Sjávarafl 5.tbl 2015

Page 16

Dr. John Kasarda var með erindi um flugborgina Aerotropolis

Fjölmenni á Flutningalandinu Íslandi

Góð hönnun og langtímaskipulag eru lykilatriði R

áðstefnan Flutningalandið Ísland var haldin í Hörpunni miðvikudaginn 30.september og var það í annað skipti sem hún er haldin. Íslenski sjávarklasinn á veg og vanda að ráðstefnunni sem var haldin í fyrsta sinn fyrir ári og þótti þá takast svo vel að ráðist var í að hafa hana aftur. Fjölmenni var á ráðstefnunni og virtust gestir einróma um að ánægjulegt væri að fjallað væri svo ítarlega um flutninga og vonuðust menn eftir að hér væri búið að skapa hefð. Skýr markmið skila árangri Fjölmargir fyrirlesarar komu fram, bæði innlendir og erlendir. Í hópi Íslendinganna voru t.d Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim, sem talaði um tækifæri í sjávarútvegi með öflugu flutninganeti, Haukur Óskarsson, varaformaður stjórnar Sikuki Nuuk Harbour, sem kynnti nýju höfnina í Nuuk og Gunnar Már Sigurfinnsson, forstjóri Icelandair Cargo, sem talaði um mikilvægt gildi flugvallar fyrir aðra en bara farþega. Erlendir fyrirlesarar komu úr ýmsum áttum. Sofie Tolk fjallaði um höfnina í Rotterdam og þær langtímaáætlanir sem höfnin hefur og hversu mikilvægt það sé að hafa skýr markmið í þeirri hörðu samkeppni sem er á flutningamarkaði. Kom hún m.a inn á hversu mikilvægt það væri að hugsa ekki eingöngu um nærumhverfi hafnarinnar þegar það kæmi að aðgengi og flutningaleiðum heldur væri samvinna við erlenda aðila lykilþáttur líka. Patrick Arnold, framkvæmdastjóri Soli DG í Maine, fjallaði um sjávarklasa sem verið er að stofna í Portland með Íslenska sjávarklasann sem fyrirmynd og hvernig samstarf bandarískra og íslenskra aðila gæti verið einkar verðmætt fyrir íslensk fyrirtæki sem hefðu áhuga á að komast inn á Bandaríkjamarkað, sem oft á tíðum væri erfitt verkefni.

16

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

Táknmynd hnattvæðingarinnar Flugborgir, eða Aerotropolis, voru umfjöllunarefni Bandaríkjamannsins John D. Kasarda sem stýrir flugviðskiptadeild Kenan-Flagler viðskiptaháskólans í NorðurKarólínu ásamt því að reka ráðgjafafyrirtæki á sviði flugvalla. Flugborgir hafa verið Kasarda rannsóknarefni til langs tíma og hefur hann víða komið að skipulagningu flugvalla undanfarin ár. Flugborgir, skv. Kasarda, eru borgir skipulagðar í kringum flugvöll og byggja efnahag sinn á honum. Í erindi sínu fór Kasarda inn á mikilvægi þess að hugað væri að góðu skipulagi flugvalla. Tími og kostnaður væri lykilatriði þegar það kæmi að flutningum og því væri nauðsynlegt að skipuleggja flugvöll þannig að hann væri t.d vel tengdur öðrum flutningsleiðum, þar væri t.d að finna alla hugsanlega þjónustu, geymslur, hótel og fundaraðstöðu, húsnæði fyrir starfsfólk svæðisins með tilheyrandi þjónustu fyrir það eins og heilbrigðisþjónustu, skólum og fleira. Þá væri nauðsynlegt að huga að hlutum eins og verslunarhúsnæði og afþreyingu og benti hann á að á stórum flugvelli væri fleira fólk að fara um völlinn daglega en í meðalstórri borg. Nauðsynlegt væri að hafa í huga að flugvöllur væri ekki bara flugvöllur heldur fyrirtæki sem stuðlaði að vexti og grósku í viðskiptum í nær- og fjærumhverfi sínu og þyrfti að hanna hann með þetta í huga. Flugvöllurinn væri táknmynd hnattvæðingarinnar.

Jón Garðar Guðmundsson og Alexander Andersson

Haukur Óskarsson, Ingvar Sigurðsson og Guðmundur Ásgeirsson


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.