Símenntun vor 2015

Page 1




Námskeið í boði Símenntunarmiðstöðvarinnar á vorönn 2015 Örugg framkoma – ókeypis námskeið í boði Símenntunar Vinnustofa Dale Carnegie Raddblær, svipbrigði og líkamstjáning geta verið allt að 90 % af skilaboðum sem fólk meðtekur. Með því að rýna í hvernig þú beitir þér í tjáningu getur þú haft töluverð áhrif á hvernig fólk upplifir þig. Á þessu námskeiði færðu tækifæri til að skoða hvað þú endurspeglar þegar þú tjáir þig. Ertu fagleg/ur, áhrifamikil/l, áhugaverð/ur og með útgeislun? Þú skoðar leiðir sem eru innan þíns áhrifasviðs sem gera þig eftirminnilegri og áhrifameiri. Ávinningur: Þú getur tjáð þig á lifandi og skemmtilegan hátt, full/ur af öryggi og útgeislun. Auðarskóli í Búðardal Mið. 21. jan. kl. 18:00 til 19:30 Grunnskólinn í Stykkishólmi Lau. 17. jan. kl. 11:00 til 13:30 Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík Lau. 17. jan. kl. 15:00 til 16:30 Leiðbeinandi: Unnur Magnúsdóttir, eigandi Dale Carnegie á Íslandi.

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Meiri hamingja með Mindfulness - Gjörhygli Vinnustofa, þar sem við vinnum með allar helstu „Mindfulness“ æfingarnar og gerum merkilegar uppgötvanir um okkur sjálf. Við lærum að stjórna hugarástandi okkar og innleiða „Mindfulness“ í daglegt líf. Þátttakendur fá handbók og geisladisk með „Mindfulness“ æfingum og leiðsögn. Ef þú hefur ekki stjórn á huganum, hefur hugurinn stjórn á þér! Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði Fim. 5. mar. kl. 9:00 til 16:00 Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Fim. 19. mar. frá kl. 10:00 til 17:00 Leiðbeinandi: Ásdís Olsen, hún hefur sérhæft sig í „Mindfulness“ til að auka vellíðan og hamingju í lífi og starfi. Verð: 19.900 kr.

Leiktu aðalhlutverk í eigin lífi Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja kynna sér eðli og orsakir meðvirkni og hvernig má vinna gegn meðvirkninni, stuðla að betri sjálfsmynd og heilbrigðari samskiptum/samböndum. Eitt aðaleinkenni meðvirkni er tilhneiging til að einbeita sér óhóflega að öðru fólki, líðan þess, viðbrögðum og hegðun. Þetta getur skapað óheilbrigð mynstur tilfinninga og hegðunar og komið fram sem stjórnsemi eða undirgefni, sektarkennd og léleg sjálfsmynd. Á námskeiðinu er unnið með fræðslu, í hópvinnu, verkefnavinnu og unnin heimaverkefni. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Þri. 3. mar. til 24. mar. kl. 19:00 til 21:00 Leiðbeinandi: Guðrún Björg Ágústsdóttir fjölskylduráðgjafi Verð: 15.900 kr.

Úr frestun í framkvæmd Á námskeiðinu verður farið yfir ástæður frestunar, einkenni og afleiðingar. Einnig munu þátttakendur fá aðstoð til að draga upp mynd af draumalífi sínu, og fá verkfæri til að framkvæma. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi Mán. 13. apr. til 4. maí kl. 16:00 til 19:00 Leiðbeinandi: Sigríður Jónsdóttir Í Fókus markþjálfi og ráðgjafi Verð: 21.900 kr.

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Áfram veginn – framhaldsnámskeið um orsakir og afleiðingar meðvirkni. Námskeiðið er fyrir þá sem hafa kynnt sér meðvirkni og vilja vinna áfram með orsakir og afleiðingar í eigin lífi. Þetta námskeið er tilvalið fyrir þá sem vilja skoða betur þau mynstur og einkenni sem eru þekkt hjá einstaklingum sem finna fyrir meðvirkni. Námskeiðið verður í tvö skipti með fyrirlestrum og verkefnavinnu. Að námskeiði loknu mun leiðbeinandi bjóða upp á hópvinnu aðra hvora viku í 6 skipti (ekki innifalið í verði). Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Mán. 16. mar. og 23. mar. kl. 19:00 til 21:00 Leiðbeinandi: Guðrún Björg Ágústsdóttir fjölskylduráðgjafi Verð: 8.500 kr.

Enskunámskeið Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur og lengra komna. Skipt verður í hópa eftir getu. Lögð er áhersla grunnorðaforða og smám saman bætt við. Farið er yfir undirstöðuatriði í málfræði og ritun. Markmiðið er að nemendur verði færir um að tjá sig á ensku, skilji talað mál og geti haldið uppi samræðum. Enskir siðir og venjur, hátíðir og menning eru einnig til umfjöllunar. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Mið. 4. feb. til 8. apr., kl. 19:00 til 21:10 (10 skipti). Leiðbeinandi: Hulda Hrönn Sigurðardóttir sérkennari Verð: 27.900 kr.

