalið Þórs/KA: Innilega til hamingju stelpur og öll sem „Ég standið við bakið að fréttnæmir viðburðirþiðeiga bind vonirá við að ríkisþeim á einn eða annan ekki jafn greiðan aðgang hátt.og Það aðvaldið komast fylgi enn sterkar eftir í deild þeirraþeim bestu skrefum sem stigin hafa fyrr í landsmiðlana. Þá koma er gríðarlega mikið héraðsfréttablöðin sterk afrek inn, fyrir verið til stuðnings staðbundnykkur bæði hvað varðar miðlun og efnis um fjölmiðlum. Að öðru leyti okkar frábæra samfélag ogþurfa þið meg-fjölmiðlarnir sjálfir að til íbúa á svæðinu og brottið vera mjög stoltar af fluttra og einnig til að koma fylgja og ná til ykkur. Ég þykist vita tíðarandanum að þið hafið lagt mjögsíns miklamarkhóps vinnu á ykkur þar sem hann sömu upplýsingum aðöll hjá i þessu ferli öllu og það er fátt landsmiðlunum. Það er nefnier hverju sinni. Umhverfi skemmtilegra en að uppskera lega nokkuð oft þannigá þennan að hátt. prentmiðla Ég vona hefur samt breyst veruinnilega að þið séuðá öllliðnum tilbúin að árum og áramiðlun héraðsfréttablaðanna lega leggja núna enn harðar að ykkur verður kveikjan að frekarií framhaldinu um- tugum en bíður vægi Netsins og því það sem ykkar er svosamfélagsmiðla sannarlega miklum aukist. Fjölfjöllun hjá landsmiðlunum.“ mun erfiðara. En með gífurlegri miðlar verða að reyna að fylgja vinnusemi, aga, skipulagi, samHvað finnst þér að Feykir þróuninni því auglýsendur heldni og mikilli trú getiði allt. Munið að njóta og gæti gert betur? „Auðvitað viljaaugnabliksins vera sýnilegir þar sem enn og aftur til hamingju! vildi ég að blaðið væriÁfram ennTindastóll neytendur eru virkir. Fjölbreytt - Alltaf!

Fylgistu með fréttum á Feyki. is? „Já, feykir.is er daglegur meira að umfangi og að blaða- og áhugavert efni þarf ekki mennMYND: væru alltaf að vera ókeypis að mínu viðkomustaður í netheimum. Rúnar, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, kampakátur á vellinum. ÓAB fleiri og gætu Lúciamati Dida vakt en hver og einn fjölmiðill Þótt blaðið Feykir sé gott þá þannig verið með öflugriAna fyrrum markvörður með kvenna„Allt kostar þetta pening og „Líðan og tilfinning þessa dagana þarf stenst það ekki hinum unga og farið víðar um en þeirliðihafa Tindastóls 2015 að velja sér sína hillu og má búast við að rekstarkostnaðer líklega eins hjá mér og öllum 2017: í dag en ég geri mérogfulla reyna að stilla rekstri af í feyki.is snúning hvaður deildarinnar það tök áhækki töluvert á Skagfirðingum, stolt og gleði,“ Congratulations grein fyrir því að það þurfa að varðar að vera með nýjustu to the wholesamræmi við það,“ segir Sigfús milli ára. Líklega hækka einsegir Þórhallur Rúnar Rúnarsson, team. vera rekstrarforsendur fyrirThe Ingi. fréttirnar hverju sinni.“ hverjir styrkir frá KSÍ en við formaður knattspyrnudeildar strength, „Ég óska Feyki hjartanlega slíkri starfsemi.“ þurfum að bæta töluvert í Tindastóls, inntur eftir tilfinndetermination, til hamingju með 40 ára tekjuöflun á næsta ári, en árið eins ingunni aðSkiptir eiga lið íhéraðsfréttablað efstu deild effort and dedication are admirable! Congratulations erfitt fyrir héraðsÍslandmótsins knattspyrnu. Núaðervera starfsumhverfi afmælið. Einhvern tímann var og íFeykir einhverju 2020 máli?er búið on your achievement, God bless alla aðra. Bara „Ég er„Héraðsfréttablöð gríðarlega stoltur fyrir fréttamiðla, ogþað í raun fréttasagt að allt væri fertugum fært skiptaokkur gríð-eins og you! Áfram Tindastóll að missa Króksmótið skilur eftir hönd hópsins teymisins og miðlar miðla almennt, mjög erfitt, og ég er þess fullviss að Feykir arleguogmáli. Staðbundir á 7,5 milljónir og svo gaman fyrir mig og aðra sig gat upp m.a. vegna útgáfukostnaðar, mun halda áfram að þroskast þar sem eru starfandi blaðastjórnarmeðlimi að fá að vera gekk illa að fá auglýsingatekjur Bjarki Már auglýsingatekjur hafa minnkog Árnason dafna þótt vel geti verið að menn sem lifa og hrærast í lítill partur af þessu ævintýri. fyrir tímabilið og má leiða að núverandi þjálfari Kormáks/ að með tilkomu samfélagsstraumar og stefnur hliðri viðkomandi samfélagi skipta Hvatar og fyrrum Þetta er árangur sem tekið er því líkum að þar vanti um 5 leikmaður oglífsbrautinni til í aðra átt en miðla og neytendur eru miklu meira máli heldur en eftir og er í raun risastórt að lið milljónir.“ að fá hjá e.t.v. blasir við í dag. Lífið er við gerum grein fyrir. komnir upp á lagið með þjálfari eins og Tindastóll eigi okkur lið í deild Tindastóli: sínar fréttir fyrir ekki neitt. fullter af áskorunum en Feykir Eftirsegir að Rúnar. svæðismiðlar Dreymir Ríkis- um að reisa stúku þeirra bestu,“ Mikið ofsalega gaman hve allt frá upphafi leyst þær gervigrasvöllinn Áhugi útvarpsins á knattspyrnu hefur aðvið Hvað sérð þú fyrir þér að að sjá hefur minnkuðu vægi samheldinn og flottalltaf verið á Sauðárkróki af hendi og ég veit að svo ogmikill umfangi og við það að væri hægt að gera til að styðja ur hópur þiðvel eruð! segist Rúnar hjá báðum kynjum hafa og segist Svona árangur af ókomna tíð,“ við bakið á héraðsfréttamunkemur verðaekkium dagblöðin færri Varðandi frétta- aðstöðu að geta reist stúku Rúnar sjá margar efnilegar dreyma ummiðlum sjálfu sér og öll vinnan sem og/eða efla starfssegir sveitarstjórinn að lokum. ritara á landsbyggðinni en þið hafið lagt í þetta á undanstelpur, alveg niður í 6. flokk sem við KS-völlinn, en það nafn ber áður, þá finnum við fyrir því umhverfi þeirra og lífslíkur? förnum árum að skila sér. Hlakka eiga eftir að spila fyrir meistaraflokk í framtíðinni. „Til að svo megi verða þarf að halda vel á

