farmers & friends / vörumerki

Page 1

farmers & friends

vรถrumerki


farmers market Farmers Market er íslenskt hönnunarfyrirtæki, stofnað 2005 af hjónunum Bergþóru Guðnadóttur hönnuði og Jóel Pálssyni tónlistarmanni. Innblástur er sóttur í ræturnar; íslenska arfleið, náttúru og menningu svo úr verður vörulína þar sem klassísk norræn hönnunarstef kallast á við mínímalískan módernisma þar sem sveitarómantíkin er aldrei langt undan. Sjálfbærni, notagildi og virðing fyrir umhverfinu eru leiðarstef fyrirtækisins en fatnaðurinn hentar við fjölbreytt tilefni, útivist til jafns við borgarlíf. Við trúum því að sjálfbærni í hönnun sé ekki bara tískubóla heldur lykill að framtíðinni. Eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna leggjum við áherslu á að nota náttúruleg hráefni í vörur okkar. Gerviefni eru einungis notuð til styrkingar, til að hrinda frá vatni eða í einstaka smáatriði sem við teljum mikilvæg í hönnuninni. Við erum stolt af því að vinna með mörgum alþjóðlegum textílframleiðendum í fremstu röð. Meðal hráefna sem við notum í vörulínu okkar er merino og mohair band frá Ítalíu, vaxborin bómull frá Bretlandi, indverskt silki að ógleymdri hinni einstöku íslensku ull. Að sama skapi vöndum við vel valið á framleiðendum til samstarfs, á Íslandi eða erlendis. Það er okkur hjartans mál að vinna með fólki sem deilir þeiri sýn með okkur að búa til fallega vörulínu í háum gæðaflokki í eins mikilli sátt við fólk og umhverfi og kostur er.

framleiðsla

efni

tölur

Flestar vörur úr íslenskri ull eru framleiddar hérlendis.

Farmers Market leggur áherslu á náttúruleg, endingargóð og vistvæn efni.

Tölurnar eru ýmist úr lambshorni, skel og corozo.

Bróðurpartur línunnar er framleiddur í í ýmsum litlum verksmiðjum í Portúgal. Nokkrar vörur eru framleiddar í Litháen og silkiklúturinn Skriða á Indlandi.

Flest efnin í línunni eru unnin á Ítalíu.

Corozo eru 100% náttúruafurð sem unnin eru úr pálmatrésfræum.



forte forte Ítalska fatamerkið Forte Forte var stofnað af systkinunum Giada og Paolo Forte árið 2003. Segja má að þau hafi verið alin upp í textíliðnaðinum en foreldrar þeirra ráku prjónaverksmiðju og framleiddu hágæðaefni fyrir merki á borð við Prada og Christian Dior. Giada lærði sjálf fatahönnun í Bretlandi og starfaði hjá bæði Kenzo og Benetton áður en hún fór að hanna sína eigin línu. Með Forte Forte vildi Giada skapa fatnað úr bestu fáanlegu efnum úr heimalandi sínu og stuðla að því að gömul handverkstækni myndi ekki tapast. Merkið einkennist því af óaðfinnanlegri sniðagerð, áherslu á smátriði, fegurð og léttleika. Í Forte Forte flíkum má greina mikla ástríðu fyrir efnunum sjálfum og eru þau ávallt byrjunarreitur hönnunarferlisins.


aigle Aigle er fransk merki með yfir 160 ára reynslu af gerð gúmmístígvéla. Aigle stígvél eru gerð úr náttúrulegu gúmmíi, einnig kallað hrágúmmí, sem tryggir meiri mýkt, þæginleika og betri endingu en hin ýmsu gerviefni (td. gervigúmmí og PVC) sem eru einnig notuð í stígvél. Það myndast alltaf skýjuð áferð á náttúrulegt gúmmí en hana má nudda af með sérstöku stígvéla spreyi sem td. Aigle framleiðir. Góð umhirða felur líka í sér að strjúka reglulega óhreinindi af stígvélunum með blautri tusku.


swedish stockings Tvö billjón eintök af nælonsokkabuxum eru framleidd á ári hverju of enda mörg þeirra á haugunum eftir að hafa verið notuð í aðeins nokkur skipti. Nælon er þar að auki afar ónáttúruvænt efni og framleiðsla þess krefst mikils magns af orku, vatni og olíu. Þess vegna er mikilvægt að þetta efni sé endurunnið, sem er einmitt það sem Swedish Stockings gerir. Auk þess að endurnýta gamalt nælon þá nota verksmiðjur Swedish Stockings minna vatn, náttúruvænni liti og eru að mestu leiti knúnar með sólarorku. Allir þessir þættir gera Swedish Stockings að afar umhverfisvænum kosti þegar það kemur að sokkabuxum.