Spænska fyrir alla Að læra nýtt tungumál opnar þér nýjan heim og víkkar sjóndeildarhringinn. Ef þig langar að læra meira um heiminn, ef þú ert í framhaldsnámi, háskólanámi, eða hefur áhuga á að ferðast þá er þetta gott námskeið fyrir þig. Á námskeiðinu verður farið yfir málfræði og undirstöðuatriði tungumálsins með verkefnavinnu, æfingum og leikjum. Einnig verður farið skipulega yfir námsefni um áhugaverða hluti. Hagnýtt nám sem nýtist vel í leik og starfi, jafnt fyrir byrjendur sem og lengra komna. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Þri. og fim. 27. jan. til 26. feb. kl. 19:00 til 21:10 (10 skipti). Leiðbeinandi: Dr. David Hidalgo Rodríguez kennari Verð: 27.900 kr.

Stykkishólmsbær

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390



Jurtalitunarnámskeið Á námskeiðinu verður farið í stutta göngu um næsta nágrenni Hespuhússins til að fræðast um þær jurtir sem hægt er að nota til litunar úr nánasta umhverfi. Að göngu lokinni verður farið inn í Hespuhúsið, jurtirnar settar í pott og farið yfir litunarferlið frá upphafi til enda. Spjallað verður um íslenska litunarhefð og ýmis efni kynnt sem notuð eru við jurtalitun. Innifalið í námskeiðsgjaldi: Prufuspjald með nokkrum litatónum, ásamt bæklingi um jurtalitun. Hespuhúsið við Andakílsárvirkjun Lau. 23. maí. kl. 13:00 til 17:00 Leiðbeinandi: Guðrún Bjarnadóttir, náttúrufræðingur og eigandi Hespuhússins í Andakíl Verð: 8.900 kr.

Silfursteypa Silfursteypa er kjörin leið til að framleiða einfalda gripi og munu þátttakendur öðlast skilning og þekkingu á aðferð sem fylgt hefur mannkyninu í árþúsundir. Á námskeiðinu munu þátttakendur hanna og smíða hálsmen eftir þessari fornu aðferð. Námskeiðið hentar öllum og ekki er þörf á sérstakri kunnáttu, bara mæta með góða skapið. Innifalið er allt efni sem þarf í gripinn en keðjur og umbúðir eru seldar sér. Allir fara heim með fallegt hálsmen. Grunnskóli Grundarfjarðar Lau. og sun. 21. og 22. feb. kl. 12:00 til 18:00 Auðarskóli í Búðardal Lau. og sun. 7. og 8. mar. kl. 12:00 til 18:00 Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Lau. og sun. 2. og 3. maí kl. 12:00 til 18:00 Leiðbeinandi: Þorgrímur Kolbeinsson listamaður Verð: 22.500 kr.

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Frjáls útsaumur Frjáls útsaumur, eða Skals bróderí. Nemendur læra að færa mynstur yfir á efni, sauma gatafald, feluspor, varplegg, fræhnúta, lykkjuspor, spírala ofl. Á námskeiðinu er saumaður nálapúði, skartgripapoki og mynd í ramma. Innifalið í námskeiðsgjaldi: Skæri, rammi, garn og efni. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Mið. 18. og 25. mar. kl. 18:00 til 22:00 Leiðbeinandi: Katrín Jóhannesdóttir kennari í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur Verð: 18.900 kr.

Harðangur og klaustur Harðangur og klaustur – útsaumsnámskeið fyrir byrjendur. Kennd verða undirstöðuatriði þessarar saumtegundar. Auk þess gera þátttakendur ýmis verkefni, s.s nálabók, skærapúða og hangandi jólaskraut. Allt efni, ásamt skærum innifalið í námskeiðsgjaldi. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Fös. 20. mar. 18:00 til 22:00 og lau. 21. mar. kl. 10:00 til 16:00 Leiðbeinandi: Katrín Jóhannesdóttir kennari í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur Verð: 25.000 kr.

Svartsaumur – útsaumsnámskeið fyrir byrjendur Kennd eru undirstöðuatriði í þessari gömlu útsaumsaðferð. Fyrst eru saumaðar útlínur og fletirnir síðan fylltir með sérstakri þræðingu. Eins og nafnið gefur til kynna er svartsaumur saumaður með svörtum þræði í jafnþráða java eða hör. Efni er innifalið en þátttakendur þurfa að koma með góð skæri. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Mið. 11., 18. og 25. feb. kl. 18:00 til 21:00 Leiðbeinandi: Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir kennari Verð: 18.900 kr.

Fyrirtækjastyrkir – einstaklingsstyrkir - kanna›u máli› hjá stéttarfélögunum -

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Tvöfalt prjón – fallegt beggja vegna Kennd er prjónaaðferð þar sem prjónlesið hefur enga röngu, en aðferðin býður samt upp á að prjónað sé flókið myndprjón. Aðferðin er frábrugðin tvíbandaprjóni eða myndprjóni og hentar vel, t.d.í trefla, húfubönd og fleira. Það sem þarf að hafa með sér: Stuttur (4060cm) hringprjónn í stærð 4,5-5. Rautt og hvítt garn sem hentar prjónastærðinni, skæri og frágangsnál. EKKI koma með mohair, angoru, lopa, léttlopa eða „loðið“ garn af neinu tagi. Þátttakendur þurfa að kunna að fitja upp, prjóna slétt og brugðið og fella af. Grunnskólinn í Stykkishólmi Lau. 21. mar. kl. 11:00 til 14:00 Leiðbeinandi er Christine "Tína" Einarsson, Prjónasmiðja Tínu á Selfossi. Verð: 7.200 kr.

Domino prjón Domino prjón er þegar stakir ferhyrningar eru tengdir saman. Hægt er að gera þá misstóra, mislita og láta þá vísa í margar áttir. Prjónaður verður pottaleppur í 2 litum (EKKI úr bómullargarni). Á námskeiðinu verður kennt að: • Prjóna domino prjón • Prjónað uppfit • Tengja saman ferhyrninga um leið og þeir eru prjónaðir • Gera snúrukant hringinn í kringum pottaleppinn. • Teikna eigin mynstur og finna út réttan lykkjufjölda Það sem þarf að hafa með sér er: Milligróft garn í tveimur litum (ull eða akrýl), sokkaprjónar/hringprjónn í stærð 4 - 4.5 mm skæri, frágangsnál. EKKI koma með bómul, mohair, lopa, eða „loðið“ garn af neinu tagi sem erfitt er að rekja upp. Grunnþekkingar á prjóni er krafist, svo sem að kunna slétt, brugðið og fella af. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Mið. 11. mar. kl. 19:00 til 21:00 Leiðbeinandi er Christine "Tína" Einarsson, Prjónasmiðja Tínu á Selfossi. Verð: 7.200 kr.

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Að smíða hring Á þessu námskeiði verður smíðaður víravirkishringur. Nauðsynlegt er að vera búin að fara á víravirkisnámskeið og hafa þokkalega kunnáttu í kveikingum. Efni í einn hring er innifalið í námskeiðsgjaldi. Gott væri að koma með glósubók og penna með sér. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Lau. og sun. 14. og 15. mar. kl. 10:00 til 16:00 Leiðbeinandi: Júlía Þrastardóttir gullsmíðameistari Verð: 30.000 kr.

Víravirkisnámskeið framhaldsnámskeið Á framhaldsnámskeiði er farið ítarlegar í aðferðina og þá sérstaklega að kveikja. Smíðað er hálsmen úr tveimur blómum sem eru kveikt saman og mynda hálfkúlu. Gott er að koma með glósubók og penna. Efni og verkfæri eru innifalin. Grundaskóli á Akranesi Lau. og sun. 11. og 12. apr. kl. 10:00 til 15:00 Leiðbeinandi: Júlía Þrastardóttir gullsmíðameistari Verð: 27.900 kr.

Fatatölur úr tré Námskeið í fatatölugerð felur í sér að nemendur tileinka sér smíði á fatatölum úr tré. Nemendur læra að forma fatatölurnar í tifsög, með silfursög, litlum fjölnota fræsara, pússvél og sandpappír. Komið er inn á hvernig best er staðið að yfirborðsfrágangi viðarins. Á námskeiðinu er eingöngu unnið með birki. Birkinu, sem og nokkrum algengum trjátegundunum hér á landi, eru gerð góð skil. Fjallað er m.a. um hvenær er best sé að fella trén og hvaða hluta þess er best að nota við smíðarnar og hvernig best sé að ná efninu úr trjábolnum og meðhöndla viðinn til þurrkunar. Einnig er fjallað um innfluttar viðartegundir og þá annmarka sem gjarnan fylgja þeim. Grunnskólinn í Grundarfirði Lau. 24. jan. kl. 10:00 til 16:00 Leiðbeinandi: Trausti Tryggvason kennari Verð: 12.900 kr.

Akrílmálun Leitast verður við að þjálfa færni nemenda í listsköpun og auka þekkingu á myndlist, kennt að grunna og vinna abstrakt með ýmis konar tækni. Þátttakendur mæta með liti og pensla. Strigi er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Mið. 25. feb. til 25. mar. kl. 19:00 til 21:30 Leiðbeinandi: Elínborg Halldórsdóttir myndlistakona Verð: 22.500 kr.

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Almennt garðyrkjunámskeið Á námskeiðinu verður fjallað um almenna garðrækt: Tré-, runna- og blómarækt. Viðhald garða og garðverkin allan ársins hring. Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði Lau. 11. apr. kl. 13:00 til 15:00 Leiðbeinandi: Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Verð: 8.900 kr.