gervigrasvöllurinn í dag, og geta boðið upp á skjól fyrir norðangjólunni. Samkvæmt keppnis-

til að sjá ykkur í Pepsí, áfram Tindastóll!!



16

15/2021

Fisk seafood óskar Feyki til hamingju með 40 ára afmælið

Óskum Feyki fréttablaði á Norðurlandi vestra til hamingju með 40 ára afmælið. Megi blaðið vaxa og dafna á komandi árum!


17

15/2021

TORSKILIN BÆJARNÖFN | palli@feykir.is RANNSÓKNIR OG LEIÐRÉTTINGAR MARGEIRS JÓNSSONAR

Skörðugil á Langholti

( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is

Lilja Hauks NAFN: Hugrún Lilja Hauksdóttir. ÁRGANGUR: 1990. FJÖLSKYLDUHAGIR: Sjálfstæð kona. BÚSETA: Vesturbær Reykjavíkur. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Ég er yngsta dóttir Hauks

og Línu á Deplum. Ég ólst upp í fallegri Stíflunni og mun ávallt búa að því. STARF / NÁM: Margmiðlunarhönnuður & ljósmyndari í markaðsgeiranum. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Eldgos, vor og betra veður. Teikning Edwins Sacher af torfbænum á Syðra-Skörðugili árið 1936. MYND ÚR BYGGÐASÖGU SKAGAFJARÐAR.

Bæirnir eru tveir: Ytra-og Syðra-Skörðugil. Hvor bærinn stendur við gil, en skörð eru engin þar í nánd. Í jarðaskrá Reynistaðarklausturs, ársett 1446, er ritað Skarðagile (Dipl. Ísl. IV. b., bls. 701); er svo að sjá, sem þá hafi bærinn verið aðeins einn. Og í kúgildaskrá Hólastóls, árið 1449, er bærinn líka nefndur Skardagile (Dipl. Ísl. IV. b., bls. 35).

í vesturfjöllunum: Vatnsskarð og Reykjaskarð, og þaðan sjest bezt í þau bæði í senn. Útsýn til skarðanna var næg ástæða til bæjarnafnsins. En breytingin á nafninu er merkileg. Annaðhvort er ástæðan u hljóðvarp (u hljóðv. er æfagamalt og kemur auðvitað fram í Skörð af Skarð, en sú breyting hefir orðið mörgum öldum áður en bæjarnafnið þektist, sbr. lönd af land, eldra landu o.fl.), sem þó er ólíklegt, því að þá hefði nafnið fyrst breyzt í Skarðugil. Hitt er miklu sennilegra, að nafnið hafi breyzt, þegar farið var að segja „upp á Skörð“ „fram á Skörð“, sem er ætíð sagt nú, og almenn málvenja að kalla þau aðeins „Skörðin“ (sbr. Hjeraðsvötn, ætíð kölluð „Vötnin“). Bersýnilega er nútíðarnafnið skörðu- afbökun af skarð, og rjett er því að rita Skarðagil. Í því er vit.

Hjerumbil 100 árum síðar finst ritað Skörðugil, eða Skorðugil. Er það í Sigurðarregistri 1525 (Dipl. IX. bls. 301). Og í eignaskrá Hólastaðar 1550 er það líka Skorðugil (Dipl. Ísl. XI. bls. 861). Jarðabækurnar hafa auðvitað Skörðugil (Ný jarðabók, bls. 107 og Johnsens Jarðatal, bls. 259). Skarðagil virðist upprunalegast, og þá er nafnið skiljanlegt: Einmitt frá þessum bæjum blasa við tvö stór skörð

Af hverju heitir bærinn þessu nafni?

