Æskan og skógurinn

Page 56

sökina. Leggjumst því á eitt til að opna augu fólks með því að benda því á að spilla ekki fegurð landsins. En meira að segja þeir sem vilja vel í öllu geta spillt gróðri og fegurð í andartaks gáleysi. Í skógi og kjarrlendi hefur oft orðið stórtjón vegna þess að ógætilega var farið með eld. Sérstaklega er mikil hætta í þurrkatíð einkum á vorin. Mosinn og sinan eru þá afar eldfim og mikið bál getur kviknað af litlum neista. Óstöðug veðrátta veldur einnig miklu tjóni öðru hverju. Þá gera alls konar sveppir og skordýr usla í skóginum. Stundum veldur þetta skemmdum sem illt er við að ráða. En í trjágörðum og smálundum má halda þessum ófögnuði í skefjum.

56| Æskan og skógurinn


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.