Grunnatriði harmonikkuleiks Kennd verða grunnatriði harmonikkuleiks og fá þátttakendur léttar æfingar frá kennara. Þátttakendur eiga sjálfir að koma með hljóðfæri. Húsnæði Símenntunar í Borgarnes Þri. 7. til 28. apr. kl. 20:00 til 20:50. Leiðbeinandi: Steinunn Pálsdóttir Verð: 16.900 kr.

LKL námskeið - María Krista Sykur-, ger-, og glútenlaust matreiðslunámskeið sem hentar einnig vel þeim sem fylgja lágkolvetnamataræðinu. Á námskeiðinu æfum við okkur í að útbúa einfalda og góða smárétti sem henta bæði í veisluna, sem meðlæti og jafnvel sem heilar máltíðir. Við útbúum saman um það bil 12 mismunandi rétti sem við setjum á borð í lok námskeiðs og gæðum okkur á saman. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Þátttakendur taka allir virkan þátt í matreiðslunni og hver og einn fær að spreyta sig við 3-4 rétti. Uppskriftir af öllum réttum fylgja síðan með námskeiðinu og hver og einn ætti að fara heim reynslunni ríkari og með mettan maga Grundaskóli á Akranesi Lau. 7. feb.kl. 12:00 til 16:00 Leiðbeinandi: María Krista Hreiðarsdóttir Verð: 17.900 kr.

Pylsugerðarnámskeið Þetta námskeið er tilvalið fyrir þá sem vilja læra að gera pylsur heima hjá sér. Kenndar verða ýmsar aðferðir varðandi pylsugerð. Grunnskólanum í Grundarfirði Lau. 7. mar. kl. 10:00 til 13:30 Leiðbeinandi: Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari Verð: 11.900 kr.

MENNTASKÓLI BORGARFJAR‹AR

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Eldað úr öllu Námskeiðið er ætlað til að auka vitund og færni í að nýta mat betur. Hvernig er hægt að elda góðan mat úr því sem er til er? Á námskeiðinu eru notaðar uppskriftir til að styðjast við og þeim breytt og aðlagaðar að því hráefni sem við erum með hverju sinni. Á námskeiðinu er unnið mest með grænmeti. Ef fólk kann að elda bragðgóðan mat úr grænmeti er auðvelt að bæta út í það kjöti og fiski. Þátttakendur eru hvattir til að taka með eitthvað sem hefur dagað upp í skápunum hjá þeim og við finnum not fyrir það. Engin tvö námskeið eru því eins. Allir elda og snæða síðan saman þær dýrindis krásir sem matreiddar eru. Grundaskóli á Akranesi Mán. 2. mar. kl. 18:00 til 22:00 Grunnskólinn í Borgarnesi Mán. 23. feb. kl. 18:00 til 22:00 Grunnskólinn í Stykkishólmi Mán. 16. mar. kl. 18:00 til 22:00 Leiðbeinandi: Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari Verð: 7.000 kr. „Eldað úr öllu“ námskeiðið er hluti af stærra verkefni sem kallast Zero Waste og er samstarfsverkefni Kvenfélagasambandsins, Landverndar og Vakanda og hægt er að fræðast um það hér: www.matarsoun.is

Umhirða hunda Á þessu námskeiði verður farið yfir það helsta í umhirðu hunda, svo sem tannhirðu, en margir hundar að þjást af tannsteini. Einnig verður fjallað um umhirðu eyrna, hvernig á að hreinsa eyrun, umhirðu klóa og fjallað um hundafóður. Eftir fræðslufyrirlesturinn verður gert hálftíma hlé og eftir það geta eigendur mætt með hundana og heilsufar þeirra kannað. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Lau. 21. feb. kl. 11:00 til 13:00 Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði Lau. 28. mar. kl. 11:00 til 13:00 Leiðbeinandi: Margrét Katrín Guðnadóttir dýralæknir Verð: 5.900 kr.

Dalabygg›

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Viltu læra betur á Facebook og aðra samfélagsmiðla? Á þessu námskeiði verður farið í það hvernig Facebook virkar, hvaða kostir og gallar eru við Facebook og hvað þarf að varast. Farið verður í ýmsar öryggisstillingar og annað því tengdu. Einnig verður farið í ýmis önnur smáforrit eftir því thvað tíminn leyfir. Námskeiðið er tilvalið fyrir alla sem vilja læra á Facebook á öruggan og góðan hátt. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Mið. 11.feb. kl. 19:00 til 21:00 Húsnæði Símenntunar á Akranesi Fim. 12. feb. kl. 19:00 til 21:00 Leiðbeinendur: Sigurjón Jónsson og Ragnheiður Sigurðardóttir Verð: 6.000 kr.