Hvernig nemandi varstu? Skellihlæjandi fiðrildi sem krotaði í allar stílabækur. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Ég fermdist 1. maí í Knappstaðakirkju og var eina fermingarbarnið í dalnum. Þann fallega vormorgun vöknuðu Fljótamenn við nýfallinn snjó og var frekar napurt í óupphitraði kirkjunni svo spóaleggirnir í skrjáfþunnum fermingarkjólnum skulfu alla athöfnina. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Mér datt í hug að verða arkitekt einu sinni. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Kristrún systir saumaði handa mér dúkku sem var jafn stór og ég á þeim tíma, hún hét Heiða og var mér einstaklega kær alla æskuna. Besti ilmurinn? Lyktin af rúmfötunum þegar þau eru nýkomin af snúrunni. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Geggjuð spurning! Ég eignaðist hljómplötuna Tímarnir okkar með Sprengjuhöllinni á CD á þessum tíma, sá geisladiskur var spilaður hring eftir hring og er ennþá í miklu uppáhaldi. Hvernig slakarðu á? Ég næ

hvað mestri sálarró þegar ég týni tímanum við að skapa eitthvað nýtt. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég missi aldrei af skaupinu! Besta bíómyndin? Forrest Gump, lífið er eitt stór súkkulaðibox. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Aron Bjarki Jósepsson, meistari, samstarfsfélagi og knattspyrnumaður í KR fær þennan titil. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Þar sem ég bý með sjálfri mér á ég í engum vandræðum með að vera besti fagurkerinn í kotinu. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ég bý til alveg hreint framúrskarandi Lasagne. Hættulegasta helgarnammið? Fjólublátt pottagull, þeir tengja sem tengja. Hvernig er eggið best? Hleypt á toppnum á súrdeigsbrauði eins og Benedikt er þekktur fyrir. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég á það til að ofhugsa hluti. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Alls konar snobb, alltaf stemningsmorð. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Þú ert vitund þín.

Dýpsta vitund þín er vilji þinn. Vilji þinn skapar verk þín og verk þín skapa örlög þín. - Brihadaranyaka Upanishad IV.4.5 Hver er elsta minningin sem þú átt? Stofan á Syðri-Á, ég sat við hliðina á Nonna að spila á píanóið á meðan Abba frænka og mamma sötruðu kaffi inni í eldhúsi. Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Ég væri til í vera Milly Bobby Brown í einn dag, leika í einni senu og fá mér svo tattoo. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Ljósmyndabækur eru mínir uppáhalds doðrantar og allt sem Ragnar Axelsson gerir er augnakonfekt. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? „Hvað eigum við að borða á eftir?“ Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi endurupplifa fallegt sumarkvöld í sveitinni í heyskap með pabba, setjast við eldhúsborðið á Deplum eftir langan dag með bónda-brúnku og sólbrunnið nef og fá heimatilbúinn mjólkurhristing að launum. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Tár, bros og hamingjan í öðru veldi. Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... rakleiðis til Danmerkur og heilsa upp á fólkið mitt þar. Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Heimsækja Indónesíu, gefa út bók og halda listasýningu.

Þátturinn Torskilin bæjarnöfn hóf göngu sína hér á síðum Feykis í september 2018 en þar er að finna útskýringar Margeirs Jónssonar, fyrrum bónda og fræðimanns á Ögmundarstöðum, á torskildum bæjarnöfnum á Norðurlandi. Bækurnar sem stuðst er við eru tvær og heita Torskilin bæjarnöfn í Skagafjarðarsýslu, útg. 1921, og Torskilin bæjarnöfn í Húnavatnsþingi, útg. 1024. Aðdragandinn að því að þessi gamli þáttur er settur í Feyki nú er sá að Hjalti Pálsson kom með þessar bækur, og tvær til viðbótar sem fjalla um bæjarnöfn í Eyjafjarðasýslu og Þingeyjasýslum, til ritstjóra og sagði að hann þyrfti að eignast þær og ekki síst fyrir þær sakir að höfundurinn væri afi ritstjóra. Þrátt fyrir að ritstjóri hefði aðgang að þessum bókum reiddi hann upp veskið og keypti bækurnar sem Hjalti sagði að væri úr dánarbúi og hann að reyna að koma bókunum í verð. Þegar bækurnar voru komnar á borð ritstjóra var ekki annað hægt en að nýta fjárfestinguna og hér er á ferðinni þáttur númer 31.

Allir með Feyki! Það er mikilvægt að halda úti fjölmiðli sem segir fréttir og fjallar um fólk af Norðurlandi vestra. Það gerir Feykir. Áskrifendur eru Feyki nauðsynlegir. Er ekki upplagt að gerast áskrifandi að góðu blaði og fréttum af þínu fólki? Hafðu samband í síma 455 7171 eða sendu póst á feykir@feykir.is

BORGARFLÖT 1 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 7176 | FEYKIR.IS

Magdalena. AÐSEND MYND



19

15/2021

MINNING

Gunnar í Hrútatungu Fæddur 30. mars 1945 – Dáinn 18. mars 2021

Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu var glæsimenni á velli, bjartur yfirlitum. Hraustlega byggður og þrekmikill, þéttur á velli og þéttur í lund og vílaði ekki hlutina fyrir sér. Einbeittur en ekki glannafenginn, mikill atgervismaður. Með árum og reynslu varð hann farsæll bóndi og bændahöfðingi og kom verkum sínum áfram. Hann gat verið hvass og harður af sér í samræðum og á fundum. Hann hafði þá skaphöfn að hann hlaut að verða umdeildur þó réttsýnn væri. Hann vann mörg hreystiverk og kom mörgum úr erfiðum aðstæðum á Holtavörðuheiðinni. Hann var oft mikill bjargvættur. Sannur Heiðarhöfðingi. Ég efast um að nokkur eigi fleiri ferðir á vetrum um Holtavörðuheiði en Gunnar í Hrútatungu á öldinni sem leið í nærri fjóra áratugi. Í bók hans „Genginn ævivegur“ sem út kom 2018 er þáttur um Holtavörðuheiðina bls. 53-69, frábær leiðarlýsing, vel skrifuð. Gunnar segir frá veiðiskap bls. 311-325. Athyglisverð frásögn er á síðu 321 um Fílingavötn ofan við Valdasteinstaði, þar koma við sögu Tumi Tómasson og Pétur Brynjólfsson sem tengdust báðir Hólalaxi á sínum tíma. Gunnar er bersögull í bók sinni. Saga um fátækan sveitadreng, góðum gáfum gæddur sem óx upp af umhverfi sínu og lífsreynslu. Varð forystumaður bænda á landsvísu og sómi sinnar sveitar. Án sinnar dugmiklu

