Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2021

Page 28

Sigrún Ýr

VERÐ ALLTAF VIÐRIÐIN DANS

Þ

að fer ekki fram hjá neinum sem sér sýningar fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss að hjá deildinni starfar öflugur danshöfundur. Sérhver hópur á sinn keppnisdans og á jólasýningum deildarinnar sýna þeir allir nýja dansa sem falla að þema sýninganna. Sigrún Ýr Magnúsdóttir, deildarstjóri í dansi hjá deildinni ber hitann og þungann af samsetningu gólfæfinga, þjálfarar hópanna eru með í ráðum og útkoman verður eins og best er á kosið.

28 BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

Bernskan einn dans Dans hefur fylgt Sigrúnu Ýr frá því hún man eftir sér. „Ein fyrsta minning mín er af mér þriggja eða fjögurra ára. Við bjuggum í Bandaríkjunum, þar voru stórar verslanir þar sem alltaf var spiluð tónlist og ég naut þess að svífa dansandi á milli hillurekkanna. Ég byrjaði svo að æfa fimleika þarna úti 3–4 ára og fannst það mjög gaman. Við fluttum heim þegar ég var 5 ára og fljótlega vildi ég ólm byrja að æfa samkvæmisdansa. Ég stundaði dans og keppti til 22 ja ára aldurs, en þá varð ég barnshafandi og lagði keppnisskóna á hilluna. Mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og mótaði þá persónu sem ég er í dag. Til að byrja með keppti ég hér heima á Íslandi og varð í fyrsta sinn Íslandsmeist-


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2021 by Ungmennafélag Selfoss - Issuu