Ljósmyndun Hvernig á að taka góðar tækifærismyndir? Á námskeiðinu verður farið í meginatriði mynduppbyggingar, ljóss og uppstillingar. Farið verður í meginatriði stafrænnar ljósmyndunar, auk þess sem ljósmyndatækni er kennd sem gagnast við að taka góðar fjölskyldumyndir, fermingarmyndir og tækifærismyndir. Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík Lau. 14. feb. kl. 11:00 til 16:00 Leiðbeinandi: Dagmar Atladóttir ljósmyndari og kennari Verð: 11.900 kr.

Hattanámskeið Undirstöðuatriði kennd til hattagerðar og höfuðskrauts. Tækifærishattur búinn til á einum eftirmiðdegi, til dæmis fyrir brúðkaup, enskt teboð, grímuball eða þess háttar. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Lau. 28. mar. kl. 12:00 til 16:00 Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík Lau.14. mar. kl.12.00 til 16.00 Leiðbeinandi: Dagmar Atladóttir kennari Verð: 11.800 kr.

Snæfellsbær

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Íslenskunámskeið fyrir fólk af erlendum uppruna II Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem hafa lokið námskeiðinu "Íslenska fyrir fólk af erlendum uppruna I". Byrjendur eru einnig velkomnir. Lögð er áhersla á daglegt mál, hlustun, tjáningu, skilning, lestur og ritun. Bætt er við grunnorðaforðann, aukin þjálfun í framburði og lipurð í tali, ásamt málfræði og ritun. Markmiðið er að nemendur verði færir um að tjá sig á íslensku og auðvelda þeim þannig að aðlagast íslensku samfélagi. Dýpkaður er skilningur á íslenskri menningu, siðum og venjum. Námskeiðið er 60 kest. (40 mín). Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Þri. og fim. 13. jan. til 19. mar., kl. 19:00 til 21:10 Kennari: Hulda Hrönn Sigurðardóttir M.Ed. sérkennari. Verð: 35.000 kr.

Íslenskunámskeið fyrir útlendinga Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur. Lögð er áhersla á daglegt mál, hlustun, tjáningu, skilning, lestur og ritun. Byrjað er á einföldum grunnorðaforða og smám saman bætt við. Markmiðið er að þátttakendur verði færir um að tjá sig á íslensku og auðvelda þeim þannig að aðlagast íslensku samfélagi. Íslenskir siðir og venjur, menning og náttúra eru til umfjöllunar auk grunnorðaforðans. Námskeiðið er í heildina 60 kest (40 mín). Stefnt er að námskeiði á Akranesi og Snæfellsnesi þegar næg þátttaka fæst. Áhugasamir hafi samband við Guðrúnu Völu á netfangið vala@simenntun.is eða í síma 437-2390. Verð: 35.000 kr.

Fáðu meira út úr ferðaþjónustu fyrirtækinu þínu. Viltu vera sýnilegri? Ná betur til ferðamanna? Hvernig nærðu athygli fleiri viðskiptavina? Námskeið þar sem þú lærir á einfaldan hátt að auka viðskiptin. Kynntar verða nokkrar grundvallarreglur um hvernig best má auka sýnileikann á veraldarvefnum. Einnig verður sýnt fram á hvernig þjónusta og það sem þú hefur fram að færa getur orðið aðal aðdráttarafl fyrirtækisins. Ertu að auglýsa á réttum stöðum, til hverra viltu ná, hvar finnur ferðamaðurinn þig? Við förum yfir vefsíður, samfélagsmiðla, sjáum hvernig þitt fyrirtæki kemur út á leitarvélum og á Trip advisor. Hvaða aðferðum má beita til að koma betur út. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem eru að reka ferðaþjónustu af einhverju tagi eða ætla að fara út í rekstur. Staðsetning: Grundarfjörður Tímasetning verður auglýst síðar – fylgist með á vef Símenntunar www.simenntun.is ATH! Boðið er uppá ráðgjöf í tengslum við námskeiðið og er það bókað sér. Leiðbeinandi er Dagbjört Agnarsdóttir, verkefnastjóri Átthagastofu Snæfellsbæjar. Verð: 14.900 kr.

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Lyftaranámskeið Námskeið í stjórn og meðferð GAFFALLYFTARA verður haldið í Ólafsvík (tveggja daga námskeið). Námskeiðsgjald kr 21.500 og greiðist við afhendingu gagna. Stefnt er á námskeiðið í lok janúar 2015 ef næg þátttaka næst. Námskeiðið er á vegum Vinnueftirlitsins – Vestursvæði. Skráning og upplýsingar í síma 550-4600, en einnig á netfangið: vesturland@ver.is

Vélgæslunámskeið fyrir vélar að 750kW og 12m og styttri báta Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður upp á vélavarðanám I . Farið verður í álagskeyrslu véla, dísilvélina + kerfi, forhleðslu, rafmagn, eldsneyti + kerfi, afgas + kerfi, varahluti og vetrargeymslu, reglur, vökvakerfi og frágang véla. Námið veitir réttindi til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni og 12 m og styttra að skráningarlengd. Um er að ræða bóklegt og verklegt nám. Verklegi þátturinn felst í almennri vélstjórn og bilanagreiningu sem nemur 16 kennslustundum. Áætlað er að námið verði helgina fyrir páska (hluta af sunnudag og fram í dymbilvikuna) Námið er 44 klukkustundir. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi Leiðbeinandi: Þröstur Ólafsson Verð: 96.500 kr.

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Smáskipanám Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd og að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008. Námið er kennt með með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans. Hverjum námsþætti lýkur með skriflegu prófi. Námsmat: Nemendur þurfa að lágmarki 5 í einkunn í stöðugleika og siglingafræði og að lágmarki 6 í siglingareglum til þess að ljúka náminu. Lengd: 115 kennslustundir (40 mínútur) Nemendur eru boðaðir á kynningarfund um námið þriðjudaginn 24. febrúar kl. 18:00 í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Nánari upplýsingar veitir Hörður Baldvinsson á netfangið hordur@simenntun.is eða í síma 841 7710. Innifalið í námskeiðsgjaldi er sjókort, allar námsbækur og próf. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi Verð: 160.000 kr.

Vinnusmiðja um gerð styrkumsókna Í vinnusmiðjunni verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð umsókna um styrki í innlenda sjóði. Farið verður yfir undirbúning fyrir umsóknir og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Að vinnusmiðjunni lokinni gefst þátttakendum kostur á skrifa umsókn og skila til leiðbeinanda innan 14 daga. Leiðbeinandi fer yfir umsóknina, rýnir hana og sendir til baka með upplýsingum um hvað var gott og hvað má bæta. Skráning er á vef Símenntunar www.simenntun.is og nánari upplýsingar gefur starfsfólk Símenntunar í síma 437-2390. Grundarfjörður - nánari staðsetning auglýst síðar Fim. 22. jan. kl. 13:00 til 16:00 Búðardalur - nánari staðsetning auglýst síðar Fös. 23. Jan. kl. 13:00 til 16:00 Leiðbeinandi: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri, hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Vinnusmiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Heilabilun Námskeiðið er ætlað sjúkraliðum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Markmiðið með námskeiðinu er að öðlast þekkingu á heilabilun. Hverjar eru undirliggjandi orsakir, hvaða einkennum má búast við og hvernig er sjúkdómsferlið. Að öðlast aukna færni við að annast sjúklinga með heilabilun. Fyrirbærið “Heilabilun” skilgreint og farið yfir eftirfarandi atriði: • Greiningarferlið og sjúkdóma sem valda heilabilun. • Einkenni og flokkun þeirra. • Meðferðarmöguleika og æskileg viðbrögð. • Umönnun og samveru við þá sem haldnir eru • heilabilunarsjúkdómum. • Álag á fjölskylduna og aðlögun hennar að breyttu lífi. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Mið. 25. mar. og fim. 25. mar. kl. 17:00 til 21:00 Leiðbeinandi: Guðrún Karlsdóttir deildarstjóri göngudeildar öldrunarsviðs Verð: 19.900 kr.

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Hefur þú áhuga á að vinna við skrifstofustörf eða viltu efla þig í starfi? Skrifstofuskólinn – dreifnám – vorönn 2015 Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi ætlar að fara af stað með Skrifstofuskólann í janúar 2015. Skrifstofuskólinn er 160 klukkustunda nám ætlað fólki 20 ára og eldra sem hefur stutta eða jafnvel enga formlega skólagöngu að baki, vinnur almenn skrifstofustörf eða hefur hug á því. Markmið með náminu er m.a. að efla sjálfstraust og hæfni námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf, auka þjónustu- og tölvufærni ásamt færni í ensku og almennu jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms. Meta má námið til að allt að 18 eininga í framhaldsskóla. Námið fer fram í dreifnámi sem þýðir að námið er blanda af staðlotum og fjarnámi. Nnemendur fá námsefnið í gegnum kennslukerfið Moodle og samskiptaforritið Lync og þeir hitta kennara og samnemendur í staðlotum í Borgarnesi. Námið er verkefnamiðað þannig að nemendur geta að hluta til stýrt sjálfir hvenær þeir leggja stund á námið og því hentar það vel með vinnu. Með því að bjóða upp á þessa kennsluaðferð er verið að miða kennslu að þörfum fullorðinna nemenda. Námsgreinar eru t.d verslunarreikningur, bókhald, tölvu- og upplýsingaleikni, tölvubókhald og enska. Inn á eftirfarandi slóð má sjá myndband um Skrifstofuskólann; http://www.youtube.com/watch?v=lPL8k_K11PM Verð: 47.000 Hægt er að sækja um styrk til fræðslusjóða stéttarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar og fyrsta lotan er í Borgarnesi er 23. – 24. janúar 2015. Nánari upplýsingar og skráning hjá; Helgu Lind Hjartardóttur náms- og starfsráðgjafa og verkefnastjóra og á facebook síðu Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Sími: 895-1662, netfang; helgalind@simenntun.is