eiginkonu Sigrúnar Sigurjónsdóttur sem gekk í öll verk heima fyrir, hefði Gunnar aldrei getað gegnt öllu sínu félagsmálastússi og Heiðinni. Sigrún er sveitastúlka frá Fosshólum í Holtum Rangárvallasýslu og kom sem símadama í Brú 1969.

Ævintýrið í Fornahvammi

Það var snemma á því herrans ári 1967 sem leiðir okkar Gunnars í Hrútatungu lágu fyrst saman í símstöðinni og pósthúsinu í Brú fyrir botni Hrútarfjarðar. Eftir sögulega ferð úr Reykjavík í mikilli ófærð sem endaði með næturgistingu í Fornahvammi, þar var allt steinastopp, Holtavörðuheiðin kolófær. Bílamergð og alla hersinguna varð að hýsa því ekki var vænlegt að snúa við suður, Hellistungurnar þungfærar. Þekktir vöruflutningabílstjórar voru í hópnum, allt frá Alla Geira á Húsavík, Helgi Antons hjá „Pétri og Valdimar“ á Akureyri, bíll frá „Kristjáni og Jóhannesi“ á Króknum, Gulli frá Geirmundarstöðum á KS bílnum og ónefndur frá Blönduósi. Nóttin sem fór í hönd var með árshátíðarstemningu enda blandaður hópur tuga manna og flutningabílarnir höfðu að geyma ómæld veisluföng.

Bjargvættirnir á Heiðinni

Margir voru framlágir morguninn eftir en þá voru mættir bjargvættirnir Gunnar

Textílmiðstöð Íslands

Frábær þátttaka í Ullarþoninu Alls bárust 63 gildar lausnir frá 100 þátttakendum í stafrænu nýsköpunarkeppninni Ullarþoni. Keppninni lauk 29. mars

síðastliðinn og hafa tólf dómarar tekið við keflinu og munu velja hvaða fimm teymi kynna hugmyndir sínar fyrir þeim í byrjun maí. Úrslit verða svo kunngjörð á HönnunarMars í maí. Heildarverðmæti vinninga er um 1,6 milljónir króna. Textílmiðstöð Íslands og

Nýsköpunarmiðstöð Íslands héldu Ullarþonið dagana 25.29. mars síðastliðinn. Keppnin fór fram á netinu og var haldin til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna. Keppt var í flokkunum: 1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, 2. Blöndun annarra hráefna við ull, 3. Ný afurð 4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki. /PF

í Hrútatungu og Jón Ólafsson, mágur hans og leiðtogi, til að opna Heiðina sem gekk rösklega fyrir sig. Jón Ólafsson var um þetta leyti að flytja suður í Borgarnes og Gunni í Hrútatungu að verða nokkurs konar Heiðarhöfðingi til næstu áratuga. Fornihvammur, þessi þjóðfrægi magnaði staður, lauk hlutverki sínu áratug síðar en þá voru Brúarskáli og Staðarskáli orðnir allsráðandi með mikla þjónustu. Atvikin höguðu því svo að þegar komið var norður yfir Heiðina og til Brúar að leiðir okkar Gunnars í Hrútatungu lágu saman og við urðum góðir kunningjar og vinskapur til lífstíðar. Hlutverk þess sem þessar línur ritar var að hefja uppbyggingar sjálfvirkrar símstöðvar sem var svæðisstöð fyrir allt Norðurland vestra og endastöðvarnar á Hólmavík og Búðardal. Brandur Búi Hermannsson annaðist síðan uppsetninguna í Brú er ég var sendur á Krókinn. Þannig fór að undirritaður var gerður að svæðisumsjónarmanni yfir 95 svæðið. Í áratug hafði ég aðstöðu í Brú. Það leiddi af sjálfu sér að oft lágu leiðir okkar Gunnars í Hrútatungu saman.

Stórhríðarbras

Eitt sinn fórum við saman á árshátíð í Reykjaskóla á jeppanum hans ásamt starfsfólki í Brú í ágætu veðri. Þegar halda skyldi heim, komið fram á nótt að dansleik loknum, var komin iðulaus norðan stórhríð. Oddstaðagilið reyndist erfitt (í dag er það jafnan greiðfært) og eftir mikinn barning, þar sem Gunni sýndi mikla karlmennsku og áræði, kom hann okkur heilu og höldnu heim í Brú. Hann hafði haft höfuðið út um hliðargluggann mestan hluta leiðarinnar til að geta séð fyrir veginum. Kvenþjóðin vanbúin var orðin illa haldin af kulda eftir ferðlagið. Vitlegra hefði verið að halda kyrru fyrir að Reykjum en svona gerast eftirminnilegir atburðir.