peg and awl Hjónin Margaux og Walter, búsett í Philadelphiu, eru báðir safnarar í eðli sínu og hafa það sem áhugamál að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Árið 2012 varð þetta áhugamál að atvinnu þar sem þau stofnuðu merkið Peg and Awl og byrjuðu að selja töskur, skartgripi og ýmist annað úr gömlum efnum sem þau finna á loppumörkuðum, í antíkbúðum, garðsölum o.s.frv. Í Farmers & Friends má finna úrval af Peg and Awl töskum sem gerðar eru úr vaxbornu canvasefni og leðri úr byssuólum frá Seinni Heimssyrjöldinni.


redecker Burstenhaus Redecker er þýskt fjölskyldufyrirtæki, stofnað 1935, sem hefur sérhæft sig í burstagerð. Aðeins náttúruleg hráefni eru notuð í gerð burstanna. Eikarviður, beykiviður, peruviður og ólífuviður (sem hentar einstaklega vel í elhúsvörur) er ýmist notað í sköftin. Hárin sem notuð eru í burstana geta bæði verið úr dýrum (svínshár, hestshár og greifingjahár) eða náttúrulegar trefjar (tampico unnið úr mexikóskum agaveplöntum og palmyra unnið úr indverskri pálmategund).


orrifinn Orrifinn Skartgripir er hönnunarteymi Orra Finnbogasonar og Helgu Gvuðrúnar Friðriksdóttur en þau leiddu hesta sína saman í byrjun árs 2012. Orri er gullsmiður og sérhæfður í demantaísetningum og hefur hannað undir nafninu Orri Finn síðan 2002. Saman hafa Orri og Helga hannað skartgripalínurnar Akkeri (2012), Scarab (2013), Flétta (2014), Verkfæri (2015) og Milagros (2016).


auric blends Auric Blends var stofnað árið 1993 í Kaliforníu. Fyrirtækið er þekkt fyrir handgerð reykelsi og náttúrulegar ilmolíur. “Solid” ilmarnir eru búnir til úr blöndu af bývaxi, kókosolíu og ilmkjarnaolíum.


chan luu Chan Luu er skartgripa- og fatamerki sem stofnað var í Los Angeles árið 1996. Chan Luu sækir innblástur frá ólíkum menningum víðs vegar um heiminn og bera skartgripirnir því mjög þjóðlegan brag. Chan Luu línan er öll handgerð og framleidd í löndum á borð við Vietnam og Kenya og stuðlar að því að konur komist þar á atvinnumarkaðinn.


crymogea Bókaútgáfan Crymogea gefur út bækur um ljósmyndun, list og hönnun. Verslun og sýningarrými Crymogeu er að Barónsstíg 27. Crymogea trúir því að bækur séu leið til að skilja, njóta og upplifa það sem myndlist, ljósmyndun og hönnun hafa upp á að bjóða. Í bókum útgáfunnar sameinast heimildagildi, varanleiki og fegurð og þar lærum við að meta hvað er góð ljósmynd, hvað er áhrifarík list, úthugsuð bygging eða falleg hönnun.


annað tónlist Úrval af íslenskri tónlist má finna í Farmers & Friends frá útgefendunum/dreifiaðilunum Sena 12 Tónar, Smekkleysa, Dimma, Kongó, Morr Music, Mengi, Record Records og ýmsum sjálfstæðum aðilum. Vert er að nefna að Flugur ehf. (fyrirtækjanafn Farmers Market) er einnig sjálfstæð plötuútgáfa sem gefur út tónlist Jóels Pálssonar.

ventesima strada Ventesima Strada er lítill ítalskur skóframleiðandi sem handgerir hágæða kuldaskó með vibram botni. Útlit skónna sem fást í Farmers & Friends er sérhannað fyrir okkar verslanir.

reykjavík letterpress Reykjavík Letterpress er hönnunarstofa í eigu grafísku hönnuðanna Hildar Sigurðardóttur og Ólafar Birnu Garðarsdóttur, stofnuð haustið 2010. Auk þess að bjóða upp á alhliða grafíska hönnun hefur stofan sérhæft sig í Letterpress prentun, aldargamalli prentaðferð með nútíma tvisti. Ástríða fyrir grafískri áferð og þeirri dýpt sem prentaðferðin gefur skilar sér í margskonar fallegum prentgripum svo sem nafnspjöldum, merkimiðum, boðskortum, glasamottum og svo lengi mætti telja.

í boði náttúrunnar Í Boði Náttúrunnar er útgáfa með hugsjón sem gefur út tímaritið Í boði náttúrunnar, Græna Fríðindakortið, HandPicked Iceland ferðabæklinga og heldur árlega viðburðinn Friðsæld í febrúar. Útgáfan leggur áherslu á öll málefni tengd sjálfbærni, heilsu og vellíðan.

gestalten Gestalten er þýsk bókaútgáfa sem gefur m.a. út hinar feykivinsælu Monocle Guide bækur í samstarfi við tímaritið Monocle. Eins og Crymogea leggur Gestalten einnig mikla áherslu á listir, lífsstíl og fagurfræði. Í Farmers & Friends erum við með titlana Scandinavian Dreaming, The Outsiders og The Hinterlands til sölu og eru þeir allir bestsellers hjá útgáfunni.



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.