Tæknistoðir Símenntun Vesturlands býður upp á Tæknistoðir í dreifnámi á haustönn 2015 Tæknistoðir er sérsniðið nám fyrir þá aðila sem vilja hefja nám í mannvirkja- eða málmtæknigreinum og hafa ekki aðstöðu til að nýta sér hefðbundnar námsleiðir. Í Tæknistoðum verða m.a. kennd eftirtalin fög: • Upplýsingatækni fyrir tækninám • Grunnteikning 1-2 • Efnisfræði • CNC Tölvustýrðar iðnaðarvélar • Iðnreikningur. Kennsluhættir Tæknistoða miðast við þarfir fullorðinna einstaklinga sem hafa unnið í mannvirkja- eða málmtæknigeiranum og vilja taka fyrstu skrefin til að ná sér í lögbundin atvinnuréttindi.

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Námið er fullmetið inn í verknámsdeildir skóla á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra og getur stytt hefðbundið nám um allt að 34 einingar. Námið er 2 annir og geta nemendur unnið mikið að efninu í heimanámi, en þó með góð tengsl við kennara áfangans. Ekki er búið að ákveða hvar staðloturnar verða haldnar, en það gæti verið breytilegt efir fjölda nemenda. Þetta nám er fjármagnað af verkefninu „Menntun núna! – í Norðvesturkjördæmi. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.menntunnuna.is Nánari upplýsingar veitir Hörður Baldvinsson á netfangið hordur@simenntun.is og í síma 841 7710

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Námskeið fyrir fólk með fötlun Eftirfarandi námskeið eru í samstarfi við Fjölmennt – símenntunar og þekkingarmiðstöð og ætluð fólki 20 ára og eldra. Helga Björk Bjarnadóttir þroskaþjálfi helga@simenntun.is hefur umsjón með námskeiðunum.

Leikræn tjáning, útivera og listsköpun Á þessu námskeiði verður unnið með margskonar leiklistaræfingar þar sem tjáning og samvinna fléttast saman, en einnig verður farið í göngutúra og náttúrulegur efniviður fundinn sem síðan verður uppspretta listrænnar vinnu. Þátttakendur klæði sig eftir veðri. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Lau. 28. feb. kl. 10:00 til 18:00 Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík Lau. 25. apr. kl. 10:00 til 18:00 Leiðbeinendur: Ása Hlín Svavarsdóttir leiklistarkennari og leikstjóri og Helena Guttormsdóttir lektor umhverfisdeildar LBHÍ Verð: 7.000 kr.

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Námskeið fyrir fólk með fötlun Matreiðsla Kennt verður að útbúa hollan, gómsætan og fjölbreyttan mat. Þátttakendur hitta kennara fyrir upphaf námskeiðs, velja úr fjölbreyttum mataruppskriftum og fá leiðbeiningar með innkaup. Hráefni sjá þátttakendur um sjálfir. Kennt er inn á heimilum þátttakenda á Akranesi í febrúar og mars eftir samkomulagi í fjögur skipti. Leiðbeinandi: Katrín Leifsdóttir heimilisfræðikennari Verð: 4.000 kr.

Leiklist Unnið verður með tjáningu tilfinninga í gegnum svipbrigði, líkama og rödd. Hópeflis- og traustæfingar verða stór þáttur vinnunnar og tilraunir verða gerðar með skuggaleikhús. Húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar á Akranesi Mið. 25. feb. til 15. apr. kl. 13:00 til 14:30 (8 skipti) Leiðbeinandi: Ása Hlín Svavarsdóttir leiklistarkennari og leikstjóri Verð: 9.000 kr.

Verum með! Hreyfing, léttar æfingar, leikir og fræðsla. Þátttakendur mæti í íþróttafötum og klæði sig eftir veðri. Húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar Borgarnesi Þri. 3. feb. til 24. mar. kl. 16.30 til 17:30 (8 skipti) Leiðbeinandi: Sólrún Halla Bjarnadóttir íþróttakennari Verð: 6.000 kr.

Sundnámskeið Farið verður yfir helstu sundtökin og farið í skemmtilega leiki í sundlauginni. Sundlaugin í Ólafsvík Fim. 29. jan til 26.mar. kl.17:30 til 18:30 (9 skipti) Leiðbeinandi: Snædís Hjartardóttir íþróttakennari Verð: 6.500 kr.

fia› er einfalt a› skrá sig á námskei› Á heimasí›unni okkar www.simenntun.is e›a í síma 437 2390 Mundu a› skrá flig strax ef flú sér› námskei› sem flér líst á. Vi› minnum flig svo á nokkrum dögum fyrir námskei›i› og bi›jum flig a› sta›festa flátttökuna. Eftir a› flú hefur sta›fest flátttöku sendum vi› flér grei›sluse›il fyrir námskei›sgjaldinu.

Gæti ekki veri› einfaldara!