Stjórnmálavafstur

Það varð hlutskipti okkar Gunnars að verða valdir í uppstillingarnefnd Fram-

sóknar á Norðurlandi vestra fyrir væntanlegar Alþingiskosningar sem urðu óvænt 1974, ári fyrr en áætlað var. Tíu voru í nefndinni. Fimm eldri og fimm yngri. „Guðmundur Jónasson og Bogi Sigurbjörnsson frá Siglufirði, Jón Guðmundsson Óslandi og Úlfar Sveinsson Ingveldarstöðum, Guðjón Ingimundarson og Hörður Ingimarsson á Sauðárkróki, Jón Tryggvason Ártúnum og Hilmar Kristjánsson Blönduósi, Eiríkur Tryggvason Búrfelli og Gunnar Sæmundsson Hrútatungu“. Samstaða níu nefndarmanna var orðin um þrjú efstu sætin, einn var á móti, með Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra efstan, Magnús á Sveinstöðum í öðru sæti og Ólaf Ragnar Grímsson í því þriðja. Þá setti Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra hnefann í borðið og hafnaði nafna sínum með þekktum langvarandi pólitískum afleiðingum. Um þetta má lesa í bók Gunnars bls. 113-116.

Komið að leiðarlokum

Á síðari árum áttum við Gunnar samtöl um breytt vegastæði á Holtavörðuheiðinni en staðarþekking hans lögð til grundvallar. Veðurfar og snjósöfnun á vetrum var mjög til skoðunar. Þetta var útfært með teikningum á kort, hugmyndirnar fóru ekki lengra. Við Gunnar höfðum ráðgert ferð að eyðibýlinu Gilhaga í Meladal rétt sunnan Miklagils, stuttu vestan Hrútafjarðarár, þar sem Sigurjón Ingólfsson ólst upp og síðar bóndi og góðkunningi í Skálholtsvík. Heilsufar kom í veg fyrir þá för. Gömul saga og ný að kunna að fara með þann tíma sem skaparinn gefur. Ég kveð kunningja minn og samferðamann um áratugi með þakklæti. Genginn er gegnheill Íslendingur. Ég óska Sigrúnu ekkju hans og öllum niðjum velfarnaðar og Guðs blessunar. Á páskum 2021 Hörður Ingimarsson Sauðárkróki


20

15/2021

FEYKIR FERTUGUR | Unnur Valborg Hilmarsdóttir hjá SSNV

„Fréttamiðlun af öllu landinu er einn hornsteina öflugrar lýðræðislegrar þátttöku“

Unnur Valborg, framkvæmdastjóri SSNV. MYND AÐSEND

Feykir hafði samband við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra SSNV og íbúa á Hvammstanga, og forvitnaðist um hvort hún læsi Feyki reglulega. „Já, ég les alltaf prentútgáfuna af Feyki. Við hjá SSNV erum áskrifendur og ég leggst yfir blaðið þegar það kemur út. Ég les blaðið yfirleitt alltaf í gegn en ef ég er knöpp á tíma þá eru styttri fréttirnar af því sem efst er á baugi í landshlutanum það sem ég byrja á að lesa,“ segir Unnur Valborg. VIÐTAL Óli Arnar Brynjarsson

„Feykir hjálpar mér mikið í mínum störfum og ég hef oft fengið hugmyndir að hinu og þessu við lestur blaðsins, verkefnum, viðmælendum í hlaðvarp SSNV, málum sem þarf að vekja athygli ráðamanna á o.fl.“ Fylgistu með fréttum á Feyki.is? „Já, ég geri það sömuleiðis, ég reyni að fara daglega inn á Feyki til að sjá það sem efst er á baugi hverju sinni í landshlutanum. Oft er Feykir nefnilega fyrstur með fréttirnar. Þar er líka oft miðlað fréttum af starfi SSNV og stundum fer ég gagngert inn á vefinn til að fylgjast með því.“ Skiptir héraðsfréttablað eins og Feykir einhverju máli? „Miðlun frétta í héraði er einn af lykilþáttunum í eflingu okkar ágæta samfélags á Norðurlandi vestra. Bæði fyrir okkur innan landshlutans en ekki síður utan hans. Hvoru tveggja er mikilvægt. Fyrir okkur sem hér búum er mikilvægt að fá fréttir af því áhugaverða sem er að gerast innan svæðis til að styrkja stolt

okkar af landshlutanum – því hér er svo sannarlega margt til að vera stoltur af. Það má svo ekki líta framhjá því að hlutur landsbyggðarinnar í landsfréttamiðlunum er oft ansi rýr sem getur, ef ekki er að gáð, leitt til lýðræðishalla. Fréttamiðlun af öllu landinu er einn hornsteina öflugrar lýðræðislegrar þátttöku.“ Hvers saknarðu í Feyki? „Það er fátt sem kemur upp í hugann. Mögulega eitthvað fyrir krakkana – unga fólkið þarf líka að fá fréttir af jafnöldrum á svæðinu öllu.“ Nú er starfsumhverfi héraðsfréttamiðla, og í raun fréttamiðla almennt, mjög erfitt, m.a. vegna útgáfukostnaðar, auglýsingatekjur hafa minnkað með tilkomu samfélagsmiðla og neytendur eru komnir upp á lagið með að fá sínar fréttir fyrir ekki neitt. Hvað sérð þú fyrir þér að væri hægt að gera til að styðja við bakið á héraðsfréttamiðlum og efla starfsumhverfi þeirra og lífslíkur? „Í ljósi mikilvægis héraðsfréttamiðla er nauðsynlegt að þeir fái stuðning til að halda úti sínu starfi. Hið opinbera verður að koma þar að með fjárstuðningi. Jafnframt verðum við sem á svæðinu búum að leggja okkar af mörkum með því að styðja við þá miðla sem færa okkur héraðsfréttir, með áskrift, kaupum á auglýsingum ef það á við, skrifum á efni í blaðið o.s.frv.“ Eitthvað að lokum? „Takk Feykir fyrir ykkar mikilvæga framlag til samfélagsins á Norðurlandi vestra í 40 ár. Allt er fertugum fært!“

