Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2018

Page 15

Daníel Jens Pétursson var 11 ára þegar hann fór með frænda sínum, Arnari Bragasyni, og fékk að horfa á taekwondoæfingu hjá Fjölni í Grafarvogi. Þar hitti hann meðal annars Sigurstein Snorrason og fleiri úr Fjölni í fyrsta skipti.

D

aníel Jens segist hafa orðið heillaður af þessu sporti og eftir mikið tuð og bögg við Arnar Braga var ákveðið að koma og prufa að vera með æfingu á Selfossi. „Fyrst var þetta á íþróttadegi sem var haldinn í Vallaskóla. Ég mætti á það en svo var ákveðið að byrja um haustið með deild. Fyrsta æfingin á Selfossi var 4. september 2003. Þá var það Magnea Kristín Ómarsdóttir sem sá um æfingar og var yfirþjálfari. Ég mætti á þá æfingu og hef verið í sportinu síðan.“ Magnea var yfirþjálfari til 2008 en þá um haustið tók Daníel Jens við, en hann hafði tekið svartbelti í mars 2008. „Í byrjun vorum við nokkurs konar viðhengi frá Fjölni og í tengslum við það félag.“ Árið 2007 var farið að vinna að því að stofna taekwondodeild innan Umf. Selfoss og var stofnfundur haldinn í október það ár. Deildin var síðan tekin formlega inn sem fullgild deild inn í Ungmenafélagið á aðalfundi þess 2008. Daníel Jens segir að síðan þá hafi þau unnið í mjög góðu samstarfi við félagið og að það hafi verið afar góður bakhjarl fyrir þau.

Fjölskyldan öll í sportinu Daníel Jens byrjaði að æfa íþróttina 2003. Yngri bróðir hans, Davíð Arnar, byrjaði ári síðar og Dagný María systir hans líka. „Á endanum vorum við öll þrjú orðin föst í þessu og þá byrjuðu mamma og pabbi líka að æfa. Þau byrjuðu með þetta sem

Daníel Jens stóð sig vel í Kóreu þar sem hann stóðst próf fyrir 4. dan.

hobby og svona sitthvað fleira. Þegar svo deildin var stofnuð fóru þau að taka að sér störf innan hennar. Mamma var t.d. gjaldkeri og pabbi ritari og ýmislegt fleira. Þau hafa síðan verið viðloðandi starfið alveg fram á daginn í dag. Mamma er ennþá virk í þessu.“ Af öðrum sem hafa komið að stjórn deildarinnar í gegnum tíðina nefnir Daníel Jens, Ófeig Ágúst Leifsson, sem hefur verið formaður mest allan tímann og er í dag. Hann tók eitt ár í pásu þegar Júlíus Pálsson kom inn og var formaður. „Ófeigur hefur verið rosalega traustur í því starfi og mjög gott að vinna með honum,“ segir Daníel Jens.

Útbreiðsla taekwondo

„Við erum með inn í beltakerfunum hjá okkur að fyrir ýmsar hærri gráður á svörtu belti þarf að vinna ýmis verkefni. Það þarf að gera eitthvað til að breiða út taekwondo á Íslandi, hvort sem er að stofna deild eða vera mótsstjóri eða eitthvað svoleiðis. Ég ákvað að byrja á því að prófa að vera með

æfingar á Hellu. Ég gerði það fyrst 2010 og við erum búin að vera með æfingar þar síðan þá. Það hefur haldist svona 20–30 krakkar sem eru að æfa þar. Við höfum líka verið með ýmis önnur tilraunaverkefni. Við prófuðum t.d. að fara á Stokkseyri og vorum þar í nokkur ár. Það gekk alveg þokkalega þangað til að við eiginlega lentum í vandræðum því deildin okkar á Selfossi stækkaði svo mikið. Það var farið að taka mikinn tíma frá mér að þurfa alltaf að fara niður á Stokkseyri. Þar voru kannski tíu krakkar á meðan á Selfossi voru 30–40 krakkar sem þurfti líka að sinna. Þannig að það lognaðist dálítið út af. Við erum samt alltaf að prófa eitthvað og erum t.d. núna í samstarfi við Dímon á Hvolsvelli. Það er tilraunaverkefni sem hefur gengið þokkalega. Þau hjá Hamri í Hveragerði hafa líka áhuga á slíku tilraunaverkefni. Markmiðið er að gera eitthvað svipað og Fjölnir gerði með Selfoss þ.e. að á endanum getum við úthlutað einum nemanda til þess að taka svo við. Það er eðlileg þróun að einhver taki við af mér þar.“

Daníel Jens í hörku bardaga.

15

BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.