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Námskeið fyrir fólk með fötlun Námskeið í Silfursteypu Sandsteypa er kjörin leið til að framleiða einfalda gripi og hefur mannkynið notast við þessa aðferð frá bronsöld og hafa yfir 30 tonna styttur verið steyptar með þessari aðferð. Á námskeiðinu munu þátttakendur hanna og smíða hálsmen í vax sem þeir síðan taka mót af í sérstökum sandi. Á námskeiðinu munum við bræða silfur og hella í mótin, hreinsa og fægja. Loks fá þátttakendur að taka hálsmenið með sér heim. Námskeiðið hentar öllum og ekki er þörf á sérstakri kunnáttu, bara mæta með góða skapið. Allt efni er innifalið - Keðjur og öskjur seldar sér. Fjölbrautaskóli Snæfellinga Grundarfirði Lau. 24. jan., kl. 13:00 til 18:00 Húsnæði Símenntunar á Akranesi Lau. 7. mar., kl. 13:00 til 18:00 Leiðbeinandi: Þorgrímur Kolbeinsson listamaður Verð: 5.000 kr.

Vinsamlegast athugið að skráning fer fram á vef símenntunarmiðstöðvarinnar: www.simenntun.is eða í síma 437 2390 Vinsamlegast skráið ykkur um leið og þið sjáið námskeið við hæfi. Hægt er að skipta greiðslum sé þess þörf.

Raunfærnimat - hvað er nú það? Býrð þú yfir hæfni sem þú vilt láta meta sem jafngildi náms? Raunfærnimat er ferli þar sem metin er þekking og færni á ákveðnu sviði, svo sem reynsla af starfi, námi eða félagsstörfum. Staðfesting á færni er skjalfest í lok ferilsins og gæti stytt nám í framhaldinu. Með raunfærnimati er hægt að sýna fram á reynslu, færni og þekkingu í starfi og leggja mat á hvernig einstaklingur getur styrkt sig í námi/starfi. Raunfærnimat með hliðsjón af námsskrá veitir tækifæri til að fá metna reynslu og færni sem jafngilda námsáfanga svo að viðkomandi þurfi ekki að sækja nám í því sem hann þegar kann. Raunfærnimat með hliðsjón af færnikröfum ákveðinna starfsgreina veitir tækifæri til að fá metna reynslu og færni sem starfssviðið krefst. Til að komast í raunfærnimat þarf að hafa starfað í viðkomandi grein í a.m.k. 3 ár og hafa náð 23 ára aldri. Hafðu samband við náms- og starfsráðgjafa Símenntunar ef þú hefur áhuga á raunfærnimati í síma 437-2390 eða í netfang vala@simenntun.is og helgalind@simenntun.is

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390


Hvað er Markviss? Markviss (Markviss uppbygging starfsmanna) er aðferð til að vinna kerfisbundið að starfsmannaþróun í fyrirtækjum. Með Markviss er tekist á við þau verkefni fyrirtækja sem fela í sér skipulagningu menntunar, þjálfunar og annað sem tengist uppbyggingu starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar. Þessu skipulagi er síðan fylgt eftir og árangur af verkefninu mældur og metinn eftir því sem tök eru á. Markviss gefur stjórnendum og starfsmönnum kost á að meta sjálfir þekkingar- og færniþörf fyrirtækisins og skipuleggja uppbyggingu sérhvers starfsmanns í samræmi við það mat. Markviss var þróað í Danmörku af samtökum iðnaðarins og hefur verið notað í fyrirtækjum á Íslandi síðan árið 2001.

Af hverju Markviss? Markviss aðferðafræðin byggir á þáttum sem gera uppbyggingu starfsmanna auðveldari. Markviss gengur út frá því að: • Uppbyggingu starfsmanna verði best fyrir komið í samstarfi stjórnenda og starfsmanna • Uppbygging starfsmanna verði liður í uppbyggingu fyrirtækisins • Þekking og aðferðir verði eftir í fyrirtækinu • Margar aðferðir séu til að ná settum markmiðum: • Starfsþjálfun • Starfaskipti • Starfshópar um lausn viðfangsefna • Innanhúss upplýsingar • Innanhúss námskeið • Námskeið utan fyrirtækisins • Skipulagt sjálfsnám

Nánari upplýsingar gefa Inga Dóra Halldórsdóttir; ingadora@simenntun.is og Helga Björk Bjarnadóttir; helga@simenntun.is

Náms- og starfsráðgjöf Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Símenntunarmiðstöðin veitir ókeypis náms- og starfsráðgjöf. Starfandi náms-og starfsráðgjafar eru tveir, Guðrún Vala Elísdóttir og Helga Lind Hjartardóttir. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl, áhugasviðsgreiningar, lesblindugreiningar, hópráðgjöf, aðstoð við gerð ferilskráa o.þ.h. Þjónustan er ætluð fullorðnu fólki á vinnumarkaði. Hægt er að panta viðtöl í síma 437-2390 eða senda tölvupóst á vala@simenntun.is eða helgalind@simenntun.is

• Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.