allar helgar undirlagðar. Það kom mér líka á óvart að vera valin, ég bjóst ekki við að fá að fara á stórmót strax.” EM er stærsta mótið sem haldið er í hópfimleikum og þó að Birta hafði einungis farið einu sinni á slíkt mót, þegar það var haldið á Íslandi 2014, fékk hún ýmsar gagnlegar upplýsingar frá Heiðrúnu Ósk, systur sinni sem einnig stundaði hópfimleika og hefur mikla keppnisreynslu. „Já, hún leiðbeindi mér heilmikið, sagði mér hverju ég ætti að muna eftir og hvernig ég ætti að haga mér. Tanja Birgisdóttir þjálfari og Margrét Lúðvígsdóttir hjálpuðu mér líka mikið við undirbúninginn. Liðin fengu líka aðstoð sálfræðings til að setja gildi fyrir liðið og bakka okkur upp. Þetta er allt mikil reynsla.”
Mikil virðing
Birta Sif segir það stórkostlegt að ferðast með liðinu, allir eins klæddir í landsliðs búningi. „Það fyllir mann stolti. Keppnishöllin var mjög stór og aðstaðan öll hin besta. Það var mjög vel tekið á móti okkur og komið fram við okkur eins og afreksíþróttafólk með virðingu og vinsemd.” Þó að Birta Sif hafi keppt á fjölmörgum mótum á Íslandi eru það mikil viðbrigði að koma í svona stóra höll þar sem keppendur eru það margir að fyrsta keppnisdag er útsláttarkeppni og einungis 6 lið komast í úrslit. Áhorfendur skipta þúsundum og stemningin og umgjörðin öll mun stærri en við eigum að venjast. „Ég var mjög stressuð, hrædd um að ég myndi klúðra. En ég reyndi að láta tilfinningarnar ekki stjórna mér og gera mitt allra besta. Æfingadagurinn fyrir undanúrslitin gekk mjög vel, aðstaðan öll hin besta, áhöldin öll splunkuný og mjög fín.” Íslenska liðið náði fjórða sæti í undanúrslitum og gleðin var mikil. Keppnin er þríþætt, gólfæfingar, dýna og trampolín og lítið má út af bregða. Liðið fékk einn hvíldardag og svo var úrslitarkeppni. Liðin sem kepptu í úrslitum voru öll mjög sterk en eftir mjög spennandi keppni varð íslenska liðið í fjórða sæti. „Liðin voru öll mjög góð og keppnin var spennandi. En við lentum í fjórða sæti. Auðvitað er smá svekkjandi að komast ekki á pall, en þetta var góð reynsla og mikil upplifun. Ég er strax farin að hlakka til næsta stórmóts.”
Blandað lið unglinga stóð sig frábærlega í gólfæfingum á EM.
Blandað lið unglinga stillti sér upp eftir undanúrslitin á EM. Birta Sif er þriðja frá vinstri í neðri röð.
Ákveðin í að ná árangri
„Það var mjög gott að koma heim og fara á æfingar með vinkonum mínum. Selfyssingar tóku vel á móti mér og ljóst að margir höfðu horft á beinar útsendingar frá mótinu. Fólk var alls staðar að óska mér til hamingju.”
Mæðgurnar Birta Sif og Auður Svala stinga saman nefjum á Evrópumeistaramótinu í Portúgal.
Það er ekkert stórmót hjá unglingum á þessu ári, en árið 2020 verður EM haldið í Danmörku. Birta Sif er strax farin að hlakka til. „Ég er ákveðin að vera áfram í íþróttinni, keppa meira, fara á fleiri stórmót og ná árangri í íþróttinni.” Viðtal: ÞÞ
Birta Sif þriðja frá vinstri í efri röð ásamt vinkonum sínum í 1. flokki Selfoss.
41
BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss