Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2018

Page 84

GUMMI TÓTA

Frá Selfossi til Skandinavíu

Guðmundur Þórarinsson í búningi norska meistaraliðsins Rosenborg.

„Ég svaf ekki mikið fyrstu nóttina en fótboltinn var mjög skemmtilegur, það var meira tempó og fleiri æfingar og í raun eins og ég hafði séð þetta fyrir mér,” segir Guðmundur Þórarinsson, atvinnumaður í knattspyrnu, um sína fyrstu upplifun af atvinnumennsku, en þetta hafði verið hans draumur mjög lengi og jafnframt að þetta sé eitthvað sem hann hafði stefnt að mjög lengi. „Ég varð mjög snemma heillaður af fótbolta og síðan þegar maður fór að sjá betur og betur að maður ætti möguleika á að gera þetta að vinnunni sinni þótti manni það gaman og spennandi. Ég held að það hafi alltaf fylgt mér að vilja verða fótboltamaður eða allavega spila fótbolta,” bætir hann við. Það sást fljótt að Guðmundur var mjög efnilegur knattspyrnumaður og hann nýtti hvert tækifæri til æfinga. „Maður fann fyrir því mjög snemma að vera frekar langt frá sínum jafnöldrum varðandi tækni og leikskilning. Ég varð síðan mjög seinþroska og það tók aðeins á að vera þolinmóður og bíða eftir að líkaminn tæki út þroskann sem aðrir í kringum mig voru flestir búnir að taka út,” segir Guðmundur en það leið ekki á löngu þar til hann fékk sitt tækifæri. „Síðan þegar ég byrjaði að spila með meistaraflokki og stóð mig vel var ég viss um að ég ætti möguleika að vinna við fótbolta einn daginn.”

Flott fyrsta skref

Eftir góð ár í efstu tveimur deildunum á Íslandi með Selfossi og ÍBV tók hann slaginn og flutti Noregs þar sem hann gekk til liðs við Sarpsborg 08 árið 2013. „Fyrsta tímabilið mitt gekk mjög vel í Noregi og ég byrjaði alla leiki og lífið utan vallar gekk líka vel. Þetta var flott fyrsta skref og gaf mér góða reynslu með frábær-

84 BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

um þjálfurum sem ég var með í Sarpsborg,” segir Guðmundur um tímann sinn í Noregi. Honum leið líka vel í Sarpsborg. „Þetta er sunnarlega í Noregi og nálægt Osló. Það var kannski ekki mikið um að vera í Sarpsborg en þá gat maður bara einbeitt sér ennþá betur að fótboltanum,” segir Guðmundur og það var nákvæmlega það sem hann gerði. Þessi tími var honum góður. „Mjög góð reynsla og gaman, við tókum næsta skref sem klúbbur og ég náði öllum mínum markmiðum sem leikmaður og með liðinu.

Lærdómsríkur tími í Danmörku

Eftir góð tvö góða ár í Noregi kom tími fyrir Guðmund að taka næsta skref og áhuginn var mikill. „Þetta var eiginlega frekar klikkað eftir á að hyggja, á tímabili stoppaði ekki síminn frá umboðsmönnum með loforð um hitt og þetta. Þrír þeirra komu á leik með pappíra að reyna að fá mig til að skrifa undir hjá sér án þess að láta mig vita að þeir væru að mæta á leikinn,” segir Guðmundur og þetta var eitthvað sem hann þekkti ekki. „Ég vissi ekkert hvernig ég átti að snúa mér í þessu öllu og að lokum ákvað ég að taka skrefið til Nordsjælland sem virkaði á mig sem flott næsta skref í staðinn fyrir að taka stærra skref í sterkari deild,” segir Guðmundur og bætir við. „Ég bjó í Kaupmannahöfn og það er mjög skemmtileg borg. Auðvelt fyrir vini og fjölskyldu að kíkja í heimsókn og hver göngutúr um borgina var ákveðið ævintýri.” Þetta var lærdómsríkur tími fyrir hann. „Mér fannst ekki gaman í Nordsjælland án þess að ég vilji fara út í hvers vegna, það kenndi mér helling og nýtist mér mikið í dag, ég sat oft heima og hugsaði ef og hefði og sá eftir því að hafa valið þetta skref, það voru mikil mistök af minni hálfu að hugsa

svoleiðis og maður græðir aldrei neitt á því,” segir Guðmundur sem gekk þó vel innan vallar. „Ég spilaði þó alla leiki og eftir á að hyggja get ég klappað sjálfum mér á öxlina og sagt vel gert að hafa haldið haus í gegnum þennan tíma sem var ekki skemmtilegur innan vallar. Mamma og pabbi eiga líka stóran þátt í því að hafa stutt við mann og verið til staðar í gegnum þann tíma.”

Aftur til Noregs

Eftir tvö ár í Danmörku fannst Guðmundi aftur vera kominn tími til þess að skipta um lið og umhverfi. „Rosenborg er langstærsti klúbbur Noregs og þegar þetta kom upp á borðið þá vildi ég fara og upplifa þessa sigurhefð sem er þar og spila á flottum leikvangi sem er oftar en ekki fullur, vinna titla og taka þátt í Evrópukeppni,” segir hann um ástæður þess að hann gekk til liðs við Rosenborg í Noregi. Hann fann sig strax vel í þessu umhverfi en við tók áskorun að komast í liðið enda hafði liðið unnið bæði deildar- og bikarkeppni árinu áður. „Ég held ég hafi komið þeim smá á óvart hversu góður ég var enda kom þjálfarinn fljótlega til mín og sagði að hann yrði að spila mér, hann hefði ekki búist við því að ég væri svona góður. Eftir það spilaði ég mikið meira þó svo að mitt hlutverk hafi verið svolítið sem tólfti maður, ég spilaði margar ólíkar stöður og fannst ég ekki alveg fá það hlutverk sem ég taldi mig eiga skilið,” segir Guðmundur. Árangurinn liðsins á tímabilinu var góður en hann var einungis eitt tímabil hjá norska stórveldinu. „Ég hafði í raun ekki þolinmæðina til að bíða, landsliðið litar þetta helling líka því ég tel mig geta verið þar og til þess að vera þar vill maður vera að spila stöðugra hlutverk hjá sínu félags-


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.