ÁSKORANDAPENNINN | palli@feykir.is Anna Elísabet Sæmundsdóttir brottfluttur Króksari

Sama orð, mismunandi skilningur Það var mikil lífsreynsla þegar ég fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna árið 1984, þá 17 ára gömul, og margt sem var öðruvísi en ég átti að venjast. Ég lenti hjá yndislegu fólki og gekk sambúðin alveg ágætlega fyrir sig þrátt fyrir einhverja árekstra sem eðlilegt er en þegar fólk opnar heimili sitt fyrir skiptinema þá þarf skiptineminn að beygja sig undir reglur á nýja heimilinu.

Ég var kannski ekki alveg undirbúin fyrir agann sem gilti á heimilinu en í honum fólst m.a. rík tilkynningaskylda um allar ferðir manns og útvistarreglur sem ég bara skildi stundum ekki. Ég var bara nokkuð góð í ensku og lenti sjaldan í misskilningi vegna tungumálsins. Það var þó í eitt skipti sem ég var að spjalla við samnemendur um Ísland að einhverra hluta vegna fór ég að tala um Greenpeace. Sumarið áður en ég fór út höfðu hvalveiðar og aðgerðir hvalfriðunarsinna verið áberandi í fjölmiðlum á Íslandi og mikið rætt um hvernig þessar aðgerðir gætu haft áhrif á sölu á íslenskum fiski erlendis og þar með á efnahag þjóðarinnar. Sem sagt ég læt þarna falla nokkur miður falleg orð um Greenpeace og hef líklegast verið eitthvað áköf í ummælum mínum. Ég man að samnemendur horfðu á mig skringilega en svo sagði einn í hópnum að hann skyldi bara ekki hvernig grænar baunir (green peas) gætu

Anna Beta á fjöllum. MYND AÐSEND haft svona mikil áhrif á mig. Þetta tvennt, þ.e. útivistarreglur og Greenpeace minna mann á að skilningur og upplifun á aðstæðum er yfirleitt háð samhengi hlutanna. Sem unglingur á Sauðárkróki þá upplifði ég mikið frjálsræði þar sem allir unglingar voru út um allar trissur án þess að láta kóng né prest vita um fyrirætlanir sínar, enda Skagafjörður nokkuð öruggt umhverfi þar sem hættur í umhverfinu eru margfalt minni en í stórborg í Bandaríkjunum og því ekki eðlilegt að bera það umhverfi saman. Og varðandi Geenpeace þá held ég að fáir hafi vitað af tilvist þeirra og því eðlilegt að vera hissa á þessum undarlega Íslendingi sem æsti sig yfir grænum baunum. Öll samskipti og skilningur eru háð upplifun okkar á aðstæðum og

hvaða reynslu við höfum í farteskinu. Þannig má skilja orð, setningar eða hegðun á mismunandi hátt, allt eftir því hver reynsla okkar er eða hvernig við lesum í hlutina. Sem dæmi þá þurfti ég um daginn að láta framkvæma ákveðið verk og sagði að lagfæringin ætti að vera fyrir janúar. Ég meinti að það ætti að gilda í janúar en sá sem framkvæmdi verkið taldi að þetta ætti að gerast áður en janúar gengi í garð. Sama orð, mismunandi skilningur. Við gerum ráð fyrir að aðrir hafi sömu þekkingu eða reynslu og við höfum en allir hafa einstaka reynslu og því ekki hægt að gera ráð fyrir að við upplifum eða skiljum hlutina eins. Merkilegt nokk!

-----Ég skora á vinkonu mína hana Bryndísi Þóru Bjarman að taka næsta pistil.

Nokkur hundruð pistlar borist Áskorandapenninn hefur gengið ansi vel frá því hann hóf göngu sína snemma árs 2008 og sárasjaldan sem keðjan hefur slitnað. Reynt er að hafa þáttinn í hverju blaði og gengur það þokkalega. Kemur þó fyrir að bíða þarf með birtingu um viku eða svo. Uppleggið er að reyna að hafa áskorendapennana á þremur svæðum, þ.e. í sinni hvorri Húnavatnssýslunni og í Skagafirði, hvort sem viðkomandi býr þar eða á sterk tengsl við svæðið. Gera má því skóna að yfir 400 pistlar hafi birst á þessum tíma en nákvæm talning bíður betri tíma.


15/2021

21

FEYKIR FERTUGUR | Frumraun Inga V. í blaðamennsku á Feyki

Glettur Andrésar Valbergs Ingi V. Jónasson, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð mörg undanfarin ár, starfaði á ritstjórn Feykis 1986–1987 þegar Jón Gauti Jónsson var ritstjóri. Ingi sendi Feyki nokkrar línur um skemmtilega frumraun sína í blaðamennsku. Gefum honum orðið:

og kynnti sig sem hagyrðinginn Valnastakk og sendi inn vísubotn auk þess að koma með fyrri part til birtingar í næstu Bragamálum. Þegar næsta blað var komið út, streymdu vísubotnarnir inn. Andrés Valberg kom náttúrulega með góðan botn að fyrriparti Valnastakks auk annarra óþekkra hagyrðinga, sem ég ,,Jón Gauti kom með töluvert af ekki man lengur nöfnin á. Margir ferskum hugmyndum varðandi Feyki þessara ágætu manna voru og þátt blaðsins sem virks ákaflega einkennilegir í miðils. Hann vildi sjá allri framkomu og raddfréttir, umfjöllun og blæ í síma. Þegar þessir umræðu um nýsköpun í menn höfðu síðan samband atvinnulífi og menningardag eftir dag og voru farnir lífi, samtímis sem rækta að kveðast á, auk þess sem skyldi gamla og góða siði. þeir byrjuðu að botna enn Frumraun mín hjá óbirta fyrri parta eftir Feyki var umsjón með Valnastakk, varð ég þess vísnaþætti sem nefndur fullviss að hér var um einn var Bragamál vorið 1986. og sama einstakling að Ingi V á Feykisárunum. Hér skyldi tekið við tækiMYND ÚR FEYKI ræða – nefnilega Andrés færisvísum, mönnum gefValberg! ast kostur að kveðast á og Ég var tvítugur þegar þetta var og botna fyrri parta með meiru. tók þessa frumraun í blaðmennskunni Það voru sér í lagi tvær persónur kannski full alvarlega. Þetta varð til sem til að byrja með voru mjög virkar í þess að ég veitti einum af leikpersónum að koma efni í Bragamál. Fyrst skal Andrésar, hinum nefmælta Stefáni í nefna Indíönu sem bjó á SkagfirðHlíð, ákúrur fyrir þennan vitleysisgang. ingabraut 1. Hún kom gangandi yfir Það leið ekki á löngu áður en Kirkjutorgið með handskrifaðar vísur Valnastakkur hringdi og varaði mig við og vísuhelminga á pappírsmiðum á nefndum Stefáni í Hlíð og bað mig fyrir skrifstofu Feykis. Hin persónan var hið alla muni að birta ekkert eftir það auma kunna skáld og listamaður, Skagleirskáld! Andrés Valberg sagði Valnafirðingur skýr og hreinn - Andrés stakk aftur á móti lipran og hnittinn Valberg. Andrés kom í það minnsta hagyrðing. einu sinni á skrifstofu Feykis þegar Eftir þetta heyrði ég aldrei meir frá hann var á ferðinni fyrir norðan. Andrési, Stefáni í Hlíð né öðrum þeim Annars hringdi hann oft og brá sér þá í tengdum. Valnastakkur einn hélt ýmis gervi. Fyrst hafði Andrés Valberg ótrauður áfram að senda inn efni í samband og sendi inn vísubotn. Eins Bragamál.“ og stundarfjórðungi síðar hringdi hann síðan aftur með breyttum raddhljómi

Fjarlægja má lausamuni og bifreiðar á kostnað eiganda að undangenginni viðvörun. MYND: HEILBRIGÐISEFTIRLIT NORÐURLANDS VESTRA.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra

Númerslausir bílar og óþrifnaður á íbúðarlóðum

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hyggst nú á vordögum fjarlægja númerslausa bíla og annað á lóðum sem þykir til lýta á umhverfi en samkvæmt tilkynningu frá HNV er leyfilegt að geyma númerslausan bíl á innkeyrslum þ.e. ef viðkomandi bíll veldur ekki mengun eða er augljóslega ekki lýti á umhverfi.

„Verkefnið er unnið í samráði við viðkomandi sveitarfélög og í samræmi við reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002. Fyrirhugað verklag er að límt verði aðvörunarorð á bíla og

gefinn vikufrestur til þess að bregðast við með því t.d.; að eigandi fjarlægi viðkomandi bíl, óski eftir frekari rökstuðningi eða sæki um lengri frest. Ef ekki er brugðist við aðvörun með neinum hætti, þá er gefinn frestur í viku til viðbótar og bíll eða munur fjarlægður. Áherslan er á íbúðahverfi, með það að markmiði að bæir og þorp á Norðurlandi vestra verði snyrtileg, þannig að sómi verði af,“ segir í tilkynningu Heilbrigðiseftirlitsins. /PF

Sumarið er t í minn ... t il að grilla!

-Heimili norðursins

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar Feyki til hamingju með 40 ára afmælið

Lambakjöt frá KS er engu öðru líkt! Kjötafurðastöð EYRARVEGUR 20, 550 SAUÐÁRRKÓKUR



23

15/2021

( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is

Feykir spyr...

Herdís Pálmadóttir | Króksari í Noregi

Hvaða sjónvarpsefni máttu helst ekki missa af?

Fiskisúpa og mulningspæja Matgæðingur vikunnar er Herdís Pálmadóttir en hún býr í Noregi ásamt fjölskyldu sinni, þeim Þormóði Inga, Sóldísi, Ingu Dís og Þormóði Ara. Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu í dag hafa þau ekki komið til Íslands í þrjú heil ár og hlakka þau mikið til að geta komið aftur á Krókinn þar sem krakkarnir fá að hlusta á Rás 1 með morgunmatnum og fara í heita pottinn með afa sem talar alltaf svo hátt. „Það verður að segjast að eldamennskan a heimilinu dagsdaglega er yfirleitt eitthvað fljótlegt og ekki endilega eins og klippt út úr kokkabók. Húsbóndanum finnst stundum aðeins of mikill fókus á létt salat. Þá er gott ad brydda upp a nýjungum með þorskhnökkum úr frystinum, sem mamma og pabbi koma stundum með í handfarangri frá Íslandi,“ segir Herdís. Þessi fiskisúpa er einföld og svakalega góð. Ég er vön að gera stóra uppskrift, gjarnan ef að einhver kemur í mat og á þá smá afgang handa okkur, ef ég er heppin. Oft undirbý ég súpuna daginn áður, þá á bara eftir að hita hana upp og skella fisknum í hana. AÐALRÉTTUR

Fiskisúpa með

uppskrift f. 8 manns u.þ.b. 1600 g fiskur, ég nota oftast þorskhnakka og lax, skorið í hæfilega stóra bita. olía til steikingar 2 rauðlaukar, saxaður smátt 2 rauð chili, söxuð smátt 1 gul paprika, skorin í bita 1 rauð paprika, skorin í bita 1 l fiskisoð 4 dl kókosmjólk/rjómi 400 g rjómaostur 11/2 dl tómatpúrra ferskur kóríander (góð handfylli eða tvær), blöðin söxuð 5 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð

1 tsk. chili-krydd 1 tsk. engifer 1/2 tsk. cumin salt og pipar Aðferð: Laukur, chili og paprika steikt í stórum potti þar til mjúkt. Rjómaosti, fiskikrafti, rjóma, tómatpúrru og kryddum bætt út í. Því næst er kóríander og hvítlauk bætt út í súpuna og suðan látin koma upp. Hrært vel og súpan látin malla í u.þ.b. fimm mínútur. Fisknum bætt út í og súpan látin malla í nokkrar mínútur í viðbót þar til fiskurinn er soðinn í gegn. Súpan er smökkuð til með salti og pipar og er borin fram með góðu brauði.

F FEYKIFÍN AFÞREYING Vísnagátur Sveins Víkings Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum:

Krossgáta

Þráðum ótal þrædd hún er. Þýtur um hafsins vegi. Slíður hnífs, er slysi ver. Sleikt á hverjum degi. KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson

Spurt á Facebook

Þormóður Ingi, Sóldís, Inga Dís, Þormóður Ari og Herdís í Vigelandsparken í Ósló páskana 2021. AÐSEND MYND EFTIRRÉTTUR

Smuldrepai/ Mulningspæja Einfaldasta uppskrift af góðgæti sem hittir alltaf í mark. Hér er hægt að nota það sem til er, rabarbara, epli, perur, ferskjur, plómur, frosin ber o.s.frv. Ég sker oft ávexti sem eru á síðasta snúning í bita og frysti. Þannig tekur enn styttri tíma að skella í þessa hnallþóru. 100 g hveiti (hvað tegund sem er, hvítt, spelt, mjúkt, gróft) 60 g hafragrjón 50 g sykur (púðursykur passar mjög vel, notaðu það sem þú átt til) 75-100 g smjör (skorið í bita, við stofuhita) Aðferð: Allt sett í skál, ég er vön að fá börnin mín til að sjá um að blanda saman med höndunum, þar til smjörið er komið vel inn í blönduna. Á meðan krakkarnir blanda saman (þ.e.a.s. þegar þau eru búin að ná samkomulagi um

hver fái að blanda í þetta sinn) þá græja ég afganginn. 500 g -1 kg af ávöxtum að eigin vali kanill eftir ósk, ég nota góða gusu sítrónusafi, smá skvetta nokkrar döðlur eða 1/2 dl sykur Aðferð: Allt sett á pönnu, blandað saman og mýkt í nokkrar mínútur. Sett í eldfast mót og svo er mjölblöndunni stráð yfir með fingrunum. Bakað í 20-30 mín. við 200°C. Ég slumpa yfirleitt á magnið af ávöxtum, blanda oft saman því sem ég á. Það er aldrei of mikið, bara finna hvaða magn þér finnst passa best. Stundum saxa ég súkkulaði, nota rúsínur eða hnetur og strái yfir kökuna áður en hún fer í ofninn. Kakan er borin fram heit/volg med þeyttum rjóma eða vanilluís. Verði ykkur að góðu! Herdís skorar á mömmu sína, Birgittu Pálsdóttur, að taka við matgæðingaþættinum

„Ég horfi lítið á sjónvarp en horfi á enska boltann og svo stendur Vikan með Gísla Marteini alltaf fyrir sínu.“ Sigfús Ólafur Guðmundsson

„Ég er nú ekki lengi að svara þessu, það er klárlega Grey’s ...annars er ég nú enn svolítið föst í Grönnum líka og er alveg að detta inn í Glæstar líka.“ Katrín M. Jónsdóttir

Ótrúlegt - en kannski satt... „Amma! Af hverju ert þú með svona stór augu?“ spurði Rauðhetta úlfinn sem nýbúinn var að borða ömmuna og lá sæll og glaður í rúmi hennar. „Af því að þá get ég séð þig betur,“ svaraði vargurinn. Ótrúlegt, en kannski satt, þá halda augun sömu stærð ævina á enda á meðan nef og eyru hætta aldrei að stækka.

Tilvitnun vikunnar Gömlu góðu dagarnir eru núna. – Tom Clancy

„Heyrðu, það er íslenskur körfubolti og Liverpool fótboltaleikir.“ Brynjar Örn Guðmundsson

Sudoku

„Ég er mikill aðdáandi að íslensku sjónvarpsefni t.d sló Systrabönd í gegn hjá mér. Svo er ég enn á Greys vagninum.“ Erla Hrund Þórarinsdóttir SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR :Skeið.

LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Páskakanínan bíður vorsins.

UMSJÓN : klara@nyprent.is


Til hamingju Kaupfélag Skagfirðinga óskar Feyki til hamingju með 40 ára afmælið.

Kaupfélag Skagfirðinga | Ártorgi 1 | 550 Sauðárkróki | & 455 4500


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.