Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2018

Page 39

gaman

fimleikadeildar menn deildarinnar við flestar stöðvar sem segja til, aðstoða og leiðbeina.”

Sú yngsta bara 7 mánaða

Deildin er vel sett hvað aðbúnað snertir. „Við eigum mikið úrval af áhöldum fyrir unga krakka og þeim má raða upp á ótal vegu til að breyta áherslum,” segir Steinunn. „Deildin hefur lagt metnað í að endurnýja reglulega þessi áhöld sem eru sérhæfð fimleikaáhöld fyrir litla krakka. Svo njótum við líka góðs af því að vera í íþróttahúsi grunnskóla og megum nota áhöld sem skólinn á fyrir íþróttaskólann.”

Börnin mega byrja um eins árs gömul og geta verið í íþróttaskólanum til fimm ára aldurs, en eftir það taka almennir hópfimleikar við. Reyndar mega þau byrja í hópfimleikum fjögurra ára en það eru ekki allir sem kjósa það. „Við höfum miðað aldursmark við að börnin geti gengið. Ég held að yngsti þátttakandinn hafi aðeins verið 7 mánaða þegar hún byrjaði.” Frá upphafi hefur skólanum verið tvískipt í hópa eftir aldri barnanna, en nú er aðsóknin orðin svo mikil að skólinn er þrískiptur. „Sömu krakkarnir mæta ár eftir ár og margir þeirra skila sér svo í fimleikaíþróttina. Það er ánægjulegt að sjá. Svo koma systkini hvert á eftir öðru og við erum að byrja að sjá börn þeirra sem voru í fyrstu árgöngunum.”

Aukinn alhliða þroski

Steinunn fullyrðir að þátttaka í íþróttaskólanum skili sér í auknum alhliða þroska hjá börnunum. „Já, rannsóknir hafa sýnt að þessi aukna samhæfing sem þau fá í íþróttaæfingum styrkir námsárangur þegar til lengri tíma er litið. Ég hef í mörg ár unnið með hreyfiþroska barna í grunnskóla og ég sé greinilegan mun á nemendum í 1. bekk eftir því hvort þau hafa mætt í íþróttaskóla eða stundað aðra sambærilega hreyfingu eða ekki. Mörg hafa til dæmis verið í ungbarnasundi, þetta hjálpast allt að. Við sjáum mun á hreyfiþroska þessara barna. Börnin fara ekki öll í afreksíþróttaferil, en langflestir af efnilegu fimleikaiðkendum Selfoss tóku sín fyrstu skref í íþróttaskólanum og líka margir sem stunda aðrar íþróttagreinar.”

Mjög góður skóli Aðbúnaður Íþróttaskólans er allur annar í dag en þegar þeir Eysteinn Máni og Nökkvi Alexander voru við leik árið 2001.

Íþróttaskóli fimleikadeildarinnar hefur getið sér gott orð víða um land og það er ekki óalgengt að fólk óski eftir að fá að koma og kynna sér starfsemi hans. „Við fáum oft íþróttakennaranema í heimsókn og fulltrúa annarra íþróttafélaga. Þau fá að fylgjast með og sjá hvernig við gerum og fá ráðleggingar,” segir Steinunn. „Við fáum alls staðar mjög jákvæð viðbrögð og fólk sem hefur samanburð, hefur til dæmis verið með krakka í íþróttaskóla erlendis sér mikinn jákvæðan mun. Það finnst okkur mjög ánægjulegt að vita, við leggjum mikið í þetta og fáum ekkert nema jákvætt viðmót og þakklæti.”

Hver á eigin forsendum

Ölver Kvasir er feginn að að pabbi hans tekur á móti honum.

Foreldrar og börn njóta þess að æfa saman.

Börnin mæta full eftirvæntingar, sum í íþróttafötum, jafnvel tjullpilsum, en hvert og eitt mætir á eigin forsendum, það eru engar skyldur í íþróttaskólanum. „Við tökum á móti öllum börnum, börn með fötlun eru velkomin og þau koma á sínum forsendum. Þau örvast ótrúlega við að fá að taka þátt og vera með öllum krökkunum. Sérþarfir barna eru engin fyrirstaða, hver og einn gerir æfingar á sínum hraða eftir sinni getu og nýtur þess að vera með. Við leggjum mikla áherslu á jákvæða upplifun barnanna af íþróttasalnum og að þau fái fjölbreytta hreyfingu. Áherslurnar eru ekki endilega fimleikatengdar en fimleikagrunnur er talinn mjög góður grunnur fyrir allar íþróttir þar sem þær samhæfa styrk og liðleika. Svo læra börnin vissan aga með því að mæta í íþróttaskólann, þau þurfa stundum að bíða, standa í röð og fara eftir ákveðnum reglum, en þau gera þetta allt með bros á vör og oftar en ekki eru þau pínulítið spæld þegar tíminn er búinn, þau langar að vera lengur.” Viðtal: Þóra Þórarins

39

BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.